Fréttablaðið - 06.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 6. nóvember 2008 — 304. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Mikilvæg starfsemi Barnahúsið er tíu ára um þessar mundir. Starfsmenn þess hafa aðstoðað yfir 2.000 börn frá opnun. TÍMAMÓT 30 LÁRA KRISTÍN UNNARSDÓTTIR Fer ótroðnar slóðir í fatavali og klæðagerð • tíska • heilsa • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þessi hálshólkur eða strokkur er saumaður úr 20 ára gömlu silki-púðaveri. Púðinn var orðinn eydd-ur á endunum og mig langaði til að gera eitthvað við hann og ákvað að sauma mér þessa flík,“ segir Lára Kristín áhugasöm. „Mér þykir svo gott að hafa eitthvað um hálsinn og kúra mig ofan í stórt hálsmál, sérstaklega þegar kalt er.“ Hún hefur áður búið til sams konar strokka úr öðruvísi efnumog gerði þann fyrst íh fæddist þessi strokkur,“ útskýrir Lára Kristín sem hefur verið dug-leg að hanna og útbúa föt fyrir sjálfa sig, vini og vandamenn. Hún leggur mikið upp úr því að endur- nýta efni og hendir sjaldnast neinu. „Hægt er að endurnýta allt og auk þess finnst mér mjög gaman að finna lausnir,“ segir Lára Kristín einlæg. „Ég hef saumað mér hettuur ká verið veik fyrir saumaskap og hef spáð mikið í hönnun. Hins vegar eru ekki nema um þrjú ár síðan ég fór að sauma með eitthvert mark- mið í huga,“ segir Lára Kristín en hún hyggur á nám í klæðskera- saumi í Vín. „Ég vinn sem textasmiður og prófarkalesari hjá auglýsingastofunni Góðu fólki Með púðaver um hálsinn Lára Kristín Unnarsdóttir fer ótroðnar slóðir í fatavali og klæðagerð. Hún er uppátækjasöm og henni þykir gaman að hanna og útbúa eigin flíkur. Þá reynir hún oft að nýta það sem hendi er næst. Láru Kristínu hafði lengi langað í kápuna sem hún klæðist hér og lét loks eftir sér að kaupa hana. Kápan er með hermannasniði, skáslegin að framan og síðari að aftan. Heimagerði strokkurinn fer vel við og skreytir hálsmálið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STÓRTÓNLEIKAR verða haldnir í Grafarvogskirkju fimmtudags- kvöldið 13. nóvember klukkan 20.00 til styrktar BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Fjöldi landsfrægra tónlistarmanna kemur fram á tónleikunum sem eru árlegur viðburður. VELJUM ÍSLENSKT Sælkerar og bústnar peysufatakonur Sérblaðið Veljum íslenskt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG veljum íslensktFIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2008 Opið til 21 Afsláttar dagar Nú Skeifunni 8 sjón er sögu ríkari og Guðlastari skrifar um guðsmann Úlfar Þormóðsson hefur ekkert heyrt frá kirkjunnar mönnum. FÓLK 54 Lagður í einelti vegna Eddunnar Þröstur Leó stendur einn á móti öllum í sínum flokki. FÓLK 46 STJÓRNMÁL „Á tímum sem þessum, getur maður ekki skorast undan. Ég sá þetta sem leið til að geta orðið að einhverju gagni,“ segir Einar Bárðarson sem oft hefur verið kallaður umboðs- maður Íslands. Einar hefur nú verið ráðinn aðstoðarmaður Kjartans Ólafsson- ar, 4. þingmanns Suðurkjördæmis, sem situr á þingi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Afskipti Einars af stjórnmálum eru lítil fyrir utan að hafa verið varaformaður ungra sjálfstæðismanna í Árnessýslu seint á síðustu öld. „Kjartan er frændi minn og mér að góðu kunnur frá því að ég ólst upp á Selfossi,“ segir Einar en breyttar aðstæður hafa kallað fram aukinn áhuga hans á innanlandsmálum og pólitík. - jbg / sjá síðu 54 Einar Bárðason: Aðstoðarmaður hjá þingmanni UMRÆÐA Ísland hefur alla burði til að ná sér upp úr núverandi efnahagsþrengingum en það mun taka nokkurn tíma. Þetta kemur fram í grein Michaels Porter, prófessors við Harvard-háskóla, og Christians Ketels, samstarfs- manns hans. Porter og Ketels rannsökuðu samkeppnishæfni Íslands fyrir tveimur árum. Þeir segja að íslenska efnahagsundrið hafi verið annað og meira en fjár- málabóla, en íslensk fyrirtæki hafi verið áhættusæknari en erlendir keppinautar. Ísland verði nú að nýta auðlindir sínar til að vinna sig út úr vandanum, en skuldir ríkisins vegna falls bankanna hægi á endurreisninni og komi niður á uppbyggingu atvinnulífsins. - bs/ sjá síðu 28 Prófessor við Harvard: Ísland reiði sig á auðlindirnar EINAR BÁRÐARSON STJÓRNMÁL Samkomulag vegna inn- stæðna í íslensku bönkunum í Bret- landi er, í hugum sumra ríkja, for- senda þess að Íslendingar fái lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Neyðarsjóði Evrópusambandsins. Embættismenn Evrópusam- bandsins gerðu þingmönnum í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA þetta ljóst á fundum í Brussel í byrjun vikunnar. Starfsmaður ráðherraráðsins upplýsti að meðal nokkurra ríkja væri sú skoðun uppi að Íslendingar gætu ekki vænst jákvæðrar afgreiðslu í stjórn Alþjóðagjald- eyris sjóðsins fyrr en innstæðumál- in væru frágengin. Sama er uppi á teningunum varð- andi fyrirgreiðslu úr neyðarsjóði ESB, að sögn starfsmanns fram- kvæmdastjórnarinnar. Landsbankinn og Kaupþing tóku við innlánum í nokkrum Evrópu- ríkjum en einkum í Bretlandi. Ganga Bretar hart fram í vörslu hagsmuna sparifjáreigenda. „Mér finnst fólgin í þessu fjár- kúgun,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sem á sæti í Íslands- deild þingmannanefndarinnar. „Það var sagt að ekki yrði af lánafyrir- greiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nema samkomulag næðist við Breta. Þeir eru innanbúðar í sjóðn- um og geta sett svona skilyrði. Það væri þá fjárkúgun,“ segir Árni Þór. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildarinnar, segir að bent hafi verið á að Íslendingar ætluðu að virða lög en greindi á við Breta um sum lagaleg atriði. Jafnframt hafi því verið komið á framfæri að ekki mætti vera samhengi milli alþjóðlegrar fyrirgreiðslu og ágreiningsins um innstæðutrygg- ingarnar. Bresk stjórnvöld hafa boðist til að lána Íslendingum peninga svo greiða megi út af reikningum Landsbankans í Bretlandi. Þeir setja þó það skilyrði að slík lánveit- ing yrði hluti af samkomulagi Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn. Alistair Darling, fjármálaráð- herra Bretlands, ítrekaði þetta í samtali við fréttaveituna Dow Jones á mánudag. - bþs Reynt að kúga Ísland til sátta við Bretland Sú skoðun er uppi innan einstakra Evrópuríkja að ekki eigi að veita Íslending- um alþjóðlega lánafyrirgreiðslu nema sátt náist um meðferð innstæðureikn- inga í Bretlandi. Þingmaður VG telur að í slíkum afarkostum felist fjárkúgun. VÆTA Í dag verður yfirleitt hæg suðaustlæg átt. Töluverð rigning suðaustanlands en síðan gengur úr- komusvæðið til vesturs yfir land og því víða væta síðdegis eða í kvöld. Áfram fremur milt. VEÐUR 4 5 4 7 8 8 Veigar í góðum hópi Frábær spila- mennska Veigars Páls Gunnarssonar í vetur setti hann í hóp íslenskra úr- valsleikmanna. ÍÞRÓTTIR 48 VIÐSKIPTI „Við höfum þegar sent einum bankanum fyrirspurn og munum skrifa hinum tveimur,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Í bréfunum er óskað upplýsinga um lán til starfsmanna gömlu bankanna til hlutabréfakaupa, lánakjör, upp- hæðir og fleira. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri segir að ef skuldir hafi verið gefnar eftir sé skattalöggjöf- in skýr. „Ef um eftirgjöf skulda er að ræða telst það til tekna nema um nauðasamninga sé að ræða.“ Kauphöll Íslands bárust ekki til- kynningar frá Kaupþingi um nið- urfellingu ábyrgða starfsfólks bankans. Þar er rannsókn hafin á málinu. Helgi Magnús Gunnarsson, yfir- maður efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra, segir hugsanlega geta verið um skilasvik að ræða eða umboðssvik. Slík brot geta varðað allt að sex ára fangelsi. - hhs, ikh, jse / sjá síðu 4 og 10 Niðurfelling ábyrgða starfsfólks Kaupþings vegna hlutabréfakaupa víða til skoðunar: Skattayfirvöld rannsaka kaup BREYTTIR TÍMAR? Hvítir karlar lesa um úrslit í bandarísku forsetakosningunum í blöðum gærdagsins á meðan þeir láta pússa skó sína. Kosningarnar voru sögulegar því í fyrsta sinn mun þeldökkur maður setjast í stól Bandaríkjaforseta. Sjá síðu 16 NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.