Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 16
18 24. október 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Helgi Hjörvar skrifar um Evrópumál Samskipti Íslendinga við útlönd á stuttu lýðveldisskeiði okkar einkennast iðulega af því viðhorfi að við eigum að fá allt fyrir ekki neitt. Hvers vegna okkur þykir það eft- irsóknarvert er athyglisvert íhugunarefni. En það ber líka vitni um einfeldningslega afstöðu ungrar þjóðar til heimsins. Skýrasta dæmið um þetta voru auðvitað samskipti okkar við bandaríska herinn. Annað skýrt dæmi er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið – EES samningurinn. Þegar hann var gerður og allt fram á þennan dag hafa fjölmargir málsmetandi Íslending- ar keppst við að skýra hann þannig að þar höfum við fengið allt fyrir ekki neitt. Þ.e.a.s. að við fáum í gegnum samninginn aðgang að mörkuðunum sem sé hið eftirsóknarverða en sleppum við þátttöku í stofnanahlutanum, skrifræðinu og kostnaðinum. En eins og jafnan er þetta sjálfsblekking, enda bara börn sem trúa því að hægt sé að fá allt fyrir ekki neitt. Með því að gerast aðili að Evrópska efnahags- svæðinu hófst bylting í atvinnuháttum á Íslandi. Okkar litla samfélag varð hluti af markaði hundraða milljóna manna og tileinkaði sér leikreglur þess stóra markaðar og alþjóðavæddist með undraskjót- um hætti, af því kappi sem aðeins Íslendingar geta sýnt. Og það var gaman. Lærdómsrík er lýsing Stefan Zweig í Veröld sem var á Vínarborg í aðdraganda fyrri heimsstyrjaldar- innar. Þar töldu menn sig hafa fundið hið endanlega samfélag alþjóðaviðskipta og frjálsrar verslunar, unnu í bönkum á daginn en voru í óperunni á kvöldin og höfðu helst áhyggjur af tryggingum og því að leggja inn á söfnun- arreikninga fyrir kornabörn. Í reynsluleysi okkar höfðum við svipaðar ranghugmyndir 100 árum síðar og töldum okkur geta spilað á evrópska markaðnum en þyrftum hvorki á evrunni né Evrópusambandinu að halda því við værum að fá allt fyrir ekki neitt. Evruvæðing atvinnulífsins, amatörismi Seðlabankans og vanmáttur ríkisstjórnarinnar afhjúpa nú þegar kreppir að hve tilfinnanlega við höfum einangrað okkur. Engum blandast nú hugur um að við hefðum þurft öfluga mynt, stuðning sterkra stofnana, raunverulegan seðlabanka og aðild að samfélagi þeirra þjóða er mynda markað okkar, Evrópusambandið, til að takast á við það flóð sem á okkur skall. Það er nefnilega ekki hægt að fá allt fyrir ekki neitt og það er ástæða fyrir því að yfir markaði skipuleggja menn stofnanir, skrifræði, öryggisventla og pólitíska stjórn. Því með regluleg- um hætti bresta markaðir. Við höfum nú sótt eitt dýrasta námskeið sögunnar um þessi grundvallaratriði. Lærum af þeim og byggjum nýtt Ísland upp í samfélagi við þær þjóðir sem við viljum deila mörkuðum með. Því það er líka auvirðilegt gildismat að vilja græða á aðild að mark- aði, en sniðganga samfélagsstofnanir hans. Svolítið eins og að vera fullfrískur á sósíalnum. Sæmir okkur ekki og sem aldrei fyrr þurfum við nú að gæta sóma okkar. Höfundur er alþingismaður. Allt fyrir ekkert HELGI HJÖRVAR SPOTTIÐ M örg þeirra bjargráða sem nú er verið að véla um munu hafa áhrif langt inn í ófyrirséða framtíð. Eins er með hugarástand eins og réttláta reiði heillar þjóðar. Hún getur að vísu eftir eðli sínu verið skammvinn. Áhrif hennar eru á hinn bóginn líkleg til langlífis verði hún allsráðandi um ákvarðanir. Flest bendir til að fjármálakreppan hér heima rétt eins og erlendis eigi að einhverju leyti rætur í gáleysi eða einhvers konar óðagoti við hagnýtingu tækifæra. Í þessu ljósi ætti að vera auðsætt að viðbrögðin við þeim vanda sem af hefur hlotist þurfa að byggjast á hófsemd og yfirvegun. Viðurkenna verður um leið að það er því vandasamara sem aðstæður allar kalla á skjót ráð; og gremju þarf að ræða en ekki bæla niður. Gott væri ef reiðin vegna þess sem á hefur dunið kallaði fram endurmat á ráðandi gildum. Vaxandi vægi ráðdeildar, hagsýni og hófsemi væri góður ávöxtur viðbragða og nýrrar hugsunar. Hitt væri lakara ef hún leiddi þjóðina af þeirri braut sem líklegust er til að bæta og styrkja efnahag hennar til lengri framtíðar. Reynslan sýnir nú að alþjóðavæðing fyrirtækjanna gekk í ýmsum efnum hraðar fram en lýðræðisleg umgjörð þjóðríkjanna og samtaka þeirra réði við. Það þýðir hins vegar ekki að hug- myndin sé dauð eða gagnslaus og einangrunarstefna og sjálfs- þurftarbúskapur eigi að taka við. Þvert á móti þarf að berja í brestina og hagnýta áfram þau lögmál sem vænlegust eru til að laða fram hagkvæmni í rekstri og auka verðmætasköpun. Að sönnu er rétt og vitað að bankarnir voru of stórir fyrir íslenska peningakerfið. Það þarf ekki sjálfkrafa að þýða að stór fyrirtæki eigi ekki rétt á sér á Íslandi. Hinn kosturinn sem kemur eins til skoðunar er að tengjast stærra peningakerfi í þeim til- gangi að geta notið ávaxta af öflugum alþjóðlegum fyrirtækjum sem kalla á menntað fólk og lyfta launakjörum. Satt best að segja þarf á ný að plægja frjósaman jarðveg fyrir slík fyrirtæki svo að við getum í framtíðinni náð þeim þjóðum sem við viljum jafna okkur til um lífskjör. Opið trúverðugt efna- hags- og peningakerfi sem laðar að erlent fjárfestingarfjármagn er einnig nauðsynlegt. Uppbygging sem einvörðungu á að byggj- ast á erlendum lánum verður einfaldlega ótraust og of hæg. Þeir sem eiga sparifé í bönkum og peningamarkaðssjóðum eiga ríkra hagsmuna að gæta að það brenni ekki upp. Mesti þjóðhags- legi ávinningurinn af ábyrgð ríkisins felst þó í þeirri staðreynd að hún er forsenda fyrir framtíðarsparnaði komandi kynslóða. Án hans verður takmörkuð frjáls efnahagsstarfsemi. Á sama hátt er brýnt að virða eignarréttinn í þessum hamförum. Áhættu- fjárfestingar verða áfram forsenda efnahagslegrar nýsköpunar í stóru sem smáu, nýjum greinum jafnt sem hefðbundnum. Traust- ið þar að baki má ekki brjóta niður. Eitt af stærstu og heitustu viðfangsefnum næstu daga verður meðferð á kröfum Breta. Þar er í tímaþröng glímt við gríðarlega framtíðarhagsmuni. Mikilvægt er að undirgangast ekki þyngri byrðar en lög og alþjóðasamningar kveða á um. Óviðunandi er að aflsmunur ríkja ráði lyktum slíkra mála. Forsætisráðherra hefur því réttilega bent á að dómstólar eru best til þess fallnir að leysa úr slíkum ágreiningi. Heitar tilfinningar eru góðra gjalda verðar. Köld rökhyggja er þó gæfulegri vegvísir inn í nýja framtíð. Heitar tilfinningar: Köld rökhyggja ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Óvænt ánægja Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra var viðstaddur flokksþing breska Verkamannaflokksins þegar Gordon Brown tók við af Tony Blair, enda hafa löngum verið tengsl á milli Samfylkingarinnar og Verkamanna- flokksins. Björgvin var ánægður með nýja leiðtogann. „Brown mun að mínu mati koma á óvart á jákvæðan hátt og reyn- ast öflugur foringi og sigursæll,“ skrifaði hann á heimasíðu sinni. Brown kom vissulega á óvart þegar hann beitti hryðjuverkalögum á Ísland, en áhöld eru um ánægju viðskiptaráðherra. Holdtekja stöðugleikans Björgvin fór ekki í grafgötur með ástæðuna fyrir aðdáun sína á Brown. „Brown er holdtekja hins efna- hagslega stöðugleika og góðu fjármálastjórnar sem einkennt hefur tíu ára stjórnartíð Verkamannaflokks- ins.“ Nú reynir á hold- tekju stöðugleikans í samningum við Íslendinga. Kannski var það vegna svona ummæla sem Björgvin lokaði heimasíðu sinni? Rýjum þá! Það er kannski ljótt að gera grín að aðdáun viðskiptaráðherra á Bretum, margir deildu henni fyrir ekki svo löngu. Nær er að snúa sér að þjóð- legri iðju, þó með alþjóðlegu ívafi. Vestur í Dölum fer fram Meist- aramót Íslands í rúningi, nánar tiltekið að Skörðum í Miðdölum. Dómari keppninnar er breskur og með honum verða tveir efnilegustu rúningsmenn Bretlandseyja. Bretarnir geta lært ýmis- legt hér; við Íslendingar kunnum ekki bara að rýja kindur heldur einnig breska sparifjáreigendur inn að skinni. kolbeinn@frettabladid.is Opið virka daga kl. 8:00 til 18:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.606 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0D Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.427 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr. VW Golf 1,6 bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.213 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 39.958 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.