Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 38
22 19. október 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? „Hann er mjög góður leikari og ég er voðalega stolt af hon- um. Frá því að hann var lítill pjakkur hefur hann verið að skemmta, skellt sér í gervi og verið að leika. Ég var því fegin að hann skyldi fara í leiklistina því þar er hann alveg á réttri hillu,“ Ingibjörg Halla Guttesen um son sinn, Jóhannes Hauk Jóhannesson leikara, sem leikur í Fló á skinni, Fólkinu í blokkinni og kvikmyndinni Reykjavík Rotterdam. Hvað er að frétta? Nýjasta bókin mín, Ódáða- hraun, kom út í vikunni. Augnlitur: Blágrænn. Starf: Rithöfundur. Fjölskylduhagir: Trúlofaður í sambúð. Hvaðan ertu? Frá Ólafsvík og alheiminum. Ertu hjátrúarfullur? Nei, alls ekki, 7,9,13! Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Friends eru vinir í raun. Uppáhaldsmaturinn: Núðlusúpa með extra MSG. Fallegasti staðurinn: Skaftafell. iPod eða geislaspilari: Plötuspilari, takk fyrir! Hvað er skemmtilegast? Að njóta líðandi stundar. Hvað er leiðinlegast? Að láta sér leiðast. Helsti veikleiki: Stjórnlaust ímyndunarafl. Helsti kostur: Stjórnlaust ímyndunarafl. Helsta afrek: Að vinna við það sem ég elska að gera. Mestu vonbrigðin? Dauðinn. Hver er draumurinn? Að skrifa fleiri bækur. Hver er fyndnastur/fyndnust? Pétur Jóhann Sigfússon. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þegar ég fer í taugarnar á öðrum. Hvað er mikilvægast? Að verða ekki geðveikur þegar heimurinn er geðveikur. HIN HLIÐIN STEFÁN MÁNI SIGÞÓRSSON RITHÖFUNDUR Heldur upp á núðlusúpu með extra MSG 03. 06. 1970 Tónlistarkonan Lay Low stefnir hraðbyri í að verða næsta stjarna Íslands á alþjóðavísu því að minnsta kosti tveir áhrifamiklir erlendir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á hennar verkum. Báðir héldu þeir fyrirlestra á hinni vel heppnuðu ráðstefnu You Are In Control sem var haldin á Hótel Sögu fyrir skömmu. Fyrst ber að nefna Terry McBride, sem er einn þriggja stofnenda Nett- werk Music Group, eins stærsta umboðs- og útgáfufyrirtækis heimsins. Er það með bækistöðv- ar í Vancouver, New York, Lond- on og víðar og á meðal skjólstæð- inga þess eru engir aukvisar, eða stjörnur á borð við Avril Lavigne, Dido, All Saints og Jamiroquai. „Hann átti fund með Kára [Sturlusyni, umboðsmanni Lay Low] og fór á tónleikana í Frí- kirkjunni og sagði að honum hafi líkað mjög vel það sem hann heyrði,“ segir Anna Hildur Hildi- brandsdóttir hjá Útón sem skipu- lagði ráðstefnuna. Á hún þar við útgáfutónleika í tilefni annarrar sólóplötu hennar, Farewell Good Night’s Sleep, sem þykir afar vel heppnuð. „Hvort sem það verða samningar eða ekki þá skiptir máli ef menn sem hafa svona áhrif sýna íslensku tónlistarfólki áhuga.“ Að sögn Önnu Hildar lýsti Jean Hsiao Wernheim, framkvæmda- stjóri hjá Shanghai Synergy Group, sem er eitt stærsta afþrey- ingarfyrirtæki Kína, einnig yfir áhuga á að semja við Lay Low. Hljómsveitirnar For A Minor Reflection og Dr. Spock vöktu einnig sérstaka athygli hjá hátt- settri konu sem hefur umsjón með því að velja tónlist í erlendar kvikmyndir. „Hún hefur í huga lag með Dr. Spock sem hún heyrði með þeim á Prikinu sem getur víst passað fullkomlega í eina kvikmynd,“ segir Anna Hildur, sem taldi að um mynd hjá einu af stórfyrirtækjunum í Hollywood væri að ræða. Fyrir utan áhugann á Lay Low, For A Minor Reflection og Dr. Spock er vitað af áhuga erlendra aðila á fleiri íslenskum böndum sem spila á Airwaves-hátíðinni. Að sögn Árna Einars Birgissonar hjá Hr. Örlygi eru Retro Stefson, Reykjavík! og Hjaltalín þar mest í umræðunni. Einnig játaði Árni að For A Minor Reflection hafi fengið aukna athygli hjá útlend- ingum eftir að hafa verið valin til að hita upp fyrir Sigur Rós, sem þykja aldeilis ekki slæm meðmæli úti í hinum stóra heimi. Haukur S. Magnússon hjá Reykjavík! kann- aðist ekki við að erlendir umboðs- menn hafi rætt við sig, nema kannski aðilar frá Rússlandi. „Okkur hafa verið sendir samn- ingar frá Rússlandi og menn eru að bjóðast til að gefa okkur út þar,“ segir Haukur. „Nema hvað að við skiljum ekki rússnesku og erum hálffeimnir við þetta. Það kannski gerist einhvern tímann þegar Medvedev verður orðinn forseti Íslands.“ Hann segir áhuga útlendinga á íslenskum hljómsveitum ekki koma sér á óvart. „Þessi sena hefur yfirhöfuð verið að dafna og þroskast og við getum verið rosa- lega stolt og ánægð með hvað við eigum góð bönd.“ freyr@frettabladid.is TÓNLISTARKONAN LAY LOW: ÁHUGI HJÁ ERLENDUM UMBOÐSMÖNNUM Íslensk tónlist undir smá- sjá erlendra stórfyrirtækja LAY LOW Lay Low hefur hrifið aðila úr erlendu tónlistarlífi upp úr skónum með fram- göngu sinni að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ég fékk lungnabólgu og var eina nótt á spítala í vikunni,“ segir Friðrik Friðriksson leikari sem missti af frumsýningu Hart í bak í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld. Hart í bak er ein af perlum íslenskra leikbókmennta og Friðrik hefur undanfarnar vikur æft hlutverk rukkara í sýningunni, en hann varð að sitja hjá í gærkvöldi vegna veikinda. „Ég varð fyrst veikur síðasta laugardag. Þá fór ég á bráðamóttöku Landspítalans og var sendur heim með lyf því ég þurfti að hoppa inn í hlutverk Litla dvergs í Skilaboðaskjóðunni daginn eftir. Aðfaranótt þriðjudags sló mér svo niður, ég fékk hita og fór upp á spítala þar sem ég gisti eina nótt. Þá var það Baldur Trausti Hreins- son sem var svo almennilegur að hoppa inn í mitt hlutverk. Þetta er reyndar mjög lítið hlutverk, en það er ekkert auðvelt að koma inn með svona stuttum fyrirvara og hann fékk bara tvo daga til að undirbúa sig,“ útskýrir Friðrik og Baldur Trausti tekur í sama streng. „Maður er enga stund að læra textann, en það er erfiðara að setja sig inn í sýninguna og hóp sem er búinn að vera að æfa saman í nokkrar vikur. Þetta er frábær sýning og það var ekkert annað að gera en bara að stinga sér. Það hefur yfirleitt ekki þýtt fyrir leikara að segjast vera veikur, en menn geta orðið veikir og þegar það er svona alvarlegt verða þeir að sitja hjá,“ segir Baldur Trausti. - ag Lá á spítala í frumsýningarviku FÉKK SLÆMA LUNGNABÓLGU Friðrik dvaldi eina nótt á Landspítalanum eftir að honum sló niður aðfaranótt þriðju- dags, en Baldur Trausti hoppaði inn í hlutverk hans í Hart í bak. TÓK VIÐ HLUTVERKI RUKKARANS Baldur Trausti gerði sér lítið fyrir og hoppaði inn í hlutverk Friðriks tveimur dögum fyrir frumsýningu. „Hef verið svolítið úti í LA og get ekki beðið eftir því að flytja,“ segir Dröfn Ösp Snorradóttir, sem heldur úti slúðurbloggsíð- unni DD Unit, um flutninga sína til Los Angeles annan janúar næstkomandi. Þar stefnir Dröfn á að fara í framhaldsnám og mun setjast að með bandarískum unn- usta sínum sem hún kynntist í gegnum sameiginlega vini á net- samfélaginu Myspace fyrir rúmu ári síðan. „Ég hef unnið í auglýsinga- bransanum í tæp fjögur ár og ætla að sækja um mastersnám í framleiðslu í tveimur skólum,“ segir Dröfn sem er með BA-gráðu í stjórnmálafræði, en unnusti hennar starfar einnig við fram- leiðsluhlið auglýsinga. Aðspurð segist hún fastlega gera ráð fyrir að halda bloggsíðu sinni gangandi úti í Los Angeles og segist líka vel við borgina, sem hefur gjarnan verið kölluð mekka slúðursins. „Ég kann vel við borg- ina, en hún er samt ekki eins og London eða New York og maður þarf að vera á bíl til að geta bjarg- að sér,“ útskýrir Dröfn. Spurð hvort brúðkaup sé í spil- unum segir Dröfn það hafa komið til greina að gifta sig í Las Vegas. „Það var hugmynd, en núna eru þrír möguleikar í stöðunni sem við erum að skoða,“ segir Dröfn að lokum. -ag Slúðurdrottning flyt- ur í mekka slúðursins FLYTUR TIL LA Dröfn Ösp flytur til Bandaríkjanna annan janúar næstkomandi og sest að með bandarískum unnusta sínum, en hún stefnir á mastersnám í framleiðslu þar í landi. VELJUM LÍFIÐ Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.