Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 6
6 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Skeifan 550-4110, Smáralind 550-4140, Kringlan 550-4130, Hafnarfjörður 550-4120, Selfoss 550-4190, Vestmannaeyjar 550-4180, Egilsstaðir 550-4160, Akureyri 550-4150, Ísafjörður 550-4170 300 16 Blocks 21 Grams 25th Hour 40 Year Old Virgin 50 First Dates History of Violence Abandon After the Sunset Agent Cody Banks Aladin Konungur Þjófana Alex & Emma Alexander Alfie (2005) Alien AVP: Alien vs. Predator Alien Autopsy All the Kings Men American Dreamz American Gigolo American Pie: The Naked Mile American Splendor Amityville Horror Inconvenient Truthn Ant Bully Anything Else Apocalypto Are We There Yet Around the World in 80 Days (2005) Art School Confidential Assassination of Richard Nixon Attack Force Aviator Álfur (Elf ) Ávaxtakarfan Babel Bad Education Bad News Og svo miklu fleiri titlar. á m e ð a n b ir g ð ir e n d a st GILDIR Í SMÁRALIND, KRINGLUNNI, SKEIFUNNI OG GLERÁRTORGI FJÖLMIÐLAR Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra hefur sent formönnum stjórnarandstöðuflokkanna bréf og beðið um tilnefningu í starfshóp um fjölmiðlaumhverfi. Hún vonast eftir niðurstöðu fljótt. „Skoða þarf hvort ákvörðun um að taka Rúv að hluta af auglýsinga- markaði mundi stuðla að því að halda fjölbreytni í fjölmiðlum. Á hinn bóginn verður að líta til þess að það er ekki æskilegt að auglýs- ingamarkaðurinn fari á hendur eins manns eða fyrirtækis.“ Þorgerður segist vænta skiln- ings hjá öllum stjórnmálaflokkum um málið. - kóp Menntamálaráðherra: Flokkar skipi í fjölmiðlanefnd ÞORGERÐUR KATRÍN Hefur kallað eftir tilnefningum stjórnarandstöðuflokka í starfshóp um fjölmiðlaumhverfi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir að bygging hátæknisjúkra- húss sé sveigjanlegt verkefni og því kalli ekkert á að slá það út af borðinu. Næstu ári fari í undirbúning. Hann segir óljóst um niðurskurð í heilbrigðisþjón- ustunni. Hún sé mikilvæg og unnið sé að háu þjónustustigi. „Ef sú staða kemur upp að við þurfum að vinna með minni fjármuni en við gerum núna þá vinnum við að því, en það er of snemmt að segja eitthvað til um það. Okkar góða heilbrigðis- þjónustu er alltaf verðmæt og alveg sérstaklega núna og þess vegna þarf að hlúa vel að henni og því starfsfólki sem þar vinnur. - kóp Guðlaugur Þór Þórðarson: Hátæknispítali enn á borðinu GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON SVEITASTJÓRNIR Hlé var gert á bæjarstjórnarfundi á Álftanesi á fimmtudag vegna ónæðis frá áhorfendum á fundinum. Verið var að ræða hina umdeildu lóð á Miðskógum 8 þegar ákveðið var að gera hlé sem stóð síðan í fimm mínútur. Á fundinum staðfestu fulltrúar meirihluta Ál-listans að eiganda lóðarinnar yrði synjað um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni og staðfesti nýtt deiliskipulag þar sem lóðin er afmáð sem byggingarlóð. Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðis- flokks sögðu afgreiðsluna vera dæmalausan yfirgang bæjar- stjórnarinnar. - gar Umdeild lóð á Álftanesi: Háreysti á fundi bæjarstjórnar Nýju bankaráðin Átta karlar og sjö konur eru í nýjum bankaráðum ríkisbankanna sem fjármála- ráðherra skipaði í gær. Sjálfstæðisflokkurinn tilnefndi fimm bankaráðsmenn, Samfylkingin fjóra, VG þrjá, Framsókn tvo og Frjálslyndir einn. Valur Valsson formaður. Viðskipta- fræðingur. Fyrrver- andi bankastjóri Íslandsbanka og Iðnaðarbankans. Til- nefndur af Sjálfstæð- isflokknum. Guðjón Ægir Sigur- jónsson lögmaður á Selfossi. Tilefndur af Samfylkingunni. Katrín Ólafsdóttir. Hagfræðingur. Lektor við viðskiptadeild HR og fyrrverandi starfs- maður Þjóðhags- stofnunar. Tilnefnd af Samfylkingunni. Ólafur Ísleifsson. Hagfræðingur. Lektor við viðskiptadeild HR og fyrrverandi starfs- maður Seðlabank- ans. Tilnefndur af Frjálslynda flokknum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lög- maður. Rekur eigin stofu en gegndi um skeið starfi borgar- lögmanns. Tilefndur af VG. GLITNIR Ásmundur Stef- ánsson formaður. Hagfræðing- ur. Fyrrverandi ríkissáttasemjari, framkvæmdastjóri í Íslandsbanka og for- seti ASÍ. Tilnefndur af Samfylkingunni. Erlendur Magn- ússon. Fyrrverandi framkvæmdastjóri í FBA og Glitni. Til- nefndur af Sjálfstæð- isflokknum. Haukur Halldórs- son. Búfræðingur. Bóndi og fyrrverandi formaður Stéttar- sambands bænda. Tilnefndur af Fram- sóknarflokknum. Salvör Jónsdóttir. Skipulagsfræðingur. Starfsmaður Alta og fyrrverandi sviðsstjóri skipulags- og bygg- ingasviðs Reykjavík- ur. Tilnefnd af VG. Stefanía Karls- dóttir. Matvæla- fræðingur og MBA. Fjármálastjóri Keilis, fyrrverandi rektor Tækniháskólans og bæjarstjóri í Árborg. Tilnefnd af Sjálfstæð- isflokknum. LANDSBANKINN Magnús Gunn- arsson formaður. Viðskiptafræðingur og kaupsýslumaður. Hefur gegnt stjórn- arformennsku og forstöðu í mörgum fyrirtækjum. Til- nefndur af Sjálfstæð- isflokknum. Auður Finnboga- dóttir. Viðskipta- fræðingur og MBA. Framkvæmdastjóri A verðbréfa og fyrrver- andi framkvæmda- stjóri MP verðbréfa. Tilnefnd af Sjálfstæð- isflokknum. Drífa Sigfúsdóttir. Viðskiptafræð- ingur. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og deildarstjóri hjá Lánstrausti. Tilnefnd af Framsóknarflokki. Erna Bjarnadótt- ir. Hagfræðingur. Deildarstjóri hjá Bændasamtökunum. Tilnefnd af VG. Helga Jónsdóttir. Lögfræðingur. Bæjar- stýra Fjarðabyggðar og fyrrverandi borg- arritari í Reykjavík og fulltrúi í stjórn Alþjóðabankans. Tilnefnd af Samfylk- ingunni. KAUPÞING EFNAHAGSMÁL „Skilyrði lánsins [frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)] ætti að vera að sanngirni og jafnræði verði tryggt gagnvart öllum skuldunautum,“ sagði Myners lávarður og ráðherra fjármála í lávarðadeild breska þingsins í umræðu um Icesave reikningana. Myners var spurður að því hvort Bretar styddu lán IMF til Íslands ef Icesave deilur milli Íslands og Bretlands væru ekki til lykta leiddar. Þar sagði hann að bandaríska ríkisstjórnin styddi slíkt lán, en taldi að það ætti að vera skilyrt í samræmi við kröfur Breta um að jafnræðis yfir landamæri væri gætt. - ss Ráðherra í lávarðadeild: Lán ætti að vera skilyrt EFNAHAGSMÁL Björgvin G. Sig- urðsson segist sáttur við ákvörð- un ríkisbankanna um að setja 200 milljarða króna inn á peninga- markaðssjóði. Hann segir þetta vera viðskiptalega ákvörðun bankanna. „Þetta er viðskiptaleg ákvörð- un bankanna um þeirra eigin fé þannig að ég hef ekkert við það að athuga.“ Björgvin samsinnir því þó að ríkið fjármagni bank- ana þannig að á endanum komi féð úr ríkissjóði. Þetta hafi þó ekki verið á borði ríkisstjórnar- innar. „Nei við tökum ekki viðskipta- legar ákvarðanir fyrir bankana, það væri mjög óeðliegt ef við gerðum það, enda væri það pólitísk íhlutun í starfsemi þeirra. Ég hef ekkert við þessa ákvörðun að athuga.“ Ákvörðun bankanna um að setja 200 milljarða inn á sjóðina hefur verið nokkuð gagnrýnd. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði í Fréttablaðinu í gær að Alþingi hefði átt að fjalla um hana. Þá hafa margir bent á að með ráðstöfuninni sé sparnaður þeirra sem leituðu hærri vaxta með meiri áhættu en á hefðbundnum innlánsreikingum, tryggður á kostnað skattgreiðenda, sem margir áttu ýmist ekki sparnað, eða völdu aðrar leiðir. - kóp Viðskiptaráðherra er sáttur við 200 milljarða greiðslu á peningamarkaðssjóði: Sáttur við peningabréfakaup BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Segir ríkis- stjórnina ekki hafa vitað um þá ráðstöf- un ríkisbankanna að setja 200 milljarða inn á peningarmarkaðssjóði fyrir fram. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Velur þú íslenskar vörur fram yfir erlendar? JÁ 81,5% Nei 18,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu sátt/ur við skipan nýrra bankaráða ríkisbankanna? Segðu skoðun þína á Vísir.is Hitaveita í Bjarnarfjörð Unnt verður að leggja hitaveitu á næstu bæi við Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum eftir að sextán sekúndu- lítrar af tæplega 50 stiga heitu vatni skiluðu sér upp úr 330 metra djúpri borholu. Þetta kemur fram á vef Orkurannsókna Íslands. ORKUMÁL Bensínþjófur dæmdur Maður hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að stela þrívegis bensíni frá Olís með því að aka í burtu án þess að borga. Hann þurfti jafnframt að greiða Olís bensínið. DÓMSTÓLAR KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.