Fréttablaðið - 07.11.2008, Side 25

Fréttablaðið - 07.11.2008, Side 25
„Það verður nóg að bíta og brenna og skoða og skemmta sér yfir á Suðurlandi um helgina, en sunn- lenskt safna-, lista- og veitingafólk hefur opnað sinn víða faðm og býður gesti hjartanlega velkomna, eins og sunnlensk gestrisni er víð- fræg fyrir,“ segir Gísli Sverrir Árnason, verkefnisstjóri Safna- helgar á Suðurlandi, sem hefst með ótal skemmtilegum uppákomum strax um hádegisbil í dag og lýkur ekki fyrr en á sunnudagskvöld. „Safnahelgin á sér rætur í Safnanótt Vestmannaeyja, sem þar hefur verið haldin í nóvember undanfarin ár. Nú færast hátíða- höldin yfir allt Suðurland; austast frá Kirkjubæjarklaustri og allt að orkuverinu á Hellisheiði, sem er vestasti þátttakandinn í Safna- helginni, og vitaskuld verða Vest- mannaeyingar líka með,“ segir Gísli Sverrir, sem höfðar til allra Sunnlendinga, mýmargs sumar- húsafólks á Suðurlandi og nær- sveitafólks úr höfuðstaðnum og öllum áttum að koma og taka þátt í fjölbreyttri menningardagskrá Safnahelgarinnar, þar sem á annað hundrað viðburða verður í boði. „Söfnin á Suðurlandi bjóða upp á spennandi dagskrá. Á seinni stigum bættist við rómaður mat- arklasi Suðurlands sem krydda mun dagskrána með girnilegum krásum og kynjaréttum sem tengj- ast héraðinu og matarhefðum Suðurlands,“ segir Gísli Sverrir og ítrekar að flest söfn bjóði ókeypis aðgang um helgina og veitingahús verði með hagstæð tilboð á sínum matseðlum, sem allt geri buddunni gott. „Dagskráin er fjölbreytt og af nógu að taka fyrir alla fjölskyld- una, en hana má skoða í heild sinni á www.sofnasudurlandi.is. Það er engin leið að gera upp á milli því svo margt heillandi býðst gestum, og fyrst og fremst er vakin athygli á menningararfi, sagna- og matar- hefðum Sunnlendinga, í fortíð og nútíð. Því er um að gera að skoða dagskrána gaumgæfilega, velja sér áhugaverða viðburði og kort- leggja helgarrúnt um Suðurland með hliðsjón af þeim. Margir munu eflaust einskorða sig við einstaka byggðarlag, en við vonum að fólk taki sér skemmtiferð á hendur um ægifagurt, þvert og endilangt Suðurland.“ thordis@frettabladid.is Suðurland opnar faðminn Sunnanmenn taka á móti gestum úr öllum landsfjórðungum opnum örmum, með kynjum og kostum, í mat og menningu, um helgina þegar menningarhátíðin Safnahelgi á Suðurlandi fer af stað í fyrsta sinn. Gísli Sverrir Árnason er verkefnisstjóri Safnahelgar á Suðurlandi, sem hefst með pomp og prakt í dag, en þangað verður ósvikin skemmtun að taka sveitabíltúr um helgina, þar sem héraðið mun loga enda á milli af sýningum, menningu, sagnahefð og ómótstæðilegum, sunnlenskum kræsingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HÁTÍÐ TRJÁNNA – LIST Í ÞÁGU BARNA er samstarfsverkefni Barnaheilla og þjóðþekktra listamanna. Listamennirnir tileinka Barnaheillum verk sem hægt er að skoða hjá Sævari Karli í Bankastræti. Uppboð verður á verkunum síðar í mánuðinum og rennur ágóðinn til Barnaheilla. Amethyst - mjög glæsilegur “push up” haldari í BCD skálum á kr. 6.990,-” Ný verslun á horninu á Ármúla og Síðumúla 1 Ódýr leikföng og gjafavara, jólapappír 50 kr, gjafapokar 100 - 200 kr. Gott úrval á Góðu verði Sími: 8698171 • Opið mán-föst 11-18 & laugard. 11-17 Alla laugardaga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.