Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 14
 19. október 2008 SUNNUDAGUR2 Kjötiðnaðarmenn / Kjötskurðarmenn Akureyri / Húsavík Norðlenska ehf. auglýsir laus störf við úrbeiningu í kjötvinnslum fyrirtækisins á Akureyri og Húsavík. Hæfniskröfur: Menntun eða reynsla í kjötiðn / kjötskurði Samviskusemi og vandvirkni Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknarfrestur er til 2. nóvember 2008. Öllum umsækjendum verður svarað. Umsóknir skulu berast á rafrænu formi á netfangið jona@nordlenska.is. Frekari upplýsingar veittar í síma 460 8805 eða netfangi jona@nordlenska.is Matreiðslunemar! Vilt þú læra listina að matreiða með margverð- launuðum matreiðslumeisturum? Nú er tækifærið! Veitingahús Perlunnar leitar að matreiðslunemum. Hafið samband við Elmar: 562-0210 VÍS leitar að skoðunarmanni fyrir eigna-, skipa- og farmtjón Starf skoðunarmanns er fjölbreytt og krefjandi þar sem reynir á góð samskipti við stóra viðskiptavini félagsins. Í starfinu felst aðallega skoðun og uppgjör á skipa-, báta- og farmtjónum. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun á sviði véltækni skilyrði • Mikil alhliða reynsla tengd sjávarútvegi • Góð almenn tölvukunnátta nauðsynleg • Færni í mannlegum samskiptum • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Nánari upplýsingar veita Agnar Óskarsson framkvæmdastjóri tjónasviðs (agnar@vis.is, 560-5111) og Þorsteinn Þorsteinsson deildarstjóri (thorstth@vis.is, 560 5213). Umsóknum skal skilað á heimasíðu VÍS, vis.is, fyrir 26. október næstkomandi. F í t o n / S Í A Við leitum að reynslubolta vis.is Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is Þar sem tryggingar snúast um fólk VÍS er nútímalegt þjónustufyrirtæki með 43 þjónustuskrifstofur víðsvegar um landið. Markmið VÍS er að vera alltaf í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi og er ánægja starfsfólks og viðskiptavina lykilatriði í velgengni félagsins. Hjá VÍS starfar framúrskarandi hópur einstak- linga sem saman myndar sterka liðsheild. Mikil áhersla er lögð á að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu til að veita viðskiptavinum góða þjónustu. VÍS vill fela starfsfólki störf við hæfi, þannig að hæfileikar þess og frumkvæði fái notið sín við áhugaverð og krefjandi verkefni. Velferðarsvið Matráður Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Laust er til umsóknar 80% starf matráðs á Laugarásvegi 39, greining og uppeldisráðgjöf. Á Laugarásvegi 39 er vistheimili fyrir allt að 7 börn frá ný- fæddum til 13 ára. Þar vinna 14 manns á vöktum, auk þess dvelja foreldrar barnanna oftast hjá þeim frá því þau koma úr skóla og þar til þau sofna. Hæfniskröfur: • Reynsla af matreiðslu • Þekking á rekstri eldhúsa er kostur • Færni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni, hreinlæti, frumkvæði og áreiðanleiki í starfi Helstu verkefni: • Undirbúningur og frágangur hádegisverðar og kvöldmatar barna, foreldra þeirra og starfsmanna • Samskipti við birgja vegna innkaupa á matvöru • Innkaup á matvöru • Sjá um kaffi veitingar vegna funda og fyrir börnin • Sjá um að halda eldhúsi, búri, frystigeymslum hreinum • Önnur verkefni sem starfsmanna kunna að vera falin Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Efl ingar stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Óskarsdóttir forstöðumaður í síma 581 1024 netfang: sigrun.oskarsdottir@reykjavik.is Umsóknum má skila á Laugarásveg 39, greining og uppeldis- ráðgjöf fyrir 1.nóvember nk. Jafnframt er vakin athygli á að hægt er að sækja um starfi ð á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.