Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 48
30 24. október 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is N1-deild karla Akureyri-Valur 24-22 (12-12) Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 7 (10), Árni Þór Sigtryggsson 6 (12), Andri Snær Stefánsson 5/1 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Þorvaldur Þorvaldsson 1 (1), Gústaf Línberg Kristjánsson 1 (1), Rúnar Sigtryggsson 1 (3), Jónatan Magnússon 1/1 (7), Elfar Halldórsson 0 (1), Heiðar Þór Aðalsteinsson 0 (4). Varin skot: Hafþór Einarsson 27 (3)/49, 55% Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 4, Andri, Rúnar) Fiskuð víti: 2 (Andri, Heiðar) Utan vallar: 10 mínútur Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 5 (9/2), Anton Rúnarsson 4 (6), Hjalti Pálmason 3 (7), Ingvar Árnason 2 (2), Sigfús Páll Sigfússon 2 (6), Sigurður Eggertsson 2 (6), Baldvin Þorsteinsson 2 (6/1), Sigfús Sigurðsson 1 (2), Elvar Friðriksson 1 (13). Varin skot: Ólafur Gíslason 21/45 47% Hraðaupphlaup: 6 (Arnór 3, Baldvin 2, Anton) Fiskuð víti: 3 (Ingvar, Sigurður, Sigfús S.) Utan vallar: 8 mínútur Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, frekar slakir en samræmi á milli liðanna. Haukar-Fram 20-27 (12-11) Mörk Hauka: Andri Stefan 7, Gísli Jón Þórisson 5, Sigurbergur Sveinsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Pétur Pálsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1. Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 7, Rúnar Kárason 6, Magnús Stefánsson 3, Guðjón Finnur Drengsson 3, Haraldur Þorvarðsson 2, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Halldór Jóhann Sigfússon 2, Brjánn G. Bjarnason 1, Magnús Einarsson 1. HK-Víkingur xx-xx (xx-xx) STAÐAN Í DEILDINNI 1. Akureyri 6 4 0 2 +5 8 2. Valur 6 3 2 1 +23 8 3. Fram 5 3 1 1 +9 7 4. xxx x x x x x x 5. xxx x x x x x x 6. Haukar 5 2 0 3 -5 4 7. Stjarnan 4 1 1 2 -7 3 8. Víkingur 5 N1-deild kvenna HK-Stjarnan 22-28 (12-13) Mörk HK: Pavla Kulíková 7, Elva Björg Arnars- dóttir 3, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Arna Sif Pálsdóttir 3, Brynja Magnúsdóttir 3, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Lilja Lind Pálsdóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Alina Petrache 6, Birgit Engl 6, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Harpa Sif Eyjófsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 3, Þor- gerður Anna Atladóttir 3, Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir 2, Kristín J. Clausen 1. ÚRSLIT Iceland Express-deild karla Stjarnan-Njarðvík 77-87 (33-44) Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 24 (7 stoðs.), Jovan Zdravevski 20 (9 frák.), Birkir Guðlaugsson 8, Guðjón Hrafn Lárusson 7, Hilmar Geirsson 7, Fannar Freyr Helgason 6 (10 fráK.), Ólafur Jónas Sigurðsson 3, Kjartan Atli Kjartansson 2. Stig Njarðvíkur: Friðrik Stefánsson 27 (21 frák.), Slobodan Subasic 16, Hjörtur Hrafn Einarss. 15 (7 frák.), Magnús Þór Gunnarss.12 (7 stoðs.), Logi Gunnarss. 12, Sævar Sævarss. 3, Sigurður G. 2. Keflavík-ÍR 93-69 (46-26) Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 25, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 22 (10 frák.), Þröstur Leó Jóhannsson 17, Hörður Axel Vilhjálmsson 14 (6 stoðs.), Vilhjálmur Steinarsson 8, Alfreð Elíasson 3, Axel Þór Margeirsson 2, Gunnar Hafsteinn Stefánsson 2. Stig ÍR: Sveinbjörn Claessen 18, Ómar Örn Sævarsson 16 (13 frák.), Hreggviður Magnússon 14, Eiríkur Önundars. 14, Davíð Þór Fritzs. 4, Sigurður Tómasson 2, Ólafur Aron Ingvason 1. FSu-Skallagrímur 98-56 (46-19) Stig FSu: Vésteinn Sveinsson 26, Árni Ragnars son 20, Sævar Sigurmundsson 18, Tyler Dunaway 9, Nicholas Mabbutt 9, Alexander Stewart 6, Daði Berg Grétarsson 5, Hilmar Guðjónsson 3, Cristopher Caird 2. Stig Skallagríms: Þorsteinn Gunnlaugsson 27, Pálmi Þór Sævarsson 6, Bjarne Ómar Nielæsen 5, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Sigurður Þórarinsson 4, Sigursteinn Orri Hálfdánars. 3, Ómar Helgason 3, Þráinn Ásbjörnsson 2, Sigurður Sigurðsson 2. Evrópukeppni félagsliða A-riðill: Schalke-Paris St. Germain 3-1 B-riðill: Hertha Berlin-Benfica 1-1 C-riðill: Sevilla-Stuttgart 2-0 Partizan Belgrade-Sampdoria 1-2 0-1 Emiliano Bonazzoli (20.), 1-1 Lamine Diarra (34.), 1-2 Daniele Dessena (55.). D-riðill: Udinese-Tottenham 2-0 1-0 Di Natale (24.), 2-0 Simone Pepe (86.) E-riðill: Heerenveen-AC Milan 1-3 0-1 Sjálfsmark (19.), 0-2 Ivan Gennaro Gattuso (23.), 0-3 Filippo Inzaghi (69.), 1-3 Danijel Pranjic (86.). Arnór Smárason sat á varamannabekk Heerenveen og kom ekki við sögu í leiknum. Braga-Portsmouth 3-0 1-0 Luis Agular (8.), 2-0 Wason Renteria (46.), 3-0 Osrio Alan (87.). Hermann Hreiðarsson lék fyrri hálfleikinn með Portsmouth. F-riðill: MSK Zilnia-Hamburg 1-2 Aston Villa-Ajax 2-1 1-0 Martin Laursen (8.), 1-1 Thomas Vermaelen (22.), 2-1 Gareth Barry (45.). ÚRSLIT HANDBOLTI Akureyri vann verð- skuldaðan 24-22 sigur frammi fyrir frábærum áhorfendum í Höllinni á Akureyri í gær. Um 800 manns voru í húsinu en frábær vörn allan leikinn og stórkostleg markvarsla Hafþór Einarssonar í síðari hálfleik tryggðu Akureyr- ingum toppsætið í deildinni, þar sem þeir sitja með Val. Valsmenn komu virkilega ákveðnir til leiks og virtust líkleg- ir til að keyra niður Akureyringa. Vörn þeirra var þétt og Ólafur Gíslason varði vel framan af. Valur komst mest þremur mörk- um yfir og litu vel út. Norðanmenn tóku tíu mínútur í að finna lausn á 3-2-1 varnarleik Vals og komu sér inn í leikinn. Þeir neituðu að gefast upp og eftir að þeir bundu vörn sína vel saman skoruðu þeir fimm mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir. Valsmenn náðu aftur á móti að jafna í 12-12 sem voru hálfleik- stölur. Akureyringar voru skrefinu á undan allan seinni hálfleikinn og urðu mest fjórum mörkum yfir. Valur náði aldrei að ógna góðum sigri Akureyrar þar sem Oddur Grétarsson var frábær ásamt Haf- þóri. Akureyri hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Það hlýtur að vera létt að vera í markinu fyrir aftan svona vörn,“ gantaðist Rúnar Sigtryggsson þjálfari. „Við spiluðum ekki nógu vel í fyrri hálfleik þar sem sóknin var slök og ég var frekar fúll við strák- ana. Staðan var jöfn en við áttum nóg inni eins og við sýndum gegn besta liðinu á landinu. Það er gaman að vera kominn á toppinn og við njótum þess núna. Hingað til er þetta erfiðasti útivöllur landsins og það er rosalega gaman að sjá að stúkan er ekki nógu stór,“ sagði Rúnar glottandi. „Þetta var hörmungar leikur hjá okkur,“ sagði Óskar Bjarni Ósk- arsson, þjálfari Vals. „Haffi var frábær í markinu hjá þeim, ég hef aldrei séð annað eins. Það verður ekki tekið af þeim að þeir spiluðu góða vörn en sóknin okkar var léleg. Það átti nánast enginn góðan leik og við vorum heppnir að tapa bara með tveimur mörkum með svona sóknarleik,“ sagði Óskar. „Það er gjörsamlega geðbilað að vera á toppnum. Það reiknaði eng- inn með neinu af okkur fyrir mót en við erum hvergi nærri hættir. Við erum komnir á bragðið og við ætlum að halda svona áfram,“ sagði Andri Snær Stefánsson sem átti stórleik fyrir Akureyri en engu líkara var en um aðvörun til hinna liðanna í deildinni væri að ræða. - hþh Gjörsamlega geðbilað Akureyri er komið í toppsæti N1-deildar karla eftir frækinn sigur á Val. Frábær vörn og markvarsla í síðari hálfleik skópu sigurinn. Þjálfari Vals var ósáttur með sóknarleik sinna manna. „Gjörsamlega geðbilað“ segja Akureyringar. HÚSFYLLIR Það var mikil stemning í Höllinni á Akureyri í gær eins og sést á þessarri mynd. PEDROMYNDIR/ÞÓRIR KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar unnu sinn fyrsta sigur í Iceland Express- deild karla í vetur og forðuðu sér frá því að jafna félagsmetið yfir verstu byrjun í úrvalsdeild með því að vinna Stjörnuna í Garðabæ með tíu stiga mun, 87-77. Njarðvíkingar spilltu þar með 15 ára afmælishátíð Stjörnunnar en þeir voru nærri því búnir að tapa niður 19 stiga forskoti sínu í lokin en sluppu með skrekkinn. „Ég ætlaði ekki að tapa á móti Stjörnunni einu sinni enn,“ sagði Friðrik Stefánsson, fyrirliði Njarð- víkur, eftir sigurinn en Stjarnan vann báða leiki liðanna í fyrra. „Við hefðum átt að vera búnir að klára leikinn miklu fyrr en það var smá einbeitingarleysi hjá okkur og kannski smá þreyta. Ég er bara gríðarlega sáttur með að vinna hérna því við töpuðum nógu oft fyrir þeim í fyrra,“ sagði Friðik sáttur en þreyttur í leikslok. Friðrik átti frábæran leik og náði tröllatvennu þegar hann skor- aði 27 stig og tók 21 frákast. Hann er greinilega að komast á fullt eftir hjartaaðgerð en segist sjálfur eiga enn nokkuð í land. „Ég er ekki kominn í gott form en það má segja að ég sé á leiðinni í gott form,“ sagði miðherjinn sterki. „Við erum að spila svolítið villt en við ætlum okkur ekki að vera spila svona villt. Þegar skotin detta þá tekur maður því alveg en í hin skiptin verður maður alveg brjál- aður,“ sagði Friðrik í léttum tón. Auk Friðriks spilaði Hjörtur Hrafn Einarsson mjög vel og Magnús Þór Gunnarsson var traustur á úrslitastundu auk þess að styðja vel við félagana. Logi Gunnarsson var hins vegar langt frá sínu besta sem kom þó ekki að sök. Justin Shouse og Jovan Zdra- vevski voru í aðalhlutverki hjá Garðabæjarliðinu. - óój Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson var með tröllatvennu gegn Stjörnunni í gær: Ætlaði ekki tapa aftur fyrir þeim ÁTTI TEIGINN Stjörnumenn réðu ekkert við Friðrik Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Munum eftir að kveikja á útiljósunum Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. > Aukin framlög til barna -og unglingastarfs Knattspyrnusamband Íslands ákvað á nýlegum fundi að bregðast við gjörbreyttu íslensku efnahagslandslagi með því að stórauka fjárframlög til barna -og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins. Um er að ræða allt að 140 milljónir króna til aðildarfélaganna fyrir næstu tvö ár, 70 milljónir króna á næstu vikum og aðrar 70 milljónir króna verða greiddar í lok árs 2009. Þar að auki mun KSÍ veita lengri tíma til félaga til að uppfylla veigamestu þætti í uppbyggingu mannvirkja fyrir áhorfendur samkvæmt leyfiskerfi sambandsins og er það von þess að ákvarðanirnar verði til þess að styðja enn frekar við rekstur knattspyrnufélaga í landinu. Varnarmaðurinn sterki Reynir Leósson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Fram og ganga í raðir erkifjendanna í Val og hefur þegar samþykkt þriggja ára samning við Hlíðar- endafélagið. „Þetta gerðist reyndar mjög fljótt. Ég settist niður með forráðamönnum Fram eftir tímabilið og þrátt fyrir að ég hafi enn átt eitt ár eftir af samningi mínum við félagið þá var það sameiginleg ákvörðun beggja aðila að slíta samstarfinu. Ég var því í raun samningslaus þegar ég kom að máli við Valsmenn og skrifaði undir þriggja ára samning við þá þannig að Fram og Valur ræddu aldrei sín á milli um félagsskiptin,“ segir Reynir. Hinn 29 ára gamli Reynir býr yfir mikilli leikreynslu úr efstu deild og hefur leikið þar 169 leiki með ÍA og Fram en hann var einnig á mála hjá sænska félaginu Trelleborg í eitt ár. Reynir, sem var fyrirliði Fram og lék frábærlega í sumar, kvaðst ánægður með dvöl sína hjá Safamýrarliðinu og ber félaginu vel söguna þótt leiðir hafi skilist. „Ég átti tvö skemmtileg ár með Fram og kynntist og vann með mörgu góðu fólki, bæði innan vallar sem utan og ég á því mjög góðar minningar frá tíma mínum þar. Það er líka mun skemmti- legra að hafa skilið við klúbbinn eftir jafn frábært tímabil og núna í sumar, það var alla vega talsvert betra en fyrsta árið mitt þar,“ segir Reynir í léttum dúr. Reynir hlakkar mjög til komandi verkefna með Valsmönnum. „Valur var eina liðið sem kom upp í huga mér. Metnaðurinn er gríðarlega mikill hjá félaginu og aðstaðan og velgengni félagsins á síðustu árum ber vott um það. Síðasta tímabil olli reyndar ef til vill einhverjum vonbrigðum en ég finn að það er mikill hugur í mönnum að gera vel og ná árangri á næstu árum. Ég er bara mjög spenntur og þakklátur að fá að taka þátt í því og vill ólmur leggja mitt af mörkum til þess að vinna eitthvað,“ segir Reynir að lokum. REYNIR LEÓSSON: YFIRGEFUR SAFAMÝRI FYRIR HLÍÐARENDA ÞAR SEM HANN SKRIFAÐI UNDIR ÞRIGGJA ÁRA SAMNING Valur var eina liðið sem kom upp í huga mér HARÐFYLGI Árni Þór Sigtryggson brýst hér framhjá Ingvari Árnasyni í leiknum í gærkvöld. PEDROMYNDIR/ÞÓRIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.