Fréttablaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 1
66 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 29. október 2008 – 44. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Ingimar Karl Helgason og Björn Ingi Hrafnsson skrifa Geir H. Haarde forsætisráherra var kynnt ítarleg áætlun að kvöldi 29. september, um hvernig af- stýra mætti kerfisfalli íslenskra banka, með þátt- töku ríkisins í sameiningu banka. Þetta var, samkvæmt heimildum Markaðarins, á fundi með Björgólfi Thor Björgólfssyni, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Árnasyni. Á þessum tíma hafði íslenska ríkið nýtekið yfir 75 prósenta hlut í Glitni, meðal ann- ars með þeim rökstuðningi að bank- inn væri í raun gjaldþrota. Landsbankamenn sögðu þá Geir meðal annars frá því að samruni Glitnis, í þáverandi mynd, og Lands- bankans, væri að þeirra mati, lík- legasta leiðin til að tryggja kerfis- legan stöðugleika og alþjóðlega fjár- mögnun. Fram kemur í glærukynningu á hugmyndum Landsbankamanna, sem Markaðurinn hefur undir höndum og fullyrt er að hafi verið farið yfir með forsætisráðherra, að Glitnir væri, þrátt fyrir að- komu ríkisins, mjög veikburða, bæði með tilliti til eigin fjár og lausafjár. Hlutafjárframlag ríkis- ins, sem nam 600 milljónum evra, dugi vart til að jafna beint tap Glitnis og þar með veikari stöðu eigin fjár bankans. Því þyrfti ríkissjóður að út- vega Glitni verulegt lausa- og eigið fé til viðbótar við það sem þá hafði verið rætt um, 600 milljónir evra, eða sem þá nam 90 milljörðum króna. Því væri ljóst, sögðu Landsbankamenn, að áhætta á verulegum kerfisvanda í íslenska banka- kerfinu, væri enn til staðar. Landsbankamenn sögðu við forsætisráðherra að sameining bankanna, í einn banka með sterkt eiginfjárhlutfall og aðild ríkis- sjóðs, myndi styrkja fjármögnun- argrundvöll hans til frambúðar og bæta samkeppnisstöðu hans, líka með tilliti til Icesave-reikninganna. Fram kom í kynningu Landsbankamanna að samanlagt tap af yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni næmi 170 milljörðum króna. Þeir lögðu til að ríkið legði sem þá nam 100 milljörðum króna til viðbótar inn í Glitni. Þá yrðu Landsbankinn og Straumur sameinaðir. Síðan yrðu Landsbankinn og Glitnir sameinaðir. Eftir þetta ætti ríkið ráðandi hlut í bankanum, 37,3 prósent, Samson, félag Björgólfsfeðga, ætti 22,4. Aðrir hluthafar Landsbankans ættu tæp 20 prósent en hluthafar í Straumi tæp 13 prósent. Hluthafar í gamla Glitni, hverra hlutur hafði minnkað verulega við yfirtöku ríkisins, ættu tæp sex prósent. Sameiningin átti að afstýra algjöru hruni Landsbankamenn lögðu hart að ríkinu að standa að sam- einingu við Straum og Glitni til að koma í veg fyrir algjört hrun. Þetta var eftir að ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni. FORSÍÐA FRÉTTABLAÐSINS 29. SEPT- EMBER OG LOKAGLÆRA KYNNINGAR LANDSBANKANS MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 50 00 ÞRIÐJUDAG UR30. se ptember 20 08 — 266. t ölublað — 8 . árgangur VEÐRIÐ Í D AG BJARKI RAF N ALBERTS SON Róið á kvö ldin með kajakklúb bnum • heilsa • nám Í MIÐJU BL AÐSINS Kajakklúbburinn Kaj, félag kajakræðara á Austurlandi, stendur fyrir reglulegum kvöld- róðrum á fjörðun Oft tökum við með okkur nýliða og þá förum við styttri ve l ir kostar mikl Á Austfjörðum er starfræktur j j g g Albertsson hefur verið félagi í nokkur ár og líkar vel. Hann segir róðrana afsl appandi. Vægttab 30 kilo på 30 uger REYKJANESBÆR AKUREYRI Léttist um 30 kíló á 30 vikum Ferðalög, kung fu o g færeyskir tónar Sérblað um Hafnarfjörð FYLGIR FRÉ TTABLAÐIN U Í DAG Fjallar um h reinsun líffæ ra með g FÓLK 30 Ánægjulegir endurfundir Stjörnurnar úr söng- leiknum Bugs y Malone, sem settur var upp í Loftkastalanu m fyrir tíu árum, gerð u sér glaðan dag um helgina. FÓLK 22 Vitleysa í sjónvarp Þórhallur Þórh allsson og Eyvindur K arlsson stýra nýja þæ ttinum Vitleysu á sjón varps- stöðinni ÍNN. FÓLK 30 Bestur þegar mest lá við FH-ingurinn Guðmundur S æv- arsson er leik- maður lokaum ferðar Landsbankad eildar hjá Fréttablað inu. ÍÞRÓTTIR 26 Laganám í al darspegli Lagadeild Hás kóla Íslands fa gnar aldarafmæli. TÍMAMÓT 18 NORÐAN K ALSI Í dag v erða víðast norðan 5-13 m/s, hvass ast NV-til. Skúrir eða s lydduél nor ðan til og austan með snjóéljum á heiðum. Dálítil rignin g suðvestan til fyrir hádegi. Hiti 0-8 stig, m ildast syðst. VEÐUR 4 3 3 2 66 VIÐSKIPTI Íslenska ríkið eign aðist 75 prósen ta hlut í Glitni í g ær. Landsban kamenn á ttu fund með forsætisrá ðherra í gærkvöld i og ræddu sam einingu vi ð Glitni. „Þú færð e kkert út ú r mér,“ sag ði Björgólfu r Thor B jörgólfsso n við blaðaman n Frétta blaðins, þegar hann gek k út úr stjórnarrá ðinu, eftir kvö ldfundinn með Ge ir H. Haarde, forsætisrá ðherra, á samt bankastjó rum Land sbankans. Samkvæm t heimild um Frétt a- blaðsins r æddu þei r við fors ætis- ráðherra u m stöðu m ála í fjárm ála- heiminum , í kjölfar kaupa rík isins á hlut í Gl itni. Heimildir herma a ð Landsb anka- menn sýn i því áhug a að same inast Glitni. T ilgangur þess yrð i að tryggja tr austa eigin fjárstöðu sam- einaðs ban ka. Rauna r er einnig sagt að aðeins hafi verið skipst á skoð- unum um stöðu má la. Enginn tjáir sig opinbe rlega. Stjórnend ur Glitnis óskuðu e ftir fyrirgreið slu um þe ssa upphæ ð frá ríkinu fyr ir helgi. Bankinn hafði lánalínur f rá þýska L andesbank an- um, auk skriflegs fyrirheits frá Nordeaba nkanum í Svíþjóð. Síðar- nefnda fy rirheitið g ekk til ba ka á þriðjudag og í kjölfa r nýlegrar lán- töku íslen ska ríkisin s til styrki ngar gjaldeyris varaforða ns ákvað þýski bankinn ó vænt að in nkalla lán alín- ur Glitnis þar sem á hætta gag nvart íslenskum lántakend um væri o rðin of mikil. Davíð Odd sson, Seðl abankastj óri sagði í gæ r, að ýmsa r leiðir he fðu verið ræd dar. „Marg víslegar m ark- aðslausnir ,“ hafi kom ið til grein a. - bih , ikh - sjá s íður 4, 6, 8 , 10 og 14 Landsbank amenn á k völd- fundi í for sætisráðun eytinu Björgólfu r Thor Bj örgólfsso n og bank astjórar L andsbank ans rædd u við fors ætisráðhe rra um sa mruna Landsban ka og Gli tnis á kvö ldfundi. L ánalínur og lánslo forð til G litnis vor u afturkö lluð fyrir helgi. BJÖRGÓLFU R THOR BJÖ RGÓLFSSON GENGUR Í ÁTT AÐ STJ ÓRNARRÁÐ INU Í GÆRK VÖLDI Sigur jón Þ. Árnas on og Halld ór J. Kristján sson elta. Fo rsvarsmenn Landsbank ans áttu klukkustund ar langan fu nd með Ge ir H. Haarde forsætisráð herra í gærk völdi. Engin n vildi tjá si g eftir fundi nn. FRÉTTABLAÐ IÐ/DANÍEL Jón Ásgeir Jó hannesson, stjórnarform aður Baugs, harðorður í g arð Seðlaban kans i in óhu gnanleg Standard & Poors lækka ði í gærkvöl di lánshæfis mat íslensk a ríkisins. Þ á var horfum bre ytt úr stöðu gum í neikv æðar. Fram kemu r að lágar sk uldir ríkisins geri því kle ift að stand a við yfirlýsi ng- ar um Glitn i auk þess a ð geta séð f jármálakerf inu fyrir lau safé til skam ms tíma reynist þess þörf. S tærð fjármá lakerfisins g agnvart ríkin u geti þó ha ft neikvæð áh rif. Matsfyrirtæ kið hefur ei nnig lækkað lánshæfise inkunn Glitn is. Þar eru horfur enn taldar neikv æðar. Lánshæfism at ríkisins l ækkað Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Er prentverkið Svansmerkt? Inneignir peningamarkaðssjóða Landsbankans verða greiddar út í dag. Tap fjárfesta nemur tæpum þriðjungi. Bankinn til- kynnti í gær fyrstur bankanna, að búið væri að leysa upp pen- ingamarkaðssjóði hans. Í tilkynningu bankans segir að umrót „eins og það sem nú hefur orðið þýðir verulegt verðfall skuldabréfa innlendra banka. Það sama á við um skuldabréf fleiri útgefenda á markaði.“ Innistæð- ur í sjóðunum hafa því rýrnað að verðgildi. Þeir sem áttu pen- ingabréf í krónum fá greidd 68,8 prósent af innistæðu sinni fyrir lokun sjóðanna. Lægst er end- urgreiðslulhlutfallið á peninga- bréfum í bandaríkjadölum, 60 prósent, hæst í breskum pund- um, 74,1 prósent. Krónusjóðurinn var lang- stærstur, um 100 milljarðar fyrir lokun, en alls munu 120 milljarð- ar hafa verið í sjóðunum fimm. Af þeim verða nú 83 milljarðar greiddar út, afgangurinn tapað- ist við hrun bankanna. „Mismunandi eignasamsetn- ing sjóðanna þegar lokað var fyrir viðskipti í þeim skýrir mismunandi endurgreiðsluhlut- fall,“ segir Stefán H. Stefáns- son, framkvæmdastjóri eigna- stýringarsviðs Landsbankans. Hann segir að Landsbankinn hafi sjálfur keypt mikið af bréf- um sjóðanna. Stefán segir að unnið hafi verið að upplausn sjóðanna allt frá því að markaðir stöðvuð- ust og að ekkert samráð hafi verið milli bankanna um upp- lausn þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Glitni og Kaupþingi mun vera að vænta tilkynningar frá þeim á allra næstu dögum varðandi upplausn peningamarkaðssjóða þeirra. -msh Greitt úr peningamarkaðssjóðum „Við höfum verið að vinna heima- vinnuna okkar og sett erlenda lánardrottna inn í málið,“ segir Agnar Hansson, forstjóri Spari- sjóðabankans, áður Icebank. Frestur Sparisjóðabankans til að leggja fram rúma sextíu milljarða króna í viðbótarveð hjá Seðlabankanum rennur út í dag. Fram hefur komið að takist bank- anum það ekki séu líkur á að hann fari í þrot og geti sogað aðra sparisjóði með sér í fallinu. Agnar segir Sparisjóðabank- ann hafa lagt allt kapp á að fá frest til að vinna frekar í málinu. Örlög Sparisjóðabankans liggi nú á borði fjármálaráðuneytis. Ekki náðist í Árni Mathiesen fjármálaráðherra vegna málsins í gær. - jab Bíður svars AGNAR HANSSON Frestur Sparisjóða- bankans til að leggja fram viðbótarveð hjá Seðlabankanum rennur út í dag. Fáist ekki frestur til þess eru líkur á að bankinn fari í þrot. MARKAÐURINN/ARNÞÓT Orðskýringin Hvað eru varglán? Bjarni Már Gylfason Hagur okkar allra Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Ákveður stýrivexti 4 Verkfræðistofan Mannvit opnaði skrifstofu í Búdapest í Ungverja- landi á dögunum. Í tilefni opnunarinnar efndi Mannvit til vel sóttrar ráðstefnu ytra undir yfirskriftinni „Græn orka“ en þar var fjallað um nýj- ungar og tækifæri í orkumálum fyrir sveitarfélög og fyrirtæki í Ungverjalandi. Þá voru kynnt verkefni Mannvits þar í landi á sviði jarðhitanýtingar síðastliðin tvö ár. - jab Útrás í Ungverjalandi Boeing semur | Bandaríski flug- vélaframleiðandinn Boeing hefur náð samkomulagi við Alþjóða- samtök vél- og flugvirkja og þar með líkast til bundið enda á átta vikna langt verkfall. Samtökin kjósa um samninginn, sem er til fjögurra ára, í næstu viku. Verk- fallið hefur náð til 27 þúsund starfsmanna í Bandaríkjunum. Hægir á í Dubai | Útlit er fyrir að alþjóðlega fjármálakreppan sé farin að segja til sín í Dubai. Undanfarin ár hefur spreng- ing orðið í byggingarstarfsemi í furstadæminu, með ævintýra- legum hótelbyggingum, mann- gerðum eyjum og risaturnum, en fyrirhugað er að klára byggingu stærsta skýjakljúfs heims síðar í ár. Þriðjungur þjóðarframleiðslu Dubai er í byggingariðnaðinum. GM sækir um neyðarlán | GM, stærsti bílaframleiðandi Banda- ríkjanna, hefur óskað eftir 10 milljarða dollara neyðarláni frá bandarískum stjórnvöldum. Lánið á að nota til að fjármagna kaup á bílaframleiðandanum Chrysler en sameiningin á að bjarga GM frá gjaldþroti. Mark- aðsvirði GM eru þrír milljarðar Bandaríkjadala, og á ríkið að fá hlutabréf í sameinuðu fyrirtæki. Á bloggsíðu Wall Street Journal er nú talað um GM sem „Govern- ment Motors“. Ný „endurgjöf“ | Barney Frank, formaður bankamálanefndar neðri deildar Bandaríkjaþings og einn valdamesti demókratinn í þinginu, lýsti því yfir í við- tali við bandarísku sjónvarps- stöðina NBC að myndu demó- kratar vinna jafn stóra sigra og spáð hefur verið í næstu kosn- ingum megi vænta nýrrar „end- urgjafar“ í reglugerð og eftirliti (New Deal) eftir kosningarnar, með hertum reglum á fjármála- stofnanir. Breskar fasteignir | Samkvæmt breska fjármálaeftirlitinu fjölg- aði Bretum sem misstu heimili sín í nauðungarsölum um 71 pró- sent milli ára. Sömuleiðis hefur þeim sem eru í vanskilum með fasteignalán sín um 16 prósent, en nú eru 312.000 Bretar í van-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.