Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 6
6 5. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR Jesús var veislumaður en hvernig mat borðaði hann? Í fi mmtudagshádeginu eru matarhefðir Biblíunnar kynntar á Torgi Neskirkju við Hagatorg. Sr. Sigurður Árni Þórðarson kynnir og eldar matinn ásamt Ólafíu Björnsdóttur. Fimmtudaginn 6. nóvember verður á boðstólum kjúklingaréttur Heródesar! Fimmtudaginn 13. nóvember verður veisla fyrir týnda soninn. Allir fá svo uppskriftina. Biblían er matarmikil og þjónar lífi nu. Allir velkomnir. Biblíumatur í Neskirkju Þátttakendur óskast í rannsókn Læknadeild Háskóla Íslands óskar eftir heil- brigðum sjálfboðaliðum til þátttöku í rannsókn á kremi og stílum unnum úr þorskalýsi. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hversu vel við- komandi lyf þolast. Þátttakan felur í sér notkun á viðkomandi kremi og stílum tvisvar sinnum á dag í tvær vikur ásamt þremur læknisskoðunum. Greiðsla fyrir þátttöku er 15.000.- kr. Rannsóknin er samþykkt af Vísindasiðanefnd og Lyfjastofnun. Ábyrgðaraðili er Einar Stefánsson prófessor s: 5437217 Áhugasamir vinsamlegast hafi ð samband við Helgu Halblaub netfang: Helghalb@landspitali.is ALÞINGI Þingmenn úr öllum flokk- um lýstu áhyggjum af stöðu og þróun á fjölmiðlamarkaði í umræð- um á Alþingi í gær. Voru stór orð viðhöfð og lýðræðið meðal annars sagt bíða hnekki vegna nýjustu vendinga. Kaup fyrirtækisins Rauðsólar, sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, á fjölmiðlum 365, sem Jón Ásgeir á stærstan hlut í, voru til- efni umræðnanna. Fyrirhuguð sameining Fréttablaðsins og Morg- unblaðsins í Árvakri var einnig gagnrýnd harðlega. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hóf umræð- una og furðaði sig á að Landsbank- inn, með sína bráðabirgðastjórn- endur, hefði átt frumkvæðið að viðskiptum Rauðsólar og 365. Velti hann fyrir sér hvort ekki hefði verið réttara að bjóða fjölmiðlana upp fremur en að færa þá á milli félaga og hvatti til þess að kaupin yrðu látin ganga til baka. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði graf- alvarlegt ef einn maður gæti öðlast yfirráð yfir nánast öllum fjölmiðl- um landsins og var jafn undrandi og Guðni á að ríkisbanki hefði haft frumkvæði í málinu. Sagði hún að Landsbankinn þyrfti að skýra fyrir þjóðinni hvaða hagsmunir hefðu legið að baki viðskiptunum. Þingmenn allra flokka gagn- rýndu í kjölfarið fyrrnefnd við- skipti. Þá var staða Ríkisútvarps- ins á auglýsingamarkaði ýmist sögð til góðs eða ills. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að við kaup Rauðsólar ætti sér stað mesta sam- þjöppun sem orðið hefði á Íslandi. Bjarni Harðarson, Framsóknar- flokki, sagði grafalvarlegt að Jón Ásgeir sem, ásamt öðrum, hefði komið viðskiptalífinu í erfiða stöðu, ætlaði nú að koma hluta skulda sinna yfir á almenning en halda áfram völdum yfir fjölmiðlunum. Kvað hann stöðu RÚV á auglýs- ingamarkaði ekki óeðlilega. Róbert Marshall, Samfylkingunni, sagði á hinn bóginn að fyrirferð RÚV á markaðnum veikti lýðræðið og taldi fjölmiðlalög þörf. Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, og Jón Magnússon, Frjálslyndum, efuðust um að áform um samein- ingu Fréttablaðsins og Morgun- blaðsins stæðust samkeppnislög og Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður VG, sagði mikilvægt að setja lög um fjölmiðla sem sátt væri um. Kolbrún Halldórsdóttir VG sagði alla umræðu um fjölmiðlun vera viðskiptalegs eðlis en fjöl- miðlar væru ekki eins og önnur fyrirtæki þar sem þeirra hlutverk væri að stunda lýðræðislega umræðu og upplýsingu. Grétar Mar Jónsson, Frjáls- lynda flokknum, kallaði stöðu Rík- isútvarpsins ægivald og sagði að frjálsir fjölmiðlar væru sárafáir nema ef vera skyldi Útvarp Saga. bjorn@frettabladid.is Ítök Jóns Ásgeirs í fjölmiðlum of mikil Þingmenn telja of mikla samþjöppun hafa orðið á fjölmiðlamarkaði. Formaður Framsóknarflokksins vill að nýjustu vendingar verði látnar ganga til baka. GRAFALVARLEGT Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir alvarlegt ef einn maður getur öðlast yfirráð yfir nánast öllum fjölmiðlum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Telur þú að eigendur íslenskra fjölmiðla hafi áhrif á efnistök þeirra? Já 78,3% Nei 21,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Treystir þú nýjum stjórnendum íslensku viðskiptabankanna? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN VEIÐAR „Þegar ég sé svona fréttir þá spyr ég viðkomandi starfsmann hvað hann hafi verið að gera og það gerði ég í þessu tilfelli,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi, vegna fréttar um Jón Sigurð Ólason yfirlögregluþjón sem sakaður er um að hafa ekið ólöglega til veiða á laugardag. Hann ók á götuskráðu fjórhjóli eftir vegslóða þar sem hann fór til veiða. Í lögum um veiðar á villtum dýrum frá 2005 er þess getið að hvorki megi fara til veiða á fjór- hjólum né vélsleða. „Að mati þess sem í hlut á eiga lögin við um utanvegahjól en ekki götuskráð farartæki,“ segir Ólaf- ur Þór. Hann segir enn fremur að árið 2006 hafi síðan verið veitt heimild til að götuskrá fjórhjól og slík hjól séu því undanþegin ákvæðinu. „Mér þykja þetta vera hártog- anir,“ segir Jón Þór Víglundsson, sem var á svæðinu síðastliðinn laugardag. „Fjórhjól breytist ekk- ert í eðli sínu þótt þú skrúfir á það númeraplötu. Það stendur líka í lögunum að það sé bannað að nota fjórhjól og það ætti ekki að vera í verkahring lögreglunnar að láta á það reyna.“ Hann segir einnig öll ummerki benda til þess að Jón Sigurður hafi verið innan við 250 metra frá farartækinu við veiðar og slíkt sé ólöglegt. „Ég er alveg sannfærður um það að hafa ekki brotið neitt af mér,“ segir Jón Sigurður. „Ég brotnaði hins vegar við ökkla en það var ekki lögbrot,“ segir hann kankvís. Hann segir enn fremur að vel á annað hundruð manns hafi hringt í sig í gær og sýnt honum stuðning. - jse Deilt er um það hvort yfirlögregluþjónn hafi brotið lög: Sýslumaður vildi fá skýringar RJÚPUR Á HEIÐI Enn er deilt um það hvort lögregluþjónn hafi brotið lög á rjúpnaveiðum um helgina. NEYTENDUR „Það er erfitt að segja til um hvort rekja megi þessa miklu sölu til allra þessara sögusagna, frétta og sms-sendinga, en það er ljóst að þessir þættir hafa að minnsta kosti ekki dregið úr söl- unni,“ segir Sigrún Ósk Sigurðar- dóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Heildarsala ÁTVR á föstudaginn var, 31. október, var meiri en föstu- daginn fyrir síðustu verslunar- mannahelgi. Dagana á undan gengu sögusagnir um að allt að 25 pró- senta hækkunar væri að vænta hjá ÁTVR um mánaðamótin. Hækkunin varð hins vegar 5,25 prósent að meðaltali á áfengi og 8,87 prósent að meðaltali á tóbaki. Sigrún segir almennt þrjá daga vera þá söluhæstu á árinu; föstu- daginn fyrir verslunarmannahelgi, Þorláksmessu beri hana ekki upp á sunnudag og 30. desember, daginn fyrir gamlárskvöld. Á föstudaginn var komu tæplega 44.000 viðskipta- vinir í Vínbúðir ÁTVR, sem er nán- ast sami fjöldi og föstudaginn fyrir síðustu verslunarmannahelgi. Áfengissalan í krónum á föstudag- inn var tæplega 319 milljónir króna og tóbakssala um 78 milljónir, sem gerir 397 milljónir í heildina. Til samanburðar var heildarsala föstu- daginn fyrir síðustu verslunar- mannahelgi 387 milljónir. Sala föstudagsins var tæplega þrefalt meiri en á hefðbundnum föstudegi í október. Meðaláfengis- kaup viðskiptavinar voru fyrir 7.200 krónur á föstudaginn, en er um 4.200 krónur á hefðbundnum föstudegi. - kg Sala ÁTVR á föstudaginn var meiri en á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi: Áfengi selt fyrir 397 milljónir ÖRTRÖÐ Viðskiptavinir ÁTVR hömstruðu áfengi á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af sofandi manni í bíl við bensínstöð í Suðurfelli í Reykja- vík í gærmorgun. Kom þá í ljós að maðurinn hafði stolið bílnum, nýlegum bíl af Mazda-gerð, af bílasölu fyrr um nóttina. Hafði maðurinn ekið bílnum að Naustabryggju þar sem hann tók númeraplötur af sams konar bíl og færði yfir á bílinn sem hann stal. Maðurinn var ölvaður og var hann færður á lögreglustöð þar sem hann fékk að sofa úr sér áfengisvímuna áður en hann gaf lögreglu skýrslu. - ovd Skipti á númeraplötum: Fannst sofandi í stolnum bíl ALÞINGI Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins, segir hegðun Samfylk- ingarinnar í eftirlaunamálinu vera hneyksli. Flokkurinn hafi boðað endurskoðun eftirlaunalag- anna, um hana sé fjallað í stjórnarsáttmálanum en ekkert hafi gerst þó eitt og hálft ár sé liðið frá því ríkisstjórnin tók við völdum. Hún bar málið upp við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra á Alþingi í gær sem sagði nauðsynlegt að vinna hratt að lausn. Sagði hann það ráðast af afstöðu stjórnarandstöðunnar hvenær lögunum yrði breytt. Á það gat Siv ekki fallist, fyrir lægi að stjórnarandstaðan vildi breytingar en málið væri í höndum stjórnarflokkanna. - bþs Meðferð eftirlaunamálsins: Samfylkingin hneykslar Siv Fullar fangageymslur Fangageymslur lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu voru fullar í fyrrinótt. Að sögn varðstjóra er þetta fremur óvenjulegt ástand aðfaranótt þriðju- dags en óvenju mikið var að gera hjá lögreglunni þá nóttina. LÖGREGLUFRÉTTIR Teknir við innbrot í gám Lögreglumenn hlupu uppi tvo innbrotsþjófa sem höfðu brotist inn í gám við Klettsháls í Reykjavík í fyrrinótt. Til mannanna sást þar sem þeir voru að brjótast inn í gáminn en þeim tókst ekki að stela neinu. Stakk af með vörur á jeppa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu laust fyrir hádegi í gær um konu sem stungið hafði af með vörur úr verslun Hagkaupa í Skeifunni. Konan hafði hlaupið með vörurnar út úr versluninni og ekið burt á jeppa- bifreið. Hún náðist skömmu síðar skammt frá og var færð á lögreglu- stöð til skýrslutöku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.