Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 4
4 5. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR Er mikið álag í vinnunni? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Oft koma fyrstu einkenni streitu fram sem stöðug þreyta og óþægindi í maganum og ónæmiskerfið starfar af minni krafti en áður. Rannsóknir sýna að LGG+ vinnur gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 18° 12° 15° 15° 12° 12° 14° 14° 10° 12° 23° 13° 17° 25° 4° 12° 21° 7° Á MORGUN 3-8 m/s FÖSTUDAGUR 3-8 m/s ÁGÆTT EYSTRA Einkar góðar veð- urhorfur eru fyrir norðaustan og um austanvert landið. Til þess að gera milt og hægur vindur og horfur á sólskini mjög víða. Sé horft á veðurhorfur næstu daga verður almennt þungbúið á landinu með rigningu eða skúrum á víð og dreif. Um helgina bendir allt til að lægð verði yfi r landinu með vætu í fl estum landshlutum. 7 7 6 7 5 8 8 9 9 8 2 13 9 6 7 4 4 9 12 10 16 12 6 6 8 106 5 4 6 86 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL Stjórn Kaupþings felldi niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda fyrirtækisins fyrir lánum vegna hlutabréfakaupa í bankanum í september. Ákvörðunin er umdeilanleg, og gæti verið riftanleg í þrotabúi, enda gerð skömmu áður en ríkið yfirtók starfsemi bankans, segir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Standi ákvörðun stjórnarinnar þurfa starfs- menn ekki að bera tap vegna hlutabréfa sem nú eru verðlaus. Lánin fyrir kaupunum verða þá eingöngu með veði í verðlausum hlutabréfum. Í yfirlýsingu frá fyrrverandi stjórn Kaup- þings kemur fram að persónulegar ábyrgðir starfsmanna hafi verið felldar niður á fundi stjórnar Kaupþings 25. september síðastliðinn. Á þeim tíma hafi verðmæti hlutabréfanna verið meira en skuldirnar. Ákveðið var að grípa til þessara aðgerða til að koma í veg fyrir að starfsmenn seldu bréf sín, til að verja sig tapi, segir í yfirlýsingunni. Þar segir að slík sala starfsmanna hefði haft mjög slæm áhrif á bankann á viðkvæmum tíma. Stefán Már segir að allar ákvarðanir sem teknar séu innan þriggja mánaða frá því að félög komast í þrot séu endurskoðaðar í gjaldþrotabúinu. Sérstaklega sé litið til einhliða ákvarðana sem þessara. Í þessu tilviki sé því mögulegt að skiptastjóri geti rift þessari ákvörðun. Fram til ársins 2005 voru samningar um hlutabréfakaup starfsmanna Kaupþings með innbyggðum sölurétti. Það þýddi að starfsmenn- irnir voru tryggðir gegn tapi af bréfunum, en gátu fengið hagnað í eigin vasa. Í yfirlýsingu frá stjórn Nýja Kaupþings kemur fram að leitað hafi verið eftir áliti lögmanns á því hvort ákvörðun stjórnar sé riftanleg. Þegar slík álitsgerð liggi fyrir muni stjórnin innheimta kröfurnar. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um annað en að innheimta þessar kröfur eins og aðrar kröfur á viðskipta- vini bankans. brjann@frettabladid.is Lagaprófessor telur mögulegt að rifta afnámi ábyrgðar Starfsmenn Kaupþings sem áttu hlut í bankanum tapa ekki standist ákvörðun stjórnar frá því í september. Stjórn Nýja Kaupþings segir að farið verði með skuldir starfsmanna eins og aðrar skuldir bankans. FYRRVERANDI STJÓRNENDUR KAUPÞINGS Fram kemur í sex mánaða uppgjöri Kaupþings frá því í júlí síðast- liðnum að skuldir stjórnenda og lykilstarfsmanna hafi numið um 36,8 milljörðum króna. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður (til vinstri), og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, voru meðal þeirra starfsmanna sem gert höfðu kaupréttarsamninga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þó að starfsmenn tapi ekki á verðlausum hlutabréfum, standi ákvörðun stjórnar Kaupþings, hafa starfsmenn sem fengu að kaupa hlutabréf á undirverði greitt skatt vegna kaupanna, og eiga ekki rétt á endurgreiðslu þótt hlutabréfin hafi reynst verðlaus. Skúli Magnús Eggertsson ríkisskatt- stjóri segir að þegar starfsmenn fái að kaupa hlutabréf í fyrirtæki sínu á und- irverði greiði þeir tekjuskatt af mismun á kaupverði og gangverði á bréfunum þegar kaupin fara fram. Skúli Magnús segir þá sem greitt hafi skatt af bréfum sem nú eru verðlaus enga kröfu eiga á skattinn um endurgreiðslu eða niðurfellingu á skattgreiðslum. Hluta- bréfakaup séu í eðli sínu áhættusöm, og þetta sé sú áhætta sem starfsmennirnir taki. Undanfarið hafa ýmsir sett sig í samband við ríkisskattstjóra til að kanna hvort tap af hlutabréfum, peningamark- aðssjóðum eða lífeyrissparnaði geti orðið til lækkunar á sköttum. Skúli Magnús segir að svör ríkisskattstjóra séu alltaf á eina leið: engin heimild sé til þess að lækka skatta einstaklinga vegna taps af þessum orsökum. KAUPRÉTTARHAFAR TAPA Á SKATTINUM SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON EFNAHAGSMÁL Hvorki Glitnir né Landsbanki Íslands liggja undir grun um að hafa fellt niður lán starfsmanna til kaupa á hlutabréf- um, sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra að loknum ríkis- stjórnarfundi í gær. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur viðskiptaráðherra óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið rann- saki hvort stjórn Kaupþings hafi fellt niður skuldir starfsmanna vegna kaupa á hlutabréfum í bank- anum skömmu áður en ríkið yfirtók bankann. Spurður hvort rétt sé að starfs- menn, sem fengið hafa lán, víki úr starfi á meðan á rannsókn standi sagði Björgvin að hann ætlaði ekki að dæma nokkurn mann fyrir fram. Bíða verði niðurstöðu rannsóknar- innar áður en frekari ákvarðanir verði teknar. Björgvin sagði að lokið yrði við að skipa í bankaráð viðskiptabank- anna í vikunni, þar fengju bæði stjórn og stjórnarandstaða fulltrúa. Í kjölfar hruns íslensku bankanna þarf að rannsaka það sem úrskeiðis fór, sagði Björgvin. „Það er örugglega margt sem hefur verið gert í okkar fjármála- umhverfi á undanförnum árum sem er löglegt en siðlaust. Við þurfum að fara í gegnum það núna, hvernig við byggjum upp nýtt, betra og heil- brigðara fjármálakerfi í landinu,“ sagði hann. - bj Starfsmenn ekki dæmdir fyrir fram segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra: Glitnir og LÍ ekki undir grun SKIPAÐ Í RÁÐ Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að skipað verði í bankaráð viðskiptabankanna þriggja í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Í frétt um stöðu dagmæðra í Frétta- blaðinu í gær var rangt farið með verð fyrir vistun barna í leikskólum Reykja- víkur. Verð fyrir barn giftra foreldra í níu klukkustunda er 22.459 krónur. LEIÐRÉTTING ALÞINGI Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra er ekki hæf til að fjalla um málefni bankanna, að mati Kristins H. Gunnarsson- ar, Frjálslynda flokknum. Kristinn segir Þorgerði hafa átt persónulegra hagsmuna að gæta í málefn- um Kaupþings þar sem hún og eiginmaður hennar, Kristján Arason, áttu hlutabréf. Kristinn hefur lagt fram fyrirspurn í þinginu þar sem hann spyr Þorgerði hvort hún telji sig hafa fullt og óskorað hæfi til að koma að yfirtöku ríkisins á viðskiptabönkunum og ákvörðunum er varða þá. - bþs Kristinn H. Gunnarsson: Segir Þorgerði vera vanhæfa KRISTINN H. GUNNARSSON EFNAHAGSMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra segir að skuldir Kristjáns Arasonar, eiginmanns hennar, við Kaupþing hafi ekki verið felldar niður. Kristján er framkvæmda- stjóri hjá Kaupþingi, og átti hlut í bankanum. „ Það er algerlega óþolandi ef ég, eða ekki síður minn maður, er sett í einhverja tortryggilega stöðu,“ sagði Þorgerður Katrín. „Við ákváðum að setja okkar sparnað í þetta félag og trúðum því að íslenskt efnahagslíf myndi standa sig. [...] Við erum ekki gjaldþrota. Við höfum minna heldur en áður, en það er bara eins og lífið er.“ - bj Ráðherra tapaði sparifénu: Erum ekki gjaldþrota HAMFARIR „Ég verð að viðurkenna það að mér stóð ekki á sama enda skalf allt innandyra,“ segir Sigurður Ágústsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn sem búsettur er í Grindavík. Þar skók jarðskjálfti sem mældist um 4,3 á Richter jörð enda voru upptök hans einungis um fjóra kílómetra frá. Ágúst Bjarnason, sem einnig býr í Grindavík, segir að hjá sér hafi munir hrunið úr hillum. - jse Jarðskjálfti í Grindavík: Munir hrundu úr hillum GENGIÐ 04.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,392 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,22 128,84 203,55 204,53 163,54 164,46 21,97 22,098 19,134 19,246 16,594 16,692 1,2927 1,3003 190,18 191,32 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.