Fréttablaðið - 25.10.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 25.10.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 25. október 2008 — 292. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG DAGAR BJÓRLÍKIS OG RÓSA Hvernig var Ísland árið 1983? Hvað um foreldrana? Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur vill að aðstandendum krabbameinssjúkra barna sé boðið upp á áfallahjálp.28 22 ALLIR BÍLAR Á EINUM STAÐ - Á KLETTHÁLSISmiðjuvegi 76 • Kópavogi Baldursnesi 6 • Akureyri Mikið úrval af upphengdum salernum Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 tengi.is STREKKINGUR NYRÐRA Í dag verða norðan 8-13 m/s. Snjókoma á Vestfjörðum í dag en Norðan- lands fram á nótt. Bjart með köflum syðra og úrkomulítið. Frost 1-4 stig nyrðra, hiti annars víða 0-4 stig. VEÐUR 4 1 -1 -1 1 2 EFNAHAGSMÁL „Þetta þýðir að ráð- stöfunartekjur gætu rýrnað um tuttugu prósent að meðaltali. Rýrn- unin verður vegna aukins atvinnu- leysis, fólksflótta og minni vinnu- tíma. Verðbólgan étur upp kaupmáttinn og sumar stéttir taka á sig mikla launalækkun,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn (IMF) spáir því að inn- anlandsframleiðsla dragist saman um tíu prósent. IMF leggur íslenska ríkinu til 240 milljarða króna sem er þriðjungur af áætlaðri fjárþörf ríkisins vegna efnahagsvandans. Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við IMF um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Unnin hefur verið ítarleg efnahagsáætlun í samráði við full- trúa sjóðsins. Í því felst fjárhagsað- stoð og ráðgjöf frá sjóðnum til næstu tveggja ára hið minnsta. Skil- málar lánsins eru ekki gefnir upp en fullyrt er að þeir séu ásættanleg- ir. Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra vonast til að lánið marki upphafið að endurreisn íslenska efnahagskerfisins. Geir sagði þjóðina hægt og bítandi vera að vinna sig út úr orrahríðinni. Fólk mætti ekki missa kjarkinn. „Lánið mun blása lífi í efnahagsstarfsem- ina sem núna kólnar mjög hratt,“ sagði forsætisráðherra. Hann dró upp dökka mynd af fallandi þjóðar- framleiðslu, auknum halla á ríkis- búskapnum, meira atvinnuleysi og óvissu um verðbólguna. „Útborganir úr sjóðnum munu ráðast af framvindu þessarar efna- hagsáætlunar. Það þýðir að hag- stjórnin verður samstarfsverkefni íslenskra stjórnvalda og IMF út kjörtímabilið,“ segir Ólafur Ísleifs- son, lektor við Háskólann í Reykja- vík. Poul Thomsen, yfirmaður Evrópudeildar IMF, segir IMF gera ráð fyrir tíu prósenta samdrætti í innanlandsframleiðslu sem þýðir að þjóðin er að ganga í gegnum „áfall án fordæmis,“ eins og Thomsen orðaði það. „Ísland er að fara frá því að vera nær skuldlaust ríki í að verða mjög skuldsett.“ - shá, hhs, ss, gar / sjá síður 4, 6 og 8 Ráðstöfunartekjur rýrna um 20 prósent Ríkisstjórnin hefur óskað eftir samstarfi við IMF. Sjóðurinn leggur til 240 milljarða efnahagsaðstoð. Það er þriðjungur af áætlaðri fjárþörf til að koma á stöðugleika. Ráðstöfunartekjur heimilanna taldar rýrna um tuttugu prósent. ÞJÓÐARÞROT Í ÁTJÁN LIÐUM Hallgrímur Helga- son fer yfir at- burðarás undan- farinna vikna. HELGARGREIN 24 Á ils.is getur þú: heimili&hönnunLAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 ● HÖNNUN Íslensk hönnun í Ráðhúsinu● RAGNHEIÐUR ÖSP SIGURÐARDÓTTIRSýnir á 100% design tokyo● KRAKK ER NÝ HÖNNUNARVERSLUNÁhersla á endurhönnun FYLGIR Í DAG EFNAHAGSMÁL Stórhuga áætlun Íslands um efnahagsumbætur, stuðning við krónuna og endur- reisn fjármálakerfis landsins réttlætir aðgengi þjóðarinnar að sjóðum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (IMF), segir í tilkynningu Dominiques Strauss-Kahn, fram kvæmda- stjóra sjóðsins. Strauss-Kahn segir um bótaáætl- un ríkisins jafnframt verðskulda stuðning alþjóðasamfélagsins. „Í áætlun stjórnvalda er lögð áhersla á fyrstu aðgerðir sem þarf til að vekja traust og stöðug leika, bæði í hagkerfi og fjármálalífi landsins. Markmiðið er svo að styðja viðleitni Íslands til að laga sig að efnahagsvandanum á skipulegri máta og sársaukaminni,“ segir hann. - óká Framkvæmdastjóri IMF: Áætlunin rétt- lætir aðgengið STRAUSS-KAHN BERMÚDA, AP Breski auðkýfingur- inn Richard Branson varð í gær að hætta við tilraun sína til að setja met í að sigla á seglskútu yfir Atlantshaf eftir að brotsjór reif aðalsegl bátsins, „Virgin Money“, í Bermúda-þríhyrningnum. Branson lenti í brotsjónum tveimur sólarhringum eftir að hann lagði upp frá New York-höfn. Börnin hans tvö voru með í för, Sam, 23 ára og Holly, 26 ára. Í viðtali við CNN-sjónvarpsstöð- ina sagði Branson að tólf metra „risaalda“ hefði brotið á bátnum aftan frá. „Sem betur fer voru allir festir og engan sakaði,“ sagði hann. Markmið Bransons var að setja nýtt met í að sigla einbytnu frá New York að Lizard Point á suðvesturströnd Englands á innan við sex dögum og tæplega átján tímum. - aa Richard Branson: Skipbrot við Bermúda FRÁ RÁÐHERRABÚSTAÐNUM Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sögðu frá því í gær að ríkisstjórnin hefði formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Samstarfið leggur grunninn að fjölþjóðlegri aðstoð vegna efnahagsvanda þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.