Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 8. nóvember 2008 — 306. tölublað — 8. árgangur FJÖLMIÐLAR Dagbók Þráins Bertelssonar rithöfundar birtist í síðasta sinn í Fréttablaðinu í dag. Þráinn hefur glatt lesendur með myndskreyttum dagbókarfærsl- um í rúmlega þrjú ár, þar sem hann rýnir í þjóðarsálina eins og honum einum er lagið. Þráinn hverfur einnig úr hópi Bak- þankahöfunda blaðsins. Þráinn hefur fylgt Fréttablað- inu frá upphafi. Hann skrifaði Bakþanka í fyrsta tölublaðið, 23. apríl 2001, og hefur verið einn vinsælasti pistlahöfundur landsins allar götur síðan. Fréttablaðið þakkar Þráni kærlega fyrir samstarfið og samfylgdina í gegnum árin og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. - bs / Sjá síðu 18. Kæra dagbók í síðasta sinn: Þráinn kveður Fréttablaðið ÞRÁINN BERTELSSON Ætlar aldrei að segja kreppa eða krútt aftur Sindri Már Sigfússon í Seabear 34 FÓLK Seðlabanki Íslands hefur frestað árshátíð sinni sem átti að fara fram með pomp og prakt á Hótel Nordica í kvöld. Davíð Oddsson og annað starfsfólk bankans fær því ekki tækifæri til að sletta úr klaufunum í þetta sinn, enda kannski lítil ástæða til miðað við erfiðleikana hér á landi. Hljómsveitin Buff hafði verið bókuð á árshátíðina en fyrir nokkrum vikum var ákveðið að fresta henni fram í janúar og þurfti Buff því að bóka sig í Sjallann á Akureyri í staðinn. „Það var búið að bóka þetta en eins og þjóðfélagsástandið er þá eru mörg fyrirtæki sem sjá sér ekki fært að halda einhverja stórfenglega mannfagnaði,“ segir Páll Eyjólfsson hjá umboðsskrif- stofunni Prime sem hefur Buff á sínum snærum. -fb / sjá síðu 62 Aðgerðir í Seðlabanka Íslands: Árshátíð frestað fram í janúar WWW.HEKLANOTADIRBILAR.IS www.europris.is DIET COKE- 33 CL 49 ÓDÝRT FYRIR ALLA! Laugardag Opið í dag Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Hannaðu heimilið með Tengi Opið 10–18 Afsláttar dagar ÞURRT NYRÐRA Í dag verða hæg- ar austlægar áttir. Rigning eða skúrir á víð og dreif en þó yfirleitt þurrt á landinu norðanverðu. Hiti 5-10 stig. VEÐUR 4 6 5 6 77 GRASRÓTIN Í TÓGÓ Alda Lóa Leifsdóttir segir frá Tógó, ættleiðingu og Afríku- félagi í viðtali. VIÐTAL 22 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2008 ● INNLITUngir menn á Garði ● HÖNNUNNý lína frá Reyni Sýrussyni ● SPARNAÐARRÁÐ Breyta í stað þess að neyta VEÐRIÐ Í DAG FYLGIR Í DAG EFNAHAGSMÁL Hægt væri að taka upp aðra mynt, með einhliða aðgerð og með mun minni gjald- eyrisforða en þarf til að verja krónuna, þegar hún verður sett aftur á flot. Þetta segja Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Val- fells í aðsendri grein í Fréttablað- inu í dag. „Sá forði sem nú er í Seðlabank- anum er um það bil tveir milljarð- ar evra ... Sá forði ætti að duga vel fyrir skiptunum,“ segja Heiðar Már og Ársæll. Þeir benda á að mikil áhætta sé í því falin að taka sex milljarða doll- ara lán til að stórefla gjaldeyris- forðann. „Í núverandi árferði er mikilvægt að búa til festu. Hún fæst ekki með óbreyttu gengis- fyrirkomulagi,“ segir í greinnni. Þá segja Heiðar Már og Ársæll að einhliða upptaka annars gjald- miðils brjóti ekki í bága við EES- samninginn, en betra sé þó að hafa IMF og viðeigandi seðlabanka með í ráðum. - ss/ sjá síðu 16 Ársæll Valfells og Heiðar Már Guðjónsson leggja til að krónan verði lögð niður: Einhliða upptaka á mynt er ódýrari BJÖRGUNARSUND Í KÓPAVOGI Það er ekki aðeins í efnahagslífinu sem björgunaraðgerða er þörf. Það vita þau Sara Marteinsdóttir og Guðmundur Pétursson, starfsmenn Sundlaugar Kópavogs, sem æfðu björgunarsund af kappi í sundlauginni Versölum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Margir bændur eiga í stórkostlegum rekstrarerfiðleikum þar sem lán þeirra í erlendum gjald- miðlum hafa hækkað mikið að und- anförnu. Er nú svo komið að tekjur vegna afurðasölu og beingreiðslur frá ríkinu standa ekki undir afborg- unum af lánum sumra. Vandinn er mestur meðal kúa- bænda og einkum þeirra sem hafa reist fjós eða ráðist í annars konar fjárfestingar á síðustu misserum og árum. Sem dæmi má nefna að mánaðar- legar afborganir af lánum tiltekins kúabús á Suðvesturlandi hafa hækkað um 700 þúsund krónur. Verðhækkanir á erlendum aðföng- um á borð við olíu, kjarnfóður og áburð hlaupa svo á tugum prósenta. Haraldur Benediktsson, formað- ur Bændasamtaka Íslands, segir ástandið mjög alvarlegt en óttast ekki fjöldagjaldþrot meðal bænda. Í bönkunum ríki skilningur á erfiðri stöðu. „Þeir segjast ekki ætla að ganga að neinum,“ segir Haraldur sem ræddi á dögunum við banka- stjóra Kaupþings og Landsbankans. „Hins vegar er ljóst að þá skortir heimildir og vitneskju. Eigandinn hefur ekki sagt þeim hvað þeir megi og því ekki annað að gera en að setja allt í bið.“ Haraldur segir nauðsynlegt að verst stöddu bændurnir fái lán svo rekstur þeirra stöðvist ekki. Í fram- haldinu þurfi að vinna í endurfjár- mögnun og, eftir atvikum, afskrift- um skulda. Því ríði á að ríkið – sem eigandi bankanna – móti stefnuna. Um sjö hundruð kúabú eru í land- inu og telur Haraldur þau hlaupa á tugum sem standa verulega illa. Hann áætlar að um helmingur allra lána sé í erlendri mynt. Bændur hafa reynt að hagræða í rekstrinum hjá sér en úrræðin eru fá. Fyrir ári höfðu margir mögu- leika á að selja parta úr jörðum sínum eða hluta mjólkurkvóta en hvorugt er söluvara nú. Enginn er til að kaupa. Þess í stað reyna nágrannar að samreka bú sín með einum vélakosti og selja til útlanda þau tæki sem ekki þarf að nota. - bþs Tekjur bænda standa ekki undir lánunum Rekstrarforsendur margra búa eru brostnar. Dæmi er um að afborganir hafi aukist um 700 þúsund á mánuði. Formaður Bændasamtakanna telur ekki líkur á fjöldagjaldþrotum. Bankastjórar sýna skilning en skortir heimildir til aðgerða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.