Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 10
 5. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Mogginn minn á netinu Moggann minn á netinu, Skráðu þig á í að Morgunblaðinu SKIPULAGSMÁL „Við erum að nýta margt jákvætt í EES-samningn- um og viljum alls ekki að þetta sé túlkað þannig að við séum að fara eitthvað á svig við hann,“ segir Óskar Bergsson, formaður borg- arráðs, um tillögu um endurskoð- un á reglum um innkaup Reykja- víkurborgar sem meirihluti borgarstjórnar lagði fram í gær. Óskar segir innkaupareglunar taka mið af lögunum. Síðan gefi menn sér ákveðnar forsendur í útboðslýsingu og þar hafi í raun verið gengið lengra en lögin segja til um. Hingað til hafi Reykjavík- urborg haldið þeirri stefnu að taka alltaf lægsta tilboð- inu. „Ég hef gagn- rýnt þetta og bent á að lægsta tilboð þurfi ekki alltaf að vera hagstæðast,“ segir Óskar. Þetta hafi hann til dæmis bent á þegar samið var við litháíska verktakafyrirtækið Adakris um byggingu Sæmundar- skóla. Þá hafi ekki verið talið neitt svigrúm til að breyta út af útboðinu því menn hafi talið sig bundna að því að taka lægsta til- boði. Óskar segist horfa til þess að verk verði ekki boðin út í heilu lagi heldur verði boðnir út ákveðnir verkhlutar. Slíkt sé fyrst og fremst gert þar sem ekki sé sama fjármagn í umferð nú og áður. Lengja megi framkvæmda- tímann og taka ákveðna verk- þætti fyrir í einu. Það leiði hins vegar af sér að verkin verði ekki boðin út á Evrópska efnahags- svæðinu. Óskar segir málið ekki snúast um að útiloka útlendinga frá verk- efnum á Íslandi. Með tillögunum sé borgarstjórn að bregðast við efnahagsástandinu. „Við teljum að reynslan hafi sýnt okkur að við þurfum að geta metið það út frá öðru en bara lægsta verði hvað sé hagstæðast fyrir borgina í hvert skipti,“ segir Óskar. Nokkrar umræður voru um til- löguna á fundi borgarstjórnar í gær. Dagur B. Eggertsson, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar, taldi óljóst út á hvað tillagan gengi þar sem Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, þáverandi borgar- stjóri, hafi þegar óskað eftir að innkaupareglurnar yrðu skoðað- ar. Hann spurði hvar sú skoðun stæði. Í sama streng tók Svandís Svav- arsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna. Hún sagðist ekki geta varist þeirri hugsun að velta fyrir sér forsendum sem lægju að baki tillögunni og sagði að hér færi örlítill vottur af sýndarmennsku. olav@frettabladid.is Reglur um innkaup borgarinnar skoðaðar Meirihlutinn vill skoða innkaupareglur borgarinnar. Formaður borgarráðs seg- ir of langt gengið í túlkun laga um útboð á framkvæmdum og vill að verk verði boðin út í áföngum. Minnihlutinn segir tillöguna sýndarmennsku. SÆMUNDARSKÓLI Framkvæmdir Adakris við byggingu Sæmundarskóla eru á eftir áætlun en formaður borgarráðs segir tillögunni ekki ætlað að útiloka erlenda aðila frá verkefnum á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÓSKAR BERGSSON Það getur kostað sitt að búa krakka undir veturinn, eins og ein hneyksluð á Akureyri komst að raun um. „Mig vantaði góðan snjógalla á tíu mánaða strák,“ skrifar hún, „og dreif mig á Glerártorg og kíkti í þrjár búðir. Í Doremí voru allir snjógallar uppseldir á svona lítil börn en stykkið átti að kosta um 9.000 kr., sem mér finnst mikið. Ég fór í 66°N og skoðaði góðan og vandaðan galla sem kostar 12.500 kr. Ég ranghvolfdi augunum og ákvað að athuga í Sportveri. Þar kostar galli á tíu mánaða barn 17.000 kr! Er þetta eitthvað grín!?“ Sem betur fer eru til ódýrari möguleikar. Hér eru jákvæð dæmi frá Europris og Rúmfatalagernum. „Ég keypti snjóbuxur á tvo drengi í Europris og borgaði 2.790 kr. fyrir stykkið,“ skrifar Fanný Þórsdóttir. „Þeir eru báðir mjög ánægðir með þær. Annar segir meira að segja að þær séu svona „tískulegar“. Auðvitað er enn ekki komin mikil reynsla á þær en þú getur rifið dýrar og ódýrar snjóbuxur jafnmikið ef þú ert níu ára. Og þær halda vel hita.“ Þá skrifar EKK: „Ég fann þennan líka fína galla á eins árs son minn í Rúmfatalagern- um á 2.990 kr. Dagmamman hefur hælt þessum göllum í hástert og hann hefur þolað akureyrskt vetrarveður undanfarið með miklum sóma.“ Munar um minna, 17.000 eða 3.000 kr. í kreppunni! Neytendur: Eitt og annað um kuldagalla fyrir börn Dýrir og ódýrir gallar KULDAGALLI Fæst í Rúmfatalagernum á 2.990 kr. KONGÓ, AP Stjórnvöld í Kongó hafa hafnað kröfu uppreisnarforingj- ans Laurents Nkunda um viðræð- ur. Tugir þúsunda flóttamanna á átakasvæðunum í austanverðu landinu þurfa nú á aðstoð hjálpar- stofnana að halda. Uppreisnarmenn hóta því nú að höfnun stjórnvalda geti þýtt frek- ari átök. Laurent Nkunda, foringi upp- reisnarmanna, hóf átökin í lok ágúst og komst her hans alla leið að útjaðri héraðshöfuðstaðarins Goma áður en Nkunda lýsti ein- hliða yfir vopnahléi í síðustu viku. Tólf bíla lest frá Sameinuðu þjóðunum var ekið í gegnum víg- línu uppreisnarmanna í Kongó á mánudag með lyf og aðrar nauð- synjar handa heilsugæslustöðv- um, sem stjórnarhermenn höfðu rænt á flótta sínum undan upp- reisnarmönnum. Þetta er fyrsta hjálpin sem berst til íbúa handan víglínunnar síðan átökin hófust í ágúst síðast- liðnum. Von er á fleiri bílalestum með matvæli handa þeim 250 þús- undum manna sem hrakist hafa á flótta vegna átakanna. „Allir eru svangir, allir,“ sagði Jean Bizy, 25 ára kennari, sem fylgdist með þegar bílalestin kom til þorpsins Rugari og afhenti þar einn kartöflupoka. Hún hefur dögum saman ekki haft annað að borða en villta banana. - gb Neyðin vex meðal íbúa á átakasvæðunum í austurhluta Kongó: Stjórnin hafnar viðræðum BÍLALEST SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Komst óáreitt í gegnum víglínu upp- reisnarmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ... við þurfum að geta metið það út frá öðru en bara lægsta verði hvað sé hagstæðast fyrir borgina í hvert skipti. ÓSKAR BERGSSON FORMAÐUR BORGARRÁÐS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.