Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 24. október 2008 19 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar um samfélagsbreyt- ingar Nú, rétt eins og fyrir tæpum 19. árum, horfum við á þjóðskipu- lag byrja að hrynja til grunna. Þá byrjaði hrun sovétkommúnismans með falli Berlínarmúrsins sem var táknmynd þess þjóðskipulags. Hrun íslensku bankanna markar upphafið á falli nýfrjálshyggjunn- ar, sem er þjóðskipulag græðgi og sérhagsmuna. En hún fellur ekki ein, heldur tekur hún ævisparnað stórs hluta Íslendinga, sparnað sem átti að tryggja þeim áhyggju- laust ævikvöld, með sér í gröfina. Við syrgjum því ekki nýfrjáls- hyggjuna, heldur allt það sem hún tók frá okkur. Fólk er, skiljan- lega, reitt og sorg- mætt. Þetta átti aldrei að gerast. Enginn getur sagt að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir þetta. Það er óþarfi að reyna að afsaka skefjalausa græðgi með því að tala um alþjóðafjármálakreppu, einfaldlega því að við sjáum að aðrar þjóðir eru ekki jafn djúpt sokknar og við. Þetta er sárt og þetta er ósanngjarnt því íslenskur almenningur á ekki sök á þessu. En við höfum hins vegar ekki rétt á því að láta sorgina og reiðina heltaka okkur. Við skuldum kom- andi kynslóð að þerra tárin, standa á fætur og hefja uppbyggingu. Tækifærin eru til staðar á Íslandi og það sem mikilvægara er, þau eru enn sameign íslensks almenn- ings, ekki séreign þeirra sem vilja skapa af þeim gróða fyrir sig eina. Sem betur fer voru sumir allsgáðir í einkavæðingarpartíinu og stóðu vörð um það sem við erum fegnust að eiga enn þá, nú þegar skórinn kreppir að. Þau tryggðu að orku- lindir landsins yrðu áfram sam- eign þjóðarinnar. Þau börðust með kjafti og klóm gegn markaðsvæð- ingu heilbrigðis- og menntakerfis- ins og hafa varist stöðugum árás- um nýfrjálshyggjunnar á velferðakerfið síðustu ár. Þau hafa staðið með íslenskri náttúru og hafa talað fyrir jafnrétti allra í þjóðfélaginu. Og þau standa enn vaktina fyrir íslensku þjóðina, því má hún treysta. Ísland er ekki á hausnum. Það er fiskur í sjónum, matvælafram- leiðsla í sveitum, orka og fegurð í náttúrunni, duglegt fólk á öllum aldri í framhalds-, iðn- og háskól- um og útflutningsiðnaður í sókn. Við höfum tækifæri til menntunar, við höfum duglegt fólk sem ekki mun draga af sér við uppbygging- una og við höfum hvort annað. Við erum nógu klók til að læra af reynslunni og byggja ekki upp sama þjóðfélagsskipulag og var við lýði til þess eins að láta það hrynja undan okkur aftur. Það er kominn tími til að breyta. Það er kominn tími til að bæði kynin komi í jöfnum mæli að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Það er kominn tími til að aflétta leynd og pukri og gefa fólki aftur trú á lýðræðisleg stjórn- mál. Það er kominn tími til að taka velferð þjóðarinnar fram yfir gróðavon einstaklinga. Og það er kominn tími til að stokka spilin og gefa aftur, því síðast var vitlaust gefið. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. Tími til að breyta STEINUNN RÖGN- VALDSDÓTTIR UMRÆÐAN Snorri Ásmundsson skrifar opið bréf til Davíðs Odds- sonar Við lifum á spennandi umbrota-tímum sem koma til með að breyta lífinu á heimsvísu. Óvissan um hvað framtíðin beri í skauti sér er mikil. Það er erfitt að sjá heildarmyndina og ómögulegt að sjá fyrir hvað muni gerast næst. Ég vona að þessar breyting- ar þroski okkur til hins betra. Fólkið í landinu hefur hingað til lagt fullt traust á stjórnvöld þegj- andi og hljóða- laust og treyst þeim fyrir lífi sínu og það heldur enn í þá von að þau muni bjarga málunum. En nú erum við að vakna upp við vondan draum, við settum allt okkar í rangar hendur. Við erum því öll sek, fyrir að vera of leiðitöm. Þú, Davíð Oddsson, sem hefur stundum verið kallaður farsælasti stjórnmálamaður Evrópu síðustu aldar, ert líka sekur. Eðlilega ertu fullur af sektarkennd og vilt fyrir alla muni bæta fyrir brot þín, og það gerirðu með því að fela öðrum þér hæfari að taka til. Nú ættir þú að játa þig sigraðan. Játa þig sigr- aðan fyrir sjálfinu því sjálfið þitt er ekki bara hættulegt sjálfum þér heldur allri þjóðinni. Það er stór sigur sem vinnst við að viður- kenna vanmátt sinn. Þá fyrst á maður séns. Andstæðan við eigin- girni er samkennd. Það er auð- mýkjandi og mannbætandi að játa sig sigraðan og, kæri Davíð, þegar þú játar þig sigraðan byrjar þú stórkostlegt andlegt ferðalag og einmitt núna þurfum við mest á andanum að halda því hann kemur í staðinn fyrir efnishyggjuna. Þetta eru undraverðir uppskeru- tímar þar sem græðgin og eigin- girnin lenda í syndaflóðinu og and- inn, auðmýktin og samhygðin fá að njóta sín. Ég er sammála þér að Alþingi ætti að leysa upp því það svaf líka á verðinum og það ætti að skipa þjóðstjórn fagmanna. Kæri Davíð, ég skora á þig að gefast upp og segja starfi þínu lausu sem seðlabankastjóri og opna faðm þinn fyrir andlega ferðalaginu. Treystu öðrum fyrir stjórninni og beindu stjórnsemi þinni á önnur og jákvæðari mið. Höfundur er myndlistarmaður. Kæri Davíð SNORRI ÁSMUNDSSON Hótel Örk - Breiðumörk 1c - Hveragerði - Sími 483-4700 - Fax 483-4775 - hotel-ork.is Stórsöngvararnir og skemmtikraftarnir í duett.is sjá um veislustjórn af sinni alkunnu snilld Opinn bar og lifandi tónlist að borðhaldi loknu Tónlistarflutningur í höndum Hreims og félaga Tilvalið fyrir fyrirtæki, hópa, pör og einstaklinga • • • • Eigðu ógleymanlega kvöldstund á okkar sívinsæla jólahlaðborði Verð: Gisting, borðhald og skemmtun 11.900 kr. á mann í tvíbýli Borðhald og skemmtun 6.900 kr. á mann Farðu inn á jolahladbord.is til að skoða matseðilinn, fá nánari upplýsingar og panta. Jólahlaðborð á Hótel Örk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.