Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 6
6 24. október 2008 FÖSTUDAGUR ORKUMÁL Viðræður á milli Lands- banka Íslands og Reykjavík Energy Invest (REI) um samstarf við stofn- un fjárfestingarsjóðs voru langt komnar þegar bankinn féll, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Stofnun slíks sjóðs utan um verk- efni REI er því á byrjunarreit og óvíst er um framhaldið. Íslensku orkuútrásarfyrirtækin sjá flest fram á erfiðleika við fjármögnun og hætt hefur verið við fjárfesting- ar. Eftir sviptingar undanfarinna vikna er ríkið orðinn stór hluthafi í Geysi Green Energy. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafði Landsbankinn og REI, sem er félag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, átt í viðræðum um nokkurra mánaða skeið um fram- tíðarlausn um fjármögnun verk- efna REI. Þar var unnið með þá hugmynd að innan REI yrði stofn- aður fjárfestingarsjóður sem hefði með höndum fjármögnun verkefna félagsins í framtíðinni, líkt og full- trúar fyrirtækisins kynntu í sumar. Einnig höfðu forsvarsmenn REI rætt við Kaupþing um samstarf, en án árangurs. Hugmyndin var að Landsbankinn hefði með höndum alla umsýslu fjárfestingarsjóðsins, og yrði því milliliður REI og ann- arra fjárfestingarsjóða, banka og einstaklinga sem áhuga hefðu á fjárfestingum innan orkugeirans. Kjartan Magnússon, stjórnarfor- maður REI, segir að ýmsum hug- myndum hafi verið velt upp og ein þeirra hafi verið stofnun fjárfest- ingarsjóðs. Ekki hafi hins vegar verið um formlegar samningavið- ræður að ræða. Kjartan segir nú óljóst hvert framhaldið verður með fjármögnun verkefna fyrirtækis- ins, enda ekki mikið fjármagn á lausu. Eftir fall bankanna er ríkið orðið stór hluthafi í fyrirtækinu Geysir Green Energy. Glitnir og Lands- banki áttu þar stóra hluti í gegnum Glacier Renewable Energy Fund, sem Glitnir hafði umsjón með auk þess að vera stór hluthafi, og Atorku þar sem bankarnir áttu tæplega sautján prósenta hlut. Ríkið hefur einnig eignast hlut í Enex, sem er í eigu GGE og REI. Önnur fyrirtæki í orkuútrásinni halda að sér höndum. Landsvirkj- un Power hefur ekki fjárfest erlendis til þessa og hyggst ekki gera það á meðan óvissa er mikil í efnahagsmálum. Sama gildir um Hydrokraft Invest sem er í eigu Landsvirkjunar og Landsbankans. RARIK orkuþróun hefur tekið sama kúrs og því ljóst að íslenska orkuútrásin rifar nú seglin og framtíðin er í óvissu. svavar@frettabladid.is Orkuútrásin í óvissu vegna kreppunnar Samræður á milli Landsbankans og REI um stofnun fjárfestingarsjóðs voru langt komnar þegar bankinn féll. Ríkið á nú stóran hlut í Geysi Green Energy. Útrásarfyrirtækin rifa flest seglin. Fjárfestingum erlendis hefur verið frestað. ORKA Fyrirtæki sem hugðu á orkuútrás rifa nú flest seglin og óvissa ríkir vegna efna- hagsþrenginga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN, AP Efnahagsólgan er nú orðið nánast eina kosningamál- ið, sem kjósendur hafa áhuga á að heyra Barack Obama og John McCain tala um. McCain reynir sérstaklega að höfða til verkamanna, lofar lágum sköttum og segir Obama vera sósíalista sem ætli sér að stjórna því með ríkisvaldi hvernig auðæfi landsins deilast á íbúana. Obama segir þetta ósanngjarnar persónuárásir: „Var McCain þá sós- íalisti árið 2000 þegar hann var á móti áformum Bush“ um skatta- lækkanir, spyr Obama, en McCain skipti um skoðun á skattalækkun- um George W. Bush forseta eftir að kosningabaráttan um forsetaemb- ættið var komin á fullt skrið. Skoðanakannanir um fylgi þeirra Obama og McCains hafa verið nokkuð misvísandi síðustu daga. Einstaka kannanir sýna sáralítinn mun milli frambjóðendanna tveggja sáralítinn en fleiri kannanir sýna þó sívaxandi fylgi Obama. Athyglin beinist einkum að nokkrum ríkjum, þar sem mjótt er á mununum milli þeirra. Obama virðist vera að vinna á í sumum þeirra, þar á meðal í Flórída sem er fjölmennt ríki og gæti hæglega ráðið úrslitum í forsetakosningun- um í næsta mánuði. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá AP-GfK eru Bandaríkjamenn almennt bjartsýnir á að efnahags- ástandið muni skána innan nokk- urra mánaða, þótt þeir hafi áhyggj- ur af umrótinu sem nú stendur yfir. - gb Efnahagsmálin eru í brennidepli kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum: McCain heldur árásum áfram BARACK OBAMA Í hópi stuðningsmanna sinna í Virginíu á miðvikudag. NORDICPHOTOS/AFP AUSTURRÍKI, AP Fulltrúar frá olíuframleiðsluríkjunum í OPEC- samtökunum eru komnir til Austurríkis, þar sem þeir ætla í dag að hittast á fundi til að ræða hvernig hækka megi olíuverð á ný. Búist er við að þeir samþykki að dregið verði úr framleiðslunni. Olíuverð hefur lækkað um meira en helming frá því að það var hæst í júlí síðastliðnum. Hinn 11. júlí kostaði tunnan af hráolíu 147 dollara en var komin niður í 67 dollara áður en það tók að hækka lítillega á ný í gær. - gb Olíuverð í lágmarki: Olíuríkin draga úr framleiðslu ALI NAIMI Olíumálaráðherra Sádi-Arabíu mætir til fundarins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJALLABYGGÐ Allar líkur benda til þess að víða um land verði hægt að opna skíðasvæði óvenju- snemma í vetur. Stefnt er að því að opna skíðasvæðið á Siglufirði um næstu mánaðamót. Egill Rögn- valdsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins, segir að hægt verði að vinna svæðið mjög vel ef snjóalög leyfi. Spáin lofi góðu. Siglfirðingar hafa venjulega opnað skíðasvæðið rétt fyrir jól. Á Ísafirði býst Úlfur Guð- mundsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins, við að göngu- svæðið verði opnað mjög fljótlega og hann segir að það styttist í að allt svæðið verði opnað. - ghs Skíðasvæði: Opnar óvenju- snemma á Sigló EFNAHAGSMÁL Norska sendinefnd- in, sem er undir forystu Martins Skancke, heldur heim í dag. Skancke segir að nefndin gangi nú frá skýrslu sem verði lögð fyrir norrænu ráðherrana á Norðurlandaráðsþinginu í Helsinki í næstu viku þar sem Ísland verði mikilvægt umræðu- efni. Sendinefndin átti í gær fundi með fulltrúum forsætisráðuneyt- isins, Seðlabankans og fjármála- ráðuneytisins. Skancke segir að íslensk stjórnvöld verði að tilgreina hvers konar stuðning þau vilji. „Við höfum sagt að við förum yfir það með jákvæðum huga,“ segir Skancke og telur Íslendinga einkum þurfa stuðning til skamms tíma. „Það er of snemmt að segja hvað það getur verið,“ segir hann. - ghs Norska sendinefndin: Vinnur skýrslu um Ísland MARTIN SKANCKE Formaður norsku sendinefndarinnar telur Íslendinga einkum þurfa stuðning til skamms tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Þrír menn sem ákærðir voru fyrir að hafa ætlað að hafa samræði og önnur kynferðismök við þrettán ára stúlku voru í gær sýknaðir í Hæstarétti. Mennirnir þrír tóku allir þátt í netspjalli við tálbeitu á vegum sjónvarpsþátt- arins Kompáss og mættu í kjallaraíbúð á Öldugötu þar sem þeir töldu að þrettán ára stúlka biði þeirra. Hæstiréttur segir lögreglu ekki hafa getað byggt ákæru á tálbeitu Kompáss og að önnur gögn í málinu sönnuðu ekki ásetning sakborninganna um að fremja glæp. Sjálfir neituðu mennnirnir sök en einn þeirra var þó dæmdur í sekt fyrir að hafa barnaklám í tölvum sínum. - gar Sjónvarpsþátturinn Kompás: Tálbeitumenn sýknir saka ÚR KOMPÁSI Karlar vildu hitta þrettán ára stúlku. Stjórn strax eða kosningar Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, segist ætla að krefjast þingkosninga ef henni hefur ekki tekist að mynda nýja ríkisstjórn á sunnudaginn. Enn strandar á að Shas, flokkur rétttrúaðra gyðinga, fallist á að styðja stjórnina. ÍSRAEL Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hóta fimm lögreglumönnum lífláti. Það gerðist á lögreglustöðinni á Egils- stöðum á síðasta ári. DÓMSTÓLAR Hótaði fimm löggum lífláti FÆREYJAR Edmund Joensen, þing- maður fyrir Sambandsflokkinn á færeyska Lögþinginu, hefur hrært hressilega upp í umræð- unni um stefnu Færeyinga í Evr- ópumálum. Hann hélt í gær blaða- mannafund þar sem hann greindi frá því sem hann hefði orðið vís- ari í ferð til Brussel, þar sem hann átti fund með Olli Rehn, stækkun- armálastjóra Evrópusambands- ins. Meginboðskapur Joensens á blaðamannafundinum var að Færeingar gætu gerst aðilar að ESB án þess að missa við það yfir- ráðin yfir sjávarútveginum, en rétt eins og á Íslandi hefur slíkur ótti verið aðal- hindrunin í veg- inum fyrir fullri ESB-aðild. „Olli Rehn taldi að Færeyj- ar gætu auð- veldlega fengið aðild að ESB sem hluti af Danmörku, og það hefði engin áhrif á hin form- legu tengsl milli Færeyja og Dan- merkur,“ er haft eftir Joensen á www.kringvarp.fo. Joensen segir það vera Færeyjum fyrir bestu að stefna að ESB-aðild sem fyrst. Jörgen Niclasen, formaður Fólka- flokksins og utanríkisráðherra í landstjórninni, er ósáttur við þetta framtak Joensens og bendir á að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um að könnuð skuli skilyrði fyrir aðild bæði að ESB og EFTA. Kaj Leo Johannesen, lögmaður og formaður Sambandsflokksins, vill ekki gera mikið úr þessu útspili flokksbróður síns. „Við ætlum að kanna vel skilyrðin fyrir aðild bæði að EFTA og ESB áður en við tökum afstöðu til þess hvort við viljum sækjast eftir aðild að hvorum samtökum sem er,“ tjáði Johannesen útvarpinu. - aa Edmund Joensen hrærir upp í Evrópuumræðunni í Færeyjum: Gætu auðveldlega gengið í ESB EDMUND JOENSEN VIRKJANIR Framleiðslulínur í steypuskála álversins á Reyðar- firði nálgast full afköst og losun gróðurhúsalofttegunda og annarra útblástursefna er innan þeirra marka sem kveðið er á um í starfsleyfi álversins. Þessar niðurstöður eru meðal þeirra sem kynntar voru á sex íbúafundum sem Fjarðarál hélt fyrir skömmu á Austurlandi. Í tilkynningu frá Alcoa Fjarðar- áli segir að miklar og almennar umræður hafi skapast á íbúafund- unum. Allt bendi til þess að engin vandkvæði verði á því að halda útblæstri innan viðmiðunarmarka á öðru starfsári álversins. - kg Íbúafundir Fjarðaráls: Útblásturinn innan marka Forsetakosningar 2008 Ert þú í vanskilum? Já 23,7% Nei 76,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Þarft þú að borga af húsnæð- isláni? Segðu skoðun þína á Vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.