Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 10
10 27. október 2008 MÁNUDAGUR Borgartúni 26 // 105 Reykjavík // Sími : 570 1200 // Fax : 570 1209 // vbs.is TILKYNNING HLUTHAFAFUNDUR VBS FJÁRFESTINGARBANKA HF. VBS fjáfestingarbanki hf. boðar til hluthafafundar í húsakynnum bankans að Borgartúni 26 (6.hæð) þriðjudaginn 4. nóvember, kl: 17:00 DAGSKRÁ: 1. Aðstæður á fjármálamarkaði, stefna og áherslur VBS. 2. Breyting á samþykktum: »Að heimilt verði að gefa út skuldabréf með breytirétti í hlutafé allt að fjárhæð krónur 3.000.000.000.- »Að stjórn hafi umboð til að ákvarða verð og kjör skuldabréfa ásamt gildistíma breytiréttar og gengi. 3. Að gildandi heimild til útgáfu nýrra hluta að fjárhæð allt að krónur 150.000.000 að nafnvirði falli niður. 4. Að heimild verði veitt til útgáfu nýrra hluta allt að krónur 300.000.000 að nafnvirði án forkaupsréttar. »Að stjórn hafi umboð til að ákvarða fjárhæð bréfanna, gengi og hvort greitt er með reiðufé eða í öðru formi. 5. Kosning stjórnar og varastjórnar. 6. Önnur mál, löglega upp borin. Framboðsfrestur til stjórnar og varastjórnar rennur út miðvikudaginn 29. október 2008 kl. 16:00. Framboðum skal skilað á skrifstofu félagsins, Borgartúni 26 (6.hæð), 105 Reykjavík. Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum og reglum um fjármálafyrirtæki skal í tilkynningu um framboð koma fram: nafn frambjóðanda, kennitala, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Enn fremur skal upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir við innganginn frá klukkan 16:30 á fundardag. Stjórn VBS fjárfestingarbanka hf. EFNAHAGSMÁL Ali Velshi, viðskipta- fréttamaður CNN fréttastöðvar- innar, segir algjört ráðaleysi ein- kenna stöðuna sem upp er komin í efnahagsmálum heimsins og nefn- ir atburðina í Bandaríkjunum og á Íslandi í því sambandi. „Menn vissu að það væru erfiðir tímar fram undan en töldu sig þó hafa ráð gegn flestu þar til Lehman Brothers fjárfestingabankinn var lýstur gjaldþrota,“ segir hann. „Þá fyrst stóðu menn frammi fyrir einhverju sem þeir vissu ekki hvernig ætti að taka á. Hér í Bandaríkjunum eru menn að velta því fyrir sér hvort ríkið hefði ekki átt að grípa inn í áður en bankinn fór á hausinn því fall hans er upp- hafið á þessu hruni sem fer um heimsbyggðina. Og á Íslandi greip Seðlabankinn inn í þegar Glitnir leitaði til hans og þar hef ég heyrt að menn tali um það sem upphaf bankahrunsins á Íslandi, þannig að hvor leiðin sem farin er virðist sú ranga. Ég held því að sagan eigi eftir að leiða það í ljós hvað þeir eru að gera sem bregðast rétt við.“ Hann segist ekki vilja tjá sig sérstak- lega um framgöngu Gordons Brown gagn- vart Íslend- ingum að öðru leyti en því að hún ein- kennist nokkuð af þeim aðstæðum sem stjórnmálamenn víða um heim eru í um þessar mundir. „Allt í einu er komin upp staða sem eng- inn átti von á og hún krefst þess að stjórnmálamenn bregðist mun skjótar við en þeirra er venja svo ég tel að við eigum eftir að sjá nokkur axarsköft á næstunni.“ Spurður um ímynd Íslands í Bandaríkjunum í ljósi þess skip- brots sem íslenskt efnahagslíf er að fara í gegnum núna segir hann. „Ég er frá Kanada og það kom mér á óvart hvað fólk hér veit í raun lítið um þessa nágranna sína í norðri svo það er varla við því að búast að það sé mjög upplýst um Ísland. Ég tel hins vegar að þessi atburðarás sem fór af stað með hruni Lehmans-banka sé í hugum fólks staðfesting á því hvað heimurinn er lítill og samofinn í gegnum efnahagskerfið. Fólk vissi það auðvitað að atburðir í efnahagslífinu hér myndu hafa áhrif hjá okkar helstu viðskiptavin- um í Evrópu og hjá Kín- verjum og Japönum en þegar við sjáum bankakerfi riða til falls á Íslandi í kjölfar falls Lehmans-banka þá sér fólk að tengslin eru útbreiddari og sterkari en það hafði áður talið.“ jse@frettabladid.is Eigum eftir að sjá fleiri axarsköft Viðskiptafréttamaður CNN segir ráðaleysi ríkjandi í stjórnmálum og nefnir til dæmis að bæði ríkisstjórn Íslands og Bandaríkjanna séu gagnrýndar fyrir röng viðbrögð þótt þær hafi farið sína leiðina hvor. HÖFUÐSTÖÐVAR LEHMAN Ali Velshi segir menn hafa talið sig hafa ráð við flestu þar til fjárfestingarbankinn Lehman Brothers féll. Þá stóðu menn ráðþrota. NORDICPHOTOS/AFP ALI VELSHI Viðskipta- fréttamaður á CNN segir bankakreppuna sannfæra fólk um það hversu lítill og samofinn heimurinn er. SELFOSS Illverjanlegt er að Árborg greiði bæjarfulltrúalaun ofan á laun bæjarstjórans að mati Eyþórs Arnalds, fulltrúa minni- hluta sjálfstæðismanna í bæjar- ráði. Eyþór bar upp ýmsar sparnað- artillögur á fundi bæjarráðs í gær. Hann lagði til að laun bæjar- fulltrúa og bæjarstjóra yrðu lækkuð um fjórðung frá áramót- um. „Ljóst er að halli er á rekstri bæjarins nú þegar og fram undan er erfið tíð. Því er rétt að kjörnir fulltrúar gangi á undan með góðu fordæmi og létti byrðar bæjar- sjóðs á krepputímum,“ segir í greinargerð Eyþórs sem einnig lagði til sérstaka launalækkun fyrir Ragnheiði Hergeirsdóttur bæjarstjóra úr Samfylkingunni. „Bæjarstjórastarfið er fullt starf en um þessar mundir er bæjarfulltrúi í því starfi. Bæjar- sjóður greiðir því bæjarfulltrú- anum bæði fyrir bæjarstjóra- starfið og bæjarfulltrúastarfið. Þetta er umdeilanlegt í góðæri en illverjanlegt í harðæri og halla- rekstri eins og þeim sem nú er á bæjarsjóði Árborgar,“ segir um þetta í greinargerð Eyþórs sem sömuleiðis leggur til að kostnað- ur vegna nefndarstarfa lækki um tuttugu prósent sem fyrsta skref í að lágmarka kostnað í stjórn- kerfinu. Tillögum Eyþórs var vísað til vinnu vegna gerðar fjárhagsáætl- unar fyrir árið 2009. - gar Minnihlutinn í bæjarráði Árborgar vill létta byrðar sveitarfélagsins í kreppunni: Bæjarstjórinn lækki í launum ÞÝSKALAND Í nýjasta hefti þýska fréttavikuritsins Focus skrifar ritstjórinn, Helmut Markwort, pistil þar sem hann biður lesendur tímaritsins afsökunar á því að í síðasta hefti þess skyldi hafa verið birt auglýsing frá Kaupþingi. Ritstjórinn vísar í bréf reiðs lesanda sem skrifar: „Manni ofbýður þegar maður sér að á síðu 35 eru rök færð fyrir því að þeir þýsku sparifjáreigendur sem áttu fé hjá Kaupþingi muni væntanlega aldrei endurheimta það, en á síðu 57 blasir svo við auglýsing frá sama banka. “ Ritstjórinn segir auglýsinguna hafa verið farna í prentun áður en hún var afpöntuð og þeir blaða- menn sem skrifuðu um þrot bankans hefðu eðlilega ekki haft hugmynd um auglýsinguna. - aa Áhrif bankaþrots í Þýskalandi: Kaupþings-aug- lýsing vekur reiði VARSJÁ, AP Lokið hefur verið við gerð fyrstu neðanjarðarlestarinn- ar í Varsjá í Póllandi. Nú eru 25 ár síðan verkefnið hófst og til að fagna þessum áfanga bauð borgin upp á fríar ferðir með lestinni á laugardag. Neðanjarðarlestar- kerfið er um 20 kílómetra langt, með 23 stöðvum frá norðri til suðurs. Gerð lestarkerfisins gekk hægt fyrir sig um árabil vegna skorts á fjármagni og tækjum. Borgarstjórn Varsjár áætlar nú að leggja fyrir annarri neðanjað- arlest frá austur- til vesturhluta borgarinnar, en ekki liggur ljóst fyrir hvenær hún verður tilbúin. - ag Samgöngur í Póllandi: Fyrsta neðan- jarðarlestin RAGNHEIÐUR HERGEIRSDÓTTIR EYÞÓR ARNALDS NÝFÆDDUR NASHYRNINGUR Þessi nashyrningur kom í heiminn í dýra- garði í Búdapest nú í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP SKÁK Viswanathan Anand þarf aðeins að ná jafntefli í dag til að halda heimsmeistaratitli sínum í skák. Hann er þrem vinningum fyrir ofan Vladimír Kramnik í heimsmeistaraeinvígi þeirra þegar aðeins þrjár skákir eru eftir. Kramnik átti möguleika á að minnka muninn í níundu skák ein- vígisins í gær. Anand hélt áfram að tefla hvasst þrátt fyrir að vera yfir í einvíginu. Hann var með hvítt og tefldi eitt vinsælasta afbrigðið í Hálfslavneskri vörn, þar sem hvít- ur fórnar peði. Þessi baráttuher- ferð hefði getað komið honum í koll því Kramnik var vel undir- búinn og fékk betri stöðu. Á mikilvægum tímapunkti í skákinni ákvað Kramnik eftir langa umhugsun að greiða úr flækjunum og fara út í endatafl með mislitum biskupum þar sem hann var peði yfir. Anand hélt því endatafli hins vegar auðveldlega og fór því þarna besta tækifæri Kramniks til að rétta sinn hlut í einvíginu. Kramnik er með hvítt í tveimur skákum af þessum þremur sem eftir eru og því er ekki útilokað að hann geti unnið einvígið þótt mögu- leikar hans séu sáralitlir. - pal Úrslit í heimsmeistaraeinvíginu gætu ráðist í dag: Anand nægir jafntefli SPENNA Í HÁMARKI Viswanathan Anand og Vladimír Kramnik við skákborðið í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.