Fréttablaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 5
MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 F R É T T I R „Nýherji hefur undan- farin ár byggt upp mikla þekkingu og reynslu í rekstri á Avaya-sím- kerfum, svo sem fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir hér á landi og víða erlendis,“ segir Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri Nýh- erja, en Nýherji hefur tekið að sér rekstur og viðhald Avaya-netsíma- kerfis fyrir danska hugbúnaðar- félagið SimCorp, en félagið hefur 12 starfsstöðvar í 11 löndum. Starfsemin mun rekin í fjarþjón- ustu frá Íslandi. SimCorp þróar og selur meðal annars fjárfest- ingarbúnað fyrir stjórn- endur fjármálafyr- irtækja, en það hefur starfsemi í 14 löndum og hefur 1.100 starfs- menn. Víðir Krist- ófersson, yfirmað- ur samskiptakerfa hjá félaginu, segir því að símkerfið sé mikilvægt fyrir starfsemi félags- ins. „Við þurftum því góðan sam- starfsaðila fyrir rekstur kerfis- ins og leituðum til Nýherja, sem hefur áralanga reynslu á þessu sviði.“ -msh Reka símkerfi SimCorp ÞORVALDUR JACOBSEN „Við ætlum að afhenda stjórn- völdum pakka af tillögum með slaufu,“ segir Björk Guðmunds- dóttir söngkona. Henni er full al- vara. Átta vinnuhópar fólks úr ýmsum kimum samfélagsins hafa frá á sunnudag fyrir tæpum hálfum mánuði unnið að tillögum um nýsköpun og fjölbreytileika í samfélags- og atvinnuþróun á Ís- landi án stóriðju. Áætlað er að hundrað manns hafi tekið þátt í verkefninu. Að fundinum fyrir hálfum mán- uði stóðu Háskólinn í Reykja- vík, Klak og Fræ, stofnun innan HR um almannaheill. Björk segir þátttakendur hafa verið ólma í að hittast aftur svo einhver niður- staða fáist um tillögur sem verði afhentar stjórnvöldum. „Við erum að vinna úr raunhæfum úr- lausnum,“ segir hún. Björk, sem lagði grunn að verkefninu fyrir rúmum tveim- ur mánuðum, segir meirihluta hópsins búa yfir mikilli reynslu á sviði nýsköpunar og rekstri sprotafyrirtækja. „Við erum ekki að finna upp hjólið en núna er kannski grundvöllur fyrir því að það sé hlustað á okkur,“ segir hún. - jab BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR „Við erum ekki að finna upp hjólið,“ segir Björk. MARKAÐURINN/STEFÁN Stjórnvöld fá tillögur að gjöf Samkvæmt nýjum mælingum Conference Board eru vænt- ingar bandarískra neytenda nú hinar verstu í sögu mælinganna, en samtökin byrjuðu að mæla væntingar neytenda 1967. Nærri fjórir af hverjum tíu neytendum telja að efnahagsástandið muni versna næsta hálfa árið, meðan innan við tíu prósent telja ástand- ið muni batna. Áhyggjur af efnahagsástand- inu virðast einnig vera farnar að hafa neikvæð áhrif á heilsu- far fólks, því samkvæmt könn- un sem fyrirtækið ComPsych hefur gert sofa níu af hverjum tíu bandarískum verkamönnum illa vegna fjárhagsáhyggna. Um þriðjungur sagðist hafa áhyggjur af kreditkortaskuldum. - msh Bandaríkjamenn æ bölsýnni BUSH BANDARÍKJAFORSETI Neytendur vestanhafs hafa ekki verið svartsýnni frá því mælingar hófust. Margir eru sagðir svefnlausir af fjárhagsáhyggjum. MARKAÐURINN/AP „Upplýsingatækninni hefur verið gefinn allt of lítill gaumur síðan netbólan sprakk og menn einblínt á önnur tæki- færi meðan fjármálageirinn óx,“ segir Hall- dór Jörgensson, framkvæmda- stjóri Microsoft á Íslandi. Hann segir mikil út- flutningstæki- færi í upplýs- ingatækni. Microsoft á Íslandi hefur til- nefnt EJS og Landsteina Streng sem samstarfsaðila ársins 2008, en Landsteinar Strengur hefur, ásamt LS Retail, fengið inngöngu í svo- kallaðan „Inner Circle“-hóp sam- starfsaðila Microsoft-fyrirtækis- ins. Halldór bendir á að aðeins eitt prósent samstarfsaðila Microsoft fái inngöngu í hópinn. „Það hefur vakið athygli í höf- uðstöðvum Microsoft og er fram- úrskarandi árangur fyrir land eins og Ísland,“ segir Halldór. Hann bendir á að þróun á viðskiptakerf- um hér sé á heimsmælikvarða, sem sjáist meðal annars af ár- angri fyrirtækja eins og LS Retail, sem hefur selt viðskiptakerfi fyrir verslanir um allan heim. - msh UT gefinn of lítill gaumur SIGURJÓN PÉTURSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.