Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 2
2 27. október 2008 MÁNUDAGUR Matthías, ertu kannski trúaður á laun? Allavega ekki ofurlaun. Matthías Ásgeirsson er formaður Vantrú- ar. Hann gagnrýndi presta fyrir að hvetja þjóðina til að spara þegar þeir sjálfir væru á ofurlaunum. FÆRÐ Björgunarsveitin Garðar á Húsavík var kölluð til aðstoðar í gærmorgun þegar flytja þurfti sjúklinga af Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík á Sjúkra- húsið á Akureyri. Mikið hefur snjóað á svæðinu undanfarna daga og var ekki fært fyrir sjúkrabíl yfir Víkurskarðið. Þá var vegurinn um Dalsmynni og Fnjóskadal lokaður vegna snjóflóðahættu. Farið var með sjúklingana á tveimur björgunarsveitarbílum en snjóruðningstæki ruddu brautina. Ferðin sóttist vel og sjúklingana sakaði ekki. - þo Ófærð á Norðurlandi: Vegir ruddir fyrir sjúklinga DANMÖRK Yfir fjörutíu manns voru handteknir í tengslum við mótmæli gegn flóttamannabúðunum í Sand- holm í Danmörku nú um helgina. Fjórir verða leiddir fyrir dómara í Helsingjaeyri, þrjár konur og einn karlmaður. Mótmælin voru haldin undir kjörorðinu „Lokið búðunum“. Til- gangurinn var að mótmæla með- ferð Dana á flóttamönnum, sem sækja um hæli í Danmörku. Skipu- leggjendur mótmælendanna segja það vera ruddalega kynþáttamis- munun að einangra flóttamenn í sérstökum búðum og óþolandi sé að hælisleitendur þurfi að bíða árum saman eftir afgreiðslu mála þeirra. Meira en þúsund manns tóku þátt í mótmælunum, sem áttu að vera friðsamleg. Hópur manna braust þó í gegnum raðir lögreglumanna og að girðingu búðanna, sumir með vírklippur, og ætlaði að rjúfa girð- inguna. Lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum og á frétta- myndum má sjá mikinn reyk á svæðinu. Í danska dagblaðinu Politiken er haft eftir skipuleggjendum mót- mælanna að þau hafi borið tilætlað- an árangur: „Okkur tókst að vekja athygli á aðstæðum flóttamanna.“ Þótt skipuleggjendurnir hafi hvatt til friðsamlegra mótmæla hvöttu þeir einnig mótmælendurna til að fara í gegnum girðinguna og klifra upp á þak búðanna og hrópa þar mótmæli sín. - gb Hópur mótmælenda vekur athygli á meðferð flóttamanna í Danmörku: Fjórir dregnir fyrir dómara MÓTMÆLIN VIÐ SANDHOLM-BÚÐIRNAR Lögreglan beitti táragasi á mótmælend- ur við flóttamannabúðir skammt norður af Kaupmannahöfn. NORDICPHOTOS/AFP HELSINKI Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi harkalega framgöngu Breta gagnvart Landsbankanum og Icesave- reikningunum á ráðstefnu finnska þingsins sem fram fór í Helsinki í gær. Ráðstefnan var haldin í tengslum við þing Norður- landaráðs sem hefst í dag. Fundarmenn létu í ljós mikla samúð. Norðmenn hafa þungar áhyggjur af málinu og Árni Páll segir að varaforseti Evrópuþingsins, breski þingmaður- inn Dianna Wallis hafi sagt sér að hún deildi ekki viðhorfi breskra stjórnvalda. Geir Haarde forsætisráðherra mun í dag hitta forsætisráðherra Norðurlandanna á fundi sem helgaður er alþjóðlegu fjármála- kreppunni. - ghs Ráðstefna í Helsinki: Létu í ljós mikla samúð LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann sem grunaður er um aðild að alvarlegri líkamsárás í íbúðarhúsi við Hverfisgötu á laugardagskvöld. Fjórir hettuklæddir menn ruddust þar inn og gengu í skrokk á fjórum íbúum. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar hún kom á vettvang. Tveir mannanna voru fluttir á slysadeild með höfuðáverka en hinir tveir, sem meðal annars voru með brotnar tennur eftir átökin, vildu ekki þiggja læknisaðstoð. Lögregla leitar enn að þremur árásarmönnunum. - þo Líkamsárás á Hverfisgötu: Einn tekinn, þriggja leitað BANDARÍKIN, AP Óháði forsetafram- bjóðandinn Ralph Nader hefur ekki verið mikið í fréttum, heldur fallið nánast alveg í skuggann af demókratanum Barack Obama og repúblikananum John McCain. Nader, sem er 74 ára, gerði sér þó lítið fyrir á laugardaginn og sló ræðumet. Hann segist hafa talað samtals í að minnsta kosti 255 mínútur á 21 stað í Massachuss- etts, sem dugir honum til að komast í Heimsmetabók Guinness. Hann byrjaði daginn klukkan 8.15 í Westfield, en lauk deginum klukkan 23.30 í kosningateiti í Sheffield. Þess á milli hafði hann flutt ræður á matsölustöðum, bókasöfnum og vinnustöðum víðs vegar um ríkið í 15 mínútur til hálftíma á hverjum stað. - gb Þriðji frambjóðandinn: Nader setti ræðumet RALPH NADER Býður sig fram til forseta í 45 ríkjum Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL „Þetta kemur kannski einhverjum á óvart en ég held að þessi skoðun hafi verið að mótast á síðustu mánuðum. Þeir atburðir sem hafa átt sér stað á undanförnum vikum gera það að verkum að fólk er orðið þeirrar skoðunar að nú megi engan tíma missa,“ segir Valgerður Sverrisdóttir varafor- maður Framsóknarflokksins. Í ályktun sem samþykkt var á kjördæmisþingi framsóknarmanna í norðausturkjördæmi um helgina segir að í ljósi breyttra þjóðfélagsaðstæðna skuli þegar hafinn undirbúningur að samningavið- ræðum um inngöngu í Evrópusambandið og að niðurstöðurnar skuli lagðar í þjóðaratkvæði. Samþykktin gengur því lengra en fyrri hugmyndir framsóknarmanna um að ganga til tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem fyrst yrði kosið um hvort hefja ætti viðræður yfirhöfuð. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, minnir á að umræðan hafi enn ekki verið tekin upp á flokksþingi og því sé í raun engin niðurstaða komin í málið. „Þarna leggja menn beint til að það verði farið að undirbúa aðildarumsókn sem flokkurinn hefur enga afstöðu tekið til enn þá. Þetta sýnir að við lifum eins og við séum á hverfanda hveli. Það er allt í uppnámi í samfélaginu,“ segir Guðni sem vill dýpka umræð- una. „Þessi ályktun snýst þó um stóru spurninguna, hverju viljum við Íslendingar fórna og hverju viljum við ekki fórna. Við verðum fyrst að ná samstöðu hér í þjóðfélaginu. Ég álít að við stökkvum ekki í fangið á neinum við þessar aðstæður.“ - þo Framsóknarmenn vilja flýta viðræðum um aðild að Evrópusambandinu: Á skjön við vilja formannsins GUÐNI ÁGÚSTSSON VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Bjargað tvisvar sama daginn Þrjár björgunarsveitir Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar björguðu í gær manni Héraðsmegin á Hellisheiði eystri. Þar sat fólksbíll hans fastur, en illskuveður var á svæðinu. Fyrr um daginn hafði björgunarsveitin Hérað sótt hann þegar hann lenti í vand- ræðum á Öxi. SAMGÖNGUR EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands hefði getað afstýrt óvissunni sem ríkir um Icesave-reikningana í Bretlandi og milliríkjadeilunni sem upp er komin milli Breta og Íslend- inga vegna þess máls með tilheyr- andi álitshnekki fyrir Íslendinga. Þetta segir Björgólfur Thor Björ- gólfsson, einn af fyrrverandi eig- endum Landsbankans, í viðtali sem sýnt verður í fréttaskýringaþættin- um Kompás í kvöld. Hann segir að bresk yfirvöld hafi boðist til að taka yfir alla Icesave- reikninga degi áður en neyðarlögin voru sett. Það var þó gegn því að Landsbankinn greiddi 200 milljónir punda, eða því sem nemur um 37 milljörðum króna, sem tryggingu. Eftir að breska fjármálaeftirlitið hafði lengi sýnt tregðu í málinu urðu vatnaskil, að sögn Björgólfs, sunnudaginn 5. október, en þá var boðist til að koma Icesave úr íslenskri lögsögu á fimm dögum. Landsbankanum var veittur frestur til hádegis næsta dags til að reiða fram trygginguna svo að af þessu mætti verða. Hann segir að beðið hafi verið um lán til þess hjá Seðla- bankanum gegn bestu hugsanleg- um veðum. Seðlabankinn hafi hins- vegar ekki virt Landsbankamönnum svars þar til klukkan hálfeitt að hádegi mánudags, 6. október, en þá var þeim tilkynnt að þeir fengju ekki lánið. „Við áttum sjálf nóg af lausu fé. Það var hins vegar í íslenskum krónum og það var engin leið að nálgast gjaldeyri,“ segir Björgólfur við Kompás. Þetta segir hann jafnframt skýra hörð viðbrögð Alistairs Darling, fjármálaráðherra Breta. Darling hafi talið að fyrst Íslendingar hafi ekki veitt Landsbankanum trygg- inguna hefðu þeir ekki í hyggju að standa við skuldbindingar sínar vegna Icesave. Eiríkur Guðnason, einn þriggja seðlabankastjóra, vildi ekki bregð- ast við orðum Björgólfs í gær. „Ég er í fríi í dag og ég er með gesti. Ég fer ekki að fara í vinnuna núna.“ Sigurjón Árnason, fyrrum banka- stjóri Landsbankans, segir Seðla- bankann upphaflega hafa verið beðinn um þúsund milljónir evra vegna þess að Bretarnir báðu um umtalsvert hærri fjárhæð. „Eftir samningaviðræður náðum við að lækka þá fjárhæð í 500 milljónir. Hluta átti að nota í Icesave og rest- ina í annað. En við vorum með eign- ir upp á 2,5 milljarða evra á móti. Þar á meðal voru ríkisskuldabréf, kröfur á lífeyrissjóði og ýmsar erlendar eignir. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur að fá ekki lánið. Ekki síst í ljósi þess að við skulduðum Seðlabankanum ekki krónu. “ Inntur eftir viðbrögðum við við- talinu segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra: „Ég minnist þess aldrei í lotunni að það hafi komið beiðni til okkar í ráðherrahópnum um slíkt lán. Hins vegar hlýtur Seðlabankinn að svara fyrir sig.“ „Þessar upplýsingar Björgólfs eru mjög athyglisverðar,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. „Og þær hljóta að skoðast í því ljósi að Seðlabankinn hafði einnig hafnað Glitni um lán skömmu áður. Seðla- bankinn hlýtur að gera grein fyrir ástæðu fyrir ákvörðunum sínum við fyrsta hentugleika.“ Leitað var án árangurs eftir við- brögðum Geirs H. Haarde forsæt- isráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra, Árna Mathiesen fjármálaráðherra, Ingimundar Friðrikssonar seðla- bankastjóra og Þorgerðar K. Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra. - jse, hhs Segir flýtimeðferð hafa strandað á Seðlabanka Björgólfur Thor Björgólfsson segir að Seðlabankinn hefði getað afstýrt óviss- unni um reikninga Icesave með því að veita Landsbankanum 30 milljarða lán. BJÖRGÓLFUR ÁSAMT FYRRUM BANKASTJÓRUM LANDSBANKANS Í þætti Kompáss sem sýndur verður í kvöld á Stöð 2 segir Björgólfur Thor Björgólfsson að Seðlabank- inn hafi neitað bankanum um lán sem afstýrt hefði getað deilunni við Breta. ÁRNI PÁLL ÁRNASON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.