Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 32
● heimili&hönnun mynd-dyrasímar og ker Nýbýlavegur 14 200 Kópavogur www.rafport.is Mynd-dyrasímar og ker fyrir nútímaheimili ● SPORTLEGIR TAPPATOGARAR Alessandro Mendini sem víðfrægur er fyrir hönnun sína undir merkinu Alessi setti þetta sportlega tappatogarapar á markað árið 2003. Þar hefur það spjarað sig síðan. Reyndar eru þessi skötuhjú sem heita Anna G og Al- essandro síður en svo samrýmd því þau standa oftar en ekki hvort í sínu lagi. Auk þess að kæta augu eigendanna sinna þau sínu hlutverki prýðilega ef á þarf að halda. Mirale er umboðsaðili fyrir Alessivörur hér á landi og þar seljast þessi búshlutir í þúsundavís. Anna G kostar 6.120 og Alessandro 5.400 krónur. Þessi fallegu munnblásnu glerg- lös hugsar listakonan Kristín Garðarsdóttir undir snafs, líkjör eða japanskt hrísgrjónavín með sushi-bitum, en einnig og alveg eins undir íslenskan gulan lýs- issjúss á morgnana eða spariís á kvöldin. Glösin eru hluti af gler- línu sem Kristín hefur hannað í nokkurn tíma og fást sem pör, tvö og tvö í kassa, en nýjasta af- kvæmið er það minnsta á myndinni, með rauð- um doppum. Kristín er á leið til Japans þar sem hún tekur þátt í 100% Design Tokyo, sem stendur yfir í Tókýó um næstu helgi, en þar munu fimmtán íslenskir hönnuð- ir leita að söluaðilum eða framleiðendum fyrir vörur sínar. F R É T TA B L A Ð IÐ /G V A hagnýtt ● HANDHÆG HAKKAVÉL Haustverkunum í eldhúsinu fer senn að ljúka og jólabaksturinn að taka við. Óþarfi er þó að pakka niður hakkavélinni sem notuð var til að hakka kjöt og innmat í sláturgerðinni, því kjötbollu og fiskibollugerð er hægt að sinna allt árið. Mörgum hakkavélum fylgja líka aukahlutir til að móta smákökur úr deigi svo hakka- vélin á ekkert erindi inn í skáp í bráð. Hakkavélarnar fást í ýmsum stærðum og gerðum og misjafnt hversu öfluga vél þarf eftir því hversu mikil framleiðsla á að fara fram. Þessi litla handhæga vél fæst í Búsáhöldum í Kringlunni og kostar 3.950 krónur. Með henni má auðveldlega hakka kjöt og henni fylgja einnig ýmis munstur til kökugerðar. Kristín Sigfríður Garðarsdóttir með glös og borðbúnað úr eigin smiðju. Rauðar doppur á floti ● Borðhald og lífsins veisluhöld verða skemmtilegri þegar borðbúnaðurinn gleður augað. Í Stúdíói Subbu fer fram listsköpun sem gerir mat og drykk að hreinni upplifun. Kristín Sigfríður Garðarsdóttir hefur undanfarin ár munnblásið fallega glasalínu sem sífellt bætir við sig nýjum formum og litabrigðum, og er sönn prýði til heimilisins. 25. OKTÓBER 2008 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.