Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 12
12 5. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Skáldsagan „Prinsessan af Cleves“ eftir Madame Lafay- ette, sem kom út 1678, er jafnan talin eitt af meistaraverkum franskra bókmennta, og auk þess brautryðjandaverk á sínu sviði; þarna kemur nefnilega fram á sjónarsviðið fyrsta „sálfræðilega skáldsagan“ sem rituð var á frönsku, og vafalaust fleiri tungumálum, sem sé skáldsaga þar sem leitast er við að lýsa tilfinn- ingum manna og kafa niður í sálarlífið. Átti þessi bókmennta- grein síðan mikla framtíð fyrir sér, eins og mönnum er kunnugt. Madame Lafayette lætur sögu sína gerast einni öld áður en hún stingur niður penna, á rétt rúmu ári frá október 1558 til nóvember 1559, inn í hana fléttast raunveru- legir sögulegir atburðir sem eru til viðmiðunar í framvindu söguþráð- arins en hafa einnig áhrif á það sem þar gerist, og saman er blandað raunverulegum persónum og tilbúnum. Sagan gerist við hirð Frakk- landskonungs og segir frá ástum ungrar konu, Mademoiselle de Chartres. Hún giftist prinsinum af Cleves, sem er búinn flestum þeim kostum sem einn mann geta prýtt, en hún getur bara ekki elskað hann. Hins vegar verður hún ástfangin af hertoganum af Nemours, sem er einnig mann- kostamaður en þó ekki meira en eiginmaðurinn, og hefur verið dálítið laus í rásinni, og við þeim tilfinningum fær hún ekkert gert. Það getur virkað fráhrindandi á nútímalesanda hve mikilli glansmynd er brugðið upp af þessu hirðfólki í byrjun, af glæsileika þess og galanteríi, en þegar sögunni vindur áfram og farið er að lýsa nánar miskunnarlausu undirferlinu þar sem saman blandast ástarbrall og valdabarátta fer lesandinn æ meir að skynja glansmyndina sem kaldhæðni. Móðir prinsessunnar af Cleves segir líka við dóttur sína: „Á þessum stað er það sem sýnist næstum aldrei sannleikurinn.“ Prinsessan reynir nú eftir megni að fela tilfinningar sínar og berjast gegn þeim, en með takmörkuðum árangri. Hertoginn af Nemours sem leggur ást á móti skynjar nokkurn veginn hvað er að gerast, og prinsessan segir manni sínum sannleikann, að hluta til, þótt reyndar hafi aldrei neitt gerst milli hennar og hertogans. Margt gerist og alls kyns flækjur koma upp, en að lokum deyr prinsinn af Cleves úr sjúkdómum og hugarvíli. Prinsessan af Cleves er þá frjáls að ganga að eiga hertogann, enda er ljóst að enginn maður hvorki í hirðinni né annars staðar muni hafa nokkuð við það að athuga. En þá ber svo við að hún hafnar því, hún telur að hinn látni eiginmaður hennar muni ævinlega vera á milli þeirra, og það sem verra er, hún trúir ekki lengur á ást af þessu tagi, sem hljóti alltaf að vera stormasöm, hún óttast að tíminn muni má hana burtu og hún sér fyrir kvalir afbrýðiseminnar. Hún ákveður því að fara burt og draga sig í hlé úr hirðinni. Það er til marks um vinsældir þessarar skáldsögu að hún hefur oftar en einu sinni freistað kvikmyndahöfunda. Árið 1961 var gerð eftir henni kvikmynd undir sama heiti, sem fylgdi henni nokkuð nákvæmlega og gerðist á 16. öld. Fyrir nokkrum árum tók hinn aldni portúgalski meistari Manoel da Oliveira sig til og gerði kvikmyndina „Bréfið“ þar sem hann staðfærir söguþráðinn og lætur hann gerast í París nútím- ans. Og þessa stundina er verið að sýna í frönskum kvikmyndahúsum enn eina mynd eftir þessari skáldsögu, „Fallegu stúlkuna“ („La belle personne“) eftir Christophe Honoré. Þar er gengið enn lengra, ef hægt er, í að færa söguna til nútímans. Hún er þar látin gerast í menntaskóla í París, Madamoiselle de Chartres og prinsinn af Cleves, sem er „Ottó“ í myndinni, eru þar nemendur, en Nemours er ungur og svarthærður ítölskukennari. Eins og ég heyrði einn áhorfand- ann segja: „Í staðinn fyrir að gerast við konungshirð þar sem allir njósna um alla gerist sagan í menntaskólabekk þar sem allir njósna um alla,“ og er skemmst að segja að staðfærslan er með ólíkindum sannfærandi, ekki er annað að sjá en söguþráðurinn, sem fylgt er nokkuð nákvæmlega nema hvað Ottó er látinn farga sér, sé frásögn úr okkar tíma. En á bak við þessa nýju frönsku kvikmynd er undarleg saga. Fyrir nokkru var skáldsaga Madame de Lafayette sett á námskrá fyrir eitthvert samkeppnispróf, eins og gerist og gengur. Hinn munnvíði Frakklandsforseti fann þá hjá sér þörf fyrir að gera athugasemd við það, og hann sagði: „Sá sem hefur sett „Prinsessuna af Cleves“ á þessa námskrá er annaðhvort sadisti eða fífl.“ Þetta fannst sumum staðfesta verstu grun- semdirnar um menningarstig forsetans, en í viðtölum hefur kvikmyndahöfundurinn nú skýrt frá því að þessi orð hafi verið kveikjan að myndinni, hún sé nokkurs konar svar við þeim. Mér er nú sagt, að síðan þessi vísdóms- orð voru mælt hafi lesendum skáldsögunnar fjölgað til muna, og er kannski að hefjast með þessu móti ný tegund af andspyrnu. En þeir sem eru jákvæðir gætu velt fyrir sér áhrifum Sarkozys á franskt menningarlíf. Andspyrnuhreyfing UMRÆÐAN Björg Magnúsdóttir skrifar um kjör stúdenta Aktívisminn blómstrar, fólk flykkist út á götu og tún til að mótmæla seðlabanka- stjóra, verri kjörum, auknu atvinnuleysi í landinu og almennar bollaleggingar eru daglegt brauð. Stúdentar sitja ekki flötum beinum í þannig árferði enda væri slíkt á skjön við þá iðandi flóru sem Háskólann fyllir og framtíðarlandið byggir. Umbjóðendur Stúdentaráðs velta nú fyrir sér kostum þeirra og kjörum hjá Lánasjóðnum, knýja fram breytingar og bætur hjá honum og íhuga hvort vinnu sé að fá að háskólaprófi loknu. Mikið er skrafað um það hvort Ísland sé yfir höfuð fýsilegasti kostur til framtíðarbúsetu. Sumir lýsa yfir litlum áhuga á að sjá skattgreiðslur sínar til ríkisins næstu áratugi hverfa beint í körfu afborgana risalána. Stúdentaráð Háskóla Íslands bregst við ástandinu með sínum bestu vopnum, opinni umræðu og stefnumótun framtíðarinnar. Allt undir yfirskriftinni Stúdentatíð í kreppuhríð en um er að ræða hrinu hádegismálþinga á háskóla- svæðinu. Fyrsta málþingið er í dag, miðviku- dag, og skal ræða stúdenta og peninga. Þar verður staða LÍN reifuð og rædd, breytingar á sjóðnum, hækkandi stýrivextir og almenn peningamál. Á morgun, fimmtudag, er áætlað að ræða stúdenta og atvinnu. Mikilvægi Háskóla Íslands og opinni menntun á tímum sem þessum, atvinnuhorf- ur nýútskrifaðra og háskólafólks yfir höfuð sem og yfirvofandi tilfærslu vinnuafls. Síðasta málþingið verður á föstudag og þá eru stúdentar og framtíðin útgangspunktur umræðna. Á hverju viljum við að þjóðfélag morgundagsins sé byggt, ef ekki því sem var? Hvers konar siðfræði ætti að brúka og hvaða hugsjónir skyldi setja í forgrunn? Úrvalsgestir úr röðum Íslendinga verða á málþingum Stúdentaráðs og hvetur ráðið námsmenn og þjóðina til þess að fjölmenna, spyrja og hlusta, ræða og móta. Höfundur er formaður Stúdentaráðs. Stúdentatíð í kreppuhríð BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR ® VG víkkar út umræðuna Allt er víst breytingum undirorpið og er Ísland engin undantekning. Þannig er Hannes Hólmsteinn Gissurarson skyndilega farinn að skrifa af velþóknun um „beislaðan kapítalisma“ og Vinstri græn lýsa yfir áhuga á að „víkka út umræðuna um Evrópumál og aðild Íslands að Evrópusambandinu“. Í tilefni af því hafa Ung vinstri græn fengið Baldur Þór- hallsson til að halda erindi á opnum fundi annað kvöld, þar sem hann mun reifa ýmis álitamál tengd Evrópu- samband- inu. Vinstri snúningur? En hví boða Vinstri græn útvíkkaða umræðu um ESB og inngöngu Íslands í sambandið einmitt núna? Nema ef Vinstri græn eru í leit að fleiri flötum á andstöðu sinni við inn- göngu Íslands í ESB verður ekki betur séð en að fullkominn viðsnúningur hafi orðið á nokkrum gömlum og grónum gildum í íslensku samfélagi. Fulltrúinn fannst Sagt var frá því á þess- um stað í gær að nýr fulltrúi Samfylkingar- innar yrði kjörinn í bankaráð Seðla- banka Íslands í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur. Látið var í veðri vaka að Samfylkingin myndi lenda í erfið- leikum við að finna einhvern innan sinna vébanda sem hefði geð í sér til leysa Sigríði Ingibjörgu af hólmi, í ljósi harðorðra yfirlýsinga hennar um afglöp seðlabankastjóra og van- traustsyfirlýsingar Samfylkingarinnar á hendur sömu mönnum. En viti menn, Samfylkingunni varð ekki skotaskuld úr því. Valgerður Bjarnadóttir varaþingmaður er nýr fulltrúi Samfylkingarinnar í bankaráði Seðlabankans. bergsteinn@frettabladid.is Þ að verður allt að koma upp á borðið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í gær og krafðist þess að allir tali „hreint út“ og segi „hvernig málum er háttað“. Þetta eru tímabær og uppörvandi orð hjá Þorgerði Katrínu. Stjórnvöld hafa undanfarnar vikur staðið sig afleit- lega við að koma upplýsingum á framfæri. Þessi afdráttarlausu orð ráðherrans benda til þess að breytinga til hins betra sé að vænta. Ummæli Þorgerðar Katrínar snúa reyndar að einu afmörkuð máli, sem hún tengist persónulega í gegnum eiginmann sinn. Engu að síður eru orð hennar í takt við þá þungu og vaxandi kröfu í sam- félaginu að stjórnvöld verði að bæta upplýsingagjöf sína. Þorgerður Katrín sagði í gær að óþolandi væri að líða fyrir tor- tryggnina í samfélaginu, en eiginmaður hennar er í hópi Kaup- þingsmanna sem áttu stóran hlut í bankanum fyrir ríkisvæðingu hans. Þetta er hárrétt hjá Þorgerði Katrínu. Það hlýtur að vera ömurlegt að sitja undir kjaftagangi og getgátum. Stjórnendur þessa lands verða hins vegar að gera sér grein fyrir að slök upplýsingamiðlun þeirra hefur skapað kjöraðstæður fyrir kjaftasöguframleiðendur og samsæriskenningasmiði. Að því sögðu þá eru þær sannarlega ekki allar bull og vitleysa sögurnar, sem ganga manna á milli um meinta vafasama gjörninga fyrir og eftir hrun bankanna. Vandamálið er að ráðherrar, formenn skilanefnda, nýir stjórnendur bankanna, svo ekki sé minnst á fyrrverandi stjórnendur bankanna, eru gjarnan alls ekki til viðtals eða ákaflega tregir til svars þegar til þeirra er leitað. Afleiðingarnar eru að fólk fær á tilfinninguna að viðkomandi hafi eitthvað að fela. Það er svo sem lítið við því að gera ef fyrrverandi stjórnendur bankanna vilja ekki standa fyrir máli sínu, en hinn hópurinn er í vinnu hjá skattborgurum og hann þarf að gera betur. Stjórnmálamenn hafa margir líkt fjármálakreppunni við nátt- úruhamfarir. Það er ekki fráleit líking. En þeim mun erfiðara er að skilja af hverju stjórnvöld hafa ekki stuðst við svipað verklag og ef yfir landið hefðu riðið náttúruhamfarir á borð við mikið eldgos eða harðan jarðskjálfta. Í slíku tilfelli hefði Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógar- hlíð verið virkjuð. Þar væru samankomnir á einum stað allir þræð- ir, yfirsýn yfir aðgerðir og upplýsingaveita. Ekkert slíkt „stríðs- herbergi“ hefur verið sett upp í stjórnkerfinu í þessum hamförum. Fyrir vikið höfum við mátt horfa upp á svo grátlegt samræmingar- leysi að tveir hinna nýju ríkisbankastjóra þráuðust um tíma við að gefa upplýsingar launin sín, svo aðeins eitt léttvægt en þó lýsandi dæmi sé tekið. Mun alvarlegra dæmi er algjör skortur á vörnum í Bretlandi þegar þarlendir stjórnmálamenn hjóluðu í landið. Þeirri árás var mætt með nánast algjörri þögn af hálfu stjórnvalda. Því miður hafa undanfarnar vikur ekki aðeins fært okkur stað- festingu á því að forysta landsins er veikburða, eins og hefur verið haldið áður fram á þessum stað, heldur eru verkstjórnarhæfileikar hennar einnig af mjög skornum skammti. Stjórnvöld verða að bæta miðlun upplýsinga. Veikburða forysta og verri verkstjórn JÓN KALDAL SKRIFAR EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Munnvíður forseti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.