Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 27. október 2008 19 folk@frettabladid.is > „VENJULEG“ Á HREKKJAVÖKU Dita Von Teese segist ætla að klæða sig upp sem „venju- leg stelpa“ á hrekkjavöku 31. október næstkomandi. Dita, sem er þekkt fyrir ljósa húð sína, rauðar varir og kol- svart hár, segir að fáir muni þekkja sig ef hún liti „eðlilega út.“ Dags daglega klæðist hún fötum í 40‘s stíl, korselettum, pilsum og kjólum, en á hrekkjavökunni ætlar hún að fara í galla- buxur og setja á sig brúnkukrem. Hljómsveitin Beastie Boys er að undirbúa nýja plötu sem mun fylgja eftir The Mix-Up sem kom út í fyrra. Á henni var ekkert sung- ið en raunin verður önnur á þessari plötu. „Við erum í miðjum upptökum,“ sagði Adam Horovitz. „Við vonumst til að geta gefið hana út á næsta ári. Það er mikið af röddum í henni og mikið af orðum. Hún er líka pólitísk.“ Auk vinnslu við plötuna er sveitin á leiðinni í tónleikaferð um Bandaríkin undir yfirskriftinni Get Out and Vote þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum. Ný plata frá Beastie Boys BEASTIE BOYS Undirbúa nýja plötu sem mun fylgja eftir The Mix-Up. Það væsir ekki um Suri Cruise, tveggja ára dóttur Katie Holmes og Toms Cruise. Samkvæmt heimildum dagblaðsins New York Post keypti parið íbúð í borginni og breyttu henni í leikherbergi fyrir dóttur sína. Katie og Tom eiga nú þegar fimm íbúðir í sömu blokk og þótti Suri þurfa meira pláss fyrir leikföng sín. Í hinum íbúðunum er meðal annars líkamsræktar- og starfsmanna- aðstaða, en heimildarmaður parsins neitar öllum fregnum af íbúðakaupunum. Tom er sagður vera hinn vinalegasti við nágrannana þar sem hann er mikið á ferli inn og út úr húsinu, en lítið sést til Katie sem leikur í Broadway-sýning- unni All My Sons um þessar mundir. Breyttu íbúð í leikherbergi FIMM ÍBÚÐIR Í SÖMU BLOKK Tom Cruise og Katie Holmes eru sögð eiga fimm íbúðir í sömu blokkinni í New York og þar sé ein íbúðin leikherbergi fyrir Suri, tveggja ára dóttur þeirra. Ekki virðist vera mikill vinskapur milli leikkonunnar Americu Ferrara og Lindsay Lohan ef marka má heimildir dagblaðsins New York Post. Lindsay Lohan hefur verið gestaleikkona í þáttunum Ugly Betty þar sem America leikur aðalhlutverkið, Betty Suarez. Í einni senunni átti karakter Lindsay að toga buxurnar niður um Betty, en þegar þær æfðu senuna á dögunum ákvað America að snúa hlutverkunum við og togaði buxurnar niður um Lindsay, sem brast í grát af skömm yfir atvikinu. Leikkonurnar eru sagðar eiga í stanslausum útistöðum á tökustað og er það sögð vera ástæða þess að Lindsay kemur aðeins fram í fjórum þáttum í stað sex eins og var áætlað í upphafi. Grætti Lind- say Lohan Matt Damon er svokölluð A- stjarna. Sem þýðir að hann fær tugi milljóna fyrir hlut- verk í kvikmynd. En Damon hefur á undanförnum árum einnig unnið að því að bæta hag fátækra barna í þróunar- ríkjunum og aflað sér þó nokkurrar virðingar fyrir starf sitt. Damon eignaðist nýverið sína þriðju stelpu og hann segist harðákveðinn í því að sýna dætrum sínum hversu lánsamar þær eru. Hann kunni jafnvel að fara með þær í ferðalög til að sýna þeim hvernig heimurinn sé í raun og veru. „Við sjáum allar þessar hörmungarfréttir á forsíðum blaðanna. En það er ekki fyrr en maður mætir á staðinn og sér neyðina með eigin augum sem maður kemst að því að það er ekki hægt að fletta fram hjá vandamálinu,“ sagði Damon á góðgerðasamkomu í San Francisco. Aðspurður hvernig honum fyndist að vera eini karlinn á heimilinu sagði Damon að það væri frá- bært. „Ég meina það, mér finnst það alveg frábært.“ Engar silfurskeiðar hjá Damon VINNUR AÐ BARNAHEILL Matt Damon ætlar að sýna dætrum sínum hvernig önnur börn hafa það. Þær eigi að vera þakklátar fyrir það sem þær hafa. „Ég ætla að byrja á elstu lögunum, taka jafnvel einn, tvo sálma og enda svo á nýju efni sem ég hef verið að vinna að með Pétri Ben og Ómari Guðjónssyni,“ segir Ellen Kristjánsdóttir söngkona um tónleika sem hún mun halda í Íslensku óperunni næstkomandi miðviku- dag. Dúettinn Pikknikk mun koma fram áður en Ellen stígur á svið, en hann samanstendur af Sigríði Eyþórs- dóttur, dóttur Ellenar, og Steina úr Hjálmum. „Elín, Beta og Sigga, dætur mínar, syngja allar með mér á tónleikunum. Eyþór, pabbi þeirra, verður í hljóm- sveitinni ásamt einvala liði tónlistarmanna, en Magnús Eiríksson verður sérstakur gestur og tekur með mér eitt lag,“ útskýrir Ellen sem er ánægð með forsöluna á tónleikana. „Við hefðum viljað hafa miðaverðið lægra og helst bara ókeypis, en húsnæðið er dýrt og fólk þarf að fá greitt fyrir vinnu sína,“ bætir hún við. Aðspurð segist Ellen óhjákvæmilega finna fyrir afleiðingum kreppunnar og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þeim efnum. „Við KK og Pétur Kristjánsson bræður mínir ætlum að halda þjóðfund 8. og 9. nóvem- ber næstkomandi og það verður okkar leið til að gera eitthvað í málinu. Þar munu fara fram pallborðsum- ræður fyrir fólkið í landinu um lýðræði, frelsi manna og samstöðu. Þetta verða ekki mótmæli heldur verður rætt um úrlausnir,“ segir Ellen. Staðsetning þjóð- fundarins verður auglýst þegar nær dregur. - ag Með alla fjölskylduna á sviðinu UNRIRBÝR TÓNLEIKA OG ÞJÓÐFUND Ellen undirbýr nú tónleika í Íslensku óperunni sem verða næstkomandi miðvikudag, auk þess sem hún skipuleggur þjóðfund með bræðrum sínum, sem haldinn verður 8. og 9. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elsta barn Madonnu, Lour- des, hefur gengið á milli stjúpföður síns og móður og beðið þau um að vera góð hvort við annað. Hún gæti hafa komið því til leiðar að skilnaðurinn verði ekki blóðugur, eins og margir höfðu spáð. Madonna og Guy hafa verið gift síðan árið 2000 og var Lourdes aðeins fjögurra ára þegar breski leikstjórinn kom inn í líf hennar. Henni þykir, að sögn breska blaðsins News of the World, ákaf- lega vænt um stjúpföður sinn og vill heimsækja hann sem oftast í London. Eitt dýrasta atriðið í skilnaðinum hefur þó verið útkljáð því Madonna og Guy hafa ákveðið að krefja hvort annað ekki um þann pening sem þau græddu áður en þau giftust. Þetta hefði eðlilega getað reynst Mad- onnu ákaflega dýrkeypt. Hins vegar verður Guy ekki á flæðis- keri staddur; Madonna græddi í kringum 300 milljónir punda á þessum átta árum sem hjóna- bandið entist. Aðalmálið hjá Madonnu og Guy er hins vegar menntun sonar þeirra, Roccos. Guy leggur hart að Madonnu að hann fái breska skólagöngu og vill alls ekki að hann alist upp í Bandaríkjunum; sér í lagi í New York en þangað hyggst Madonna flytja. Madonna hefur hins vegar farið fram á að Rocco fylgi henni, Lourdes og David og þar stendur hnífurinn í kúnni. Einn vinur þeirra hjóna lét hafa eftir sér í samtali við News of the World að líklegast væri að Rocco fylgdi mömmu sinni vest- ur um haf. „Annar möguleiki væri náttúrlega að Rocco gengi í skóla í Bretlandi en færi síðan til Bandaríkjanna í öllum fríum,“ bætir náinn vinur skötuhjúanna við. Samkvæmt vinum Madonnu ætlar hún sér að ættleiða annað barn og komast þannig yfir skiln- aðinn. Fyrir utan deiluna um Rocco virðist flest frágengið. Guy fær 10 milljónir punda í reiðufé og glæsivilluna þeirra í Wiltshire. Hann heldur barnum sínum en eignir þeirra í London verða í eigu Madonnu. Lourdes er sáttasemjarinn SÁTTASEMJARINN Lourdes er sögð hafa komið því til leiðar að skilnaður stjúpföður hennar og móður verði ekki blóðugur. Á MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Madonna og Guy ætla ekki að féfletta hvort annað fyrir dómstólum. Þeirra helsta deilumál er sonurinn Rocco.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.