Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 66
50 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson > THELMA DESIGN OPNUÐ Í DAG Hönnuðurinn Thelma hefur notið mikillar vel- gengni, sérstaklega fyrir fallegt hárskraut sem hefur notið velgengni erlendis. Nú opnar hún loksins sína eigin búð í Reykjavík, í Garðastræti 2 í dag, sem heitir Thelma Design Atelier en þar eru fáanleg föt og hárspangir. OKKUR LANGAR Í … Frísklegan kinnalit sem skiptist í sólarpúður og fallegan hraustlegan ferskjulit. Frá Christian Dior. Dásamlega fallegan silki- kjól hannaðan af Eygló. Fæst í Kronkron, Laugavegi. Þykka hnésokka frá Gaspard Yurkievich. Fást í kronkron. Hönnuðurinn Nicolas Ghésquiere hjá Balenciaga hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri fyrir framúrstefnuleg snið sem minna á einhvers konar geimbúninga. Hann er þó ekki einn um að sækja innblástur til vísindaskáldskapar því á tískusýningum í París fyrir næsta vor og sumar gaf að líta harla óvenjulegar flíkur. Martin Marguiela kom með abstrakt form og andlitslausar fyrirsætur, Hussein Chalayan var með stórfenglega geimbúninga og Alexander McQueen sýndi föt sem minntu helst á undarlegar verur úr Star Trek. - amb FRAMÚRSTEFNULEG HÖNNUN Í VOR: Hreinn vísinda- skáldskapur NÚTÍMALEGT Hvítur einfald- ur skokkur hjá Balenciaga fyrir vor/sumar 2008. Í EÐLULÍKI Magnaður grænn og rauður búningur hjá Alexander McQueen. GLITRANDI Málmkjóll og mjög sérstakur skóbún- ingur hjá Balenciaga. TÖFF Svartur glansandi leðurkjóll með ýktum mjöðmum og rennilás. NÝ FORM Stuttir kjólar með frumlegu bakstykki frá Hussein Chalayan. Eins og hvert einasta mannsbarn veit eða ætti að vita þá snýst tíska auðvitað ekki einungis um klæðaburð og stíl heldur í raun allt sem snýr að lífi okkar eins og matur, húsbúnaður, arkitektúr, myndlist og tónlist. Og þeir sem eru á móti tísku eru samt fastir í einhverri and- tísku, þar sem tískan er jú óumflýjanlegur hluti af tilverunni. Þegar kreppir að er sennilega viturlegt að láta fataskápinn frá því í fyrra- vetur duga og eyða ekki óþarfa krónum í spjarirnar. En það er svo heilmikið meira sem hægt er að gera til þess að sýna að maður fylgist með, án þess að það kosti krónu. Gott dæmi um þetta er að breyta talsmáta okkar og tileinka okkur svalari orðaforða. Snillingar eins og Gillzenegger og fleiri hnakkar komu auðvitað með sérstakan orðaforða á sínum tíma sem aðgreindi hnakka frá óæðri mannverum. Gillz og félagar færðu okkur meðal annars „bleeeezzzr“ (blessaður) og „Hverfizzz“ (Hverfisbarinn) fyrir liðlega fimm árum. Arfleifð þeirra lifir enn í hinni mjög svo mikil- vægu zetu sem er nú komin með nýtt og ferskt tvist. Eitt sinn voru það aðeins gáfumenni sem héldu z-unni á lofti í mikil- vægum Morgunblaðsgrein- um en nú getur sérhver Íslendingur verið svaka hipp og kúl með því að skjóta nokkrum zetum hingað og þangað. Ef þú vilt vera memm á MSN eða Fésbók- inni (og eru það ekki allir?) þá er sum sé töff að skjóta inn z-um meðal essa. Það er til dæmis hresst að vera hrezz. Annað nýlegt fyrirbæri er kveðjan „Hajjjjjj,“ sem er eins konar langt „hæ“ og var í byrjun einungis notað af spenntum smástelpum eða konum sem voru að reyna að vera eins og spenntar smástelpur. Í dag er „hhaaajið og baaaajið,“ notað á alls kyns vígstöðvum á dálítið írónískan og hressandi hátt og einnig er mjög mikilvægt að skrifa kveðjurnar á þann máta sem þær eru ritaðar hér að framan. Nú og svo auðvitað eru menn farnir að apa allt upp eftir Dagvaktinni og nota óspart „Já, sæll“ og „Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?“ Að síðustu hefur orðatiltækið „hressandi“ færst gífurlega í aukana og allt er orðið hressandi. Og það er nú afskaplega gott í kreppunni að finna einmitt alltaf eitthvað hressandi í öllu. Og jafnvel svo hressandi að það sé með tveimur z-um. Að vera zvalur, ódýrt ABSÚRD Sérstakur hringlaga jakki úr svörtu leðri frá Martin Marguiela.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.