Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 6
6 27. október 2008 MÁNUDAGUR OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR Kona, sem vildi ekki láta nafns síns getið, hafði samband og var mikið niðri fyrir. „Ég læsti mig úti og hafði samband við Neyðarþjónustuna. Þaðan kom maður eftir fimm mínútur og var tvær mínútur að opna. Fyrir þetta borgaði ég fimm þúsund krónur og finnst það svakalega mikið.“ Stefán Jóhannsson hjá Neyðarþjónustunni varð fyrir svörum. „Við erum á vakt allan sólarhringinn og öfugt við aðra í þessum bransa erum við með sama verð á öllum tímum sólarhringsins, útkallið er á 5000 kr. Við erum fljótir á staðinn og fljótir að leysa úr málinu. Það er mjög mikið að gera þessa dagana og mikið af því er fólk sem læsir sig út úr bílum. Þá hefur það hlaupið út til að skafa rúðuna og central-læsingin á bílnum hefur skellt öllu í lás. Fólk þarf að passa sig á þessu.“ Neytendur: Dýrt að læsa sig úti 5 þúsund fyrir að opna LYKILL Ekki læsa hann inni! ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Auglýsingasími – Mest lesið Ölvaður á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í fyrrinótt vegna grunsam- legs aksturslags á Reykjanesbraut. Ökumaðurinn reyndist ölvaður og var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráða- birgða. Tvær líkamsárásir á Akureyri Einn gisti fangageymslur á Akureyri í fyrrinótt eftir líkamsárás í bænum. Var árásin önnur tveggja sem tilkynnt var um til lögreglu þessa nótt en tveir leituðu á slysadeild eftir slagsmálin. LÖGREGLUFRÉTTIR Verður þetta harður vetur? Já 77,4% Nei 22,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgist þú með forsetakosning- unum í Bandaríkjunum? Segðu hug þinn á visir.is SAMFÉLAGSMÁL Þingmenn og banka- stjórar Seðlabankans eru meðal þeirra sem hafa verið boðaðir til borgarafundar í Iðnó í kvöld. Gunnar Sigurðsson leikstjóri er einn skipuleggjenda fundarins. „Þetta verður málfundur þar sem öllum er boðið að tjá sig. En þing- menn fá þó ekki að halda neinar pólitískar ræður þarna. Þeir eiga bara að svara spurningum almenn- ings í sem stystu máli.“ Gunnar segir sjálfsagðan rétt almennings að ráðamenn þjóðar- innar hlusti milliliðalaust á hvað hann hefur að segja. „Þingmenn eru alveg hættir að boða fólk á sinn fund. Þeir tala ekki við okkur öðruvísi en í gegnum sjónvarp, dagblöð eða aðra miðla.“ Hann segir margar spurningar brenna á fólki sem nauðsynlegt sé að ráðamenn svari. „Margir, og ég þar með talinn, eru til dæmis að taka á sig beinar launalækkanir núna. Hvernig stendur á því að enginn á Alþingi stendur upp og gerir slíkt hið sama? Ég get bara ekki lengur orða bundist yfir því hvernig komið er fram við okkur.“ Hann skorar á ráðamenn og allan almenning að láta sjá sig. „Ef það hefur einhvern tímann verið tími til að vera ærlegur, þá er það núna.“ - hhs Þingmenn og aðrir hvattir til að mæta á borgarafund í Iðnó í kvöld: Engar pólitískar ræður leyfðar GUNNAR SIGURÐSSON LEIKSTJÓRI Boðar ráðamenn og borgara til fundar í Iðnó í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ / HARI Hættu sér ekki yfir ísinn Björgunarfélagið Blanda á Blöndu- ósi var kallað út í gær til að aðstoða nokkur hross í sjálfheldu. Hrossin voru í hólma úti í Laxá á Ásum og hættu sér ekki yfir ísinn. Var brugðið á það ráð að fá björgunarsveitina til aðstoðar og með því að búa til leið yfir ísinn var hægt að reka stóðið yfir. BLÖNDUÓS EFNAHAGSMÁL Staðan á tóbaks- birgðum ÁTVR er í eðlilegu horfi og ættu að duga í um það bil mánuð. Aðgangur að gjaldeyri er takmarkaður og birgjar hafa í mörgum tilfellum ekki getað leyst út vörur. Stjórnvöld hafa unnið að því að gjaldeyrir sé til fyrir nauðsynjavörum, svo sem mat, lyfjum og olíu. Margir óttast þó vöruskort í öðrum vöruflokk- um og segir Örn Stefánsson, innkaupastjóri ÁTVR, að varan verði seint ef nokkurn tímann talin til nauðsynja. Tveir af þeim þremur heildsöl- um á tóbaki sem hér eru og sögðu þeir stöðuna nú eðlilega. - kdk Ótti við vöruskort: Nægar birgðir enn af tóbaki LÖGREGLUMÁL Erlendir brotamenn, svo og hælisleitendur, eru sendir í lögreglufylgd úr landi í viku hverri að sögn Smára Sigurðsson- ar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Á föstudag voru til að mynda fjór- ir menn, tveir Albanar og tveir Litháar, fluttir utan eftir úrskurð um að þeim skyldi vísað úr landi. Fyrr í vikunni var hælisleitandi frá Srí Lanka fluttur úr landi. Alls hafa fimmtíu manns verið sendir utan það sem af er árinu, þar af þrjátíu brotamenn. „Þessir flutningar eru eitt af okkar hlutverkum,“ segir Smári, „og þeir eru nánast stanslausir. Við erum að eins og við höfum þol til og fáum stundum lögreglumenn lánaða annars staðar að til að hjálpa okkur við að flytja brota- menn, og stundum hælisleitendur, úr landi.“ Hvað varðar erlendu brota- mennina segir Smári um að ræða menn sem séu að losna úr fang- elsi. Samkvæmt reglum Fangels- ismálastofnunar afpláni þeir helming refsingar og séu þá laus- ir. Þeim sé vísað úr landi af Útlend- ingastofnun strax í framhaldi af því og settir í endurkomubann. „Við flytjum þá og komum þeim, eftir atvikum, annaðhvort heim til sín eða út af Schengen-svæðinu,“ útskýrir Smári. Spurður um hverj- ir fari í lögreglufylgd alla leið til síns heima segir Smári þá vera um að ræða menn sem hugsanlega gætu talist hættulegir. Litháarnir tveir sem fluttir voru utan í gær höfðu til dæmis staðið í innbrotum og þjófnuðum og voru dæmdir vegna þess. Lögregla fylgdi þeim til Frankfurt og kom þeim þar um borð í flugvél til Lit- háens. Albanarnir hins vegar fóru í lög- reglufylgd alla leið til Pristínu að kröfu flugfélaganna. Þeir höfðu setið í gæsluvarðhaldi hér og voru grunaðir um aðild að Frelsisher Kosovó. „Flugstjóri hefur algjört ein- ræðisvald um borð í flugvél,“ segir Smári. „Ef hann segist ekki flytja þessa menn án lögreglu- fylgdar þá verður svo að vera. Flugfélögunum er allaf tilkynnt um þessa flutninga og þau hafa sínar reglur þar um. En þetta sem við erum að gera hér er aðeins lítið brot af öllum þeim flutning- um sem fram fara í Evrópu.“ Smári segir flutningana mjög mannfreka og því hafi þurft í vax- andi mæli að fá lögreglumenn annars staðar frá til aðstoðar við flutningana. jss@frettabladid.is BROTTVÍSUN OG ENDURKOMUBANN Lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra fylgja í viku hverri erlendum brotamönnum og hælisleitendum úr landi. Fimmtíu úr landi í fylgd lögreglunnar Samtals fimmtíu brotamenn og hælisleitendur hafa verið sendir úr landi í lög- reglufylgd það sem af er árinu eftir úrskurð Útlendingastofnunar um brottvís- un þeirra. Lögreglumenn fylgdu fjórum mönnum úr landi á föstudag. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.