Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 18
 19. OKTÓBER 2008 SUNNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● vímulaus æska MST-aðferðin snýr að öllu nærumhverfi barns, það er að segja foreldrum, fjölskyldu, félagahópi, skóla og tómstundum. Mynd tengist ekki efni greinar. MYND/ODD STEFÁN Barnaverndarstofa mun á næstunni bjóða fjölskyldum barna sem glíma við alvarleg hegðunarvandamál upp á MST-meðferð sem miðar að því að takast á við og yfirstíga vandamálin. Barnaverndarstofa mun á næstu vikum hefja svokallaða fjölþátta- meðferð (Multisystemic Ther- apy, MST) fyrir fjölskyldur barna á aldrinum tólf til átján ára sem glíma við alvarlegan hegðunar- vanda. MST fer fram á heimili og í nærumhverfi fjölskyldunnar og skilyrði er að barnið búi heima. Þerapisti hittir foreldra (og eftir aðstæðum barn) á heimaslóðum þeirra ekki sjaldnar en tvisvar í viku í þrjá til fimm mánuði. For- eldrar hafa jafnframt aðgengi að þerapista í síma allan sólar- hringinn til hvatningar og ráð- gjafar. Fjórir þerapistar og einn teymisstjóri mynda meðferðar- teymi. Hver þerapisti sinnir átta til tíu fjölskyldum á ári. MARKHÓPUR Barnaverndarnefndir sækja um MST og þjónustusvæðið verður fyrst um sinn höfuðborgarsvæð- ið og nágrenni. Markhópurinn af- markast við hegðunarvanda barna sem kemur fram á flestum eða öllum eftirtöldum sviðum: (a) Af- skiptum lögreglu, afbrotum eða refsiverðri hegðun, (b) skrópum í skóla eða verulegum skólaerfið- leikum, (c) líkamlegu ofbeldi gegn öðrum eða alvarlegum hótunum, og (d) vímuefnanotkun eða mis- notkun áfengis. MST er stundað í þrjátíu ríkjum Bandaríkjanna og tíu öðrum lönd- um svo sem á Bretlandseyjum, í Hollandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Við innleiðingu MST á Ís- landi hefur verið horft sérstaklega til Noregs en þar var MST innleitt á landsvísu árið 1999. MST er gagnreynd aðferð sem þýðir að sýnt hefur verið fram á árangur henn- ar með sam- anburðarrann- sóknum. Til að tryggja það að aðferðinni sé beitt rétt er haft eftirlit með framkvæmd- inni. Þannig veitir teymisstjórinn þerapistum vikulega faghandleiðslu sam- kvæmt aðferðafræði MST. Í fram- haldi er símafundur um sama efni með MST-sérfræðingi. Reglu- lega er kannað með aðstoð mat- slista hjá foreldrum hvort þerap- istar halda sig við aðferðir MST. Þerapistar svara sambærilegum matslistum um teymisstjórann. ALLT UMHVERFIÐ Meðferðin snýr að öllu nærum- hverfi barns: foreldrum, fjöl- skyldu, félagahópi, skóla og tómstundum. Reynt er að bæta samheldni innan fjölskyldunn- ar, tengsl og samráð foreldra og skóla og annarra lykilaðila. Með- ferðin felst í að draga úr eða yfir- vinna vandamál barns miðað við skilgreind meðferðarmarkmið og almennt að efla hæfni og bjarg- ráð foreldra til að takast á við að- steðjandi vandamál. Yfirmarkmið eru ákveðin í upphafi í samráði við þá sem taka þátt í meðferðinni. Yfirmarkmið eru brotin niður í undirmarkmið og frá einni viku til annarrar er metið (greint) hvaða leiðir (inn- grip) eru að markmiðum og að hve miklu leyti þeim er náð. Í lok meðferðar gilda yfirmarkmiðin sem mælikvarði árangurs. Meðferðarmarkmið taka mið af vanda barns og fjölskyldu en þurfa einnig að endurspeglast í heildarmarkmiðum (landsmark- miðum) MST hér á landi. Lands- markmiðin eru: (a) að barn búi heima hjá sér, (b) stundi skóla eða vinnu, (c) komist ekki í kast við lögin, (d) noti ekki vímuefni og (e) beiti ekki ofbeldi eða hótun- um. Árangur af MST-prógramm- inu í heild er metinn út frá þess- um landsmarkmiðum sex, tólf og átján mánuðum eftir að hverri meðferð lýkur. TÍMAMÖRK MST-meðferðin þykir fullreynd eftir þrjá til fimm mánuði en síðan er gert ráð fyrir að lykil- aðilar í umhverfi barnsins vinni áfram með þær áætlanir sem sett- ar voru upp. Aðferðir MST miða að yfirfærslu árangurs og breyt- inga til lengri tíma. Reynt er að gera foreldra betur í stakk búna að nýta sér óformlegan stuðning í umhverfi sínu og að sækja sér formlegan stuðning ef þörf kref- ur. MST-meðferð er hætt ef í ljós kemur að vandi fjölskyldu og barns er þess eðlis að ekki ræðst við hann með MST. Þannig getur komið til þess að vista þurfi barn- ið (tímbundið) á meðferðarstofn- un. Það útilokar þó ekki MST- meðferð á síðari stigum án þess þó að MST sé beitt sem eftirmeð- ferð, því til þess er það of um- fangsmikið inngrip. MST er ekki sett fram sem töfra- lausn en mun örugglega brúa ákveðið tómarúm sem ríkt hefur milli þjónustuúrræða á heima- velli og vistunar utan heimilis. Fjölskyldum stendur MST-meðferð til boða Vímulaus æska – Foreldrahús eru frjáls félagasamtök sem hafa unnið öflugt forvarnar- og hjálparstarf í þágu barna og unglinga síðustu 22 ár. Á vegum samtakanna er boðið upp á fræðslu og námskeið fyrir börn og unglinga sem glíma við erfið- leika á borð við vímuefnaneyslu og hegðunarvandamál. Jafnframt standa samtökin að öflugu starfi fyrir foreldra og aðra aðstandend- ur. Nú kreppir að í þjóðfélaginu og samtökin hafa ekki farið varhluta af því. Ljóst er að fyrirtæki og stofn- anir halda að sér höndum við styrk- veitingar. Á slíkum tímum er mikil- vægt að snúa bökum saman og efla uppbyggilega starfsemi á borð við þá sem Vímulaus æska – Foreldra- hús stendur fyrir. Fram undan eru fjölmörg verðug verkefni og áríð- andi að samtökin geti haldið áfram að starfa af fullum krafti. Til að samtökin geti sinnt starfi sínu sem best þörfnumst við frjálsra fjárframlaga frá fyrir- tækjum, stofnunum og einstakling- um. Við erum afar þakklát öllum þeim sem hafa lagt starfi okkar lið í gegnum tíðina og vonumst til að sem flestir sjái sér fært að styðja sam- tökin áfram. Þrátt fyrir óvissu í efnahagi landsins hvetjum við alla til að leggjast á eitt til að styrkja samtökin og hlúa þannig að æsku landsins. Með von um jákvæð viðbrögð. Inga Ævarsdóttir, framkvæmdastjóri Vímulausrar æsku Stuðningur við æsku landsins Oft þegar foreldrar koma í for- eldrahópana til okkar þá er sjálfs- mynd þeirra ekki traust, þessir for- eldrar eru yfirbugaðir af þreytu og sorg eftir langan álagstíma þar sem unglingurinn þeirra hefur átt í langvarandi vanda. Ótti um afdrif unglingsins þeirra hefur hreiðrað um sig og foreldrarnir upplifa mikinn van- mátt ásamt því að ásaka sjálfa sig stöðugt. Þegar í foreldrahópana er komið átta foreldrar sig á því sem þau vissu fyrir, að við erum öll mann- leg og getum því öll verið misupp- lögð, eins getum við öll runnið til og gert mistök. Eitt af fyrstu verk- efnunum í hópnum er að fara yfir þessar ásakanir til þess að losa um sektarkenndina. Þegar foreldri fer yfir þessar ásakanir með öðrum áttar hann sig oft á því að það eru fleiri en hann sem hafa gert sömu mistökin og eins áttar foreldrið sig oft á því að þarna var ekki um mis- tök að ræða. Mikill sigur er unninn þegar for- eldri getur lært af mistökum sínum og lagt sektarkenndina á hilluna því þá er hægt að fara í aðra þætti eins og hvenær og hvernig er best að setja mörk. Sektarkenndin litar allt of oft ákvarðanatöku foreldra. Foreldrar þurfa að viðurkenna tilfinningar sínar og oft reynist þeim erfitt að vera reiðir út í ungl- inginn sinn sem þeir elska af öllu hjarta. Tilfinningar koma og fara og þær þurfa sinn tíma, ef við bælum þær þá ná þær ekki að kveðja eins er ef við höldum í þær. Reiði er til- finning sem á fullan rétt eins og aðrar tilfinningar við þurfum bara að athuga vel og bera ábyrgð á því hvað við gerum í reiði okkar. For- eldrar hafa því nýtt hópana vel til að ræða sínar tilfinningar og finna þeim heilbrigðan farveg. Úr Foreldrahúsi. Lært af mistökunum Halldór Hauksson. Sjálfsmynd foreldra sem koma í foreldrahópana er oft ekki sterk í upphafi. NORDICPHOTOS/GETTY Inga Ævarsdóttir. Útgefandi: Vímulaus æska l Heimilisfang: Borgartún 6 105 Rvík. Vefsíða: www.vimulaus.is Netfang: vimulaus@vimulaus.is l Ritstjóri: Elísa Wium l Ábyrgðarmaður: Elísa Wium For- síða: Vímulaus æska l Auglýsingar: Fréttablaðið/Hlynur Þór Steingrímsson Sími: 512 5439.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.