Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 24
4 föstudagur 24. október núna ✽ ástarbál í beinni MORGUNMATURINN: Skyr eða seríos + banani. SKYNDIBITINN: Quiznos. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Austur-Indíafjelagið. Ekki bara rómó heldur indverskur á heimsmælikvarða. LÍKAMSRÆKTIN: Boot Camp. Þarf einmitt að fara að drulla mér af stað. BEST VIÐ BORGINA: Stuttar vegalengdir. Ég vinn í miðbænum og bý í sveitinni. Það er fín blanda. Sumum finnst reyndar langt heim til mín en það er bara rugl. UPPÁHALDSVERSLUNIN: Ostabúðin á Skólavörðu- stíg. Þar er mjög auðvelt að missa sig. Líka snilld að borða þar í hádeginu. LEYNISTAÐURINN: Á engan svoleiðis. Væri samt til í leynibílastæði í miðbænum. Með engum stöðumæli. REYKJAVÍK Jóhannes Ásbjörnsson, banka- og fjölmiðlamaður L eikkonan Ingibjörg Reynisdóttir gekk að eiga unn-usta sinn, Óskar Gunnarsson, í Laugarneskirkju síðasta laugardag. Þegar hún er spurð að því hvort hjónabandið hafi breytt einhverju segir hún svo ekki vera. „Við erum búin að vera saman í átta ár en búin að þekkjast síðan við vorum unglingar þannig að það var nú ekki mikill munur,“ segir Ingibjörg og hlær. Veislan var haldin í nýju stúkunni við Laugardals- völlinn og var gleðin allsráðandi. Þar sem Ingibjörg elskar að koma fram ákvað hún að taka lagið fyrir nýbakaðan eiginmann sinn. „Ég söng lagið „Close to you“ með Carpenters og vinkonur mínar voru í hlut- verki bakradda,“ segir hún. Spurð um stemninguna segir hún að það hafi verið mikið stuð. „Við erum svo mikil partídýr að við tímdum ekki að fara úr veislunni,“ segir hún. Brúðhjónin dvöldu á Hilton- hótelinu í tvo daga en svo er ferðinni heitið til Flór- ída um jólin. „Það er svo mikið að gera hjá mér. Mín önnur skáldsaga, Rótleysi, rokk og rómantík, kemur út á næstu vikum og ég er á fullu að vinna í kynn- ingarmálum. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinn- ar Strákarnir með strípurnar, sem ég skrifaði ásamt Lovísu Rós dóttur minni,“ segir Ingibjörg. Auk skrift- anna er hún að vinna að bíómyndahandriti ásamt Júlla Kemp og svo mun hún leika í stuttmynd um næstu mánaðamót. martamaria@365.is Ingibjörg Reynisdóttir leikkona gekk í það heilaga um síðustu helgi MAGNAÐ PARTÍ Tískuparið Björn Sveinbjörnsson var svaramaður Óskars en þeir eru æskuvinir. Hér er hann ásamt Svövu Johansen. Draumakjóllinn Brúðar- kjóllinn er frá Tveimur hjört- um en sú verslun er í eigu tengdamóður Ingibjarg- ar. Hún sá kjólinn þar fyrir tveimur árum og varð að eignast hann. Geislandi Ingibjörg og Óskar eru falleg hjón. Hann klæddist fötum frá Kultur-mönnum. HRESSIR UPP Á KONUR Sirrý og Bjargey Aðalsteinsdóttir munu halda fyrirlestur á Hótel Sögu 1. nóv- ember um betra líf. Nú er tími til að láta þessar lífsglöðu konur rífa sig upp í skammdeginu. Skráning á sirry@sirry.is BORGIN mín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.