Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 12
 24. október 2008 FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Í nýrri bók, The End of Food, er fjallað um hrun matvælaiðnaðarins og matarmenningar heimsins. Er okkur þá óhætt að gagnrýna opinbert vald auðstéttarinnar? Njóttu laugardagsins til fulls. Tryggðu þér áskrift á mbl.is eða í síma 569 1100. VÍSINDI Þjóðarspegillinn, félagsvís- indaráðstefna Háskóla Íslands, verður haldinn í níunda sinn í dag. Á ráðstefnunni, sem er vettvangur fyrir háskólamenn til að kynna rannsóknir sínar fyrir öllum sem heyra vilja, verður í ár meðal ann- ars hægt að hlýða á erindi um einkavæðingu íslensku bankanna, um kaupréttarsamninga fyrir stjórnendur fyrirtækja, og um áhrif hugmyndafræði á Evrópu- stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það eru félags- og mannvísinda- deild, félagsráðgjafardeild, hag- fræðideild, laga- deild, sálfræðideild, stjórnmála- fræðideild og viðskiptafræði- deild HÍ sem að ráðstefnunni standa og fara fyrirlestrarnir fram í Lögbergi, Háskólatorgi og Odda í dag, föstu- dag, frá kl 09.00 til 17.00. „Sá mikli fjöldi fyrirlestra sem í boði er í ár er til vitnis um fjöl- breytt og öflugt rannsóknarstarf á sviði félagsvísinda hér á landi,“ segir Friðrik H. Jónsson, forstöðu- maður Félagsvísindastofnunar og aðalskipuleggjandi Þjóðarspegils- ins. Öll erindin sem flutt eru á ráð- stefnunni eru birt í bókum sem koma út í dag. Friðrik bendir á að það sé einmitt það sem geri Þjóðar- spegilinn að svo mikilvægum vett- vangi; hann haldi til haga á prenti því sem íslenskir félagsvísinda- menn eru að fást við á hverjum tíma. - aa Félagsvísindaráðstefnan Þjóðarspegillinn haldin í níunda sinn: Einkavæðing bankanna skoðuð FRIÐRIK H. JÓNSSON STRASSBORG, AP Kínverski andófs- maðurinn Hu Jia fær Sakharov- verðlaunin í ár. Þessi verðlaun eru mannréttindaverðlaun Evrópu- sambandsins, en Hu situr í fang- elsi í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa ítrek- að hótað því að fái hann verðlaun- in muni það skaða samskipti Kína og Evrópusambandsins. „Hu Jia er einn þeirra sem í raun standa vörð um mannréttindi í Alþýðulýðveldinu Kína,“ sagði Hans-Gert Pöttering, forseti Evrópu þingsins. Þingið valdi Hu úr hópi þriggja manna, sem helst komu til greina við úthlutun verð- launanna. Hinir tveir eru Abbe Appolinaire Malu-Malu frá Nígeríu og Alexander Kosúlín frá Hvíta-Rússlandi. Pöttering segir að með vali sínu á Hu sendi Evr- ópuþingið frá sér „merki um ótví- ræðan stuðning við alla þá sem styðja mannréttindi í Kína“. Hu hefur talað opinskátt um mannréttindabrot í Kína og tók saman upplýsingar um handtökur og ofsóknir gegn öðrum mannrétt- indafrömuðum. Hann var í apríl dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi, sakaður um að hafa ætlað að trufla framkvæmd Ólympíu- leikanna. „Að veita slíkum glæpa- manni verðlaun er íhlutun í laga- legt fullveldi Kína og algerlega öndvert við upphaflegan tilgang þessara verðlauna,“ segir Qin Gang, talsmaður kínverska utan- ríkisráðuneytisins. - gb Kínverskur andófsmaður fær mannréttindaverðlaun Evrópusambandsins: Sendir ótvíræð merki til Kína HU JIA Situr í fangelsi í Kína, sakaður um að hafa ætlað að trufla framkvæmd Ólympíuleikanna í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL „Fyrst og fremst teljum við þarna vegið að útivist- arsvæðinu í dalnum og Elliðaán- um sjálfum,“ segja sjö íbúar við Stekkjarbakka sem mótmæla fyrirhugaðri slökkvistöð í Elliða- árdal. Fram kom hjá Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra í Fréttablaðinu 1. júní síðastliðinn að ítarlegar rannsóknir lægju að baki staðarvali fyrir slökkvistöð. Andstaða við slökkvistöðina kom fram strax á kynningarfundi í lok maí. Jón Viðar sagði í Fréttablað- inu að tekið væri tillit til þátta á borð við aðgang að stofnbraut- um, breytingar á þjónustusvæð- inu, íbúamynstur og fjölgun útkalla umfram fjölgun íbúa. „Við teljum að öryggi dalsins og þeirra íbúa sem eru á okkar þjónustuvæði sé best fyrir komið með slökkvistöð á þessum stað,“ sagði slökkviliðsstjórinn í sumar. Áðurnefndir sjö íbúar í Stekkj- arbakka segja Elliðaárdalinn vera dýrmæta náttúruperlu og útivistarsvæði og undrast að reisa eigi þar slökkvistöð sem eigi heima í atvinnu- og iðnaðar- hverfi. Af byggingunni verði sjónmengun þar sem hún muni verða þrjár hæðir og blasa við úr öllum dalnum. Þá verði hljóð- mengun vegna hávaða frá síren- um auk annarra óþæginda og ónæðis sem starfsemin skapi. „Fólk fer í Elliðaárdalinn til að komast frá skarkala borgarinnar og njóta náttúrulegra hljóða eins og fuglasöngs og niðarins í ánni,“ benda sjömenningarnir á og biðla til stjórnar slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins og sveitarfélag- anna sem að slökkviliðinu standa að endurskoða staðarvalið. „Það eru algerlega breyttir tímar á Íslandi í dag og það myndi gleðja borgarbúa að sjá að stjórn- málamenn endurmeti þetta mál og sýni okkur að ný gildi með aukinni áherslu á velferð fjöl- skyldna og barna séu í fyrir- rúmi.“ Frestur til að skila inn athuga- semdum við nýju slökkvistöðina í Elliðaárdal rennur út föstudag- inn 31. október. Stjórn slökkvi- liðsins tók bréf sjömenninganna fyrir á síðasta fundi sínum og vísaði erindi þeirra til umsagnar hjá skipulagsráði Reykjavíkur. gar@frettabladid.is Telja nýja slökkvistöð eyðileggja Elliðaárdal Íbúar við Elliðaárdal mótmæla eindregið byggingu slökkvistöðvar í dalnum. Vegið sé að útivistarsvæðinu og Elliðaánum. Slökkviliðsstjóri sagði í Fréttablað- inu í sumar að Elliðaárdalur væri besti kosturinn út frá öryggissjónarmiðum. DEIISKIPULAGIÐ Ný slökkvistöð á að vera neðan Stekkjarbakka sem verður færður 40 metrum neðar í Elliðaárdalinn. Gert er ráð fyrir að byggingin verði allt að fimmtán metra há. Uppdrætti má sjá á vef skipulagssviðs Reykjavíkur, skipbygg.is. ELLIÐAÁRDALUR ELLIÐAÁR NÝ SLÖKKVISTÖÐ NÝR STEKKJARBAKKI STEKKJARBAKKI HÖFÐABAKKABRÚ FRÉTTABLAÐIÐ 1. JÚNÍ Í sumar var greint frá íbúafundi vegna slökkvistöðvarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.