Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 24. október 2008 Virkjum sköpunargleðina Haustkrans – efniviður skógarins Sýnikennsla og leiðsögn við gerð kransa úr efnivið skógarins. Námskeiðið er í samstarfi við Endurmenntun LbhÍ og Skógræktarfélag Reykjavíkur. Tími: Lau. 25. okt. frá kl. 10:00 – 15:00 að Elliðavatni. Grjóthleðsla Farið verður í grunnatriði grjóthleðslu og þátttakendur fá verklega þjálfun. Námskeiðið er í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Tími: 2. nóv. og 15. nóv. að Elliðavatni. Aðventuskreytingar Þátttakendur setja saman sínar eigin jólaskreytingar undir handleiðslu fagmanns. Námskeiðið er í samstarfi við Endurmenntun LbhÍ og Skógræktarfélag Reykjavíkur. Tími: Lau. 22. nóv. að Elliðavatni. Nánari upplýsingar www.tskoli.is/namskeid eða með því að senda tölvupóst á ave@tskoli.is „Við erum að hugsa um að byggja eldiviðarkofa skammt frá bænum á Elliðavatni og hlaða upp hlóðir líka. Hafa verkið tengt frumöflunum,“ segir Guðjón frá Dröngum kankvís þegar hann er inntur frétta af nám- skeiði í grjóthleðslu hjá Endur- menntunarskólanum. „Eldstæðið yrði utan við kofann og til að kynda upp í þeim yrði þurr eldiviður sóttur í kofann. Nóg er til af honum hjá Skógræktinni sem alltaf er að grisja,“ heldur hann áfram. „Svo er meiningin að nota viðinn úr skóginum og smíða tré- grind í húsið úr honum. Kenna fólki að nota sleggju og fleyg og rífa við í áreftið. Þannig lærir það hvernig á að byggja hús með sleggju, fleyg og hamri. Kannski förum við aftur á söguöld í vinnubrögðunum og notum bara tré en sleppum járn- nöglum. Það er hægt að fella saman tré þannig að það læsist og svo má líka nota trétappa. En þetta er allt á frumstigi enn og ýmsar vangavelt- ur í gangi.“ Að sjálfsögðu verður byrjað á að hlaða tóftina. En hvar fær Guðjón grjótið? „Við erum að kanna það. Víða hafa verið sprengdir grunnar og kannski má tína eitthvað úr þeim. Ég verð að fara á snöp.“ Ekki kveðst Guðjón ætla að höggva grjótið til. „Við höfum grjót- ið að innanverðu í tóftinni og svo torf og grjót að utanverðu. Þá verð- ur húsið með tíð og tíma grasi gróið að utan en heldur vel styrknum vegna grjóthleðslunnar.“ Guðjón segir áhuga meðal almennings á þessum gömlu vinnu- brögðum. Hann sér fyrir sér áhuga- vert fornaldarsamfélag við Elliða- vatn. „Ég tel góða möguleika á að setja upp bú, þar sem kindur yrðu mjólkaðar og fólk væri að vinna við náttúrulegar aðstæður. Umhverfið er stórkostlegt og alveg við borgar- jaðarinn,“ segir hann brosandi. gun@frettabladid.is Tengja verkið frumöflum Gömul handbrögð við grjóthleðslu og reftingu eru Guðjóni Kristinssyni töm. Hann verður kennari á nám- skeiði á vegum Endurmenntunarskólans og Skógræktarinnar sem haldið verður tvær helgar í nóvember. Guðjón og húskarl hans, Kristófer Ari, vinna við að laga sjóvarnargarðinn við Skildinganes. Þar er grjótið allt sæbarið og þarf sérstakrar aðferðar við. „Gaman að fást við það,“ segir hleðslumeistarinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR www.tskoli.is Námskeið í nóvember Hásetafræðsla - námskeið fyrir aðstoðarmenn í brú Fræðsla og þjálfun sem uppfyllir lágmarks- skilyrði til varðstöðu í brú á stoðsviði. Tími: 3. – 4. nóv. Smáskipanámskeið (12 metrar) Námskeiðið kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteini við skip, 12 metrar og styttri. Tími: 3. nóv. – 8. des. GMDSS – GOC/ROC námskeið. Alþjóða neyðar- og öryggisarskiptakerfið. Námskeiðið er kennt skv. STCW staðli um GMDSS alþjóða neyðar- og öryggisarskipta- kerfið. ROC hentar m.a. þeim sem ætla að ná sér í 65 BT réttindi. Tími: 6. – 14. nóv. Undirbúningsnámskeið fyrir skemmtibátapróf Kennd verða bókleg atriði, sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Tími: 22. – 27. nóv. Endurnýjun skipstjórnarréttinda Ætlað skipstjórnarmönnum sem hafa ekki siglt í nokkurn tíma og vilja kynna sér nýjungar í skipstjórn og endurnýja skipstjórnarréttindin. Tími: 19. – 21. nóv. Námskeið í desember IMDG – meðferð á hættulegum farmi Á námskeiðinu er allað um meðferð og flutning á hættulegum varningi um borð í þurrlestarskipum. Námskeiðið uppfyllir kröfur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO). Tími: 8. – 10. des. IMDG – endurnýjun Þátttakandi þarf að hafa lokið grunnnám- skeiði IMDG. Endurnýjuð er þekking á reglum um meðferð og flutning á hættulegum varningi um borð í þurrlestarskipum. Námskeiðið uppfyllir kröfur Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar (IMO). Tími: 11. des. kl. 9:00-13:00. máttur Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir Anna, skólastjóri Endurmenntunarskólans, ave@tskoli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.