Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 12
12 25. október 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 45 659 -2,07% Velta: 14 milljónir MESTA HÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ +2,44% MAREL +1,00% ÖSSUR +0,23% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -23,4% ATORKA -10,45% ICELANDAIR -2,75% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,80 +0,00% ... Atorka 0,60 -10,45% ... Bakkavör 7,20 -23,40% ... Eimskipafélagið 1,26 +2,44% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,42 -2,75% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 71,00 +1,00% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 85,80 +0,23% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 201,0 -1,13% Mjöl í pokahorni Undanfarið hafa ýmsir, á grundvelli neyðarlaga frá Alþingi, tekið sæti í skilanefndum gömlu bankanna, og eru þar með settir undir Fjár- málaeftirlitið. Í þeim hópi eru til dæmis Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Árni var áður bankastjóri Búnaðarbankans og var ávítaður af Fjármálaeftirlitinu, sem nú hefur umsjón með vinnu hans, fyrir brot á bankalögum. Þetta var í byrjun mars árið 2003. Um miðjan janúar hið sama ár beitt Kauphöllin Búnaðarbankann févíti vegna brota á flöggunar- reglum. Þá sagðist Árni hafa fylgt lögfræðiáliti. Yfirlögfræðingur Búnaðarbankans þá var Ársæll Hafsteinsson. Hann situr nú í skilanefnd Landsbankans. Árni lét af störfum hjá Búnaðar- bankanum um miðjan apríl þetta ár. Ekki að eigin ósk. Mjölið er víða Ársæll Hafsteinsson, var ásamt Yngva Erni Kristinssyni sem starfar í Landsbanka, í hópi þeirra starfsmanna Búnaðarbankans sem voru keyptir yfir í Landsbankann, með töluverðum hávaða, á fyrri hluta ársins 2003. Þá gerðu báðir kaupréttarsamninga við sinn nýja vinnuveitanda. Þeir fara ekki slyppir og snauðir frá borði, þótt gamli Landsbank- inn heyri brátt sögunni til. Þeir innleystu kauprétti sína í bankanum í mars í fyrra. Þeir fengu hlutina á genginu 3,12 en seldu, raunar nokkru áður en gengi bréfanna varð hæst, á genginu 31,8. Ársæll seldi allt sitt í bankanum og hefur farið út með hátt í 200 milljónir króna í plús. Yngvi Örn átti eftir þetta 21 milljón hluta kauprétt. Peningaskápurinn ... Bandarísk stjórnvöld íhuga að ábyrgjast fasteignalán banka gegn því vextir og greiðslubyrði þeirra verði lækkuð. Sheila Bair, yfirmaður tryggingarsjóðs innistæðueigenda, FDIC, hefur talað fyrir þessari hugmynd, en hún og margir þingmenn demokrata telja að með þessu megi setja undir hrun fasteignamarkaðarins. Nauðungarsölumál á þriðja árs- fjórðungi voru 71 pró- senti fleiri en á sama tíma í fyrra, en í sept- ember misstu 81.312 fjölskyldur heimili sín á nauðungaruppboði. Nokkuð hefur þó hægt á fjölgun nauðungar- sölumála í Bandaríkjunum. Þeim fækkaði um 12 prósent milli mán- aða í september. Þá sýna tölur frá viðskiptaráðu- neytinu að nýbyggingar einbýlis- húsa hafi ekki verið færri síðan 1981. Hagfræðingar eru á einu máli að fjármálakreppunni linni ekki fyrr en botninum hefur verið náð á bandarískum fasteignamarkaði. Greiningardeild Standard & Poors telur nú að botninum verði ekki náð á bandarískum fasteignamarkaði fyrr en í árslok 2009. - msh Bandaríska ríkið ábyrgist fasteignalán Danski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í gær. Vextir bankans eru nú 5,5 pró- sent. Þetta er önnur vaxtahækkun bankans í mánuðinum. Bankinn segir hækkunina ein- ungis til að styrkja dönsku krónuna gagnvart evru. Hún er fasttengd evru og má einungis sveiflast innan ákveðinna vikmarka áður en grípa verður til aðgerða. Þá segir bankinn enn fremur að vart hafi verið við mikið útflæði af erlendum gjaldeyri sem hafi komið niður á dönsku krónunni. Sé horft til þess að vaxtahækkunin nú verði til þess að fjárfestar sjái aukinn hag í vaxtamunarviðskiptum og kaupi danskar krónur á ný. - jab Danir vilja styrkja krónuna SHEILA BAIR Aðstoðarmaður Samson eignar- haldsfélags í greiðslustöðvun þess hefur gert fyrirvara við réttmæti skuldajöfnunar Straums-Burðar - áss við félagið, að því er fram kemur í tilkynningu sem Straumur sendi frá sér í gær. „Þann 6. október síðastliðinn keypti Straumur 12 milljónir evra af Samson, sem voru hluti af reiðu- fjárinnistæðu félagsins hjá Straumi, fyrir tæpa tvo milljarða króna,“ segir í tilkynningunni og áréttað að um eðlileg gjaldeyris- kaup hafi verið að ræða. „Þegar Samson eignarhaldsfélag ehf. ósk- aði eftir greiðslustöðvun gjald- felldi Straumur án tafar lán til félagsins með höfuðstólsfjárhæð 4,7 milljarða króna. Í framhaldi af því lýsti Straumur yfir skuldajöfn- uði á eftirstandandi reiðufjárinni- stæðu félagsins hjá Straumi að upphæð 19 milljónir evra, eða 2,5 milljarða króna, til lækkunar á áðurnefndu láni.“ - óká Gjaldfelldu lán án tafar „Samningur um útgjöld þarf í minnsta lagi að fá samþykki Alþingis. En ef í slíkum samningi felast skuldbindingar sem binda hendur ríkisins til mjög langs tíma, það er komandi kynslóðir, þá fer þetta að varða fullveldisrétt og til þess tel ég að þurfi að breyta stjórnarskrá,” segir Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögum við Háskóla Íslands. Stjórnarskráin sé byggð á þeirri meginforsendu að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki. Enn fremur væru meginreglur stjórnarskrárinnar um mannréttindi brotnar ef Ísland gengist undir óhóflegar og óraunhæfar skuldbindingar. Stefán Már flutti erindi á dög- unum þar sem hann lýsti meðal annars því að íslenska ríkinu bæri ekki þjóðréttarleg skuldbinding til að ábyrgjast innistæður á Ice - save-reikningum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Fram hefur komið að Íslending- ar kynnu að taka 600 milljarða króna lán hjá Bretum til að standa undir innistæðum þar, en á Ice - save-reikningum í Bretlandi voru líklega hátt í 1.000 milljarðar króna. Slíkar kröfur styðjast ekki við lagagrundvöll, segir Stefán Már. Öðru máli gegni um lán sem þyrfti að taka til að endurreisa banka- kerfið. „Þau verðum við að taka, en þegar hitt bætist við gæti bit- inn orðið of stór.” Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði á blaða- mannafundi í gær, að tíminn ynni með Íslendingum í deilunni við Breta. „Þessar kröfur sem eru uppi hjá Bretunum eru meiri en svo að við treystum okkur til að binda þann bagga á þjóðina.“ Ágreiningur sé um lagatúlkun, en tíminn vinni með Íslendingum í málinu. Bresk sendinefnd var hér á landi til að ræða um lausn mála vegna skuldbindinga Landsbankans ytra. Viðræðunum er ekki lokið. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði í gær að málið væri í farvegi sem báðir gætu sætt sig við. Íslenska ríkið verður ekki skuld- bundið nema samkvæmt lögum frá Alþingi. Þurfi hins vegar að breyta stjórnarskrá, þarf sitjandi þing að samþykkja lög. Svo þarf að rjúfa þing og kjósa upp á nýtt. Nýtt þing þarf svo að samþykkja stjórnarskrárbreytingu til þess að hún öðlist gildi. ikh@markadurinn.is Nauðungarlán kallar á þingrof Breyta þarf stjórnarskrá, eigi að leggja byrðar á komandi kynslóðir með bresku nauðungarláni, segir lagaprófessor. Rjúfa þyrfti þing og boða til kosninga. STEFÁN MÁR STEFÁNSSON Stefán, sem er prófessor við HÍ, telur að þungar byrðar á komandi kynslóðir vegna Icesave-reikn- inga gætu haft í för með sér mannrétt- indabrot gagnvart þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, viðurkenndi fyrir þingnefnd að hann hefði „að hluta til“ haft á röngu að standa þegar hann barðist fyrir því að reglum og eftirliti væri létt af fjármálastofnunum. Greenspan sagði að fjármálakreppan væri mun alvarlegri en hann hefði órað fyrir og við- urkenndi að sér hefði yfirsést að blaðra mynd- aðist á fasteignamörkuðum eftir 2003. Þá sagði hann að fjármálakreppan sýndi að „villur væru í því líkani sem hann hefði talið að stýrði því hvernig heimurinn virkaði“. - msh Greenspan játar mistök ALAN GREENSPAN Greenspan var Seðlabankastjóri í Banda- ríkjunum í 19 ár.                 !"      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.