Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 25. október 2008 33 Allt frá árinu 1982 hafa Tónlistar- dagar Dómkirkjunnar verið fastur liður í menningarlífi Reykjavíkur á haustdögum. Það er Dómkórinn og stjórnandi hans, Marteinn H. Frið- riksson dómorganisti, sem standa fyrir Tónlistardögunum. Um er að ræða röð tónleika þar sem meðal annars er frumflutt nýtt verk sem er sérstaklega samið fyrir Tónlist- ardagana. Oftast hafa verið samin kórverk fyrir Dómkórinn, en þess eru einnig dæmi að samin hafi verið orgelverk. Að þessu sinni hefjast Tónlistar- dagarnir með hefðbundnum hætti með tónleikum í Dómkirkjunni á laugardag 25. október kl. 17. Þar frumflytur Dómkórinn kórverkið Aeterna lux divinitas eftir gest Tónlistardaganna, Huga Guð- mundsson tónskáld, en auk þess verður flutt kór-, einsöngs- og orgeltónlist eftir tékkneska tón- skáldið Petr Eben sem lést fyrr á þessu ári en hann samdi á sínum tíma verk fyrir Dómkórinn. Auk Dómkórsins og Marteins tekur Anna Sigríður Helgadóttir altsöng- kona þátt í þessum tónleikum. Dag- inn eftir, sunnudaginn 26. október, verður verk Huga endurflutt í hátíðarmessu á kirkjuvígsludegi Dómkirkjunnar en henni er að vanda útvarpað á Rás 1 í Ríkis- útvarpinu. - pbb Tónlistardagar Dómkirkjunnar TÓNLIST Hugi Guðmundsson tónskáld hefur samið verk fyrir Dómkórinn. Stefán Máni vék af braut slorsins og verbúðanna eftir Hótel Kali- forníu og skautaði inn á braut hráslagalegra og einfaldra krimma. Það var stuð á honum í nýrri braut, sumum þótti nóg um ofbeldið, kvenfyrirlitninguna og einfaldan stíl en hann náði meiri athygli, hitti hvella og háværa nótu í borðinu. Nýja sagan hans, Ódáðahraun, er af sama toga, spíttsalinn og ofurtöffarinn Óðinn er ekki bara að murka lífið úr skítseiðum í efnadreifingunni, hann er tekinn að snúast fyrir háttsetta menn og lendir á þeirri braut í föðurleit, eins og Jafet forðum. Hér er allt á yfirborðinu, orð- færið einfalt og svo mikill svali á síðunum að stundum er eins og hinn snarhenti höfundur sé að skrifa skopstælingu á töffara- skapnum. En það er hann ekki – svo þá er tímabært að hafa áhyggjur. Stefán Máni er efnilegur höf- undur, hann er fylginn sér í text- anum, veður hroðann og elginn hiklaust og ætlar sér að ná landi á íslenska örmarkaðinum. Vonandi tekst honum það og nær þá í leið- inni að hrinda burt samkeppnis- aðilum í þessari tegund af „pulp“- litteratúr sem hér á árum áður voru bundinn við Nýtt úrval. Þetta er rislítill skáldskapur, klisjukenndur og sniðinn að and- legum þörfum þeirra sem sækja mesta draslið úr fjölþjóðlega kvikmyndaiðnaðinum. Og fyrr en síðar vonar þessi lesandi að Mán- inn rísi úr þessu rosalega svaði sem hann sullast nú í. Páll Baldvin Baldvinsson Máninn á rosaferð BÓKMENNTIR Ódáðahraun eftir Stefán Mána JPV útgáfa ★ Suddalegt klisjusafn BÓKMENNTIR Stefán Máni heldur áfram á braut hins ofursvala töffarakrimma. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 25. október 2008 ➜ Tónleikar 14.00 Kammertónleikar í Norræna húsinu Nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík flytja verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Anton Reicha, J.S. Bach og fleiri. Aðgangur ókeypis. 14.00 Söngfélagið Sálubót og Jónsi verða með tónleika í Fella- og Hólakirkju. 16.00 Afmælistónleikar Kórs Átthagafélags strandamanna Tónleikar verða haldnir í Langholtskirkju, Sólheimum 13. 17.00 Kammermúsík Eyjólfur Eyjólfsson tenór flytur tónlist eftir Beethoven, Schubert og Reynaldo Hahn í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. 17.00 Tíbrá Barítónsöngvarinn Jón Svavar Jósefsson og píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir verða með tónleika í Salnum, Hamraborg 6 í Kópavogi. 21.30 Gítar Islancio spila á Græna Hattinum, Hafnarstræti 96, Akureyri. ➜ Síðustu Forvöð Hvaðan koma þær – hvert fara þær Guðmunda Kristinsdóttir sýnir verk í Reykjavík Art Gallerý, þar sem konur leika aðalhlutverkið. Opið 14.00-17.00. Sýningin stendur til 26. okt. ➜ Uppákomur Gerum okkur dagamun Í tilefni af fyrsta vetrardegi býður Reykjavíkurborg borgarbúum upp á fjölskyldudagskrá. Víða verður boðið upp á skemmti- og fræðsludagskrá. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is. Með ráð undir rifi hverju Minjasafnið á Akureyri verður með dagskrá í tilefni af fyrsta vetrardegi. Aðgangur er ókeyp- is og opið kl. 14.00-16.00. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58. ➜ Tungumálavika Ítalska sendiráðið í Ósló og ítölsku- kennarar við Háskóla Íslands standa fyrir ítalskri tungumálaviku 20.-26. okt. 11.00 Rithöfundurinn Carlo Lucarelli verður með upplestur í Te og Kaffi í Bókabúð Máls og Menningar, Laugavegi 18. ➜ Málþing Ábyrgð, vald og þjóð Reykjavíkur- Akademían stendur fyrir málþingi í Háskólabíói frá kl. 12.00-14.00. Fundarstjóri er Viðar Hreinsson. Hin ómissandi ættfræði Ættfræði- félagið ReykjavíkurAkademían og Þjóðskjalasafn Íslands standa fyrir málþingi kl. 13.00-16.00, í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121. Tengsl upplýsinga og rómantíkur í íslenskri hugmyndasögu Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar, Arngrímsgötu 2, kl. 13.00-16.30. ➜ Sýningar Orð Guðs Sex listamenn opna sýn- ingu kl. 15.00 í Listasafninu á Akureyri, Kaupvangsstræti 12. Málþing um sýn- inguna verður haldið sama dag í Ketilhúsi kl. 13.00 þar sem þátttak- endur kynna hana og taka á móti fyrirspurnum. ➜ Ljósmyndasýningar Þorsteinn H. Ingibergsson og Bragi J. Ingibergsson sýna ljósmyndir í Frímúrarahúsinu að Ljósatröð 2, Hafnarfirði. Sýningin er opin á laugardög- um frá 14.00-17.00 og stendur til 8. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.