Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 68
52 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Britney Spears og rokksveitin 30 Seconds To Mars hlutu tvenn verðlaun hvor á evrópsku MTV-tónlistar- verðlaunahátíðinni sem var haldin í Liverpool. Bítillinn Sir Paul McCartney fékk heiðursverðlaun og það í heimaborg sinni. „Það er aðeins ein manneskja hér í kvöld sem við vitum að hefur samið lög sem munu lifa að eilífu. Það er aðeins einn Paul McCartney,“ sagði Bono, söngvari U2, sem afhenti honum verðlaunin. McCartney var eini Bretinn sem fékk verðlaun á hátíðinni því flytjendur á borð við Duffy, Leona Lewis og Coldplay fóru tómhentir, heim þrátt fyrir að hafa fengið þrjár tilnefningar hver. Britney Spears fékk verðlaun fyrir bestu plötuna, Blackout, Kanye West var valinn besti hip hop- tónlistaramaðurinn og lag Pink, So What, var valið það sem þótti mest grípandi. Rick Astley, sem sló í gegn með laginu Never Gonna Give You Up fyrir tuttugu árum, fékk verðlaun fyrir sitt framlag til tónlistarheimsins. Bar hann þar sigurorð af ekki ómerkari listamönnum en U2, Britney Spears og Green Day. Á meðal þeirra sem spiluðu á hátíðinni voru The Killers, Beyoncé, Pink, Take That og Kanye West og var stemmningin í salnum frábær allt kvöldið. Heiðraður í heimaborginni MCCARTNEY OG BONO Vel fór á með Paul McCartney og Bono á MTV-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Liverpool. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Viðhafnarsýning var haldin á nýjustu Bond-mynd- inni, Quantum of Solace, í Smárabíói í fyrrakvöld. Fjöldi fólks lét sjá sig enda hefur James Bond í gegnum tíðina verið trygging fyrir góðri skemmtun. Boðið var upp á popp, kók og Bollinger-kampavín handa gest- unum, auk þess sem föngulegar Bond-stúlkur gengu um með bros á vör. Myndin var sýnd í þremur sölum sem allir voru troðfullir og skemmti fólk sér prýðilega, þar á meðal Björn Bjarnason, dóms- málaráðherra, sem er þekktur fyrir að vera aðdáandi góðra has- armynda. Quantum of Solace er 44. Bond- myndin og fer hinn bláeygi og ljóshærði Daniel Craig með hlut- verk njósnara hennar hátignar í annað sinn. Myndin hefur fengið mjög góða dóma, meðal annars fjórar stjörnur hér í Fréttablað- inu. Nýrri Bond-mynd fagnað KAMPAVÍN Gestum á viðhafnarsýningunni var boðið upp á dýrindis Bollinger-kampavín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK BROSMILDAR Þóra Briem og íþrótta- fréttakonan Lovísa Árnadóttir voru brosmildar í Smárabíói. ÞORGEIR OG GUÐMUNDUR Þorgeir Pálsson og Guðmundur H. Jóhannsson voru á meðal gesta í Smárabíói. SPENNTIR Félagarnir Sissi og Viggó voru greinilega spenntir fyrir nýjustu Bond- myndinni. 1 SÓLHEIMAR Alltaf með skærustu perurnar. 2 GULLINBRÚN Við Gullinbrú. 3 SÍÐAN SKEIN SÓL Rafmagnið á það til að fara af. 4 SÓLBAÐSSTOFAN TÖFF Á Húsavík. 5 Á MÓTI SÓL Nostraðu við þig. 6 SÚPER SÓL Hólmaseli. 7 NORÐURLJÓS Á Siglufirði. 8 SÓLDÖGG Sólbekkir og náttúruleg dagg- armeðferð. 9 SOHOSÓL Grensásvegi. 10 RAUÐSÓL Sérsniðnir bekkir fyrir rauð- hærða. *Bara helmingurinn af þessu eru alvörusólbaðs- stofur Sólbaðsstofur TOPP 10 ÁSGEIR KOLBEINS Metrómenn stunda ljósabekkina. > BLÓTAR Í SÍFELLU Kate Hudson segist hafa verið ánægð þegar hún fékk handritið að kvik- myndinni My best friend‘s girl, þar sem karakter hennar blót- ar mikið í myndinni. Með hlut- verkinu segist hún hafa feng- ið nasaþef af því sem leikkon- ur Sex and the city fengust við og notið þess í botn. Kate seg- ist ekki geta átt í samræðum dags daglega án þess að blóta, en reyni þó að vanda orða- val sitt fyrir framan fjögurra ára son sinn, Ryder. „Við sendum út boð á Facebook og svo fréttist þetta bara,“ segir Elísabet Alma Svendsen sem heldur fatamarkað á Prikinu í dag ásamt Guðrúnu Töru Sveinsdóttur fyrirsætu og Evu Katrínu Baldurs- dóttur verslunarstjóra Kron Kron. Stöllurnar eru ekki alls ókunnar tískuheiminum því Guðrún Tara og Eva Katrín hafa báðar starfað sem fyrirsætur um árabil og Elísabet Alma heldur úti heimasíðunni reykjaviklooks.net, ásamt Sögu Sigurðardóttur, þar sem fylgst er gaumgæfilega með götutískunni í Reykjavík. Elísabet hóf nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands í haust, en Guðrún hefur þegar lokið einu ári í fatahönnun og eftir áramót heldur hún ásamt Evu Katrínu til Mílanó þar sem þær munu vinna við fyrirsætu- störf á vegum Eskimo. „Okkur fannst sniðugt að finna stað niðri í miðbæ annan en Kolaportið og verðum á efri hæðinni á Prikinu. Við verðum með samsafn af mjög fínu dóti og margt af því er lítið eða ekkert notað,“ útskýrir Elísabet. „Ég er búin að vinna í Rokki og rósum lengi, en Guðrún Tara og Eva Katrín í Kron Kron, svo það er mikið þaðan,“ bætir hún við og segir stemmninguna fyrir mark- aðnum vera góða. „Við ætlum að selja þetta ódýrt svona í kreppunni og vonumst bara til að sjá sem flesta milli 12 og 18 í dag,“ segir Elísabet að lokum. -ag Halda fatamarkað á Prikinu FATAMARKAÐUR Á PRIKINU Elísabet Alma, Eva Katrín og Guðrún Tara halda fatamarkað á Prikinu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Næsta mynd Kim Basinger, tryllirinn While She Was Out, kemur í bíó vestanhafs tólfta desember næstkomandi. Þar leikur hún eiginkonu í úthverfi nokkru sem lendir í því að hópur glæpa- manna situr um hana á aðfanga- dag jóla. Berst hún fyrir lífi sínu eingöngu með verkfærabox að vopni. Basinger, sem verður 55 ára fjórum dögum áður en myndin verður frumsýnd, sást síðast á hvíta tjaldinu fyrir tveimur árum í myndunum Even Money og The Sentinel. Leikstjóri og handrits- höfundur While She Was Out er Susan Montford og er þetta frumraun hennar á þessu sviði. Berst við glæpamenn KIM BASINGER Jónsi í Sigur Rós segist hafa verið mikill aðdáandi bresku þunga- rokkssveitarinn- ar Iron Maiden í æsku. „Við hittum Bruce Dickinson úr Iron Maiden einu sinni á tónleikum. Hann trúði því ekki að við værum aðdáendur þeirra,“ sagði Jónsi við Daily Mirror. Jónsi segir að Bítlarnir hafi verið fyrsta hljómsveitin sem hann hreifst af. „Mín fyrsta tónlistar- minning er þegar ég spilaði Bítlaplötur of hátt í græjum foreldra minna. Mér fannst það æðislegt. Þannig lærði ég að spila á gítar.“ Aðdáandi Iron Maiden JÓNSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.