Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 42
26 5. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is > Baráttan um Fjörðinn í Krikanum Það er búist við mikilli stemningu kl. 19.30 í Krikanum í kvöld þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mæt- ast í N1-deild karla. FH-ingar leggja mikinn metnað í umgjörð leiksins og ætla sér að fylla Krikann í kvöld. Mikil stemning er einnig í herbúðum Haukamanna fyrir leiknum. Svo verður gefið út sérblað um leikinn. Skemmtiatriði verða fyrir leik og ekki er búist við minni átökum í stúkunni en á vellinum. Það er langt síðan FH hefur átt gott lið í efstu deild en hið unga lið FH er á toppi deildarinnar fyrir leikinn en Haukar í sjötta sæti. Meistaradeild Evrópu A-riðill: CFR Cluj-Bordeaux 1-2 0-1 Yoann Gourcuff (6.), 1-1 Dani (9.), 1-2 Wendel (38.). Roma-Chelsea 3-1 1-0 Christian Panucci (34.), 2-0 Mirko Vucinic (48.), 3-0 Vucinic (58.), 3-1 John Terry (75.). B-riðill: Anorthosis-Inter 3-3 0-1 Mario Balotelli (13.), 1-1 Cédric Bardon (31.), 1-2 Marco Materazzi (44.), 2-2 Georgios Panagi (45.), 3-2 Nikos Frusos (50.), 3-3 Cruz (80.). W. Bremen-Panathinaikos 0-3 0-1 Mantzios (58.), 0-2 Karagounis (70.), 0-3 Tzolis (83.). C-riðill: Sporting-Shakhtar 1-0 1-0 Derlei (73.). Barcelona-Basel 1-1 1-0 Lionel Messi (62), 1-1 Derdiyok (82.). D-riðill: Liverpool-Atletico Madrid 1-1 0-1 Maxi Rodríguez(37.), 1-1 Steven Gerrard (90.) Marseille-PSV 3-0 1-0 Koné (30.), 2-0 Niang (63.), 3-0 Niang (71.). Leikir kvöldsins: AaB-Villarreal Celtic-Man. Utd Stöð 2 Sport Fiorentina-Bayern München Lyon-Steaua Arsenal-Fenerbahçe Stöð 2 Sport 3 Dynamo Kiev-Porto Bate Borisov-Zenit St. Pétursborg Real Madrid-Juventus Stöð 2 Sport 4 ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Skallagrímsmenn hafa ekki riðið feitum hesti frá fyrstu fimm umferðum Iceland Express- deildar karla. Pálmi Þór Sævars- son, spilandi þjálfari liðsins, staðfesti í gær að félagið væri að leita að liðstyrk. Bæði komi til greina að fá íslenska leikmenn og að leita eftir erlendum leikmanni. Borgnesinga vanti nauðsynlega leikstjórnanda í sitt lið. „Það er nokkuð ljóst að við þurfum hjálp og það er verið að reyna að vinna í þessu á fullu. Við eigum eftir að finna út hvað er besta lausnin, peningarnir flæða ekki inn hérna en fólk í bæjar- félaginu er sjálft búið að leggja inn pening til liðsins,“ segir Pálmi. - óój Skallagrímsmenn í körfunni: Ætla að reyna að styrkja liðið Allir krakkar sem mæta fá fría jólahúfu. Erum staðsett í sama húsi og Office1 Skeifunni 17 Kíkið við á alvöru jólamarkað. Jólapappír, jólakort, jólagjafir, seríur og allt sem tengist jólunum á ótrúlegu verði. FÓTBOLTI Markadrottningin Hrefna Huld Jóhannesdóttir hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir KR og ganga til liðs við Stjörnuna en hún skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í gær. „Mér hefur alltaf þótt leiðinleg þessi þróun í kvennaboltanum að tvö lið séu langbest eins og KR og Valur hafa verið undanfarin ár. Ég ætla því að gera mitt besta til þess að reyna að koma Stjörnunni í toppbaráttuna. Félagið setur sér metnaðarfullt markmið að verða Íslandsmeistari árið 2011 og ég ætla mér að taka þátt í því,“ segir Hrefna Huld ákveðin. - óþ Hrefna Huld Jóhannesdóttir: Til Stjörnunnar HREFNA HULD Ætlar að gera sitt til að hjálpa Stjörnunni að komast í fremstu röð. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr herbúðum GAIS hefur sænska úrvalsdeildarfélagið boðað til blaðamannafundar í dag þar sem það hyggst kynna þrjá nýja leikmenn til sögunnar: Þá Hallgrím Jónasson, Guðjón Baldvinsson og Guðmund Reyni Gunnarsson, en þremenningarnir munu hafa skrifað undir fimm ára samninga við félagið í gær. Forráðamenn KR vildu ekkert staðfesta um félagaskipti Guðjóns og Guðmundar Reynis þegar Fréttablaðið leitaði til þeirra í gær en vonuðust til þess að gengið yrði frá málum fljótt. - óþ Félagaskipti KR-inga til GAIS: Líklega gengið frá málum í dag ÍR-ingurinn Ómar Sævarsson er öflugur í frákastabaráttunni þessa dagana og hefur náð í 50 fráköst í síðustu tveimur leikjum á móti Njarðvík (27) og Breiðabliki (23). „Þetta kom mér eiginlega frekar mikið á óvart því ég spái lítið í þessu meðan á leik stendur. Ég hugsa bara um að taka næsta frákast,“ segir Ómar sem frétti fyrst af þessum frákastatölum hjá félögum sínum. „Ég er ekki að fara að tékka á tölfræð- inni minni eftir tapleiki en félagar mínir úr öðrum liðum hafa verið að hringja í mig eftir þessa tvo leiki og spyrja mig hvað hafi geng- ið eiginlega á,” segir Ómar í léttum tón. „Hjá mér hefur líka aldrei verið einhver ákveðin tækni eða hugsun á bak við það að taka fráköst. Þetta er ekki flókið, þú stígur manninn þinn út og svo nærðu í boltann,“ segir Ómar sem játar þó að hann hafi stefnt á að vera meðal fimm frákastahæstu manna. Ómar er langefstur í dag með 17 fráköst að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Það hefur samt ekki dugað til sigurs því ÍR hefur tapað öllum fimm leikjum sínum. „Ég myndi glaður skipta þessum fráköstum út fyrir einhverja sigra,“ segir Ómar. Hann segir ÍR-liðið skorta sjálfstraust til að klára jafna leiki. „Vörnin er búin að vera góð í flestum af þessum leikjum en sóknar- leikurinn er algjörlega út úr kú. Þetta var örugglega eins og að horfa á drengjaflokk spila þarna á tímabili á móti Breiðabliki,“ segir Ómar. Ómar segir umræðu í fallbaráttu ekki hafa ratað upp í Seljaskóla þrátt fyrir slæma stöðu. „Við erum ekki að spá í því að halda okkur í deildinni því við ætlum inn í úrslita- keppnina og ætlum að reyna að ná heimavallarréttinum þar. Við settum það upp fyrir tímabilið og höldum okkur enn við það. Það er ekkert stress en menn þurfa bara að fá smá pung til að klára leiki,“ segir Ómar. Næsti leikur er á móti Tindastól á föstudaginn en stefnir Ómar á að taka yfir 20 fráköst þriðja leikinn í röð? „Ég ætla að stefna á sigur,“ svarar Ómar ákveðinn en hver veit nema hann þurfi að taka 20 fráköst til þess. ÓMAR SÆVARSSON HJÁ ÍR: BÚINN AÐ TAKA 50 FRÁKÖST Í SÍÐUSTU TVEIMUR LEIKJUM LIÐSINS Þetta er ekki flókið, stíga út og ná í boltann FÓTBOLTI Það má segja að lítið hafi verið um úrslit samkvæmt bók- inni í Meistaradeild Evrópu í gær og botnlið riðlanna létu nú loks til sín taka. Chelsea fékk skell í Róm en Liverpool gerði jafntefli gegn Atletico Madrid með marki í upp- bótartíma. Ekkert varð úr endurkomu Fernandos Torres í lið Liverpool þegar hans gömlu liðsfélagar í Atletico Madrid komu í heimsókn á Anfield-leikvanginn í gærkvöld en það breytti því ekki að leikur- inn fór fjörlega af stað enda mikið í húfi fyrir bæði félög í toppbar- áttu D-riðils. Liverpool var meira með bolt- ann framan af leik en náði ekki að nýta sér yfirburði sína og Robbie Keane fór í tvígang illa að ráði sínu fyrir framan mark gestanna. Heimamönnum var svo refsað fyrir að nýta ekki marktækifæri sín þegar Maxi Rodríguez skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Atletico á 37. mínútu eftir laglega sókn. John Heitinga átti þá langa send- ingu fram hægri kantinn á Anton- io López sem kom boltanum fyrir markið á Rodríguez og fyrirliðinn tók hann með sér í skrefinu og þrumaði honum í markið af stuttu færi. Lengi leit út fyrir að Madríding- ar myndu fara með sigur af hólmi þar sem sóknarlotur Liverpool runnu í sandinn hver af annarri. En loksins í uppbótartíma fengu heimamenn dæmda vítaspyrnu og úr henni skoraði Steven Gerrard og þar við sat. Óvænt í Róm Rómverjar fengu heldur betur uppreisn æru þegar þeir unnu Chelsea nokkuð örugglega 3-1 á Ólympíuleikvanginum í Róm en Roma var búið að tapa fimm leikj- um í röð í öllum keppnum og geng- ur til að mynda afleitlega í deild- inni heima fyrir þar sem félagið vermir 17. sæti. Christian Panucci, fyrrverandi lánsmaður hjá Chelsea, kom Roma á bragðið með marki í fyrri hálf- leik. Mirko Vucinic bætti svo við tveimur mörkum snemma í seinni hálfleik áður en John Terry minnk- aði muninn fyrir gestina og loka- tölur urðu 3-1. Botnliðin tóku við sér Þrjú af fjórum botnliðum í riðlum A til D í Meistaradeildinni unnu leiki sína í gær. En það voru Bor- deaux sem vann 1-2 útisigur gegn CFR Cluj, Marseille sem skellti PSV 3-0 á heimavelli sínum og Panathinaikos sem vann Bremen 0-3. Fjórða botnliðið fyrir leiki gærkvöldsins, Basel, stóð að sama skapi heldur betur fyrir sínu og náði 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan leikinn á varamannabekk Barcelona sem hafði unnið ellefu leiki í röð í öllum keppnum fyrir heimsókn Svisslendinganna og vann fyrri leik liðanna með mikl- um yfirburðum 0-5. Þá komu Kýpverjarnir og læri- sveinar Temuri Ketsbaia í Anort- hosis enn og aftur á óvart með því gera 3-3 jafntefli gegn Inter. omar@frettabladid.is Fátt samkvæmt bókinni Talsvert var um óvænt úrslit þegar fjórða umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fór fram í gærkvöld. Steven Gerrard bjargaði jafntefli fyrir Liverpool. LANGÞRÁÐUR SIGUR Leikmenn Roma höfðu ærna ástæðu til þess að fagna á Ólympíuleikvanginum í Róm í gærkvöld þegar þeir rassskelltu Chelsea 3-1 en Rómverjar hafa til þessa ekki haft yfir miklu að gleðjast á fótboltavellinum á þessarri leiktíð. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.