Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 6
6 19. október 2008 SUNNUDAGUR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is SAMFÉLAGSMÁL UNIFEM á Íslandi safnaði í gær hátt í 1.500 undir- skriftum í Kringlunni fyrir átakið Segjum NEI við ofbeldi gegn konum. Átakið hófst hinn 14. ágúst og hafa 7.500 undirskriftir safnast. „Markmiðið er að ná um 20.000 undirskriftum fyrir 6. nóvember,“ sagði Regína Bjarnadóttir, stjórnarformaður UNIFEM. Hinn 6. nóvember verða undirskriftirn- ar sendar til höfuðstöðva UNIFEM í New York. Heimsátaki, sem ætlað er að hvetja ríkisstjórnir heims til að beita sér fyrir því að binda endi á ofbeldi gegn konum, lýkur 25. nóvember. Hægt er að skrifa undir á unifem.is. - ve Undirskriftasöfnun UNIFEM: Nei við ofbeldi gegn konum VIÐSKIPTI Forsvarsmenn fimm líf- eyrissjóða, sem hugðust kaupa eignir og rekstur Kaupþings, gagn- rýna Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra hart og segja í yfir- lýsingu að hann hafi útilokað aðkomu þeirra að bankanum með yfirlýsingu í fjölmiðlum. Það hafi hann gert áður en tilboð þeirra var lagt fram til Fjármálaeftirlitsins (FME). Björgvin hafnar málflutn- ingi þeirra staðfastlega og segir ákvörðunina alfarið hafa verið í höndum FME. Hann gagnrýnir mál- flutning forsvarsmanna lífeyris- sjóðanna; rangt sé eftir honum haft í yfirlýsingu, sem sé með ólíkind- um. Í yfirlýsingunni, sem Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er skrifaður fyrir, segir að sjóðirnir hafi ekki gert tilboð í Kaupþing. Björgvin hafi engu að síður greint frá því í fjölmiðlum að slíku tilboði hafi verið hafnað. Þar segir einnig að ekki hafi orðið af fundi allra lífeyr- issjóða landsins vegna kaupa á bankanum „... þar sem aðkomu líf- eyrissjóðanna að Kaupþingi var hafnað af viðskiptaráðherra stuttu fyrir fundinn.“ Er þar vísað til þeirra ummæla Björgvins við fjöl- miðla eftir ríkisstjórnarfund á fimmtudag að tilboð lífeyrissjóð- anna hefði væntanlega ekki verið nægilega gott og á þeim forsend- um hafi því verið hafnað. Björgvin segir að stjórn FME hafi ekki viljað taka ákvörðun um sölu Kaupþings og ríkisvaldið hafi ekkert yfir því að segja. „FME er sjálfstætt stjórnvald með umboð sitt frá Alþingi. Þeir telja sölu bank- ans vera stóra pólitíska ákvörðun og beina því til ríkisvaldsins að taka við boltanum og við það situr. Vilji okkar stóð til þess að þetta yrði skoðað til þrautar en ákvörðun FME liggur fyrir.“ Björgvin segir ljóst að í framtíðinni geti lífeyris- sjóðirnir og ríkisvaldið rætt um kaup á bankanum. Hins vegar muni líða töluverður tími áður en slíkt verði mögulegt; fjölmörg önnur verkefni kalli á athygli stjórnvalda fram til þess tíma. Spurður um yfir- lýsingu lífeyrissjóðanna segir Björgvin það koma sér á óvart hvernig þeir leggi mál sitt upp. „Þetta er ákvörðun FME og þeir ættu að beina orðum sínum þangað en ekki til mín. Ég hef lýst því yfir að mér hafi þótt sjálfsagt að skoða þetta og það hefði verið ákjósan- legt ef einn bankanna hefði verið í einkaeigu. Hvað varðar textann í yfirlýsingunni þá er rangt eftir mér haft, sem er með hreinum ólíkind- um. Það er undarlegt að menn kjósi að viðhafa slík vinnubrögð.“ svavar@frettabladid.is Ráðherra gagnrýnir lífeyrissjóði harðlega Forsvarsmenn fimm lífeyrissjóða segja viðskiptaráðherra hafa útilokað kaup þeirra á Kaupþingi áður en tilboð var lagt fram. Ráðherra hafnar því alfarið og segir málið í höndum FME. Hann furðar sig á málflutningi lífeyrissjóðanna. HÖFUÐSTÖÐVAR Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóður, lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir hugðust kaupa bankann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÞORGEIR EYJÓLFSSON 11. okt.: Fulltrúar lífeyrissjóðanna eiga fund með forstjóra FME þar sem honum var greint frá fyrirætlun lífeyrissjóðanna um hugsanleg kaup á rekstri Kaupþings. 12. okt.: Fundur lífeyrissjóðannna með forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, iðnaðarráðherra og menntamálaráð- herra þar sem aðkoma lífeyrissjóðanna að Kaupþingi var rædd. Viðbrögð ráðherranna voru afar jákvæð svo ekki sé kveðið fastar að orði. 14. okt. (hádegi): FME var sent bréflega erindi fimm lífeyrissjóða þar sem óskað var viðræðna um kaup á rekstri Kaupþings enda gáfu fyrri fundir til undirbúnings erindi sjóðanna ástæðu til bjartsýni um að málaleitan lífeyrissjóðanna yrði vel tekið. 15. okt.: Fulltrúar fjárfestahópsins áttu fund með stjórn og forstjóra eftirlitsins þar sem gerð var grein fyrir ástæðu þess að óskað var eftir viðræðum og jafnframt gerðum við stuttlega grein fyrir viðskiptaáætlun fjár- festahópsins. Skýrt kom fram í fundarlok að ekki bæri að líta á fundinn sem svar við erindi sjóðanna um viðræður. Af viðbrögðum FME mátti þó ráða að vonlítið var að erindi sjóðanna yrði tekið með jákvæðum hætti. 16. okt. (síðdegis): Lífeyrissjóðunum berst bréf FME þar sem þakkað er fyrir erindi þeirra og þeim greint frá því að FME væri að meta heildstætt beiðni sjóðanna og þau gögn sem lögð voru fram á fundi aðila deginum áður. FME óskaði eftir að heildstætt áhættumat yrði lagt fram fyrir alla þá fimm lífeyrissjóði sem stóðu að erindinu auk þess sem skoða þyrfti eignarhald lífeyrissjóðanna með tilliti til tiltekinna hlutfalla í lífeyrissjóðalögunum. Sjóðun- um var gefinn frestur til kl. 12 á hádegi næsta dags, þ.e. föstudags, til að bregðast við erindi FME. 17. okt.: Forstjóri FME kvittaði fyrir móttöku svars líf- eyrissjóðanna klukkan 11.50. Skömmu áður en forstjóri móttók svar lífeyrissjóðanna með upplýsingum um heildstætt áhættumat og öðrum upplýsingum svaraði viðskiptaráðherra spurningum fréttamanna um málið með þeim hætti „að tilboði lífeyrissjóðanna hefði verið hafnað.” ATBURÐARÁSIN Í BRÉFI LÍFEYRISSJÓÐANNA EVRÓPUMÁL „Menn hafa fullt frelsi til að mynda með sér hópa og vinna að sínum hugsjónum í Fram- sóknarflokknum,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsókn- arflokksins, um skoðanakönnun sem félagar í grasrót flokksins létu gera um Evrópumál. Honum komi tilvist þessarar hreyfingar innan flokksins á óvart og að hún hafi ekki leitað til hans með það sem hún var að gera. „Ég hefði haft gaman af því að þetta fólk hefði komið til mín, bæði í upphafi og svo til að kynna mér niðurstöðurnar. Það hefði verið eðlilegt.“ Fyrir um mánuði hafi Evrópu- umræður verið eðlilegar en í dag sé verkefni ríkisstjórnar- innar allt annað. „Það er að standa eins og einn maður við að bjarga íslenskri þjóð og vinna úr þeim skuldaskilum og því áfalli sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir,“ segir Guðni. Í Fréttablaðinu í gær sagði Páll Magnússon, fyrrverandi vara- þingmaður Framsóknarflokksins, að þeir forystumenn sem tala gegn atkvæðagreiðslu um aðildarvið- ræður tilheyri miklum minnihluta innan flokksins en könnunin sýndi að tæp 18 prósent framsóknar- manna væru andvígir þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Spurður hvort hann tilheyri slíkum minnihluta segir Guðni að hann vilji ekki láta setja sig á neinn bás. „Ég er for- maður í flokki og geri mér grein fyrir að í honum, eins og öllum öðrum, eru skiptar skoðanir um málið.“ „Þetta er ekki spurning um já eða nei heldur spurning um það sem í þjóðaratkvæðagreiðslu verður sett upp sem skilyrði fyrir samningum.“ - ovd Formaður Framsóknarflokksins undrast vinnubrögð félaga í grasrót flokksins: Eðlilegra að leita til hans fyrst GUÐNI ÁGÚSTSSON Ert þú sátt(ur) við að Ísland náði ekki kjöri til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna? JÁ 79,9 NEI 20,1 SPURNING DAGSINS Í DAG: Átt þú fé í peningamarkaðssjóð- um bankanna? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.