Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 30
● heimili&hönnun SÖLUSÝNING í dag frá kl. 11-16 Verið velkomin í Eirvík í dag og fáið ráðgjöf og kynningu á glæsilegum eldhúsinnréttingum og eldhústækjum sem þarf til að gera gott eldhús betra. HÄCKER INNRÉTTINGAR Á ÍSLANDI Stórglæsileg íbúð  l leigu. Til leigu er frá 1. nóvember n.k. stórglæsileg þriggja herbergja, 101 m2 íbúð á efstu hæð í nýrri ly ublokk við Ásakór. Íbúðinni fylgir 25 m2 bílskúr með góðri geymslu inn af. Nánari upplýsingar gefa Sigríður í 898-9925 sigridur@mest.is eða Snorri í 825-0572 snorrif@mest.is. Stofnunin Handverk og hönnun stendur fyrir sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur á íslensku handverki og listiðnaði. Sýnendur í ár eru 54 talsins og spanna vörurnar breitt svið íslensks handverks. Fjóla Guðmundsdóttir, starfsmaður hjá Handverki og hönnun, segir ásókn- ina hafa farið vaxandi ár frá ári. „Við renndum blint í sjóinn með þetta í fyrsta skiptið og vissum ekkert hvernig viðtökurnar yrðu. Þær urðu strax gríðarlega góðar og umsóknum hefur fjölgað ár frá ári. Núna voru það í kringum hundrað sem sóttu um.“ Vörurnar á sýningunni verða til sölu en sýningin er hugsuð sem kynning á íslensku handverki og listiðnaði. Fjóla segir áherslu lagða á að úrvalið sé sem fjölbreyttast. „Vörurnar eru úr öllum geirum. Þarna er að finna textíl, leir, gler, skart, tré, leður, roð og skinn og allt mögulegt. Það getur hver sem er sótt um; fólk þarf bara að skila inn sýnishornum, góðum myndum eða vörunum sjálfum. Í ákveðn- um greinum er eðlilega meiri samkeppni en í öðrum, eins og til dæmis í textíl sem margir eru að vinna í, en minni í til dæmis horni og beinum sem miklu færri eru að vinna með.“ Á sýningunni í ár verður sú ný- breytni að veita verðlaun fyrir besta nýja hlutinn. Þetta er gert til að hvetja þátttakendur til nýsköpunar og vöruþróunar. Hlutirnir þurftu að vera nýir og máttu ekki hafa verið til sölu eða sýnis fyrir sýn- inguna í Ráðhúsinu. Verðlaunin verða veitt í upphafi sýningarinn- ar. Aðgangur að sýningunni er ókeypis en hún verður opin föstu- daginn 31. október frá klukkan 11 til 19, laugardaginn 1. nóvember frá klukkan 12 til 18, sunnudaginn 2. nóvember frá klukkan 12 til 18 og mánudaginn 3. nóvember frá klukkan 10 til 19. - rat Íslensk listiðn í öndvegi ● Sýningin Handverk og hönnun opnar föstudaginn 31. október í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hreindýr úr tré eftir Pál Garðarsson. Peysa eftir Kitschfríði. Handgerður hnífur eftir Pál Kristjánsson. Espressobollar eftir Guðnýju Hafsteins- dóttur. Jólakúlur eftir Ólöfu Erlu Bjarnadóttur. Glerperlur eftir Nadine Martin. Hálsmen eftir Dýrfinnu Torfadóttur. Fjóla Guðmundsdóttir hjá Handverki og hönnun segir umsóknir um sýningarpláss hafa aukist ár frá ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 25. OKTÓBER 2008 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.