Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 6
6 25. október 2008 LAUGARDAGUR Ísland leitar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra vonast til að tveggja milljarða dollara lán frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum marki upphafið að endurreisn íslenska efnahags- kerfisins. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að sækja um tveggja milljarða doll- ara lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um. Upphæðin jafngildir um 240 milljörðum króna í augnablikinu. Á blaðamannafundi forsætisráð- herra og utanríkisráðherra í gær kom fram að samningsdrög væru tilbúin og að sendinefnd sjóðsins, sem hér hefur dvalist, muni mæla með því við stjórn sjóðsins að sam- þykkja lánveitinguna. Það geti orðið eftir viku eða tíu daga. Í kjöl- farið er vænst stórra lána frá öðrum aðilum. Geir sagði að fulltrúar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hefðu ásamt Íslendingum dregið upp áætlun til næstu ára. „Við teljum ekki að sjóðurinn hafi sett óaðgengileg skilyrði í þessu máli eða skilmála sem ekki er hægt að ganga að,“ sagði forsætisráðherra og utanríkisráðherra tók undir þetta. „Það er ekkert í þessu sem við teljum ekki að við hefðum þurft að gera og kannski hefðum við gripið til enn harðari ráðstafana ef við hefðum ekki notið atbeina sjóðs- ins,“ sagði Ingibjörg. Hún kvaðst lengi hafa talið aðkomu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins myndu geta veitt Íslendingum nauðsynlega við- spyrnu til að ná aftur föstu landi. „Ég held að það gefi okkur færi til að takast á við þessi erfiðu verk- efni sem við stöndum hér andspænis á ýmsum sviðum; koma hér á eðlilegum gjaldeyrisviðskipt- um, takast á við erfiðleika sem heimilin og fyrirtæki munu mæta á komandi vikum og byggja hér upp samfélag til framtíðar, meðal annars samfélag sem getur búið yfir ákveðnu trausti á alþjóðavett- vangi,“ sagði utanríkisráðherra. Geir sagði þjóðina hægt og bít- andi vera að vinna sig úr orrahríð- inni. Fólk mætti ekki missa kjark- inn. „Hugmyndin með þessu láni er að sjálfsögðu að koma efnahagslíf- inu okkar aftur í gang. Greiða fyrir því að gjaldeyrismarkaðurinn geti starfað með eðlilegum hætti og hér myndist eðlilegt gengi. Það mun blása lífi í efnahagsstarfsemina sem núna er mjög hratt að kólna,“ sagði forsætisráðherra sem dró upp dökka mynd af fallandi þjóðarframleiðslu, auknum halla á ríkisbúskapnum, meira atvinnu- leysi og óvissu um verðbólguna. Skynsamlegt væri að ná niður hall- anum á ríkissjóði á nokkrum árum. „Við þurfum líka að auka hér hagvöxtinn til að geta skapað ný störf þannig að þeir sem eru að missa vinnuna núna fái störf við hæfi. Þetta eru verkefnin og þetta er allt önnur mynd heldur en blasti við okkur fyrir nokkrum vikum síðan.“ gar@frettabladid.is Allt önnur mynd sem blasir nú við Íslandi Ríkisstjórnin vill tveggja milljarða dollara lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viðspyrna fyrir efnahagslífið, segja forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Lán- ið sé mikilvægur upphafspunktur í endurreisnarstarfi þótt útlitið sé enn dökkt. FORSÆTISRÁÐHERRA OG UTANRÍKISRÁÐHERRA Geir Haarde kvaðst ánægður með að hafa fengið Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sér við hlið eftir erfið veikindi hennar. Þau ræddu risalán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Ráðherrabústaðnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Arnar Sigurmundsson, formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva, segir samn- inginn eðlilegan miðað við aðstæður. Framhaldið verði hins vegar ekki auðvelt. „Það verða gerðar mjög ríkar kröfur til okkar, ekki síst hvað varðar ríkisfjármál og annað, en ég held samt að þetta hafi verið það skársta í stöðunni. Ég vona að við förum fljót- lega að sjá til lands í þessu umróti.“ Arnar segir gengisflökt og svo algjört hrun krónunnar hafa komið illa við sjávarútveg. „Við viljum ná þeirri stöðu að hér geti ríkt jafnvæg- isgengi með gengisvísitölu 140 til 150 eins og á fyrri hluta þessa árs. Gríðarlegar gengissveiflur koma illa við okkur.“ - kóp EÐLILEGT MIÐAÐ VIÐ AÐSTÆÐUR „Þetta er hið besta mál og algjör- lega nauðsynlegt,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna. „Nú þarf að ná stöðugleika og styrkja gengi krónunnar og vonandi gerist það fljótlega. Það er mikið verkefni fram undan en þetta er nauðsyn- legur þáttur í að takast á við það.“ Geir H. Haarde hvatti þá sem eiga gjaldeyri til að flytja hann heim. „Það skortir engan vilja til þess, það hefur hins vegar ekki verið hægt. Vonandi leysist það fljótt,“ segir Friðrik. Hann telur að auka eigi þorsk- veiðikvóta um 30 þúsund tonn. Það gæfi á annan tug milljarða í þjóðar- búið. - kóp ALGJÖRLEGA NAUÐSYNLEGT „Við teljum að ekki hafi verið um neitt annað að velja en að taka þetta skref,“ segir Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðar- ins. Hann ítrekar þó að enn liggi of takmarkaðar upplýsingar um málið til að hægt sé að svara til um það öðruvísi en almennt. Í máli Pauls Thomsen, eins af fulltrúum IMF, kom fram í gær að hér komi stýrivextir líklega til með að vera áfram háir til þess að koma megi í veg fyrir mikið gjaldeyrisútstreymi. Helgi segir að þær hugmyndir hugnist sér afskaplega illa. Hann vonast til að þetta verði aðeins tímabundið ástand sem verði „leiðrétt sem allra fyrst aftur“. - kdk HUGNAST ILLA VAXTAHÆKKANIR „Ég held það sé skynsamlegt skref að fara í samstarf við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn um efnahagsaðgerðir og hvernig eigi að vinna úr þessum verkefnum sem eru fram undan hjá okkur,“ segir Þórður Friðjóns- son, forstjóri Kauphallarinnar. Þórður telur að samstarfið við sjóðinn sé í aðalatriðum eins og við sé að búast, meðal annars að fá jafnvægi á krónuna og gjaldeyris- viðskipti komist í gott horf, aðhald í peningamálum og háa vexti framan af og koma ríkisfjármálum í gott horf í áföngum. - ghs SKYNSAMLEGT SKREF AÐ TAKA ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON ARNAR SIGURMUNDSSON FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON HELGI MAGNÚSSON „Þetta þýðir að ráðstöfunartekjur heimilanna munu að meðaltali rýrna um í kringum tuttugu pró- sent,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankan- um, um tíu prósenta samdrátt í landsframleiðslu sem gert er ráð fyrir á næsta ári. Hún segir að sennilega sé lítill hluti kominn fram af þeirri rýrnun. Aukið atvinnuleysi, fólksflótti, minni vinnutími, verðbólga og mikil launalækkun í sumum stéttum ýti undir hana. Hún segir að lán frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum hafi verið algjör forsenda fyrir því að hægt sé að byggja íslenskt efnahagslíf upp á ný. Ólafur Ísleifsson, kennari við Háskólann í Reykjavík, tekur undir það. Þá sé það léttir að viður- kennt sé að ríkissjóður verði rek- inn með halla án þess að efnt verði til skattahækkana til að jafna það. „Það er ómögulegt að segja til um hvort þessi aðgerðaáætlun sé það sem Íslendingum kemur best eða ekki,“ segir Þorvaldur Gylfa- son, prófessor við Háskóla Íslands, um aðgerðaáætlunina. Enn séu of miklar upplýsingar á huldu. Þó sé góðs viti að aðgerðir sjóðsins virð- ist ekki verða mjög harkalegar. „Ef þeir hefðu í hyggju að kýla verð- bólguna niður hratt hefði mátt reikna með meiri samdrætti.“ - hhs Tónninn í hagfræðingum jákvæður þótt enn skorti upplýsingar um samninginn: Uppbygging getur hafist á ný Ert þú að borga af húsnæðis- láni? JÁ 72,5% NEI 27,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgist þú með fréttum af efna- hagsmálum? Segðu skoðun þína á visir.is „Ég reikna með því að strax hafi þetta einhver áhrif og um leið og búið er að samþykkja þetta formlega og peningarnir farnir að koma þá fari gjaldeyrismark- aðurinn að virka almennilega, gengi krónunnar að hækka og við förum að sjá viðspyrnu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA. „Það sem málið snýst um er að fá nægilega mikið gjaldeyrislán til að geta sett inn á gjaldeyrismarkaðinn og náð að hækka krónuna,“ segir Vil- hjálmur. „Nú er þetta komið í farveg. Ef þetta er ekki nóg þá spá menn aftur í stöðuna.“ - ghs REIKNA MEÐ ÁHRIFUM STRAX VILHJÁLMUR EGILSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.