Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 16
16 25. október 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Það er skrýtið að vera Íslend-ingur þessa dagana. Í ágúst vorum við talin sjötta ríkasta þjóð í heimi. Þegar þetta er skrifað horfum við fram á að íslenska ríkið verði hugsanlega að taka 500 milljarða lán til að greiða fyrir bankaævintýri Landsbankans í Bretlandi. Og aðra 500 milljarða til að koma gjaldeyrisviðskiptum í gang. Eitt þúsund milljarðar fyrir okkur að borga með vöxtum og vaxtavöxt- um. Og ekki aðeins okkur heldur börnin okkar og barnabörnin sem eru rétt að byrja lífið og til- veruna og við viljum öll að geti átt bjarta framtíð. Dökkir tímar fram undan Það er myrkt yfir Íslandi núna. En þegar ástandið er svart skiptir máli að sjá týruna í myrkrinu og reyna að glæða það ljós. Og hver er sú týra? Vissu- lega höfum við horft á fjármála- kerfið hrynja á tveimur vikum og við vitum að það hefur slæmar afleiðingar. Fjöldi fólks hefur tapað stórfé í sjóðum bankanna – fólk sem lagði fyrir sinn fimm þúsund kall á mánuði og ætlaði sér að eiga smá sjóð fyrir sumarið eða til að stækka við sig eða fyrir ellina. Þessir sjóðir voru ranglega kynntir sem örugg sparnaðarleið. Fjöldi fólks hefur misst vinnuna. Meirihluti allra íslenskra arkitekta missti vinnuna í vikunni. Þúsund manns kunna að missa vinnuna í bönkunum. Atvinnuleysi kann að verða meira en við höfum þekkt. Og fólk er reitt enda verður ekki betur séð en að ýmsir eigendur bankanna séu stungnir af með seðlavöndlana í vasanum. Á sama tíma sér íslenskur almenningur fram á að borga fyrir öll ævintýrin næstu öldina, ævintýri sem margir tóku engan þátt í. Enn er allsendis óvíst hvort hægt verður að leggja hald á eitthvað af þessum eignum eða halda þeim eftir hér á landi. Fólk er líka reitt af því að ýmsir höfðu haft uppi varnaðar- orð en á þau var ekki hlustað. Bankakerfið var orðið meira en tífalt stærra en þjóðarbúið og ljóst að bankarnir hefðu þurft að flytja hluta starfsemi sinnar til útlanda miðað við núverandi gjaldeyrisvaraforða. Stjórnvöld hlustuðu ekki á varnaðarorð með dýrkeyptum afleiðingum. Margt ungt fólk hefur haft samband við mig í vikunni og lýst vonleysi og sér fátt annað í stöðunni en að flytja af landi brott. Ljósið í myrkrinu En það er týra. Vissulega verður næsta ár erfitt og jafnvel lengri tími. En við getum líka lært af þessum hremmingum. Við getum lært af fordæmi Norðmanna og Svía sem lentu í bankakreppu í byrjun tíunda áratugarins og endurskoðuðu allt fjármálakerfi sitt. Þar á ríkið hlut í öllum stærri bönkum til að geta haft áhrif á þróun mála. Við getum endurskoðað lög um Seðlabank- ann og tryggt faglegar ráðningar stjórnenda á þeim bæ í staðinn fyrir að ráða gamla stjórnmála- menn. Við getum gert Fjármála- eftirlitið skilvirkara og styrkt lagarammann um fjármálaum- hverfið. Við getum líka gert pólitískar breytingar. Við getum kosið öðruvísi í næstu kosningum og tryggt breytingar ef við viljum. Við getum líka velt því fyrir okkur hvað okkur finnst gera tilveruna góða. Er tilveran góð ef maður á flatskjá og Range Rover? Eru það lífsgæði að drekka dýrasta koníakið og ganga í Prada-skóm? Gerir það lífið gott að græða sem mest? Á valdatíma Reagans í Bandaríkj- unum og Thatcher í Bretlandi festi sú hugmynd sig í sessi að græðgi væri af hinu góða. Þessi sama hugmyndafræði seytlaði inn í íslenskt samfélag á tíunda áratugnum og skyndilega var það orðið gott og gilt að forstjórar fengju hundruð milljóna fyrir meintan árangur og vísað var í mikla ábyrgð þeirra. Á sama tíma fengu leikskólastarfsmenn engar árangurstengdar greiðslur þó að óneitanlega væri ábyrgð þeirra mikil. Eða framhaldsskólakenn- arar. Hvað þá sjúkraliðar eða skúringafólk. Að eiga nóg er nóg Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið lengi við völd í þessu landi. Í stjórnartíð hans síðastliðin 17 ár – ásamt Alþýðuflokki, Fram- sóknarflokki og Samfylkingu – hefur bilið milli hinna lægst launuðu og hæst launuðu stóraukist. Um það hefur hins vegar helst ekki mátt tala því um gróðann hefur ekki mátt efast. En ég leyfi mér að efast. Gróði er ekki góður í sjálfu sér og sama má segja um hagvöxt. Sá hagvöxtur sem hér hefur verið hefur að miklu leyti byggst á neyslu sem hefur verið fjár- mögnuð með lánum. Slíkur hagvöxtur byggist ekki á verðmætasköpun og hefur reynst hverfull. Þegar ég var lítil, fyrir tuttugu og fimm árum eða svo, átti ég eitt par af vetrarskóm og þeir entust mér a.m.k. einn vetur, jafnvel tvo. Svo átti ég eina strigaskó fyrir sumarið og eina spariskó. Ansi hreint gott. Gott líf snýst ekki endilega um að eiga mikið – það snýst fremur um að hafa nóg – að ganga ekki á höfuðstólinn en rækta sinn garð þannig að hann beri ávöxt. Það á við um náttúr- una, það á við um samfélagið og það á við um efnahagslífið. Þessi afstaða er stundum kölluð sjálfbær þróun. Jöfnuður í öndvegi Ef við fylgjum hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og setjum jöfnuð í öndvegi eigum við Íslendingar góða möguleika á að vinna okkur út úr þrengingunum og skapa hér betra samfélag en hér ríkti fyrir hrunið mikla. Með því að endurskoða sjávarútvegs- stefnu okkar, byggja upp landbúnaðinn, efla hátækni og þekkingariðnað, styrkja ferða- þjónustu og standa vörð um undirstöður samfélagsins; öflugt menntakerfi, gott heilbrigðis- kerfi og félagslegt kerfi þar sem enginn dettur milli skips og bryggju, eigum við möguleika á að endurreisa atvinnulífið á nýjum grunni. Ef við lærum af nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum og endurskoðum lagaumhverfið, hefjum fagleg sjónarmið til vegs og virðingar, skiptum skammtímagróða út fyrir skynsamlega fjármála- stefnu og endurskoðum peninga- málastefnuna getum við lagt grunn að traustri framtíð. Umfram allt skulum við ekki detta í gamlar gryfjur og endurtaka sömu mistökin. Jöfnuður og sjálfbærni eru þau leiðarljós sem ég sé í þessari blindhríð og úr henni munum við komast. Það mun taka tíma og það veltur að miklu leyti á stjórnvöldum hversu langur tími sá verður. Ég vil ekki að skrifað verði undir lántökur upp á mörg hundruð milljarða til að greiða fyrir Icesave umfram þjóðréttar- legar skyldur okkar, því að íslenskur almenningur á ekki að borga þann reikning. Ég vil að málin verði gerð upp og fólk verði kallað til ábyrgðar. Og ég vil að við notum þessi tímamót til að feta nýja leið og skapa hér jafnaðarsamfélag í sátt við umhverfið. Höfundur er þingmaður VG. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Í DAG | Breyttir tímar Sjálfbær jöfnuður Gróði er ekki góður í sjálfu sér og sama má segja um hagvöxt. Sá hagvöxtur sem hér hefur verið hefur að miklu leyti byggst á neyslu sem hefur verið fjármögnuð með lánum. Slíkur hagvöxtur byggist ekki á verðmætasköpun og hefur reynst hverfull. Ekkert að óttast Í símtali Árna Mathiesen og Alistair Darling, sem leikið var í Kastljósi á fimmtudag, vitnaði sá síðarnefndi í fund sem hann átti með Björgvin G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra 2. sept- ember. Á Darling mátti skilja að um krísufund hafi verið að ræða; hann hafi lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og hvort íslensk stjórnvöld gætu staðið við skuldbinding- ar gagnvart sparifjáreig- endum í Bretlandi en verið fullvissaður um að ekkert væri að ótt- ast. Nú væri komið á daginn að áhyggjur hans voru á rökum reistar. Góð samskipti Björgvin G. Sigurðsson virðist aftur á móti ekki hafa litið fundinn jafn- alvarlegum augum og Darling, að minnsta kosti ef marka má fréttatil- kynningu á heimasíðu viðskiptaráðu- neytisins frá 3. september. Þar segir að ráðherrarnir hafi einfaldlega rætt „góð samskipti þjóðanna á sviði fjár- málamarkaðar“ og „hvaða lærdóm megi draga af aðstæðum á mörkuð- um undanfarna mánuði“. Kratabiblían Helgi Hjörvar alþing- ismaður ritaði grein í Fréttablaðið í gær um Ísland á alþjóða- vettvangi og vitnar meðal annars í bókina Veröld sem var eftir Stefan Zweig. Sú bók er augljóslega í hávegum höfð innan Samfylkingarinnar, enda „skyldulesn- ing allra áhugamanna um þjóðfé- lagsþróun seinni tíma“ að sögn Eiríks Bergmanns. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir sagði frá sinni uppáhaldsbók í Kiljunni í fyrra, en það er einmitt Veröld sem var eftir Stefan Zweig. Þegar Dagur B. Egg- ertsson kom fram í sama þætti á dögunum, vildi svo illa til að hann á enga uppáhaldsbók. Dagur greip því til þess ráðs að segja frá uppáhaldsbók afa síns, sem var – merkilegt nokk – Veröld sem var eftir Stefan Zweig. bergsteinn@frettabladid.is Opið virka daga kl. 8:00 til 18:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.606 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0D Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.427 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr. VW Golf 1,6 bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.213 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 39.958 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. H vað ef?“ er forskeytið á ýmsum spurningum sem brenna á vörum fólks þessa dagana. Ein sú allra stærsta af því tagi er: Hvað ef Ísland hefði verið komið í Evrópusambandið og gjaldmiðill okkar evra en ekki króna? Hvernig væri staðan þá? Eins og gildir gjarnan um fræðilegar vangaveltur um atburði í fortíð, er ekki til afgerandi og óumdeilt svar við þessari spurn- ingu. Flest bendir þó til að við værum í töluvert skárri málum, eða réttara sagt ekki jafnhörmulegum og raunin er, ef Ísland hefði verið orðið hluti af Evrópusambandinu og aðili að myntbandalagi Evrópu. Svarið við annarri spurningu, og í þetta skiptið um hvað framtíð- in geymir, liggur hins vegar skýrt og óvéfengjanlegt fyrir: Fram undan eru mjög erfiðir tímar, eins og fulltrúar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins sögðu á blaðamannafundi í Karphúsinu í gær, og lögðu fram spádóm um 10 prósenta samdrátt í landsframleiðslu. Slíkur samdráttur hefur í för með sér umtalsvert atvinnuleysi og mun snerta flestar fjölskyldur landsins með einum eða öðrum hætti. Mikill léttir er fólginn í því að aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins að lausn efnahagsvandans hefur verið staðfest. Á sama tíma eru þetta ákaflega sorgleg tímamót. Mikilvægt er að allir átti sig á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er kominn til bjargar vegna þess að enginn annar var reiðubúinn til að rétta út hjálparhönd. Ísland átti ekki í nein önnur hús að venda. Jafnvel frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafa setið hjá undanfarnar vikur. Það er alltaf sárt að vera einstæðingur, líka í samfélagi þjóðanna. Þetta er hins vegar hlutskipti sem við Íslendingar kusum okkur sjálfir. Eða eins og Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur orðar það í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins í gær: „Við vildum vera sjálf- stæð í uppsveiflu og þá erum við líka ein í niðursveiflu.“ Umræður um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru hafa undanfarin ár að stóru leyti verið á forsendum efnahagslífsins og umsvifa íslenskra fyrirtækja utan landsteinanna. Mörgum orðum hefur til dæmis verið eytt í að bankarnir væru of stórir, þyrftu stærra bakland og annan gjaldmiðil. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það ástand er nú úr sögunni. Í stað þess að laga íslenskt efnahagsumhverfið að breytt- um aðstæðum má segja að stjórnvöld hafi ákveðið að laga efna- hagsumhverfið að krónunni og færðu það um leið mörg ár aftur í tímann. Á daginn er komið að sveigjanleiki sjálfstæðrar peningamála- stefnu og eigin gjaldmiðils nýtist aðeins stjórnmálamönnunum til að halda þjóðinni í þeirri gíslingu að hún hefur ekki hugmynd um hvaða rekstrarumhverfi bíður hennar. Hafi einhver haldið að Evrópusambandsaðild snúist fyrst og fremst um hag banka og stórfyrirtækja, er það misskilningur. Aðild að Evrópusambandinu er fyrir heimili landsins því þar er að finna meiri von um stöðugleika og festu en er í boði hjá inn- fæddum stjórnendum efnahagslífsins. Um það er óþarfi að efast lengur. Í gíslingu innlendrar efnahagsstjórnunar. Evrópusambandið er fyrir heimilin JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.