Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 22
 19. OKTÓBER 2008 SUNNUDAGUR6 ● fréttablaðið ● vímulaus æska Foreldrahús/Vímulaus æska býður foreldrum upp á námskeið þar sem Hrafndís Tekla Pét- ursdóttir sálfræðingur og Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur munu veita stuðn- ing og ráðgjöf við að takast á við uppeldis- hlutverkið. Hér fá foreldrar tækifæri til þess að tjá sig og tengjast í gegnum skapandi og styrkjandi verkefni í traustu umhverfi. Tilgangur námskeiðsins er að auka með- vitund foreldra um eigin líðan, sjálfsmat og væntingar. Megináhersla er lögð á samskipti og tilfinn- ingar sem byggist á því að hver og einn skoðar sig og sitt nánasta umhverfi og deilir því síðan með öðrum, því þótt unnið sé út frá foreldra- hlutverkinu er nauðsynlegt að skoða heildar- myndina út frá persónulegum viðmiðum. Foreldrar fá einnig leiðsögn við vandamál- um og árekstrum sem upp geta komið í fjöl- skyldunni. Meðan á þessari vinnu stendur munu mikil- vægir þættir eins og samkennd, traust og við- urkenning vera í fyrirrúmi. Með því að fá tækifæri til að skoða sig í foreldrahlutverkinu er verið að sinna þeim parti sem þarf til þess að það sé auðveldara og ánægjulegra að hlúa að þörfum og löngunum barna sinna og fjölskyldunnar í heild sinni. Námskeiðið er í fimm skipti á fimmtudög- um frá klukkan 18 til 19.30. Fjöldi: tólf til fjórtán einstaklingar. NÝTT NÁMSKEIÐ: Að styrkja sig í foreldrahlutverkinu Börn þurfa stöðugleika, gleði og gott fordæmi foreldra til að takast á við lífið með eðlileg- um hætti. Börn alkóhólista fara oftar en ekki á mis við þessa þætti. Á börn alkóhólista er það lagt að þurfa að lifa og þroskast innan fjölskyldu þar sem uppörvandi umhverfis nýtur ekki við. Oft skortir börnin félagsleg tengsl, kjölfestu og hæfni til að takast á við lífið, en það eru nauðsynlegar forsendur eðlilegs þroska. Stöð- ugleiki, festa, öryggi, hvetjandi uppeldi, gleði og gott fordæmi foreldra – allt eru þetta þættir sem þau sakna úr lífi sínu. Þetta leiðir til þess að sektar- tilfinning og skömm íþyngir þess- um börnum. Þau skortir nægilega færni til að takast á við lífið og gangast inn í hlutverk ábyrgra einstaklinga. Þetta kemur í veg fyrir að þau nýti sér hæfileika sína til fullnustu. Talið er að um 60 prósent þess- ara barna verði annað hvort alkó- hólistar eða giftist alkóhólistum eða þurfi að stríða við afleiðingar vanmáttarkenndar og stjórnleys- is, svo sem vinnufíkn, samlífs- vandamál og fleira. Þannig held- ur stjórnleysið áfram og ný kyn- slóð af börnum alkóhólista verður til. Talið er að í Bandaríkjunum séu um 28 milljónir barna alkól- hólista. Prófessor Robert Acher- man, Ph.D., viðurkenndur sér- fræðingur í málefnum barna alkóhólista, segir að a.m.k. eitt af hverjum átta börnum í venjulegri bekkjardeild sé barn alkóhólista eða fíkils. Ef hlutfallið er svip- að hér á landi eru um 6.500 börn alkóhólista á Íslandi. Virkt forvarnarstarf er nauð- synlegt til að sjá þessum börnum fyrir þeim tengslum, kjölfestu og hæfni sem þarf til að draga úr líkum á að vanmáttur og stjórn- leysi endurtaki sig. Að leyfa börn- unum að vera fyrst og fremst BÖRN. Börn þurfa að læra … ■ jákvætt sjálfsmat ■ hóflegt afskiptaleysi gagn- vart fjölskyldumálum sem þau geta engin áhrif haft á ■ virk samskipti og ræktun þeirra hæfileika sem hjálpa þeim að leysa vandamál og komast ósködduð í gegnum lífið og ■ að skemmta sér. Stöðugleiki, festa, öryggi Talið er að 60 prósent barna alkóhólista verði annaðhvort alkóhólistar eða giftist þeim. Mynd tengist ekki efni greinar. Virkt forvarnarstarf er nauðsynlegt til að sjá börnum alkóhólista fyrir þeim tengsl- um, kjölfestu og hæfni sem þarf til að draga úr líkum á að vanmáttur og stjórnleysi endurtaki sig. Mynd tengist ekki efni greinar. MYND/ODD STEFÁN Elísabet Lorange lismeðferð- arfræðingur. Hrafndís Tekla Pétursdóttir sálfræðingur. Það er mikilvægt að börnin skynji að pabbi og mamma eru til staðar. Þau séu tilbúin að koma þegar eitthvað bjátar á og að það borgi sig að leita til þeirra, þar bíði manns skilningur, ekki pirringur, afneitun, skammir eða fordómar. Haldið „öryggislínunni“ opinni en gætið þess að „skella ekki á“ í fljótfærni og hugsunarleysi. Ef sambandið rofnar eru bæði barn og foreldri illa sett. Hluti af öryggistilfinningu barns verður til við það að upplifa og skynja þá vernd sem felst í aðhaldi og reglum. Ef okkur leyfist að ganga langt þá gerum við það, annars höldum við okkur á mottunni. Því má oftast líta á bæði aga og agaleysi hjá börnum og unglingum sem einhvers konar samkomulag milli þeirra og hinna fullorðnu. Mikilvægt er að ruglast ekki á frelsi og hömluleysi. Agi eykur möguleika okkar í lífinu, gerir okkur kleift að velja og hafna. Agi hjálpar okkur að ná markmiðum okkar. Hömluleysi er veikleiki sem oft leiðir til ógæfu. Gott fjölskyldulíf er undirstaða velferðar þinnar og barna þinna og heimilið á að vera eftirsóknarverður staður þar sem þér og þínum líður vel. Sættu þig ekki við neitt minna. Að setja sjálfum sér og öðrum MÖRK er undirstaða að heilbrigðum samskiptum. Verum því óhrædd við að setja börnum okkar heilbrigð mörk. Öryggislínan höfð opin Gott fjölskyldulíf er undirstaða vel- ferðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.