Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 56
 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is HIð íslenzka fornleifafélag var stofnað þennan dag árið 1879. Nærri tvö hundruð ár eru þó síðan rætt var um að skrá þyrfti fornleifar hér á landi. Dönsk nefnd um varð- veislu gamalla sagna sendi í kjölfarið fyrirspurn til Íslands árið 1817 um fornaldarleif- ar á Íslandi og safnaði saman skýrslum um það efni. Sam- fara því voru nokkrar íslenskar fornleifar og fornminjar friðlýstar, hinar fyrstu hér á landi. Þeir þrír staðir sem fyrst voru friðaðir voru Borgarvirki í Víðidal, dómhringur á Þórsnesi á Snæfellsnesi og Snorralaug í Reykholti. Við stofnun fornleifafélagsins var unnið ötullega að skráningu sögu- minja. Nokkrir fræðimenn fóru þá um landið til að kanna söguslóðir og fornleifar sem þeim þóttu athyglisverðar. Sigurður Vigfússon og Brynjúlf- ur Jónsson frá Minna-Núpi voru þar fremstir í flokki. Gildi framtaks þeirra er ómetanlegt því þeir skráðu fjölmargar minjar sem nú eru horfnar. ÞETTA GERÐIST: 8. NÓVEMBER 1879 Fornleifafélag stofnað „Jú, ég stend á fimmtugu í dag, en ætla hvorki að halda stórveislu né hafa opið hús. Ég ætla að elda ljúffengan afmæl- isverð handa börnum mínum og býð þeim kannski á James Bond á eftir,“ segir Toshiki Toma, prestur innflytj- enda, sem í dag blæs á 50 kerta köku. „Þessi tímamót hafa hálfpartinn komið mér í opna skjöldu, líkt og sú staðreynd að þjóðfélagið stendur nú á alls óvæntum tímamótum. Því tel ég tímabært að íhuga sönn gildi lífsins og endurskoða hvað er þýðingarmik- ið í lífi okkar. Raunar finnst mér allt- af nauðsynlegt að hafa slíkt í huga, en við mannfólkið gleymum því oft,“ segir Toshiki, sem dreginn var af Amors- örvum að Íslandsströndum fyrir sex- tán árum. „Fyrstu fimm árin voru bara erfið. Næstu tíu ár voru áratugurinn eftir að ég skildi við eiginkonu mína – og þá finnst mér ég alltaf hafa verið hlaupandi til þess eins að lifa af, og um leið að sanna að innflytjandi getur lagt sitt af mörkum í íslenskt þjóðfélag. En hér er ég enn og finnst mér hafa tek- ist nokkuð vel upp með áætlun mína og ævistarf.“ Toshiki Toma fæddist í höfuðborg Japans 8. nóvember 1958. Þar búa for- eldrar hans enn, en bróðir hans býr í borginni Sapporo, í Norður-Japan. „Pabbi liggur á sjúkrabeði og mamma glímir einnig við veikindi. Ég reyni að heimsækja þau eins oft og ég get, en viðurkenni að fjarlægðin er erfið- asta hlutskiptið við að búa svo fjarri fósturjörðinni,“ segir Toshiki, sem minnist besta afmælisdagsins hingað til. „Þá var ég kvæntur íslenskri konu og afmælisdag minn bar upp í Japan. Ég eldaði góðan mat og konan spurði í mat- artíð: „Hvað er í dag?“ Það vakti mikla kátínu. Eftirminnilegasta afmælisgjöfin kom svo úr hendi Guðfríðar Lilju (vara- þingmanns VG) og Steinu, konu henn- ar, sem færðu mér eldhússvuntu. Mér þykir gaman að elda og ætti að geta notað svuntuna endalaust mikið, en fæ mig ekki til þess því hún er of flott til að nota í eldhúsi!“ segir Toshiki og skell- ir upp úr. Prestur innflytjenda segist nú hugsa næstu fimmtán ár fram í tímann; ef Guð leyfir og gefur. „Þungamiðjan verður íhugun um það sem mér þykir ómissandi í lífinu. Ég skammast mín ekki fyrir að vera pokaprestur á Íslandi, því ég er stoltur og glaður yfir því að vera prestur. Því vil ég líka íhuga hvað öðru fólki er mikilvægast, því öll getum við tapað því sem okkur er kærast. Slíkt leikur okkur alltaf hart en „hjálp mun berast frá Guði.“ Þrátt fyrir það megum við ekki forðast að taka ábyrgð á eigin lífi, en ég óska að næstu 15 ár lífs míns muni byggjast á þeirri forsendu.“ thordis@frettabladid.is SÉRA TOSHIKI TOMA PRESTUR INNFLYTJENDA: FÆDDUR Í TÓKÝÓ FYRIR 50 ÁRUM Fimmtíu kerta kaka og Bond STOLTUR OG GLAÐUR Toshiki Toma er sérþjónustuprestur þjóðkirkjunnar við innflytjendur. Hann stendur á fimmtugu í dag og ætlar að njóta dagsins í faðmi ástvina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Fanneyjar Bjarnadóttur Fyrir hönd fjölskyldna okkar Greta Björg, Ardís Ólöf, Ruth Jóhanna Arelíusardætur. Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma Björg Erlingsdóttir Grýtubakka 22, Reykjavík lést sunnudaginn 2. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 10. nóvember næstkomandi kl. 15.00. Ellen Ásthildur Ragnarsdóttir Friðþjófur Bragason Þorkell Ragnarsson Kristín Þórdís Ragnarsdóttir Sigurjón Sigurjónsson Ingunn Ragnarsdóttir Símon Wiium Guðmundur Birgir Ragnarsson Bettý Stefánsdóttir Soffía Ragnheiður Ragnarsdóttir Ásþór Ragnarsson Kolbrún Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall, Svavars Fanndal Torfasonar meistara í rafvélavirkjun, Grenilundi 12, Garðabæ Sólbjört Gestsdóttir Hólmfríður Fanndal Svavarsdóttir Ingólfur Arnarson Sigríður Guðjónsdóttir Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir Jóhanna Rósa Arnardóttir Jón Vilhjálmsson og fjölskyldur. Okkar bestu þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför Heiðrúnar Soffíu Steingrímsdóttur Grundargerði 3a, Akureyri. Fyrir okkar hönd sem og annara er tengjast fjölskyldunni og afkomendum Þorsteinn Jónatansson Edda H. Þorsteinsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Karlsdóttir Kjarrmóa 18, Reykjanesbæ, andaðist mánudaginn 3. nóv. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. nóvember, kl. 14.00 Ágústa Þorleifsdóttir Kristófer Þorgrímsson Júlíana Pietruszewski Paul Pietruszewski Guðmundur K. Þorleifsson Sigurlaug Björnsdóttir Karólína M. Þorleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi, Haraldur Ragnarsson atvinnurekandi, Auðbrekku 32, Kópavogi, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 4. nóvember. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að leyfa líknar- og vinafélaginu Bergmáli og Krabbameinsfélaginu að njóta þess. Perla María Hauksdóttir Harpa Lind Haraldsdóttir Berglind Haralsdóttir Ragnar Haraldsson Halla Ósk Haraldsdóttir Róbert Örn Albertsson Sigrún Elín Haraldsdóttir Sigrún Einarsdóttir Ragnar Haraldsson og barnabörn. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Guðmundar A. Þórðarsonar Holtsflöt 4, Akranesi. Málfríður K. Björnsdóttir Guðrún H. Guðmundsdóttir Björn Guðmundsson Skúlína H. Guðmundsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Guðmundur Benediktsson Þórður Guðmundsson Guðný Hrund Rúnarsdóttir Ólöf Ásta Guðmundsdóttir Guðmundur Guðjónsson og afabörn. Ástkær eiginmaður minn og vinur, Ingvar G. Jónsson Drápuhlíð 5, Reykjavík, andaðist á elli og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikduaginn 5. nóvember. Útför fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. nóvember kl. 13.00. Bergþóra Þorsteinsson Björn Oddsson. RITHÖFUNDURINN MARGARET MITCHELL FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1900. „Lífið er ekki skuldbund- ið til að gefa okkur það sem við væntum.“ Margaret Mitchell fæddist í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Skáldsaga hennar, Á hverf- anda hveli, er ein vinsælasta bók allra tíma. Hún hefur selst í 30 milljónum eintaka. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnar Kristján Guðmundsson Ljósuvík 24, Reykjavík, verður jarðsunginn mánudaginn 10. nóvember kl. 15.00 frá Grafarvogskirkju. Elín H. Jónsdóttir Friðbjört Gunnarsdóttir Þórir Jónsson Magni Freyr Þórisson Daníel Þór Þórisson Ása Hrönn Þórisdóttir Hallfríður Gunnarsdóttir Bragi Már Valgeirsson Sólrún Braga Bragadóttir Gabríela Brá Bragadóttir Eiður Örn Bragason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.