Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 24. október 2008 — 291. tölublað — 8. árgangur 16. október - 19. nóvember Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Plokkfiskur er í uppáhaldi hjá dætrum mínum núna og plokkfisk-lasagna er mjög vinsælt,“ segir Steinn Óskar Sigurðsson en hann er sjálfur mjög hrifinn af fiski og ólst upp vestur á fjörðum þar sem hann stundaði sjóinn á trillu með föður sínum. Það h ýmsum veitingastöðum og var oft ekki kominn heim fyrr en eftir mið-nætti. Í dag segist hann geta sam-einað matreiðsluna, heilsuna og fjölskylduna. „Ég er heima á kvöld-in núna og elda því mun meira ogfæ aðstoð frá er partur af eldhúsverkunum og ég kvarta ekkert undan því. Han skipt-ist á alla á heimilinu og dæturnar eiga sinn dag þar sem þær takasaman í eldhúsinu m ð Allir borða plokkfiskinn Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður kom dætrum sínum upp á fiskát með því að matreiða plokk- fisk á nýjan máta og eru dæturnar duglegar við að aðstoða pabba sinn í eldhúsinu. Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumaður hjá Manni lifandi, ásamt dætrum sínum, Söndru Dögg, 11 ára, Maríu Ósk, 5 ára, og Dagnýju Sól, 5 mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÖG UNGA FÓLKSINS er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi á morgun, laugardaginn 25. október, klukkan 17.00. Fram koma barítonsöngvarinn Jón Svavar Jósefs- son og píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir. Jólahlaðborð Perlunnar hefst 20. nóvemberTilboð mán.-þri. 6.250 kr. — Verð: 7.250 kr. Villibráðar-hlaðborð Gjafabréf Perlunnar Góð tækifærisgjöf! Verð 7.750 kr. Matreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni frá öllum heimshornum til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar.Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum eðalvínum frá Chile og Argentínu. VEÐRIÐ Í DAG Stökkpallur fyrir landsmenn Baldvin Björnsson hefur stofnað Íslend- ingasetur á Lálandi í Danmörku. TÍMAMÓT 20 föstudagur HAMINGJAN KREFST VINNUHalldó FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 24. október 2008 HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR Lifir vistvænu lífi, stundar sparakstur og endurnýtir föt FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG STEINN ÓSKAR SIGURÐSSON Plokkfiskur í uppáhaldi hjá dætrunum núna • matur • helgin • nám Í MIÐJU BLAÐSINS Dýrt áhugamál Jóhannes Kjartansson ljósmyndari hefur eytt 1,5 milljónum króna í framköllun á filmum. FÓLK 26 ÞORVALDUR ÞORVALDSSON Tekur við af Bjarna Ármanns í Útsvari Hefði betur tekið við bankanum líka FÓLK 34 FÓLK Fréttamiðillinn Baggalútur. is er kominn í bullandi útrás og birtir nú fréttir sínar á ensku á vefsíðunni newiceland.net. Síðunni er ætlað að sporna við þeirri neikvæðu ímynd og umræðu sem landið hefur mátt þola undanfarið. „Ísland á betra skilið. Við eigum ekki að þurfa að þola einelti og kúgun einhverra útlendinga,“ segir Jóhann Bragi Fjalldal, nýráðinn sviðsstjóri alþjóðasviðs Baggalúts. -drg/ sjá síðu 34 Ísland á betra skilið: Baggalútur í útrás á Netinu SLÆM FÆRÐ Norðaustanstormur og hríð á Vestfjörðum í fyrstu og norðanstormur og snjókoma norð- an- og norðaustanlands. Hægari vindur annars staðar og úrkomulít- ið. Hiti um frostmark. VEÐUR 4 -1 0 2 -1 1 Allt fyrir ekkert Með því að gerast aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hófst bylting í atvinnuháttum á Íslandi, segir Helgi Hjörvar. UMRÆÐAN 18 FÁNI NÝJA ÍSLANDS Baggalútar nota þennan fána en hann kom til greina sem fáni Íslands árið 1914. VIÐSKIPTI Sama dag og Samson eignarhaldsfélag fékk greiðslustöðvun, 7. október síðastliðinn, gerði Straumur-Burðarás upp kröfur og skuldir við félagið. Greiddir voru tæpir tveir milljarðar króna til Samson. Samson eignarhaldsfélag átti um 40 prósent í Landsbankanum og fór fram á greiðslustöðvunina eftir að ríkið tók bankann yfir. Straumur er í ríflega þriðjungseigu Samson Global Holdings. Samson eignarhaldsfélag og Samson Global Holdings eru bæði í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, staðfestir að „einhver greiðslujöfnun“ hafi átt sér stað 7. október, en áréttar að það hafi hvorki verið að frumkvæði eða beiðni Samson eignarhaldsfélags. Samson er svo einnig í ábyrgð fyrir 207 milljónum evra (26 til 31 milljarðs króna eftir gengi) láns Landsbankans til XL Leisure Group sem varð gjaldþrota í september. Sú ábyrgð var færð um miðjan mánuðinn af Eimskipafélaginu yfir á Samson. Samson ætlar að fara fram á framlengingu greiðslu- stöðvunar eftir helgi, en komi til þess að félagið fari í þrot, tekur skiptastjóri afstöðu til krafna og til- færslna fyrir greiðslustöðvunina. - óká/Sjá síðu 16 Straumur-Burðarás tryggði kröfur á hendur Samson eignarhaldsfélagi: Færðu milljarða fyrir greiðslustöðvun VIÐSKIPTI Bretar kynnu að vera að skapa fordæmi með hörku í viðræðum við Íslendinga vegna Icesave-reikninganna. Tólf erlendir bankar eru með útibú í Bretlandi sem taka við innlánum með sama hætti og gert var á Icesave-reikninga Landsbankans. Ljóst er að upphæðir á erlendum reikningum í Bret- landi, sem njóta svipaðrar tryggingaverndar og Icesave- reikningarnir, nema margföldum þeim upphæðum sem lágu á reikningum Landsbankans. Bresk sendinefnd átti viðræð- ur hér á landi til að ræða um lausn mála vegna skuldbindinga Landsbankans ytra. Eftir langa fundi í tvo daga hefur nefndin haldið heim á leið. Viðræðum er þó ekki lokið og verður haldið áfram síðar, herma upplýsingar Fréttablaðsins. - ikh / sjá bls. 4 Harka breskra stjórnvalda: Skapa fordæmi með Icesave SÚÐAVÍKURHLÍÐ LOKAÐ Mikill sjór og grjót barst á land í óveðrinu sem gekk yfir Vestfirði í gær. Á myndinni sést þegar Súðavíkur- hlíð var lokað síðdegis, en talið er að vegurinn hafi skemmst töluvert í látunum. Sjá nánar síðu 2. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON N1-deild karla Akureyri skaust á topp deildarinnar með sigri gegn Val í gærkvöld. ÍÞRÓTTIR 30 EFNAHAGSMÁL Lögmenn gamla Kaupþings óskuðu eftir því á fundi með viðskiptanefnd Alþingis í gær að hið opinbera legði til fjármagn svo bankinn gæti stefnt breska rík- inu. „Hvort hið opinbera komi að þessu með einhverjum hætti hefur einfaldlega ekki verið ákveðið,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, for- maður nefndarinnar. Breskir lög- menn sem undirbúa málsóknina telja réttmætt að kröfur bankans á hendur breska ríkinu nemi hundr- uðum milljarða íslenskra króna. Segja þeir góðar líkur á því að fá tilskipun breska fjármálaráðuneyt- isins á hendur bankanum frá 8. okt- óber síðastliðnum dæmda ólög- mæta. Einnig að breska ríkið verði dæmt skaðabótaskylt vegna mis- beitingu valds og vanrækslu. „Þetta snýst ekki aðeins um pen- inga því þarna eigum við Íslending- ar líka möguleika á að rétta við sjálfsvirðingu okkar,“ segir Magnús Árni Skúlason, samstarfsmaður lögmannanna. „Lögmennirnir telja að á okkur hafi verið brotið og það þarf að kanna. Og um leið værum við að bæta ímynd okkar sem bresk stjórnvöld hafa skaðað.“ „Það kom fram hjá bresku lög- mönnunum að þeir mátu það þannig að málsókn gegn bresku ríkis- stjórninni yrði ákveðinn áfellis- dómur yfir henni,“ segir Ágúst Ólafur. „Svo hún myndi líklega gera ýmislegt til að forðast slíkan álits- hnekki eins og til dæmis að semja um málið áður en það yrði látið fara til dómstóla.“ Heimildir Frétta- blaðsins herma að bankinn hafi ekki efni á að fara í slíkan mála- rekstur svo að mikið er lagt upp úr því að hann fái liðveislu í þeim til- gangi þannig að hann tapi ekki þeim fjármunum sem lögmenn telja vera í húfi. Jón Daníelsson, prófessor í fjár- málum við London School of Econ- omics, sagði í Kastljósi í gær að miklar líkur væru á því að Kaup- þing hefði ekki farið í þrot hefði breska ríkið ekki brugðist við eins og það gerði, því ætti að sækja það til saka. - jse Lögmenn Kaupþings vilja ríkið með í mál Lögmenn Kaupþings sækjast eftir liðsinni ríkisins við málsókn á hendur breska ríkinu. Skaðabætur gætu numið hundruðum milljarða íslenskra króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.