Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 12
12 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Undanfarið höfum við orðið vitni að miklum sviptingum á fjármálamörkuðum og teikn eru á lofti um efnahagsþrengingar og spurningar vakna um áhrif þeirra á líf og afkomu fólks. Mikil reiði hefur ríkt hér á landi í kjölfar frystingar eigna íslensks fjármála- fyrirtækis í Bretlandi. Reiðin tengist því að aðgerðirnar voru heimilaðar á grundvelli hryðju- verkalaga. Undanfarin ár hafa fjölmörg lönd sett lög um aðgerðir gegn hryðjuverkum. Mannréttindasam- tökin Amnesty International eru gagnrýnin á ýmis ákvæði slíkra hryðjuverkalaga og heimildir sem standast ekki alþjóðlegar mann- réttindaskuldbindingar. Amnesty International hefur bent á hættuna á misnotkun slíkra laga. Þúsundir manna sitja nú í fangelsum á grundvelli hryðjuverkalaga, t.d. í fangabúðunum í Gvantanamó. Sú staðreynd að ákvæði í hryðju- verkalöggjöf Breta hefur nú verið beitt gegn íslensku fyrirtæki sýnir enn og aftur að gagnrýni Amnesty International er á rökum reist. Um miðjan október 2008 fór fram önnur umræða á Alþingi um frumvarp til breytinga á hegning- arlögum. Þar er m.a. að finna mjög víðtækar heimildir til eignaupp- töku. Íslandsdeild Amnesty Internationa gagnrýndi frumvarp- ið m.a. fyrir óljósaa skilgreiningu hugtaksins hryðjuverk. Löglegt andóf getur vegna loðins orðalags frumvarpsins fallið undir hryðju- verk. Alþingi verður að tryggja að hið íslenska frumvarp verði þannig úr garði gert að engin hætta sé á misbeitingu laganna. Mannréttindi og fjármálakreppan Mannréttindasamtök hafa hvatt ríkisstjórnir og viðskiptaheiminn til að huga betur að neikvæðum áhrifum hins alþjóðlega efnahags- kerfis sem hefur vaxið gífurlega undanfarin ár. Áhrifum sem harðast koma niður á fátækum. Athugasemdirnar náðu því miður ekki eyrum þeirra sem réðu för. Amnesty International hefur barist lengi fyrir bindandi alþjóðlegum samningi um mannréttindaskyldur fyrirtækja og fjármálastofnana. Uppkast slíks samnings er fyrir hendi en skort hefur pólitískan vilja til að samþykkja hann. Í septemberlok, þegar fjármála- fyrirtæki riðuðu til falls, var haldinn fundur í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kom að fá ríki munu ná þúsaldarmarkmiðum samtakanna um að draga úr fátækt fyrir árið 2015. Á þeim fundi kom fram að verðhækkun á mat og orku hefur þurrkað út þann litla árangur sem þó hafði náðst. Viðbrögð yfirvalda víða um heim við fjármálakreppunni hafa miðað að því að bjarga fjármála- fyrirtækjum. Nýlega veittu bandarísk yfirvöld tryggingafyrir- tæki 123 milljarða dollara til að bjarga því fyrir horn, upphæð sem er helmingi hærri en þarf til að ná þúsaldarmarkmiðum SÞ. Evrópu- ríki hafa líka veitt milljörðum til endurfjármögnunar bankastofn- ana. Hin skjótu viðbrögð eru í fullkomnu ósamræmi við þann hægagang sem einkennt hefur allar aðgerðir ríkisstjórna síðustu sextíu ár varðandi uppfyllingu mannréttindaloforða. Hinn 10. desember eru 60 ár frá samþykkt Mannréttindayfirlýsing- ar SÞ. Markmið mannréttinda er að skapa samfélag þar sem fólk nýtur málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um líf og afkomu. Nú þegar fjármálakerfi heimsins riðar til falls þurfa allar aðgerðir að byggja á mannréttindum og leiðum til að uppfylla þau. Ríkisstjórnir heims hafa dregið lappirnar við að tryggja öll mannréttindi. Í ljósi þess ástands sem nú hefur skapast í heiminum í kjölfar fjármálakreppunnar er brýnt að allsherjarþing SÞ samþykki að opnuð verði kæruleið við alþjóðasamning um efnahags- leg, félagsleg og menningarleg réttindi og þannig tryggð aukin vernd gegn brotum á réttindum fólks til vinnu, heilsu, menntunar, húsnæðis, fæðis, félagslegs öryggis, viðunandi lífsafkomu og þátttöku í menningarlífi. Fórnum ekki mannréttindum Sagan sýnir að efnahagslegir erfiðleikar geta leitt til alvarlegra skerðinga mannréttinda. Nú þegar berast fréttir m.a. frá Ástralíu og Bretlandi um hertar aðgerðir gegn innflytjendum. Áhrif slíkra aðgerða eru margþætt, ekki síst í upprunalöndum innflytjenda þar sem fjölskyldur reiða sig á peningasendingar. Önnur hætta hertra aðgerða gegn farandverka- fólki og innflytjendum er rasismi, þjóðernishyggja og mismunun í móttökulöndum. Reynslan sýnir að niðursveifla í efnahag landa leiðir oft til félagslegs óróa, aukinna mótmæla og andófs gegn yfirvöld- um. Við slíkar aðstæður er hætta á auknu eftirliti, strangari reglum og skerðingu mannréttinda. Mannrétt- indi eru ekki munaður í góðæri. Mannréttindi eru fyrir alla – alltaf. Viðbrögð yfirvalda um allan heim við þeim efnahagslegu þrengingum sem virðast vera yfirvofandi verða að tryggja að mannréttindi verði ekki fyrir borð borin. Fjárfestum í mannréttind- um og byggjum samfélag sem hefur Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty Inter- national. Fjárfestum í mannréttindum UMRÆÐAN Þórarinn V. Þórarinsson skrifar um varnarmál Árás hryðjuverkasamtakanna Al Kaída á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001 hafði það markmið að lama fjármálakerfi Bandaríkjanna og þar með Bandaríkin. Þetta tókst ekki. Atlaga bresku ríkisstjórnarinnar í skjóli bresku hryðjuverkalag- anna að íslensku bönkunum í október 2008 hafði ekki að markmiði að lama efnahagsstarfsemi á Íslandi. Hún varð samt áhrifaríkari. Við blasir algert hrun stærstu atvinnugreinar þjóðarinnar, eyðing verðmæta sem svarar ævisparn- aði heillar kynslóðar og atvinnuleysi í áður óþekkt- um mæli. Margir þættir stuðluðu að falli íslensku bankanna, en innrás breskra stjórnvalda í Singer and Fridlander-bankann, dótturfélag Kaupþings, réð úrslitum um að engu varð bjargað. Eftir stendur efnahagur þjóðar sem rjúkandi rúst, einstaklinga og fyrirtækja. Við þessar aðstæður er beinlínis martraðarkennt að heyra forsætisráðherrann árétta ásetning sinn um að fá breska herinn til að koma hingað til lands í byrjun jólaföstu til þess að „halda uppi eftirliti með lofthelg- inni“ og það í boði og á kostnað okkar Íslendinga. Það hefur vafist fyrir mörgum að finna réttlætingu þess að leggja 1.500 milljónir króna í starfsemi Varnarmálastofnunar. Einkum hefur sú óvinaþjóð þótt vandfundin sem líkleg væri til að sækja okkur Íslend- inga heim með hervaldi. Við töldum okkur eiga traust samband við öll nálæg ríki. Það breyttist með aðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar, sem enn herjar á íslenskt þjóðarbú með fjárkröfum sem eru meiri en sigursælir stríðsherrar hafa gert á hendur sigruðum þjóðum á síðari tímum. Við þurfum því að verjast Bretunum og þar duga ekki stríðstól til, allra síst þau bresku. Forsætisráðherra þarf að skilja, að boð til breska hersins um að koma hingað til lands og leika loftvarnir á jólaföstu, er viðlíka fjarstæða og að Bandaríkjamenn bæðu Al Kaída að annast loftvarnir yfir New York. Höfundur er lögmaður. Varnarmál á villigötum ÞÓRARINN V. ÞÓRARINSSON Mannréttindi og fjármálakreppa JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR Í DAG | Aumir tímar Stjórn enska knattspyrnufélagsins West Ham, sem enn er í eigu Björg- ólfs Guðmundssonar, hefur ákveðið að bjóða Barack Obama í heimsókn á Upton Park, heimavöll liðsins, næst þegar forsetinn verðandi á leið um Lundúnaborg. Obama er sagður hafa stutt West Ham síðan hann sá leik á Upton Park árið 2003, en hálfsystir hans, Auma, býr í London og er gift stuðningsmanni liðsins. Hafa gárungar þjóðarinnar, sem farið hafa mikinn síðustu vikur, grínast með að næst verði það því ekki einungis Auma systir sem fær heimsókn frá Obama í London, heldur auma fótboltaliðið í borginni líka. Breyttir tímar Það gerist nánast aldrei að téðum gárungum, þeirri bragðvísu þjóð- félagsstétt, verði orða vant. Eftir atvikarunu gærdagsins, þar sem for- sætisráðherrann Geir H. Haarde hafði ekkert heyrt af láni frá Pólverjum fyrir hádegi, sagði að ekkert yrði af slíku láni um miðjan dag, og staðfesti svo tilvist lánsins um eftirmiðdaginn, brá svo við að aldrei þessu vant heyrðist ekki múkk í gárung- um. Líklegt þykir að öll þessi frábæru tilefni til spaugs, sem komu upp með örstuttu millibili, hafi hreinlega orsakað djók-ofhleðslu. Nýir tímar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra boðaði nýja tíma í umræðum á Alþingi 15. október. Í hinu nýja Íslandi yrði allt breytt og í engu yrði „farið eftir helmingaskiptareglum síðustu aldar“ þegar kæmi að því að skipa í bankaráð ríkisbankanna. Í gær kom í ljós að ráðherra hafði hárrétt fyrir sér. Í stað þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokk- ur skiptu með sér meirihluta í helm- ingaskiptum, eins og á síðustu öld, eru það nú Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin. kjartan@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is ® N ú eru liðnir 33 dagar frá því að neyðarlög voru sett á Íslandi vegna yfirvofandi efnahagshruns. Strax þá hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið nefnd- ur til sögu þótt ekki væri staðfest fyrr en tæpum þremur vikum síðar að leitað yrði til hans um aðstoð. Síðan eru aftur liðnar tvær vikur. Aðstoðin við Ísland er ekki komin á dagskrá stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og enn bíður þjóðin örlaga sinna. Sú pattstaða sem virðist komin upp varðandi liðveislu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er grafalvarleg. Lánið frá sjóðn- um virðist vera lykillinn að viðreisn efnahagslífsins á Íslandi. Aðkoma hans skiptir sköpum bæði um lengd og dýpt þeirr- ar fjármálakreppu sem nú stendur og engan veginn sér fyrir endann á. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær felst pattstað- an í því að meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bíður, að sögn forsætisráðherra, eftir vilyrði um lán frá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum, bíður sænski seðlabankinn, sem Norður- landaþjóðirnar hafa valið sér til forystu í málefnum Íslands, eftir niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Norður- löndin munu í kjölfar þeirrar niðurstöðu taka ákvörðun um samnorræna aðstoð, að sögn fulltrúa sænska seðlabankans. Ísland er trausti rúið í alþjóðasamfélaginu. Grannþjóðirnar treysta sér ekki til að lána Íslendingum fé ef ekki liggur fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi til aðstoðar. Það hlýtur að vera Íslendingum áfall að bræðraþjóðirnar á Norðurlöndum skuli ekki treysta sér til að veita Íslendingum skilyrðislausan stuðning og vekur óneitanlega til umhugsunar um norrænt samstarf og gildi þess. Menningarleg tengsl okkar við nágrannaþjóðirnar liggja fyrir og þau tengsl ber að rækta áfram sem hingað til. Hins vegar virðist, þegar á hólminn er komið, lítið pólitískt hald vera í norrænu samstarfi. Langt og strangt endurreisnarstarf bíður okkar Íslendinga. Líklega á íslenska krónan sér ekki viðreisnar von þannig að ljóst er að sú endurreisn getur ekki orðið nema með sterkari gjaldmiðli. Bið hefur sett svip sinn á undangengnar vikur og svo virðist sem þjóðin muni halda áfram að bíða enn um sinn. Ekki mun liggja fyrir fyrr en í næstu viku hvort Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn kemur til aðstoðar. Óvissa og bið undanfarinna vikna hefur verið mörgum þung í skauti. Það er þjóðinni afar brýnt að draga eftir föngum úr þessari óvissu. Forsætisráðherra segist fullviss um að lán fáist og þar af leiðandi komi til aðstoðarinnar frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Óskandi væri þó að tími vangaveltna um það hvort til aðstoðarinnar komi eða ekki væri liðinn og tími raunveru- legra yfirlýsinga sem hald er í runninn upp. Fyrr en það gerist fæst engin viðspyrna. Frændþjóðir treysta ekki Íslendingum Neyðaraðstoð í uppnámi STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.