Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 28
8 föstudagur 24. október ✽ taktu mömmu þína með í Kringuna útlit MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR martamaria@365.is gegn verðbólgunni! Afsláttur af buxum og skyrtum þessa dagana. Laugavegi 76 Um daginn ákvað ég að fara aftur í tímann og til- einka mér ákveðnar aðferðir sem ég lærði þegar ég var 11 ára. Í flestum tilfellum mæli ég ekkert sérlega með því að púkka upp á eldgömul förðun- artrikk en þetta er ein af undantekningunum. Til að framkvæma þessa aðgerð þarf eingöngu augn- blýant og stabíla hönd. Ráðið er einfalt, blýantur- inn er borinn inn í augnkrókinn allan hringinn og útkoman er nokkuð fersk og hressandi. Ég lærði þetta af vinkonu minni þegar við fórum saman í Vindáshlíð og í raun er þetta eina minningin úr ferðinni og flokkast því líklega undir há- punkt hennar … HEIMKOMA MÖMMU Þessa dagana nota ég þetta gamla ráð óspart og þegar ég mætti í boð um daginn fékk vinkona mömmu svolítið fyrir hjartað. Svo leit hún á mig og sagði að ég væri alveg eins og mamma þegar hún kom heim frá Svíþjóð á áttunda áratugnum. Í fyrstu var ég ekki alveg að fatta að um hrós væri að ræða en áttaði mig fljótt þegar ég heyrði söguna af heimkomu mömmu í heild sinni. Fyrr- nefnd heimkoma er nefnilega enn þá greypt í huga vinkvenna henn- ar vegna þess að þær höfðu aldrei séð aðra eins skvísu. Svíþjóðartísk- an var líka svolítið heimsborgaralegri en stúlkur þekktu í Reykjavík og svo má ekki gleyma því að fyrsta ABBA-æðið blómstraði á þessum tíma með tilheyrandi glamúrfötum, glossum og svörtum augum. LEITAÐ AFTUR Í TÍMANN Þegar við mæðgur heimsóttum Kringluna í síðustu viku kom Svíþjóðarferðin aftur til tals. Móðir mín fullyrti að fötin væru öll í anda Svíþjóðardressanna og af röddinni að dæma var það merki um mikinn gæðastimpil. Þegar ég sýndi henni nýjustu lín- una frá Designers Remix, sem er seld í Companys, fullyrti mamma að hún hefði átt svipuð föt fyrir þrjátíu árum. Það er kannski ekkert ólíklegt því línan frá Designers Remix er búin til upp úr þrjátíu ára gömlum sniðum frá In Wear. Fyrst við vorum saman komnar í þess- ari skemmtilegu búð mátti ég til með að máta nokkrar flíkur og þegar ég kom út úr mátunarklefanum var mamma búin að borga brúsann. Þar með bættist nýtt ráð á kreppulistann – að taka mömmu sína með í Kringluna og láta hana splæsa … Takk fyrir kjólinn, mamma! ÞEGAR MAMMA FÓR TIL SVÍÞJÓÐAR Ef þú elskar súkkulaði þá ætti nýja línan frá Estée Lauder að heilla þig. Prófaðu augnskuggapallett- una Carmel Truffle þar sem heitir brúnir tónar fá að njóta sín með örlitlum gylltum áhrifum. Varalit- irnir bragðast eins og súkkulaðimús. Til að fá hið fullkomna útlit fyrir veturinn skaltu fá þér buxna- dragt úr ull, peysur eða satínblússur í heitum gylltum tónum. - mmj Heitt súkkulaði Creme Caramel-púður Þetta púður er eins og mjólkursúkkulaði. Það má nota eitt og sér eða blanda því til að fá fallega áferð. KARLMENNSKA Í FLÖSKU Cartier Roadstar er nýr herrailmur sem fær hverja konu til að kikna í hnjáliðunum. Það er fátt karlmannlegra en ilmurinn sjálfur og flaskan er feikilega falleg. Alvörur töffarar mega ekki missa af þessu … PlantidoteTM Mega-Mushroom Face Serum frá Origins er öflug vörn fyrir húðina. Það kemur beint úr smiðju Dr. Andrew Weil sem er stærsti nátt- úrulækningagúrúinn í Ameríku. Hans hugmynd- ir eru að við ættum ekki að setja neitt á húðina sem við myndum ekki setja ofan í okkur og því er þetta meðal fárra snyrtivara sem má borða. Í Mushroom-línunni er öflug vörn fyrir húðina og efnin í línunni henta vel fyrir mjög þurra, rauða, hrukkótta og viðkvæma húð. Leikkonan Gwyneth Paltrow sagði í viðtali við Q&A að hún vildi bara náttúrulegar snyrtivörur og bar þessari línu vel söguna. Aðdáendum Mushroom-línunn- ar fer fjölgandi.... - mmj Gwyneth Paltrow elskar Dr. Andrew Weil-vörurnar frá Origins Undrakremið sem talað er um Þurr húð Þeir sem eru með þurra húð hafa tekið ástfóstri við dag- kremið úr Mushroom- línunni frá Origins. PlantidoteTM Mega-Mushroom Face Serum Dregur úr flekkjum og þurrka- blettum á húðinni. H önnuðurinn Emanuel Ungaro á heiðurinn að októberútlit- inu frá MAC en hann vann hana í samvinnu við Esteban Cortazar sem starfar hjá honum. Förðun- arlínan sem er nefnd í höfuðið á Emanuel Ungaro er í takt við fatalínu hans fyrir haustið 2008. Rómantíkin ræður ríkjum með mjúkum og hlýjum litum. Herra Ungaro vill hafa kvenpeninginn með ljósbleikar varir, bleikar kinnar og mjúkar skygging- ar í kringum augun. Þeir Em- anuel og Esteban sóttu inn- blástur í verkið „Water Lilies“ efir Monet. Kvenleikinn á að skína í gegn en línan er eins og klæðskerasniðin fyrir ljósa húð norðursins. Við erum að tala um fallega húð, roða í kinnar og blik í augu … - mmj Nýjasta línan frá MAC kemur úr smiðju Emanuels Ungaro HIMNASENDING FYRIR LJÓSA HÚÐ Fresh Morning. Pure Rosa frá MAC. Soft Flower- augnskuggi Mineral- augnskuggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.