Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 52
34 24. október 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. voði, 8. tækifæri, 9. næra, 11. ónefndur, 12. liðsemi, 14. krafsa, 16. tveir eins, 17. lík, 18. í viðbót, 20. tveir eins, 21. sæla. LÓÐRÉTT 1. fyrirdrag, 3. belti, 4. drottinsvik, 5. hætta, 7. ákvörðun, 10. einkar, 13. gláp, 15. nabbi, 16. vefnaðarvara, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. póló, 6. vá, 8. lag, 9. ala, 11. nn, 12. fylgd, 14. klóra, 16. tt, 17. nár, 18. auk, 20. ðð, 21. unun. LÓÐRÉTT: 1. ívaf, 3. ól, 4. landráð, 5. ógn, 7. ályktun, 10. all, 13. gón, 15. arða, 16. tau, 19. ku. „Krua Thai. Þar er bæði ódýrt og mjög gott að borða. Það er líka stutt frá vinnunni. Ég fæ mér oft hádegistilboð og set tvo eða þrjá rétti saman á einn stóran disk. Það er mjög fínt.“ Oscar Bjarnason, grafískur hönnuður. „Jú, þetta er kannski táknrænt. Boðar breytta tíma. Ég var einmitt að gantast með það að ég hefði líka átt að taka við Bjarna í bankanum á sínum tíma. Þá hefði kannski verið hægt að bjarga einhverju,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður – sem jafnframt er þekktur undir nafninu Albaníu-Valdi. Valdi kemur nýr inn í Útsvars-lið Akraness sem mun takast á við Kópavog 14. nóvember í hinum ágæta spurningaþætti Útsvar á RÚV. Í fyrra var athafna- og auð- maðurinn, fyrrum bankamaðurinn Bjarni Ármannsson í liðinu. Nú hefur orðið alger kúvending í liði Skagamanna. Albaníu-Valdi er ein- hver þekktasti vinstrimaður lands- ins, róttækur mjög og vakti athygli þegar hann var forsöngvari, með sinni djúpu bassaraust, þegar hópur mótmælenda söng „Inter- nationalinn“ fyrir framan Seðla- bankann fyrir skemmstu. „Þetta er reyndar ekki þannig að einn komi inn fyrir annan því í liðinu eru tveir nýir. Ég og Steingrímur Bragason íslenskukennari sem reyndar kenndi mér þegar ég var við nám á Akranesi. Áfram er svo Máni Atlason,“ segir Valdi. Máni er lögfræðinemi og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hann sé hægrimaður fram í fingurgóma. Í fyrra var Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður, oft nefnd Kaffi- Gurrí, í liðinu auk þess sem Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, ritstjóri Skessuhorns, keppti í einni viðureigninni. „Já, það er algert kvenmanns- leysi í liðinu núna.“ Þorvaldur hlaut viður- nefnið Albaníu-Valdi þegar hann fór til Albaníu fyrsta sinni árið 1978 og svo nokkrum sinnum upp frá því. Hann var um hríð for- maður Albaníu-félagsins auk þess sem Sósíalistafélagið var stofnað árið 1994 að hans frumkvæði. Honum þótti þá vinstri fókus- inn mást við stofnun Vinstri grænna. Er þá aðeins fátt eitt nefnt af pólitískum afskiptum Albaníu-Valda sem sér fyrir breytta tíma. „En breytingar fara auðvitað eftir því hvort menn hafi manndóm í sér að breyta um stefnu. Nú eru menn að keppast við að reyna að sannfæra sjálfa sig og aðra um að kapítalism- inn hafi ekki brugðist!“ segir Valdi og furðar sig á hvernig menn geti komist að þeirri niðurstöðu. „Ég veit nú ekki hversu mikill spurningamaður ég er,“ segir Þor- valdur lítillátur en er reyndar þekkt spurningaljón. Hann tók tví- vegis þátt í „Viltu vinna milljón?“ og var fyrstur keppenda til að svara þrettán spurningum af fimmtán. Auk þess tók hann þátt í „Meistaranum“ sem Logi Berg- mann stjórnaði. Þá kann einhver að kannast við Þorvald sem leikara en hann má sjá í Reykjavík Rotter- dam og Bræðrabyltu. „Ég er áhuga- leikari og stofnfélagi Skagaleik- flokksins þá aðeins 16 ára og depúteraði þá á sviði.“ Þorvaldur er enda leikarinn í Skagaliðinu en Máni hleypur fyrir þá sem þekkja reglurnar í Útsvari. Og hver veit nema Bjarni verði vinur í síma. jakob@frettabladid.is ÞORVALDUR ÞORVALDSSON: HEFÐI ÁTT AÐ TAKA BANKANN LÍKA Albaníu-Valdi í stað Bjarna Ármannssonar ÞORVALDUR ÞORVALDSSON SMIÐUR Talsverðar vendingar hafa orðið í liði Skaga- manna en róttæklingurinn Albaníu-Valdi sest nú í sæti auðmannsins Bjarna Ármannssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BJARNI ÁRMANNSSON Kannski tímanna tákn að hann er horfinn úr Útsvars-liði Skagans og harður vinstrimaður kominn í hans stað. Fréttamiðillinn Baggalútur.is er kominn í útrás, fyrstur íslenskra netmiðla – og hefur hafið stórfelldan fréttaútflutning á erlendri tungu á vefsíðunni newice- land.net. Að sögn Jóhanns Braga Fjall- dal, nýráðins sviðsstjóra alþjóðasviðs Baggalúts, er New Iceland miskunnar- laus áróðursvél, sem ætlað er að koma á framfæri sjónarmiðum Íslendinga, gefa raunsanna mynd af ástandinu í íslensku samfélagi og sporna við þeirri neikvæðu ímynd og umræðu sem land- ið hefur mátt þola undanfarið. „Ísland á betra skilið. Við eigum ekki að þurfa að þola einelti og kúgun einhverra útlendinga, sem bera ekki skynbragð á séríslenskar aðstæð- ur og eru langþjáðir af öfund í okkar garð. Við viljum sýna umheiminum okkar rétta andlit og færa útlendingum heim sannleikann um Ísland,“ segir Jóhannes Bragi og hljómar grunsamlega líkt og Bragi Valdimar Skúlason. Ákveðið var að hafa síðuna á ensku fyrst um sinn, enda nýtur það tungumál almennrar hylli í útlöndum – enn sem komið er. „Við erum allir nokkuð sleipir í ensku, lærðum hana bæði í grunn- og menntaskóla og höfum síðan fylgst náið með henni í sjónvarpi og dægurlagatextum. Svo erum við með alvöru útlending sem les yfir og lagfærir,“ segir Jóhann Bragi og upplýsir jafnframt að kínversk útgáfa sé í bígerð, náist samningar við þarlenda próf- arkalesara. „Baggalútur er vel undirbúinn fjárhagslega fyrir langa kreppu og samdrátt, enda hefur fyr- irtækið ávallt verið rekið fyrir andleg auðæfi en ekki veraldleg – því eru sjóðir samsteypunn- ar enn þá stútfullir.“ Sóknarfæri fyrir dugmikla internetgrínista eru gríðarleg á alþjóðlegum mörkuðum að mati Jóhanns Braga, sem reiknar staðfastlega með að vefsíðan nái alþjóðlegri frægð á undra- skömmum tíma – og Baggalútur hljóti loks þá viðurkenningu og athygli sem honum ber á heimsvísu. - drg Stórfelld útrás Baggalúts á Netinu BAGGALÚTUR Á GÓÐRI STUND Á myndina vantar nýr- áðinn sviðsstjóra, Jóhannes Braga Fjalldal. FÁNI NÝJA ÍSLANDS Þessi fáni kom upphaflega til greina sem þjóðfáni Íslands árið 1914. Skemmtistaðurinn Rex, sem hefur verið lokaður undanfarnar þrjár vikur, verður opnaður aftur með nýjum formerkjum um þarnæstu helgi. Staðurinn hefur í gegnum tíðina verið þekktur sem mikill „uppastaður“ en nú verður breyt- ing þar á. „Það var mikið af bankaliði þarna en núna er það dæmi allt búið. Núna er kominn Nýi Lands- bankinn, Nýi Glitnir og Nýja Kaupþing og þá verður til hinn nýi Rex,“ segir Sverrir Rafnsson, einn af eigendum staðarins. „Við tókum við fyrir fjórum árum þegar útrásin var að byrja og rákum staðinn á meðan hún var í hæstu hæðum. Við fórum jafn- framt niður þegar allt fór að hrynja,“ segir Sverrir. „Það var líka kominn tími á staðinn. Hann var búinn að vera óbreyttur í fjög- ur og hálft ár og það var komin þreyta í hann. Það var annaðhvort að selja eða breyta og þrír eða fjórir reyndu að kaupa en enginn komst í gegnum bankakerfið. Þannig að við urðum bara að gera þetta sjálfir,“ segir hann. Miklar breytingar verða á hinum nýja Rex og hlakkar Sverr- ir mikið til að kynna þær fyrir nýjum viðskiptavinum. „Við erum algjörlega að breyta um útlit. Allt þetta Innlit/útlit-dæmi verður tekið í burtu, allt þetta svarta og hvíta, og í staðinn verður mikið af litum og þægilegheitum. Þarna verða teppi á gólfum að hluta til og öðruvísi tónlistarstefna. Við erum að reyna að gera þetta að flottum stað, ekkert snobb eins og hefur verið, það er bara búið.“ - fb Snobbið víkur fyrir þægindum SVERRIR RAFNSSON Þægilegheit koma í staðinn fyrir snobbið á endur- bættum Rex sem verður opnaður um þarnæstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Auglýsingasími Valur Gunnarsson hefur verið áberandi í menningarumræðunni og lýsti því meðal annars yfir nýlega að krúttkyn- slóðin væri dauð – við nokkur viðbrögð. Valur hjólaði einnig í Megas þegar Toyota keypti „Ef þú smælar framan í heiminn“ í auglýsingu. Hinum skel- egga gagnrýn- anda þótti lítt leggjast fyrir kappann og listin væri orðin handbendi markaðsaflanna. Því kemur á óvart að á nýrri plötu Vals, Vodka Songs, syngur einmitt Megas. Sögulegar sættir? En þá ber til þess að líta að Gímaldin, sonur Megasar, er einnig skráður fyrir Vodka Songs. Bubbi Morthens hélt nýverið vel heppnaða tónleika í Kaupmanna- höfn eins og fram hefur komið. Á leiðinni út kom Bubbi sér vel fyrir í flugvélinni og hugsaði sér gott til glóðarinnar að lesa Ódáðahraun, nýja bók Stefáns Mána. Bubbi brá sér frá sæti sínu eitt augnablik og þá gerði einhver vafasamur pappír sér lítið fyrir og nappaði bókinni. Bubbi, sem lætur engan eiga neitt hjá sér, taldi þó ekki rétt að tilkynna þjófnaðinn með því að kveðja sér hljóðs því margir í vélinni voru einmitt á leiðinni á tónleik- ana. Hér á þessum stað í blaði gærdags voru því gerðir skórnir að hið ágæta tímarit Golfblaðið væri lagst í vetrardvala og Sveinn Waage væri búinn að mynstra sig á DV. Það mun rétt vera en upplýsingar um meint vetrarhíði Golfblaðsins reyndust bullið eitt – væntanlegt er eintak tímaritsins og er beðist velvirðingar á mistökunum. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Ofsi 2. Rúningi. 3. Pétur Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.