Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 64
48 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Eirún Sigurðardóttir, myndlista- maður og félagi í Gjörninga- klúbbnum, gengur með gestum um sýninguna ID-LAB í Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á morgun kl. 15 og fjallar um verk Gjörningaklúbbsins á sýningunni. ID-LAB er sýning á verkum listamanna sem nota kraftmikil auðkenni tísku og hönnunar til að skoða tíðaranda samtímans. Listamennirnir eru allir þekktir fyrir vinnu sína sem myndlista- menn en hafa einnig flestir unnið að verkefnum á sviði hönnunar og þannig haft áhrif á tísku og tíðaranda. Verk Gjörningaklúbbs- ins á ID-LAB ber yfirskriftina Tíðarandinn og er eftirmynd af umhverfi ljósmyndastúdíós. Þar ríkir skrautlega klædd vera sem er persónugerður tíðarandi. - vþ Leiðsögn listamanns GJÖRNINGAKLÚBBURINN Sýnir verk sín á ID-LAB í Hafnarhúsinu. Segðu mömmu að mér líði vel er mátulega löng hversdagssaga úr Reykjavík nútímans og sveit for- tíðar. Einna helst einkennir sög- una hversu þægileg og skemmti- leg hún er aflestrar; helgast það líkast til af því að sögumaðurinn, arkitekt og einstæður faðir og sonur, er ákaflega viðkunnanleg- ur náungi. Sögunni vindur fram á lág- stemmdum nótum; sögumaður og kona leika badminton í hádeg- ishléi frá vinnu, eins og maður gerir. Að leik loknum hverfur konan úr eiginlegri framvindu sögunnar og reynist ómögulegt að ná í hana í síma. Það vekur ugg í hjarta sögumanns, enda fátt óþægilegra á þessum sítengdu tímum en að ná ekki í fólk. Hvarf konunn- ar reynist ráð- gáta sem knýr áfram hugleið- ingar sögu- manns um sína eigin fortíð sem og fortíð þeirra sem standa honum næst. Faðir sögumanns er einnig fyrirferðar- mikil persóna í sögunni; þeir feðgar búa saman og er sam- bandið þeirra á milli og við aðra í fjölskyldunni önnur þungamiðja sögunnar. Sagan rennur áreynslulaust áfram, þó að hún missi eilítið flugið við sögusviðsskiptin úr borg í sveit og úr nútíma í fortíð. En á heildina litið er hér um að ræða vel skrifaða, skemmtilega og viðkunnanlega bók. Vigdís Þormóðsdóttir Viðkunnanleg saga úr borg og sveit GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON SEGÐU MÖMMU AÐ MÉR LÍÐI VEL Eftir Guðmund Andra Thorsson JPV Skemmtileg saga um ástir og fjölskyldutengsl. ★★★ Í dag opnar ný sýning í Kling & Bang gallerí á Hverfisgötu 42 þar sem 16 listamenn frá Berlín slást í lið með 9 íslenskum listamönn- um er reka Kling & Bang gallerí. Samsýninguna kallar þetta lið „Kling & Bang og Torstrasse 111“ en staðirnir tveir eiga það sameiginlegt að vera verkefna- og sýningastaðir listarinnar, báðir reknir af myndlistarmönnum. Sýningin er eins konar framhald sýningar er átti sér stað í Berlín haustið 2007, en þá sýndu þar listamenn á vegum Kling & Bang ásamt listamönnum er starfa í húsinu á Torstrasse 111. Núna er komið að Íslandi og Kling & Bang galleríi að taka á móti listamönn- um frá Torstrasse 111 í Berlín, Þýskalandi. Við opnunina munu slagverk- sleikarinn Robyn Schulkowsky og tónlistarmaðurinn Cathy Milliken halda tónleika. Robyn Schulkow- sky er stofnandi Rhytm Lab og hefur verið með trommu- vinnustofur alls staðar í heimin- um. Cathy Milliken nam óbó og píanóleik og er ein af stofnendum The Ensemble Modern. - pbb Þýskir gestir Um þessar mundir stendur yfir á Kaffi Mokka við Skólavörðustíg sýning á verkum Kristjáns Jóns Guðnasonar. Sýningin nefnist „Í spéspegli“ og ber nafn með rentu, enda má á henni sjá skondnar myndir sem gera góðlátlegt grín að þjóðfélaginu og þegnum þess. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma Kaffi Mokka sem er frá kl. 9 til 18.30 alla daga. - vþ Spéspegill á Mokka KAFFI MOKKA Hýsir sýningu Kristjáns Jóns Guðnasonar. Wanted, Bubbi Byggir og Latibær 9 eru komnar í verslanir Hagkaups um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.