Fréttablaðið - 07.11.2008, Page 1

Fréttablaðið - 07.11.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI EFNAHAGSMÁL Pattstaða virðist vera komin upp í afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) á neyðaraðstoð til Íslands. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir sjóðinn bíða eftir því að vilyrði fyrir láni frá Norðurlönd- unum fáist. Yfirmaður hjá sænska seðla- bankanum segir hins vegar að niðurstöðu stjórnar IMF sé beðið og fyrr verði ekkert ákveðið um samnorræna aðstoð. Afgreiðslu stjórnar IMF um lánsumsókn hefur verið frestað í tvígang. „Ástæða frestunar sjóðsins er sú að það er ekki búið að ljúka þeirri viðbótarfjármögnun sem við þurfum að klára. Þá erum við fyrst og fremst að tala um fjármögnun frá Norðurlöndunum, sem getur annaðhvort verið í formi lána eða gjaldeyrisskiptasamn- inga,“ segir Geir. Mathias Persson, yfirmaður hjá sænska seðlabankanum, sagði í viðtali við fréttaveit- una Dow Jones, að þar á bæ biðu menn afgreiðslu stjórnar IMF. Samþykki stjórnin umsókn Íslendinga muni sænski seðlabank- inn „kynna sér smáatriðin“ áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Forsætisráðherra óttast það ekki að sjóðurinn hafni beiðni Íslands. „Ég treysti því að lánið fáist og framkvæmdastjóri sjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, sagði mér það í símtali í vikunni að hann sæi engan meinbug á þessu máli. Þá trúir maður því þangað til að annað kemur í ljós.“ Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir lánið frá IMF lykilinn að öllu öðru í viðreisn efnahagslífsins og fáist það ekki verður sú djúpa niðursveifla sem þjóðin horfir fram á, enn dýpri. „Þá erum við ekki að tala um eitt prósent til eða frá í hagvexti, kaupmætti, verðbólgu eða atvinnuleysi heldur margfalt stærri tölur. Þá er ljóst að við stöndum frammi fyrir meiri lífskjara- skerðingu en okkur hefur órað fyrir.“ „Það yrði svo skelfileg tilhugsun að ég vildi helst ekki hugsa það dæmi til enda,“ segir Þórarinn G. Pétursson, staðgengill aðalhag- fræðings Seðlabankans, um efnahagshorfur, fari svo að ekki komi aðstoð frá IMF. - shá, kóp, ikh / sjá síðu 4 og Markaðinn Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 7. nóvember 2008 — 305. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Hrafnhildur Tryggvadóttir, bóka- safns- og upplýsingafræðingur hjá Landsvirkjun, segist ekkert sér- staklega dugleg að elda og ísskáp- urinn hjá henni og bú h árunum en það er alltaf heimilisleg stemning að standa í bakstri og geta boðið gestum upp á isem Sigurðardóttir, sem er næringarekstrarfr ði Bakar bollur fyrir gesti Hrafnhildur Tryggvadóttir bakar saðsamar brauðbollur í frystinn sem hún segir gott að grípa til þegar hún kemur svöng og þreytt heim úr vinnunni. Bollurnar hleður hún svo hollu áleggi. Saðsamar og hollar bollur með kotasælu eru gott snarl eftir vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GLJÚFRASTEINN er tilvalinn viðkomustaður um helgina. Húsið var heimili og vinnustaður Nóbelsskáldsins Halldórs Lax- ness og fjölskyldu hans í um hálfa öld en er nú safn. Opið er alla daga nema mánudaga frá klukkan10 til 17 á veturna. Verð 7.750 kr. Villibráðar-hlaðborð 16. október - 19. nóvemberMatreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni frá öllum heimshornum til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar.Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum eðalvínum frá Chile og Argentínu. Gjafabréf Perlunnar Góð tækifærisgjöf! Jólahlaðborð Perlunnar hefst 20. nóvemberTilboð mán.-þri. 6.250 kr. — Verð: 7.250 kr. Þá er ljóst að við stöndum frammi fyrir meiri lífskjaraskerðingu en okkur hefur órað fyrir. ÓLAFUR DARRI ANDRASON HAGFRÆÐINGUR ASÍ HRAFNHILDUR TRYGGVADÓTTIR Býður gjarnan í heima- bakað kaffibrauð • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS föstudagur BLÚSANDA Gerður Kristný, rithöf-undur og skáld, hefur alltaf verið dr FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 7. nóvember 2008 Slá ekki slöku við Lúdó sextett fagnar hálfrar aldar ferli með dansleikjum á Kringlukránni um helgina. TÍMAMÓT 24 Opið til 19 Afsláttar dagar Nú Skeifunni 8 sjón er sögu ríkari og 6 5 6 77 VÆTUSAMT Í dag verður víðast fremur hæg suðaustan eða austan átt. Rigning víða um land en þó úrkomulítið á Norðausturlandi. Hiti 5-10 stig. VEÐUR 4 INGÓLFUR STEINSSON Litlir kassar verða tómir kassar Þokkabót endurgerir sitt vinsælasta lag FÓLK 34 Bond í hefndarhug Quantum of Solace fær góða umsögn hjá gagnrýnenda Fréttablaðsins. KVIKMYNDIR 36 STJÓRNMÁL Bankaráð ríkisbank- anna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, verða skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Fimm munu sitja í hverju banka- ráði um sig. Stjórnarflokkarnir til- nefna þrjá fulltrúa í hvert þeirra en stjórnarandstöðuflokkarnir til- nefna tvo. Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm bankaráðssæti en Samfylking fjög- ur. Þá fær Sjálfstæðisflokkurinn formennsku í tveimur bankaráð- anna en Samfylkingin í einu. Fjármálaráðherra fer með eignarhald ríkisins í bönkunum og skipar bankaráðsmenn að fengn- um tilnefningum frá stjórnmála- flokkunum. Formlegra skipana bankaráðanna er að vænta í dag. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær að fagleg sjónarmið yrðu höfð til viðmiðunar við val á fólki í bankaráðin. Það þrengdi þó kost að fólk með þekkingu á bankamálum hefði margt hvert starfað hjá gömlu bönkunum eða komið að starfsemi þeirra að einhverju leyti. Hlutlaus og sjálfstæð dómgreind og sjálfstæði stjórnarmanna er megininntakið í leiðbeiningum um stjórnarhætti í opinberum fyrir- tækjum sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Kauphöll- in leggja nú lokahönd á. Byggjast þær á leiðbeiningum OECD sama efnis. Áhersla er lögð á að stjórnar- menn séu ábyrgir gjörða sinna og fjölbreytileiki þeirra, hvað varðar menntun og reynslu, sagður æski- legur. Þá beri að varast að of margir stjórnarmenn komi úr stjórnsýslunni. - bþs Stjórnmálaflokkarnir skipta á milli sín sætum í nýjum bankaráðum ríkisbankanna: Bankaráðin flokkspólitísk á ný VIÐSKIPTI Elín Sigfúsdóttir var ráðin bankastjóri Nýja Landsbank- ans með 1.950 þúsund krónur í mánaðarlaun, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins. Elín er þar með launahæsti bankastjórinn í ríkisbönkunum þremur. Fram hefur komið að Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis, og Finnur Svein- björnsson, bankastjóri Nýja Kaup- þings, eru með 1.750 þúsund krónur á mánuði. Finnur var með 1.950 þúsund krónur í mánaðarlaun þegar hann var ráðinn í starfið en lækkaði þau til jafns við Birnu skömmu síðar. Elín hefur ekki svarað skila- boðum Fréttablaðsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að bæði Birna og Elín aka um á bifreiðum sem skráðar eru á bankana. - kh Elín Sigfúsdóttir bankastjóri: Með 1.950 þús- und á mánuði ELÍN SIGFÚSDÓTTIR Í FJÖRUFERÐ Þessir krakkar úr Mýrarhúsaskóla fengu frí frá bókunum og fóru í fjöruferð með kennurum sínum í gær. Krakkarnir fengu sér sæti á gangstéttinni og hlustuðu á kennarana leggja þeim lífsreglurnar um hvernig beri að umgangast fjöruna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GERÐUR KRISTNÝ Fékk Kolbrúnu Bergþórs til að tárast FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Heimur barna Foreldrar vita oft ekki hvað er að gerast hjá börnum þeirra, segir Hlín Böðvarsdóttir. UMRÆÐA 22 KR vann toppslaginn KR er nú eina taplausa lið- ið í Iceland Express- deild karla. ÍÞRÓTTIR 38 VEÐRIÐ Í DAG Neyðaraðstoð í pattstöðu Orð Geirs H. Haarde forsætisráðherra stangast á við fullyrðingar sænska seðlabankans um afgreiðslu á neyðaraðstoð frá IMF. Geir er fullviss um að lán fáist. Hagfræðingar segja höfnun frá IMF óhugsandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.