Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 22. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Með sölunni á Glitni voru stærri hagsmunir varðir, lán til gamla Glitnis og aðrar skuldbindingar í Nor- egi,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefnd- ar Glitnis. Nefndin hefur selt eftirstandandi bankastarfsemi Glitnis í Noregi til tuttugu sparisjóða í samtökun- um Sparebanken 1 þar í landi fyrir þrjú hundruð milljónir norskra króna, jafnvirði rétt rúmra fimm milljarða íslenskra. Bankastarfsemi Glitnis byggð- ist upp á BNbank í Þrándheimi og Kredittbanken í Álasundi og var keypt fyrir fjórum árum fyrir samtals 3,4 milljarða norskra króna. Söluandvirði nú er því innan við tíu prósent af upphaf- legu kaupverði. Áður hafði önnur starfsemi Glitnis í Noregi verið seld starfs- mönnum fyrirtækjanna þar fyrir brot af upphaflegu kaupverði. Greiningardeild Kaupþings sagði í Hálffimm- fréttum í gær, að miðað við þetta megi gera afar góð kaup á íslenskum bankaeignum þessa dagana. Árni segir að með sölu bankans sé lán Glitnis hér á landi til norska bankans upp á hundrað milljarða íslenskra króna tryggt. Hefði norski bankinn farið í þrot hefði mátt afskrifa lánið. Heildarskuldbind- ingar Glitnis í Noregi nema 47 milljörðum norskra króna. Af heildarlánum er bráðabirgðalán með ströng- um skilyrðum frá Tryggingarsjóði innstæðueig- enda í Noregi til bankans. Með sölunni er bankinn leystur undan þeirri skuldbindingu. Þá sé tryggt að starfsemi Glitnis í Noregi verði óbreytt. Hjá bankanum starfa 160 manns og halda þeir störfum sínum. Tryggt er að norskir innláns- þegar verða ekki fyrir skakkaföllum af Íslands hálfu, að sögn Árna, sem bendir á að með sölunni hafi falist margþætt lausn. „Mestu skiptir að enginn í Noregi hefur tapað á viðskiptum við Íslendinga,“ segir Árni. Hann segir skilanefndina hafa stefnt að því að fá hærra verð fyrir bankann. En raunin hafi orðið önnur. Annar veruleiki hafi blasað við hefði bank- inn ekki verið seldur og afleiðingarnar eftir því skelfilegar. „Auðvitað er maður aldrei sáttur við að fá ekki hærra verð. En hefðum við ekki selt bank- ann og snúið baki við skuldbindingum okkar hefði álit Norðmanna á okkur borið stórskaða af.“ Hann segir marga hafi sýnt bankanum áhuga eftir að hann fór í söluferli fyrir viku, bæði norsk- ir aðilar sem aðrir. Önnur verkefni Glitnis erlendis ótengd banka- starfsemi, svonefnd sylluverkefni tengd sjávar- útvegi í S-Ameríku og jarðvarmaverkefni í Asíu, liggja enn hjá skilanefnd. Þau verði ekki seld í nú- verandi ástandi. „Við höfum orðið vör við áhuga á þeim hjá innlendum og erlendum aðilum og munum að sjálfsögðu selja þau ef viðunandi verð fæst fyrir þau. Þau verða ekki seld fyrir brot af nafnvirði,“ segir Árni. GLITNIR Formaður skilanefndar Glitnis segir mikilvægt að standa við skuldbindingar gamla bankans og tryggja hagsmuni hans. Verkefni sem ekki tengjast bankastarfseminni verða ekki seld í bili. MARKAÐURINN/HEIÐA ÁRNI TÓMASSON Norski Glitnir seldur Skilanefnd Glitnis hefur selt starfsemi bankans í Noregi fyrir tæp tíu prósent af upphaflegu kaupverði. Hagsmunir og skuldbindingar réðu verðinu, segir formaðurinn. Almennur tekjuskattur og fjár- magnstekjuskattur einstaklinga í fyrra var meiri en samanlagður skattur allra fyrirtækja í landinu. Í heildina greiddu einstakling- ar ríflega 94 milljarða króna í tekjuskatt og fjármagnstekju- skatt, en skattgreiðslur lögaðila námu í heild tæplega 81 milljarði króna. Þetta kemur fram í staðtöl- um skatta. Almenningur greiðir útsvar auk almenna tekjuskattsins og fjármagnstekjuskattsins. Það nam ríflega 85 milljörðum króna í fyrra. Alls greiddu einstaklingar því ríflega 179 milljarða króna til samneyslunnar, meira en tvisvar sinnum meira en lögaðilar. Markaðurinn hefur áætlað að tekjur ríkisins af stóru bönkun- um þremur, sem nú hafa verið þjóðnýttir, hafi í heildina numið 37 milljörðum króna í fyrra. Inni í þeirri tölu eru reyndar einn- ig tekjuskattar einstaklinga sem unnu í bönkunum. - ikh Skattar meiri frá fólki Bilið milli ríkra og fátækra hefur breikkað í þremur fjórðu af aðild- arlöndum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD) síðustu tuttugu ár. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu stofunarinnar. Fram kemur að hagvöxtur síðustu áratuga hefur fyrst og fremst bætt lífskjör þeirra efna- meiri. Meginástæða aukinnar misskiptingar er sögð fjölgun at- vinnulausra og ómenntaðs verka- fólks. OECD leggur áherslu á að koma verði í veg fyrir aukna misskiptingu. Um leið er bent á að eldri leiðir til að berjast gegn fátækt, félagslegar millifærsl- ur og tekjujöfnun með aðstoð skattkerfisins, virðast ekki bera sama árangur og á áratugunum eftir seinna stríð. Því er lögð áherslu á að aðildarríki tryggi hátt atvinnustig og bæti mennt- un verkafólks. - msh Bil eykst milli ríkra og fátækra hjá OECD Flestu starfsfólki sem Bauhaus hafði ráðið til að undirbúa opnun verslunar undir Úlfarsfelli hefur verið sagt upp störfum. Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri, segir í sam- tali við Vísi ekki hætt við að hefja hér starfsemi, þótt uppbyggingu hafi verið frestað. Ekki liggur fyrir hversu mörg- um var sagt upp, en Halldór segir þá hlaupa á tugum. Um sé að ræða sölustjóra, deildarstjóra og fleiri. Verið sé að athuga hvort hluti hópsins geti fengið vinnu hjá Bau- haus í Danmörku. - óká Bauhaus segir upp fólki Nokkuð hefur borið á upp- sögnum hjá auglýsinga- stofum vegna samdráttar í efnahagslífinu. Hjá aug- lýsingastofunni ENNEMM reyna menn aðra leið. „Við reynum að vera bjartsýn og bjóða betri kjör á auglýsingar,“ segir Hallur A. Baldursson, starfandi stjórnarfor- maður auglýsingastofunnar. Af- slátturinn er samkomulagsatriði en ætti alla jafna að nema um fimmtán prósentum. Hallur segir landsmenn sem í losti eftir þrot bank- anna og hægst hafi mjög á hjólum efnahagslífs- ins. Slíkt sé varasamt og hafi auglýsingastofan því ákveðið að leggja lóð sitt á vogarskálarnar með verð- lækkun auglýsinga. Á móti verði dregið úr rekstrar- kostnaði, jafnvel með því að starfsmenn taki á sig tíma- bundna launalækkun. Hann segir með þessu móti leitast við að halda öllu starfsfólki. - jab HALLUR A. BALDURSSON Gefa afslátt í dýfunni G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Alfesca -11,1% -42,3% Atorka -78,1% -91,9% Bakkavör +6,0% -89,1% Exista -0,9% -76,6% Glitnir -100,0% -100,0% Eimskipafélagið -18,7% -96,5% Icelandair -5,3% -48,8% Kaupþing -100,0% -100,0% Landsbankinn -100,0% -100,0% Marel -0,8% -30,9% SPRON -0,0% -79,2% Straumur -0,0% -53,1% Össur +2,7% -12,4% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Stjórn Nýja Kaupþings hefur ráðið Finn Svein- björnsson sem bankastjóra. Starfsmönnum var tilkynnt um ráðninguna með tölvupósti snemma dags í gær. Finni var boðinn starfinn kvöldinu áður en hann hefur störf í dag. „Brýnustu verkefnin eru auðvitað að huga að skipuriti í nýjum banka og starfsmannamál- um,“ segir Finnur og kveður reynt að leiða þau mál til lykta á allra næstu dögum. Nýtt skipu- rit segir hann væntanlega verða kynnt seinni part- inn í dag og starfsmannamál skýrist svo í framhaldi af því. „Starfsfólk hefur vitanlega verið hér í nokk- urri óvissu og því fyrr sem henni er eytt þeim mun betra.“ Næsta mál á dagskrá segir Finnur svo að að- stoða hér bæði fyrirtæki og einstaklinga sem kunni að hafa lent í erfiðleikum með fjármál sín í þeim hremmingum sem þjóðin gengur í gegn- um. Með ráðningu Finns hafa verið ráðn- ir bankastjórar yfir alla þrjá bankana sem ríkið tók yfir. Birna Einarsdóttir var hjá Glitni og Elín Sigfúsdóttir hjá Landsbank- anum. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra segir að tímabundnar stjórnir sem skipaðar hafa verið yfir nýju bankana fari með mikið hlutverk og bendir á að á næstu vikum verði kosnar varanlegar stjórnir. „En fyrir einstök verk stjórnar verður hún að svara sjálf,“ segir hann spurður um hvernig á því standi að leitað hafi verið út fyrir Kaupþing eftir nýjum forstjóra, en inn í starfsmannahóp bæði Glitnis og Landsbank- ans. Ólafur Hjálmarsson, stjórnarformaður Nýja Kaupþings, hefur ekki svarað ítrekuðum viðtals- beiðnum. - óká FINNUR SVEIN- BJÖRNSSON Brýnast að eyða óvissu starfsmanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.