Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 34
22 27. október 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Umspilsleikur fyrir EM 2009 Írland-Ísland 1-1 0-1 Hólmfríður Magnúsdóttir (1.), 1-1 Stefanie Curtis (63.). N1-deild karla í handbolta Haukar-Víkingur 37-23 (18-14) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/3 (13/4), Stefán Rafn Sigurmannsson 6 (8), Einar Örn Jónsson 6/3 (8/3), Kári Kristján Kristjánsson 5 (6), Pétur Pálsson 4 (5), Gunnar Berg Viktors- son 3 (5), Elías Már Halldórsson 2 (4), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Arnar Jón Agnarsson 1 (2), Gísli Jón Þórisson 1 (4), Freyr Brynjarsson (1), Andri Stefan (4) Varin skot: Gísli Guðmundsson 26/1 (48/2 54,2%), Birkir Ívar Guðmundsson (1/1) Hraðaupphlaup: 13 (Stefán 5, Elías 2, Einar 2, Kári 2, Heimir, Gunnar) Fiskuð víti: 7 (Kári 3, Freyr, Elías, Arnar, Sigur- bergur) Utan vallar: 6 mínútur Mörk Víkings (skot): Davíð Ágústsson 5 (6), Óttar Filip Pétursson 3 (4), Hreiðar Haraldsson 3 (6), Davíð Georgsson 3/2 (9/3), Sigurður Örn Karlsson 2 (2), Sverrir Hermannsson 2 (5), Þröstur Þráinsson 2 (7), Sveinn Þorgeirsson 2 (8), Björn Viðar Björnsson 1 (1)Pálmar Sigurjónsson (2), Vigfús Þormar Gunnarsson (5) Varin skot: Björn Viðar Björnsson 16(46/5 34,8%), Árni Gíslason 3/1 (10/2 30%) Hraðaupphlaup: 10 (Sigurður 2, Hreiðar 2, Þröstur 2, Óttar 2, Davíð Á., Davíð G.) Fiskuð víti: 3 (Sveinn 2, Davíð) Utan vallar: 16 mínútur STAÐAN Í DEILDINNI 1. FH 6 3 2 1 +8 8 2. Akureyri 6 4 0 2 +5 8 3. Valur 6 3 2 1 +19 8 4. Fram 5 3 1 1 +9 7 5. HK 6 3 0 3 -10 6 6. Haukar 6 3 0 3 +9 6 7. Stjarnan 5 1 1 3 -9 3 8. Víkingar 6 0 0 6 -33 0 ÚRSLIT > Ólafur í danska handboltann? Fréttir þess efnis að handknattleiksmaðurinn Ólafur Stef- ánsson sé á leið til danska þriðju deildarliðsins Alberts- lund/Glostrup, sem er í eigu dansks skartgripasala og milljarðamærings, hafa farið á milli manna eins og eldur um sinu undanfarið. Ólafur vildi lítið tjá sig um málið þegar Fréttablaðið kannaði stöðuna á honum í gær. „Ég hef ekkert að segja um þetta mál að svo stöddu. Það gæti þó eitthvað breyst á næstu dögum,“ segir Ólafur. HANDBOLTI Haukar unnu sinn fyrsta sigur í fjórum leikjum þegar Íslandsmeistararnir rúlluðu yfir slaka Víkinga, 37-23, í N1- deild karla í gær. Eins og tölurnar gefa til kynna voru Haukar miklu betri aðilinn í leiknum og er erfitt að sjá fyrir sér hvar Víkingar ætla að hirða stig í vetur en Víkingar hafa tapað sex fyrstu leikjum sínum í deild- inni. Munurinn á liðunum var fjögur mörk í hálfleik, 18-14, en síðari hálfleikur var eign Haukamanna. Haukar skoruðu þá 19 mörk gegn 9 og fengu ungir leikmenn í báðum liðum að spreyta sig er leið á leik- inn. Bestur þeirra var Stefán Rafn Sigurmannsson sem átti mjög góða innkomu í vinstra hornið hjá Haukum. „Við erum að vinna í því að fá upp meiri einbeitingu og leikgleði í þessum deildarleikjum. Í dag voru menn beittir. Við náum sex marka forystu í fyrri hálfleik og áttum möguleika á því sjöunda en klikkum úr dauðafæri og þeir ná að klóra aðeins til baka en mér fannst við vera einbeittir og þess vegna endar þetta í fjórtán mörk- um,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Menn mættu einbeittir til leiks og voru tilbúnir að spila alvöru leik og gefa sig á fullu í þetta. Gísli varði vel í markinu og 6-0 vörnin gekk vel. Það stóðu sig margir vel í dag. Það var gaman að sjá Stefán Rafn, ungan strák, koma sterkan inn í hornið og Heimir Óli stóð sig vel síðustu mínúturnar í vörninni. Mjög efnilegir strákar.“ Haukar eru í fimmta sæti með sex stig, tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í FH sem þeir mæta á Kaplakrika í næsta leik. „Það verður alvöru leikur. Loksins er Haukar-FH alvöru leikur aftur. Ég hlakka mikið til,“ sagði kátur Aron Kristjánsson í leikslok. - gmi Víkingar voru engin mótspyrna fyrir Íslandsmeistara Hauka að Ásvöllum í N1-deild karla í gær: Haukarnir náðu að hrista af sér slenið HARÐFYLGI Haukar hreinlega keyrðu yfir nýliða Víkinga að Ásvöllum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI María Björg Ágústsdótt- ir átti góðan leik í marki íslenska liðsins í gær og bjargaði til að mynda í tvígang glæsilega með góðri markvörslu. „Ég fann mig mjög vel. Ég reyndi að hafa undirbúninginn fyrir leikinn nákvæmlega eins og fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Val, þar sem ég fann mig vel og kom því með mitt eigið kaffi út og svona. Þannig að mér leið mjög vel og þekki þessar stelpur í vörninni vel,“ segir María. María gat þó ekki leynt vonbrigð- um sínum í leikslok og var svekkt með að hafa fengið á sig mark. „Þetta fór ekki alveg eins og ég ætlaði mér, því ég var ákveðin í að halda hreinu. Völlurinn var þungur og það var erfitt að stjórna boltanum en vonandi verður þetta betra á Laugardals- vellinum. Við eigum mikið inni fyrir seinni leikinn og við tökum þetta næst,“ segir María. - óþ María Björg Ágústsdóttir: Við tökum þetta næst MARÍA BJÖRG Átti góðan leik og var öryggið uppmálað í marki Íslands í gær. MYND/SPORTSFILE Landsliðskonurnar reynslumiklu Edda Garðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir eru enn ákveðnari að sjá til þess að íslenska liðið komist á lokakeppni EM 2009 eftir jafntefli gegn Írum í fyrri umspilsleik liðanna í gær. Þær telja báðar að íslenska liðið eigi mikið inni fyrir seinni leik liðanna á Laugardalsvelli á fimmtudag. „Okkur líður dálítið eins og við höfum tapað leiknum, þar sem við fengum nokkur góð færi til þess að klára leikinn á lokakaflanum. Við vorum hins vegar að gera mikið af litlum mistökum í leiknum sem skipta kannski talsverðu máli þegar allt er tekið saman í lokin. Móttaka og fyrsta snerting klikkuðu mikið hjá okkur og við þurfum að laga það fyrir seinni leikinn. Þegar upp er staðið er jafntefli og mark á útivelli kannski ekkert svo slæm úrslit en við verðum að sýna betri leik á Laugardalsvelli,“ segir Edda og Katrín tekur undir með henni. „Við getum spilað betur en við gerðum í þessum leik og ég tel okkur vera með sterkara lið en það írska og við ætlum að gera betur á heimavelli. Við erum búnar að vinna markvisst að þessu í tvö ár og við ætlum að vinna heima og fara þangað,“ segir Katrín ákveðin. Báðar vonast þær stöllur eftir góðri mætingu á Laugardalsvöll, nú þegar mest liggur við. „Ef einhvern tíma er þörf á stuðningi, þá er það nú. Núna er þetta bara upp á líf og dauða. Þetta er auð- vitað líka síðasti mögu- leikinn fyrir okkur gömlu kerlingarnar að komast á stórmót,“ segir Edda á léttum nótum og Katrín bætir við: „Vonandi mætir fullt af fólki á leikinn, skellir sér í kraftgallann og mætir bara með kakó og stemn- ingu.“ EDDA GARÐARSDÓTTIR OG KATRÍN JÓNSDÓTTIR: SVEKKTAR EFTIR JAFNTEFLIÐ EN BJARTSÝNAR Á FRAMHALDIÐ Ef einhvern tíma er þörf á stuðningi þá er það nú FÓTBOLTI Ísland og Írland skildu jöfn, 1-1, í fyrri umspilsleik lið- anna á Richmond Park-vellinum í Dublin í gær en sigurvegari úr viðureigninni tryggir sér farseðil- inn á lokakeppni EM 2009 í Finn- landi. Landsliðsþjálfarinn Sigurð- ur Ragnar Eyjólfsson var þokkalega sáttur í leikslok í gær. „Það er mikilvægt að hafa náð að skora mark á útivelli og við höfum því smá yfirhönd fyrir seinni leikinn og okkur dugir 0-0 til þess að vinna einvígið. Þær þurfa því vitanlega að opna sig eitthvað í þeim leik og það gefur okkur ákveðna möguleika. Annars á ég von á spennandi og erfiðum leik eins og þessi leikur var á þeirra heimavelli,“ segir Sigurður Ragnar. Íslensku stelpurnar mættu grimmar til leiks og strax á fyrstu mínútu leiksins náði Hólmfríður Magnúsdóttir að skora fyrsta mark leiksins eftir frábæran und- irbúning Rakelar Hönnudóttur, sem vann boltann úti á hægri kant- inum og kom honum fyrir markið. Draumabyrjun hjá Íslandi. Það var svo Rakel sjálf sem fékk besta færi Íslands í fyrri hálfleik eftir það en skot hennar fór rétt fram hjá írska markinu. Varnar- lega voru íslensku stelpurnar fast- ar fyrir og náðu að halda írska lið- inu í skefjum og staðan var enn 0-1 fyrir Ísland í hálfleik. Írsku stúlkurnar náðu að jafna metin eftir um klukkutíma leik og var þó nokkur heppnisstimpill á markinu. Varamaðurinn O‘Toole kom boltanum á Stefanie Curtis sem skaut að marki en boltinn hafði viðkomu í Ástu Árnadóttur og fór þaðan í boga yfir bjargar- lausa Maríu Björgu Ágústsdóttur í marki Íslands. Hvorugt liðið náði að skora eftir þetta og því ljóst að fram undan er gríðarlega spennandi leikur á Laugardalsvelli á fimmtudaginn 30. október. „Þær voru meira með boltann en mér fannst við vera að fá hættu- legri marktækifæri og þetta hefði eflaust getað fallið á hvorn veginn sem var,“ segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar var sér í lagi ánægður með fyrri hálfleikinn. „Ég var tiltölulega ánægður með fyrri hálfleikinn, við náðum að skora gott mark og hefðum getað skorað fleiri. Mér fannst hins vegar vanta meiri yfirvegun í okkar leik í síðari hálfleik,“ segir Sigurður Ragnar. „Það er vonandi að íslenska þjóðin fjölmenni á völlinn og ég held að stuðningur áhorfenda geti gert gæfumuninn. Það væri frá- bært að ná að búa til ljónagryfju á Laugardalsvellinum. Ég vona að við eigum talsvert inni fyrir seinni leikinn og draumurinn lifir alla- vega í níutíu mínútur í viðbót,“ segir Sigurður Ragnar. omar@frettabladid.is Draumurinn lifir enn góðu lífi Ísland og Írland skildu jöfn, 1-1, í fyrri umspilsleik liðanna um laust sæti á lokakeppni EM kvenna 2009. Hólmfríður Magnúsdóttir kom Íslandi yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en Írland jafnaði í seinni hálfleik. Úrslitin eru ásættanleg fyrir íslenska liðið sem á heimaleikinn eftir og draumurinn um EM lifir því áfram. SIGURÐUR RAGNAR Landsliðsþjálfarinn var þokkalega sáttur í leikslok í gær en telur liðið eiga enn talsvert inni. MYND/SPORTSFILE DRAUMABYRJUN Íslensku stelpurnar fagna hér marki Hólmfríðar Magnúsdóttur sem kom strax á fyrstu mínútu leiksins í gær. Það reyndist vera eina mark Íslands í leiknum en vitanlega er drjúgt að skora á útivelli í útsláttarfyrirkomulagi þar sem samanlögð úrslit heima og að heiman gilda og fleiri mörk á útivelli gilda ef markatalan er jöfn.. MYND/SPORTSFILE

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.