Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 44
26 24. október 2008 FÖSTUDAGUR Harrison Ford í kvikmyndinni Air Force One hefur verið kjörinn sá leikni forseti sem Bandaríkja- menn vildu helst að sæti í forseta- stólnum. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun sem fór fram á heima- síðunni Moivefone.com, þar sem rúm ein milljón manns tók þátt. Var hún gerð til að hita upp fyrir forsetakosningar Bandaríkjanna sem eru í þann mund að hefjast á milli Baracks Obama og Johns McCain. Í Air Force One, sem kom út fyrir ellefu árum, lék Ford for- seta sem barðist af miklu hug- rekki við flugræningja sem höfðu tekið yfir flugvél hans. Ford fékk 24 prósent atkvæða í könnuninni en Morgan Freeman fékk 16 pró- sent í öðru sætinu fyrir frammi- stöðu sína í Deep Impact. Þar lék hann forseta sem þurfti að bjarga þjóð sinni frá halastjörnu sem stefndi á jörðina. „Svo virðist sem allir vilji for- seta sem geti mætt á svæðið og tekið stjórnina í eigin hendur,“ sagði Scott Robson hjá Movief- one. „Lesendur okkar kusu með hjartanu á sama tíma og efnahag- ur landsins er á leið í ræsið. Í hinum fullkomna heimi væri frá- bært að eiga forseta sem gæti barið aðeins frá sér.“ folk@frettabladid.is Kvikmyndin Heiðin verður sýnd í flokknum Alþjóðlegar uppgötvan- ir á kvikmyndahátíð í Mannheim- Heidelberg í byrjun nóvember. Heiðin er í hópi 32 nýrra mynda sem voru valdar sérstaklega úr um 2.500 myndum sem valnefnd hátíðarinnar barst og er því um mikinn heiður að ræða fyrir leikstjórann Einar Þór Gunn- laugsson og aðra sem stóðu að myndinni. Heiðin verður á hátíðinni sýnd í fyrsta sinn almennum áhorfend- um utan Íslands. Leikstjórinn ásamt leikurum muna sækja hátíðina heim og ræða við gesti í lok nokkurra sýninga. Í lok nóvember verður Heiðin síðan sýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi þar sem hún verður á aðaldag- skránni. Á tveimur hátíðum HARRISON FORD BESTI FORSETINN „Ég hef alltaf þrjóskast við að taka á filmu þar sem mér finnst digital- myndavélarnar ekki skila sömu sál og filman,“ segir Jóhannes Kjartansson, ljósmyndari og grafískur hönnuður. Um helgina heldur hann sína þriðju ljósmyndasýningu sem haldin verður í Kolaportinu og ber heitið Gleðibank- inn. „Ég hef verið að taka myndir fyrir alvöru síðan 2005 og hef tekið hátt í 900 filmur á þessum þremur árum. Ég hef eytt í það minnsta 1.500.000 krónum í framköllun, sem er kannski ekki mjög skynsamleg fjárfesting, en ég hef samt alltaf verið sjúkur í að skipta krónunum mínum út fyrir ljósmyndir,“ útskýrir Jóhannes sem mun þó aðallega sýna nýlegar myndir á sýningunni um helgina. „Þetta eru allt myndir sem höfðu safnast saman frá því síðasta sumar, en ég átti ekki pening til að framkalla fyrr en fyrir nokkrum dögum. Þetta eru aðallega andlitsmyndir og fólk að skemmta sér í bland við borgarlands- lag. Myndirnar sýna gleðina sem einkenndi mannlífið í Reykjavík áður en gengið, brosin og bankarnir féllu og endurspegla svolítið bjartsýnina sem ríkti í sumar en er orðin svolítið kaldhæðnisleg núna,“ útskýrir Jóhann- es. „Á sýningunni verða 100 myndir svo það verður hægt að kaupa hlutabréf í Gleðibankanum á genginu 0,01 með því að kaupa mynd,“ segir Jóhannes að lokum. - ag Selur ljósmyndir í Gleðibankanum OPNAR GLEÐI- BANKANN Í KOLAPORTINU Jóhannes heldur ljósmyndasýning- una Gleðibankann í Kolaportinu um helgina og sýnir 100 ljósmyndir sem voru allar teknar í fyrrasumar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N > ÓSÁTT VIÐ MADONNU Móðir leikstjórans Guy Ritchie segir að son sinn hafi grunað áður en hann kvæntist að hjónaband hans og Madonnu myndi enda með ósköp- um. „Guy kaus þessa leið. Hann vissi hvað hann var að gera þegar hann kvæntist henni. Þetta var óhjákvæmilegt. Ég veit hvern- ig Guy er og það þurfti ekki mikið til að sjá hvernig hún er og að hlutirnir myndu ekki ganga,“ sagði hún. BESTI FORSETINN 1. Harrison Ford - Air Force One 2. Morgan Freeman - Deep Impact 3. Michael Douglas - The American President 4. Bill Pullman - Independence Day 5. Kevin Kline - Dave 6. Dennis Quaid - American Dreamz 7. Bruce Greenwood - National Treasure: Book of Secrets 8. James Cromwell - The Sum of All Fears 9. Jack Nicholson - Mars Attacks 10. Jeff Bridges - The Contender Heimilislaus Breti að nafni Anthony Silva fékk nýverið tvö þúsund punda fundarlaun eftir að hafa fundið vaxhöfuð Bítilsins Pauls McCartney á lestarstöð í Reading. Höfuðið, sem átti að fara á upp- boð, týndist í lest fyrir viku. Óttað- ist eigandinn, Joby Carter, að hann fengi aldrei að sjá höfuðið aftur og auglýsti fundarlaun í boði. Anthony Silva hélt upphaflega að um hrekkjavökugrímu væri að ræða þegar hann sá höfuðið en er hann áttaði sig á hvað um var að ræða hafði hann samband við Cart- er. „Þetta var einmitt það sem ég þurfti og vonandi verður lukkan mér við hlið í framtíðinni,“ sagði Silva. Höfuð Pauls fundið PAUL MCCARTNEY Vaxútgáfa af höfði Pauls McCartney fannst á lestarstöð í Reading á Englandi fyrir skömmu. Hinn gamansami Ben Stiller á í viðræðum við framleiðandann Dreamworks um að leikstýra kvikmyndinni Trial of the Chicago 7. Er hún byggð á sann- sögulegum atburðum og fjallar um uppþot sem áttu sér stað á ráðstefnu demókrata árið 1968. Paul Greengrass og Steven Spielberg höfðu áður sýnt áhuga á þessu dramatíska verkefni án þess að nokkuð yrði úr því. Aðkoma Stillers að myndinni kemur nokkuð á óvart því hann er fyrst og fremst þekkt- ur fyrir að leikstýra gamanmynd- um. Svo virðist sem velgengni nýjustu myndar hans, Tropic Thunder, hafi gefið honum sjálfs- traust til að feta nýjar slóðir á leikstjórnarferli sínum. Viðræður Stillers og Dreamworks eru á við- kvæmu stigi en ef af samstarfinu verður munu tökur hefjast fljótlega. Will Smith, Kevin Spacey og Jeff Daniels hafa allir verið orðaðir við myndina. Enn er þó óvíst með þátttöku þeirra. Dramatískur Stiller BEN STILLER. EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON Kvikmyndin Heiðin verður sýnd á tveimur kvikmynda- hátíðum á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.