Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 18
 25. október 2008 LAUGARDAGUR FÖSTUDAGUR, 17. OKTÓBER. Kurteisleg ábending Í fréttum er þetta helst: Ísland náði ekki kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna af hálfu Vestur-Evrópu heldur Austurríki og Tyrkland. Alls greiddu 192 þjóðir atkvæði. Tyrk- land fékk 151 atkvæði, Austurríki 133 og Ísland 87. Það fylgir sögunni að utanríkis- ráðherra Íslands var í New York til þess að kosningabaráttan gengi betur. Fyrir mína parta er ég feginn því að þessari fokdýru sneypuferð skuli vera lokið, þótt ég harmi rass- skellinguna sem var svo fyrir sjáan- leg. Sagt er að Gro Harlem Brundtland hafi komið með þá skýringu á óför- um Íslendinga í þessum kosning- um, að Ísland skorti „pólitíska ideó- lógíu“. Það er kurteisleg ábending um að leppríki Bandaríkjanna í ára- tugi njóti ekki alþjóðlegrar virðing- ar fyrir stjórnmálaþroska. LAUGARDAGUR, 18. OKTÓBER. Útifundur á Austurvelli Þótt ég sé einfari reyndi ég í dag að sýna félagslega ábyrgð með því að taka þátt í stórum útifundi á Aust- ur velli og steig meira að segja á stokk og sagði fáein orð. Krafa fundarins var að taka hressilega undir þá skoðun for- manns Samfylkingarinnar að stjórn seðlabankans eigi að víkja til að gefa rétt kjörnum stjórnvöldum svigrúm til nauðsynlegra aðgerða í því efnahagslega fárviðri sem nú geisar. Venjan er sú þegar skipstjórnar- menn lenda í því óláni að stranda skipum að þeir séu sendir í sjópróf sem eiga að leiða í ljós hvað eða hver olli strandinu. Við búum á lítilli eyju og þess vegna er eðlilegt að menn noti stundum líkinguna „þjóðarskúta“ til að tákna samfélagið. Nú er þjóð- ar skútan strönduð, en forstjóri útgerðarinnar, Geir Haarde, stend- ur á því fastar en fótunum að það flokkist undir nornaveiðar, einelti, ofsóknir og múgæsingu að halda sjópróf yfir skipstjórnarmönnum eða yfirleitt að vera með vangavelt- ur um að einhver eða einhverjir kunni að bera ábyrgð á því að þjóð- arskútan var í dularfullum einka- erindum fárra manna stödd á grynningum og tundurduflasvæði. Mér fannst merkilegt að finna stemminguna á fundinum. Rétt eins og maður væri staddur á strandstað innan um hrakta skipbrotsmenn sem hafa ekki fengið annan glaðn- ing frá útgerð skipsins en fyrir- mæli um að hafa hægt um sig og þegja meðan verið sé reikna út hvað hver og einn eigi að borga í skaða- bætur fyrir að hafa fengið að vera um borð í skipinu. SUNNUDAGUR, 19. OKTÓBER. Reykjavík-Rotterdam Við frú Sólveig brugðum okkur í bíó að sjá nýju myndina eftir Óskar Jónasson „Reykjavík-Rotterdam“. Þetta er fínasti reyfari sem Óskar stjórnar eins og hann sé fæddur og uppalinn í túnfætinum í Holly- wood. Lengi vel höfðu menn það fyrir satt að ekki væri hægt að búa til sannferðugar glæpasögur á Íslandi vegna þess að grimmd, illska og ofbeldi í íslensku þjóðfélagi væri ekki trúverðug. Nú er það breytt. Svona eru bullandi framfarir á öllum sviðum. MÁNUDAGUR, 20. OKTÓBER. Lífsflótti á frönsku til Berlínar Nú þegar ég hef loksins skilað af mér bókinni sem ég var svo lengi að skrifa hef ég aftur eignast svo- nefndar tómstundir, sem sé ráðrúm til að gera það sem mér sýnist sjálf- um mér til skemmtunar svo lengi sem það kostar ekki mikið og meið- ir engan. Þótt skömm sé frá að segja finnst mér skemmtilegast af öllu – fyrir utan að leika mér við barnabörnin – að reyna að stauta mig fram úr bókum á frönsku með hjálp orða- bóka. Sennilega er þetta frönsku- nám til marks um djúpa innri þörf fyrir að flýja frá veruleikanum, eða að minnsta kosti að taka sér frí frá bölmóði og barlómi og krepputali stund og stund. Svo er ég líka að safna kröftum og undirbúa mig andlega fyrir að taka til í kjallaranum svo að ég geti byrjað aftur að mála um miðjan nóvember þegar við komum heim frá Þýskalandi. Frú Sólveig stakk nefnilega upp á því í sumar að við skyldum kaupa okkur ódýrt flugfar til Berlínar og fá lánaða íbúð hjá kunningjafólki til að geta spókað okkur ein í útlöndum í nokkra daga um og eftir næstu mánaðamót. Síðan hafa málin þróast þannig að það hefur meira en hvarflað að mér að fara og útvega mér læknis- vottorð um að ég sé í dauða teygjun- um og megi alls ekki ferðast út fyrir Elliðaárnar og allrasíst með flugvélum, svo að við getum fengið farmiðana endurgreidda. Aldrei áður hef ég fundið fyrir kvíða yfir því að ætla að fara að skoða mig um erlendis. En frú Sól- veig er ung og bjartsýn og segir að kreppan sé ekki mér að kenna og það sé nauðsynleg lífsreynsla fyrir mann sem er kominn á minn aldur að reika um göturnar í Berlín staur- blankur og ástfanginn. Þetta er sennilega rétt hjá henni eins og fleira. MIÐVIKUDAGUR, 22. OKTÓBER. Hvít blæja gleymskunnar Það var snjór yfir öllu í morgun. Hvít blæja sem nóttin hafði breitt yfir gærdaginn. Bretar hafa tekið Landsbankann af lista yfir alþjóðleg hryðjuverka- samtök. Þeir um það. Bjöggarnir og þeirra nótar verða kyrrir á mínum lista þar til þeir hafa gengist við ábyrgðum sínum hér heima og í Bretlandi og Hollandi. Stundum er ég óskaplega dapur yfir ástandinu og þess á milli fæ ég reiðiköst. Fyrir utan að fá mjög misvísandi fréttir af því hversu margar milljónir hvert mannsbarn á að borga í skaðabætur fyrir glæpamannahjörðina sem hér hefur vaðið uppi undanfarin ár finnst mér heldur ömurlegt að sjá hvernig verðtryggingin á húsnæðis láninu étur upp þær krónur sem við frú Sólveig áttum í húsinu okkar. Mér finnst líka sárt til þess að vita að lítil börn eins og Andri og Litla-Sól skuli taka það í arf að borga skuldir siðlausra fjárhættu- spilara sem eiga ekkert sameigin- legt með meirihluta þjóðarinnar annað en að vera fæddir í sama landi. Einhver ungur maður sem hefur verið handvalinn til að stjórna gjaldþrota banka fær tvær milljónir á mánuði í laun. Ekki er það gæfu- leg byrjun á nýju lífi þjóðarinnar. Ekki er það beinlínis til þess að efla samstöðu þjóðarinnar. Kannski að það fenni yfir þetta um síðir. FIMMTUDAGUR, 23. OKTÓBER. Glæpamenn og verjendur Á mbl.is stendur: „Birgir Ármannsson formaður alls- herjarnefndar telur ekki að setja eigi neyðarlög um að kyrrsetja eignir auðmanna sem áttu þátt í falli bankanna. Hann segir íslensk lög gera ráð fyrir að hægt sé að gera eignir upptækar ef uppi sé rökstuddur grunur um saknæmt athæfi. Nýlegt dæmi um misbeit- ingu hryðjuverkalaga sé ekki bein- línis hvatning til frekari aðgerða.“ Það er einkenni á lýðræðisþjóðfé- lagi að jafnvel verstu níðingar og glæpamenn fái að hafa sína verj- endur. Til þess eru lögfræðingar. Alþingismenn eru til þess að hugsa um hagsmuni almennings. Til hvers þessi Birgir er veit ég hins vegar ekki – nema til að tefja fyrir því að eftirlaunaósóminn verði tekinn á dagskrá Alþingis. Hann hefur greinilega metnað til að láta muna eftir sér. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Bullandi framfarir Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um skipbrotsmenn sem eiga að halda sér saman, fyrirsjáanlega rassskellingu og ferðakvíða. SA M SE TT M YN D /K ID D I Njóttu sunnudagsins til fulls. Tryggðu þér áskrift á mbl.is eða í síma 569 1100 Ítarlegt viðtal við fyrrverandi eiganda Landsbankans í nýja sunnudagsmogganum Neyðarlögin og gerræðislegt vald Fjármálaeftirlitsins og skilanefnda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.