Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 10
 24. október 2008 FÖSTUDAGUR UMHVERFISMÁL „Ég tel að umræðan um neikvæð áhrif nagladekkja á loftgæði og þá hugsanlega á heilsu borgarbúa hafi haft töluverð áhrif,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur- borgar. Samkvæmt tilkynningu frá svið- inu hefur jafnt og þétt dregið úr notkun nagladekkja í Reykjavík á undanförnum árum. Í fyrravetur voru 44 prósent bíla í borginni á nagladekkjum en 47 prósent vetur- inn áður. Þá voru 67 prósent bif- reiða á nagladekkjum veturinn 2001 til 2002. Hlutfallslega hefur því notkun nagladekkja minnkað um 34 pró- sent á sex árum. Tími nagladekkjanna er frá 1. nóvember til 15. apríl en ökumönn- um er þó leyfilegt að skipta yfir á nagladekk ef aðstæður eru með þeim hætti að þeirra sé þörf. Anna Rósa segir nagladekkin rífa malbikið hundrað sinnum hraðar upp en hefðbundin vetrar- dekk. „Reykjavíkurborg þarf árlega að endurnýja um tíu þúsund tonn af malbiki vegna slits af völd- um nagladekkja,“ segir Anna Rósa og bætir við að kostnaður hlaupi á bilinu 150 til 200 milljónir króna á ári. „Svo má ekki gleyma því að svif- rykið sem nagaladekkin eru að rífa upp úr malbikinu eru agnir sem eru minni en tíu míkrómetrar að stærð og þær eiga greiða leið í önd- unarfæri manna,“ segir Anna Rósa. Hún segir rannsókn, sem gerð var veturinn 2003, hafa sýnt að rúm 55 prósent af svifrykinu var upp- spænt malbik. Anna Rósa segir íbúa á höfuð- borgarsvæðinu nú betur meðvit- aða um mengun vegna notkunar nagladekkja en áður. „Umhverfis- og samgöngusvið hefur staðið fyrir auglýsingaherferðum og hvatt fólk til að hætta að nota nagladekk og nota annars konar vetrardekk,“ segir hún. Slík dekk séu mjög sam- bærileg og við vissar aðstæður jafnvel betri en nagladekk. Jón Hauksson hjá Bílabúð Benna, umboðsaðila Toyo-harðskelja- dekkja, segir mikla aukningu í sölu slíkra dekkja. Dekkin hafi þeir selt frá árinu 2005 og þau passi undir flestar gerðir fólksbíla og jeppa. „Dekkin hafa gefist vel, hvort sem menn nota þau sem vetrar- dekk eða heilsársdekk, en það er hægt að fá alveg toppgrip án nagla,“ segir Jón. Gúmmíblandan innihaldi valhnetuskeljabrot sem hann segir eitt sterkasta efni sem fyrirfinnist í náttúrunni. „Svo eru þau ekki síður umhverfisvæn þar sem endingin er mjög góð,“ segir Jón. olav@frettabladid.is Notkun nagladekkja minnkar milli ára Notkun nagladekkja hefur dregist saman á undanförnum árum. Umhverfisfull- trúi hjá Reykjavíkurborg segir íbúa borgarinnar betur meðvitaða um mengun vegna notkunar þeirra. Aðrir kostir sambærilegir og jafnvel betri en nagladekk. ■ Góð vetrardekk úr vönduðu gúmmíi sem grípur vel duga vel í hálku og akstri í snjó. ■ Loftbóludekk eru mikið skorin, mjúk og með stóran snertiflöt. Í hálku sjúga loftbólurnar vatn upp úr ísnum og snjónum sem verður þurrari og stamari auk þess sem það myndast sogkraftur við aksturinn. ■ Harðkornadekk innihalda korn sem gefa dekkjunum betra veggrip í hálku og bleytu. Þau eru sögð valda margfalt minna vegsliti en nagladekkin. ■ Harðskeljadekk eru einnig sögð valda minna vegsliti. Gúmmíblandan inniheldur valhnetuskeljabrot og er sögð grípa eins og sogskál. Skeljabrot- in eru talin góð við helmun og í beygjum. ■ Heilsárs-vetrardekk eiga að vera vandaðir hjólbarðar með góðu heils árs munstri. Hægt er að fá dekkin með mismunandi skurði. Spyrjið fagmenn ráða. Vetrardekk fást í ýmsum útgáfum en ofangreindum tillögum er ætlað að vekja athygli á nokkrum möguleikum sem standa þeim til boða sem vilja aðra kosti en nagladekk. Heimild: Ryklaus Reykjavík AÐRIR VALKOSTIR EN NAGLADEKK SNJÓR Í REYKJAVÍK Bannað er að aka á nagladekkjum frá 15. apríl til 1. nóvember ár hvert nema aðstæður séu með þeim hætti að þeirra sé þörf. RÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.