Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 46
30 5. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KREPPAN LÁRÉTT 2. jurt, 6. í röð, 8. í viðbót, 9. árkvíslir, 11. gelt, 12. skipulag, 14. miðja, 16. skóli, 17. soðningur, 18. drulla, 20. mun, 21. litlaus. LÓÐRÉTT 1. jarðsprungur, 3. guð, 4. brá, 5. hallandi, 7. torfærur, 10. skel, 13. þakbrún, 15. innyfli, 16. starfsgrein, 19. slá. LAUSN LÁRÉTT: 2. gras, 6. jk, 8. auk, 9. ála, 11. gá, 12. röðun, 14. nafli, 16. fg, 17. soð, 18. aur, 20. ku, 21. grár. LÓÐRÉTT: 1. gjár, 3. ra, 4. augnlok, 5. ská, 7. klöngur, 10. aða, 13. ufs, 15. iður, 16. fag, 19. rá. Athyglisverður munur hefur nú skotið upp kollinum á uppboðsvef danska uppboðshaldarans Bruun Rasmussen sem snertir sögu landsins. Um er að ræða Cartier- úr sem jafnframt er varalitshylki úr 14 karata gulli. Hluturinn er, á uppboðsvefnum, sagður gjöf til Georgíu Björnsson, konu Sveins Björnssonar fyrsta forseta lands- ins, og er gefandinn enginn annar en Harry S. Truman, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Hinir dönsku uppboðshaldarar meta það sem svo að þessi hlutur sé frá um 1950. Hann er 70 x 12 sentimetrar á stærð og fylgir upprunaleg askja með. Þrátt fyrir að þarna virðist um dvergasmíð að ræða og sögulega í þokkabót er hluturinn ekki met- inn á mikið eða sex til átta þús- und krónur danskar sem eru nú um 130 til 180 þúsund krón- ur − miðað við gengi dagsins í gær. En uppboðið stendur frá 12. til 26. nóvember þannig að ómögulegt er að segja til um á hvað munur- inn fer þegar uppboðinu lýkur. - jbg Tæplega tíu þúsund heimsóknir hafa komið frá hinum Norðurlöndunum inn á uppboðssíðuna Selt.is eftir efnahagshrunið hér á landi. Lítið hefur þó verið um að útlendingar hafi keypt hluti á síðunni heldur virðist sem eingöngu sé um forvitni að ræða. Flestir útlendinganna eru Norðmenn og spilar þar væntanlega inn í frétt á hinni vinsælu norsku síðu Hegnar.no um íslensku síðuna þar sem greint er frá því hversu hagstætt sé að kaupa hluti hér á landi vegna lágs gengis krónunnar. Finnar hafa einnig verið duglegir að skoða síðuna. „Ég held að þeir séu fyrst og fremst að sjá hvað er í boði,“ segir Björgvin Guðmundsson hjá Selt.is, sem fagnar auknum áhuga að utan. „Við erum að reyna að vekja meiri athygli á síðunni, sérstaklega á þessum tímum þegar fólk vantar pening. Það á kannski fullt af dóti í geymslu sem það vill koma út,“ segir hann. „Við erum að hvetja notendur til að skrifa lýsingar á ensku því þar eru miklir möguleikar.“ Hann segir að Íslendingar hafi verið duglegir að nota síðuna. Er skemmst frá því að segja að nýlega seldist þar landslagsmálverk eftir Kjarval fyrir 300 þúsund krónur. Dýrasti hluturinn sem hefur verið seldur á síðunni er samt mótorhjól sem var slegið á tæpa milljón. „Það hafa verið Porsche-bílar og jeppar til sölu á fleiri milljónir en þeir hafa ekki selst,“ bætir Björgvin við. - fb Norðmenn leita að ódýru dóti EIGENDUR Björgvin Guðmundsson, Sindri Bergmann og Óli Haukur Valtýsson reka Selt.is. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á krepputímum fer lítið fyrir stórum og flottum galapartíum sem voru algeng hér á landi síðustu ár. Jón Gunnar Geirdal og félagar hjá Senu láta þó krepputal ekki stoppa sig og hyggjast fagna frumsýningu nýju James Bond-myndarinnar með glæsiveislu á laugardagskvöldið. Fjölmörg þekkt andlit úr fjöl- miðla- og skemmtibransanum hafa fengið boðskort og verður um lokað einkasamkvæmi á B5 að ræða. Plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson sér um tónlistina og meðal þeirra sem fengið hafa boð í veisluna eru Auðunn Blöndal, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Logi Bergmann Eiðs- son, Svanhildur Hólm, Embla Grétarsdóttir og allar stelpurnar í kvennalandsliðinu auk Birgittu Haukdal, Ásgeirs Kolbeins- sonar og Heiðars Austmann. Heldur þótti þeim Pálma Gestssyni og félögum hans í Spaugstofunni súrt í broti að fá ekki tilnefningu til Eddu-verðlauna fyrir leik sinn í þessum vinsælu þáttum. Enn er gengið fram hjá þeim og nú þegar allt stefnir í að þetta verði síðasti vetur þessara ástsælu grínara. Ragna Fossberg fékk reyndar tilnefningu fyrir förðun og þá er Atli Geir Grétarsson, sem sér um leikmuni Spaugstofunnar, einnig tilnefndur en það er fyrir leikmyndina í Brúðgum- anum. Nú er leikurun- um núið því um nasir að það sé ekki innihaldið heldur umbúðirnar sem haldi þáttunum uppi. Nýtt lag er komið í spilun með Heimilistónum, „Verum bara hress”. Lagið er eftir Ólafíu Hrönn Jóns- dóttur og hún syngur það sjálf. Lolla gefur þessi ráð í kreppunni: „Förum bara fetið, verum bara hress, við skulum hlæja, tralla og hugsa um að spara. Því enginn skilur ástandið og allir segja að ástæðan sé bara... ba.“ Ólafía fer auðvitað sjálf eftir boðskapnum og dvelur nú í góðu yfirlæti í Egyptalandi, fjarri kreppu og öðrum leiðindum. - hdm, drg FRÉTTIR AF FÓLKI Varalitshaldari frá Truman á uppboði „Það er bara geim óver fyrir Range Rover,“ segir Guðfinnur Halldórsson, einn reyndasti og þekktasti bílasali landsins. Áttatíu og fjórir notaðir Range Roverar af árgerðinni 2006 til 2009 hafa verið settir á söluskrá síðustu 30 daga. Fréttablaðið greindi frá því í lok síðasta árs að 200 notaðir Range Rover-bílar væru til sölu á Íslandi. Verðmæti þeirra væri samtals tveir milljarðar en áhvílandi væri hálfur milljarður. Í kjölfar hruns bankanna og krónunnar má gera ráð fyrir að þær afborganir hafi rokið upp úr öllu valdi. „Níutíu prósent af þessum bílum eiga ekki eftir að seljast,“ segir Guðfinnur og sparar ekki stóru orðin. „Menn eru bara að eyða tíma bílasala og sínum eigin í slíkar vangaveltur. Eigendur notaðra Range Rovera sitja bara uppi með þá.“ Sjálfur á Guðfinnur Range Rover-jeppa og íhugaði að yngja aðeins upp fyrir skömmu. Hann, sjálfur bílasalinn, hætti snögg- lega við. Fannst of mikið að borga fimm milljónir á milli. „Verðgildi notaðs Range Rover rýrnar kannski um þrjár milljónir á einu ári. Og það gleymdist kannski að taka það tap með í reikninginn.“ Hann bætir því við að það færist sífellt í vöxt að menn bjóði pen- inga með bílunum. Fjármögnun- arfyrirtækin séu hins vegar á varðbergi gagnvart slíkum gjörn- ingi og stoppi hann. Í Fréttablað- inu á laugardaginn var einmitt Range Rover af árgerðinni 2003 auglýstur til sölu. Með í kaupun- um fylgdu þúsund lítrar af bens- íni og 200 þúsund krónur í reiðu- fé. Fréttablaðið hafði samband við umræddan aðila sem vildi ekkert tjá sig við fjölmiðla. Guð- finnur reyndi sjálfur að selja umræddan bíl en það strandaði á því að kaupandinn vildi fá meira reiðufé fyrir að yfirtaka lánið. Guðfinnur óttast það jafnframt að menn kunni að grípa til örþrifa- ráða. „Hér áður fyrr var talað um litlu stúlkuna með eldspýturnar í bókhaldinu. En nú er hún bara komin með bílpróf,“ útskýrir Guð- finnur og vísar þar til óvenju- margra bílabruna að undanförnu. Hann gefur jafnframt lítið fyrir þær hugmyndir að flytja bílaflota landsmanna út. „Halda menn virkilega að það sé einhver meiri markaður fyrir bíla úti í löndum en hérna heima?“ Hann segist þó sjálfur ekki vera á þeim buxunum að leggja upp laupana. Til að mynda vanti bíla hjá honum sem metnir séu á undir einni milljón. „Maður er bara að skrapa botninn á þeim markaði.“ freyrgigja@frettabladid.is GUFFI BÍLASALI: ÆTLA EKKI AÐ ENDURNÝJA MINN RANGE ROVER Geim óver fyrir Range Rover ALLT BÚIÐ Guðfinnur Halldórsson, einn reyndasti bílasali landsins, segir engan markað fyrir notaða Range Rovera. Þá eigi bara eftir að daga uppi á Íslandi. Hann hætti sjálfur við að endurnýja eigin Range Rover. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það er allt að verða dýrara, segir kærastan mín. Annars nenni ég ekkert að pæla í þessu. Ekki alveg strax allavega.“ Bjarni Hall, söngvari Jeff Who? Veljum íslenskt SVEINN BJÖRNSSON Fyrsti forseti Íslands og kona hans voru greinilega í hávegum höfð hjá Banda- ríkjaforseta. EINSTAKUR MUNUR Gjöf frá Truman til Georgíu konu Sveins Björns- sonar forseta er nú að finna á dönskum uppboðsvef. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Fjóra milljarða norskra króna, um 75 milljarða íslenskra króna. 2 C-deild. 3 Ragnar Bragason.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.