Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 50005. nóvember 2008 — 303. tölublað — 8. árgangur KOLBRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR Brunaði á mótorfáki eftir þjóðvegi 66 • ferðir • nám Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Maðurinn minn og vinir hans voru lengi búnir að láta sig dreyma umað aka Rout 6 vegum suður til O l Gamall draumur rættist Félagsráðgjafinn Kolbrún Ögmundsdóttir fór á dögunum í mótorhjólaferð um Bandaríkin ásamt eigin- manni sínum, Jóni Þór Eyjólfssyni, og félögum þeirra. Þau óku eftir Route 66, frá Los An l Kolbrún og félagar óku eftir Route 66 sem liggur frá Chicago til Los Angeles. MYND/ÚR EINKASAFNI RAUÐI KROSSINN stendur fyrir fjölda ólíkra nám- skeiða á hverju ári. Námskeiðin eru allt frá því að vera grunnnámskeið í skyndihjálp til þess að vera undirbún- ingsnámskeið fyrir tilvonandi sendifulltrúa sem hyggja á dvöl á fjarlægum slóðum. Ertu starfandi í greininni e›a í grein henni tengdri?Hefur flú áhuga á a› ljúka flví námi sem flú hófst?Bættu um betur – Húsasmí›i er tilraunaverkefni sem mi›ar a› flví a› meta færni sem vi›komandi b‡r yfir inn í skólakerfi›, óhá› flví hvernig hennar hefur veri› afla›. Markmi›i› er a› flátttakendur í verkefninu ljúki sveinsprófi. Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA – fræ›slu- setur í síma 590-6400 og fá frekari uppl‡singar um verkefni›. fiar er einnig hægt a› skrá sig á kynningarfund sem ver›ur haldinn í kvöld kl. 18.00 a› Skúlatúni 2, 105 ReykjavíkNá i Hófst flú nám í húsasmí›ien laukst flví ekki? Ætla að efla starfsemina Barnavistun, félag dag- foreldra í Reykjavík, er fimmtán ára um þessar mundir. TÍMAMÓT 16 MIÐVIKUDAGUR FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR GUÐFINNUR HALLDÓRSSON Range Rover er geim óver Fólk situr uppi með lúxuskerrurnar FÓLK 30 Hrærðir yfir Íslandsför Frank Hvam og Casper Christiansen himinlifandi með Íslandsferðina. FÓLK 24 FÓLK Athyglisverður munur, sem snertir sögu landsins, hefur nú skotið upp kollinum á uppboðsvef danska uppboðshaldarans Bruun Rasmussen. Um er að ræða Cartier-úr sem jafnframt er varalitshylki úr 14 karata gulli. Hluturinn er á uppboðsvefnum sagður gjöf til Georgíu Björns- son, konu Sveins Björnssonar fyrsta forseta landsins, og er gefandinn enginn annar en Harry S. Truman, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti. Samkvæmt gengi dagsins í gær er hluturinn metinn á milli 130 til 180 þúsund krónur. Uppboðinu lýkur 26. nóvember. - jbg / sjá síðu 30 Varalitshylki frá Truman: Gjöf til forseta- frúar á uppboði Andspyrnuhreyfing Einar Már Jónsson segir frá þeim krókaleiðum sem áhrif stjórn- málamanna á menningarlíf fara stundum eftir. Í DAG 12 BJART EYSTRA Fram eftir degi verður allhvöss eða hvöss sunnan- átt vestan til á landinu annars mun hægari. Skúrir á víð og dreif vestan til en yfirleitt bjart veður á Norð- austur- og Austurlandi. Milt. VEÐUR 4 7 6 5 89 EFNAHAGSMÁL Willem H. Buiter hagfræðingur telur að í raun hafi aðeins verið völ á þrennum úrræð- um fyrir Íslendinga. Þeir hefðu getað leitað til Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins mun fyrr en raun varð á. Í öðru lagi nefnir hann að framtíðar- tekjum af orkuauðlindum hefði mátt breyta í fé. Þriðja úrræðið hafi einfaldlega verið að biðja til guðs. Buiter, sem, ásamt Anne Sibert, skrifaði svarta skýrslu um stöðu íslensku bankanna í vor, segir að þegar þau hófu skoðun á íslensku bönkunum í byrjun árs hefðu veik- leikar þeirra strax orðið ljósir. Þetta hefði hver sem er átt að sjá árið 2004 eða jafnvel enn fyrr. Lítið land með eigin mynt gæti ekki borið alþjóðlegar fjármálastofnan- ir. Þegar drög lágu fyrir að skýrslu þeirra í apríl hafi hún þegar verið send stjórnvöldum. Enn fremur hafi efni hennar verið rætt við menn úr Seðlabankanum í sumar. - ikh / sjá Markaðinn Willem H. Buiter hagfræðingur telur að í ár hefði fátt getað bjargað bönkunum: Íslendingar gátu beðið til guðs Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. VIÐSKIPTI Bankastjórn Seðlabanka Íslands á að sæta ábyrgð og víkja. Þetta segir skuggabankastjórn Markaðarins nauðsynlegan hluta í að endurvekja traust á hagstjórn landsins. Seðlabanki Íslands kynnir stýrivexti og Peningamál, efnahagsrit bankans, á vaxta- ákvörðunardegi sínum á morgun. Skuggabankastjórnin segir að á meðan ekki liggi fyrir til hvaða aðgerða verði gripið í efnahagsá- ætlun þeirri sem stjórnvöld hafa lagt fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn þurfi vextir að vera óbreyttir í 18 prósentum. Brýnast sé að ná tökum á krónunni. - óká / sjá Markaðinn Óbreyttir vextir á óvissutíma: Vilja að stjórn Seðlabanka víki STAÐAN TEKIN Skuggabankastjórn Mark- aðarins hittist í gær. Seðlabankinn birtir vaxtaákvörðun á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Meistaradeild Evrópu Nokkuð var um óvænt úrslit í leikjum gær- kvöldsins. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Á KJÖRSTAÐ Michelle, eiginkona Baracks Obama, og dætur hans, Malia og Sasha, fylgdu honum á kjörstað í Chicago í gærdag. Úrslit forsetakosninga Bandaríkjanna lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. NORDICPHOTOS / AFP VIÐSKIPTI Persónulegar ábyrgðir starfsmanna gamla Kaupþings af lánum til hlutabréfakaupa í bankan- um voru felldar niður með ákvörð- un stjórnar bankans þann 25. Sept- ember. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér síðdegis í gær. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að allar ákvarðanir sem teknar séu innan þriggja mánaða frá því félög komast í þrot séu endurskoðaðar í gjaldþrotabúinu. Sérstaklega sé það gert við einhliða ákvarðanir eins og þá sem stjórn gamla Kaup- þings tók í lok september. Hann segir mögulegt að skiptastjóri rifti ákvörðun stjórnarinnar og hefur stjórn Nýja Kaupþings þegar leitað eftir utanaðkomandi áliti lögmanns á því hvort ákvörðun stjórnarinnar sé riftanleg. Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, segir að með ákvörðun sinni hafi stjórn gamla Kaupþings gengið á rétt annarra hluthafa. „Það er beinlínis verið að ljúga að þeim um stöðu bankans,“ segir Vilhjálmur. „Ég varð ekki var við að þetta hafi verið tilkynnt á vef Kauphallarinnar en þessi ákvörðun hefði auðvitað átt að birtast þar. Auðvitað er þetta riftanlengt.“ Árni Páll Árnason, einn fulltrúa Samfylkingarinnar í viðskipta- nefnd Alþingis, segir mjög eðlilegt og sjálfsagt mál að kanna hvort ekki sé hægt að rifta þessum gjörn- ingi. Pétur Blöndal, formaður efna- hags- og skattanefndar Alþingis, segir að ákvörðun stjórnarinnar sýni að hún hafi ekki séð það fyrir að hlutabréf í bankanum kynnu að lækka og það finnist honum klaufa- legt. „Það er afar óréttlátt að starfs- menn bankans séu leystir undan ábyrgð meðan aðrir hluthafa sitja uppi með hana,“ segir Pétur. „Þarna er ekki gætt jafnræðis heldur er greinileg mismunun í gangi. Almenni hluthafinn, sem kannski hefur tapað ævisparnaðinum eða er með lán á bakinu fyrir hluta- bréfakaupunum, þarf að standa sína pligt.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, var ekki tilbú- in að tjá sig um málið í gærkvöldi. - bj, hhs. jse / sjá síðu 4 Hluthöfum í Kaup- þingi var mismunað Persónulegar ábyrgðir starfsmanna gamla Kaupþings af hlutabréfakaupum voru felldar niður. Óréttlátt og greinilega verið að mismuna hluthöfum segir stjórnarþingmaður. Logið að fólki segir formaður Félags fjárfesta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.